Innlent

Unnið verði að endurreisn þorskstofnsins

MYND/Vilhelm

Þingflokkur Vinstri - grænna hvetur stjórnvöld til að vinna markvisst að endurreisn þorskstofnsins og annarra mikilvægra nytjastofna í hafinu kringum Ísland. Flokkurinn tekur líka undir það sem fram kemur í nýrri skýrslu Hafrannsóknastofnunar þar sem segir meðal annars að nýting fiskistofnananna þurfi að lúta lögmálum sjálfbærrar þróunar, auk þess sem beri að hafa varúðarsjónarmið að leiðarljósi við fiskveiðistjórnun. Þá segja Vinstri - grænir að eftirtektarvert sé að stjórnvöld hafi um árabil látið undir höfuð leggjast að fara að veiðiráðgjöf Hafró og niðurstöðum sérfræðinga varðandi veiðar. Nærtækt dæmi sé skýrsla nefndar sjávarútvegsráðherra um langtímanýtingu fiskistonfa frá apríl 2004.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×