Fleiri fréttir

Þurfa líklega að brenna matvæli frá herstöð

Líkur eru á að varnarliðinu verði gert að brenna tugi tonna af fyrsta flokks matvælum, sem nú eru í stórmörkuðum og frystigeymslum á Keflavíkurflugvelli, í stað þess að fá að gefa þau íslenskum sjálfseignarstofnunum sem vinna að líknarmálum.

Þora ekki út á kvöldin eftir árásir

Skemmtiferð útskriftarnema frá Verzlunarskóla Íslands til Búlgaríu hefur tekið heldur óskemmtilega stefnu því að minnsta kosti þrír þeirra hafa orðið fyrir árásum og þá hafa nokkrir verið rændir. Kveður svo rammt að þessu að hluti hópsins þorir ekki lengur út á lífið af ótta við árásir og nokkrir hafa þegar haldið heim, fyrr en áætlað var.

Ekki farið út í ævintýrafjárfestingar í OR

Verðandi borgarstjóri, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, segir að ekki verði farið út í neinar ævintýrafjárfestingar í Orkuveitunni. Eitt fyrsta verk nýs borgarstjórnarmeirihluta verði að fara rækilega ofan í áform um kaup hennar á grunnneti Símans.

Leiðtogar Eystrasaltsráðsins funda

Leiðtogar Eystrasaltsráðsins funda í dag í Reykjavík. Með því lýkur eins árs formennsku Íslands í ráðinu. Í ráðinu sitja löndin níu sem liggja að Eystrasaltinu auk Noregs og Íslands.

Heimsmarkaðsverð á olíu féll

Hráolíuverð á heimsmarkaði féll niður fyrir 70 dollara í fyrsta skipti í tvær vikur, nær samstundis og fréttir bárust um lát Zarqawis. Þetta mun hugsanlega hafa áhrif á olíuverð hérlendis, en olíufélögin Essó, Skeljungur og Olís tilkynntu öll um tveggja og hálfrar krónu hækkun á bensínlítranum í gær.

Meirihlutasamstarf J og B lista í Dalvíkurbyggð

Joð - listi - óháð framboð og Bé - listi - Framsóknarmanna hafa gert með sér samkomulag um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar. Svanfríður Jónasdóttir, Joð-lista verður bæjarstjóri fyrri hluta kjörtímabilsins og síðan verður auglýst eftir bæjarstjóra. Bjarnveig Ingvadóttir, Bé-lista verður forseti bæjarstjórnar.

Vinnuslys á mótum Suðurlands- og Vesturlandsvegar

Vinnuslys varð nú rétt í þessu á mótum Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar, þar sem unnið er að gerð mislægra gatnamóta. Járnstykki sem verið var að hífa upp datt niður úr kranaklónni og á mann á jörðu niðri. Verið er að flytja manninn á sjúkrahús og er ekki enn kunnugt um meiðsli hans en að sögn vitna slapp hann ótrúlega vel miðað við aðstæður.

Tafir á Kastrup-flugvelli vegna fagfundar

Nokkrar tafir urðu á flugi frá Kastrup-flugvelli í morgun vegna fagfundar starfsfólks í öryggisgæslu á vellinum. Á meðan á fundinum stóð voru mun færri við vopnaleit á flugvellinum og því mynduðust langar raðir við vopnaeftirlitið.

Tengivagn valt þegar vegkantur gaf sig

Tengivagn aftan í flutningabíl valt þegar vegkantur á þjóðveginum undir austanverðu Ingólfsfjalli gaf sig í gærkvöldi. Minnstu munaði að vagninn tæki flutningabílinn með sér í veltuna. Unnið er að vegaframkvæmdum á þessum slóðum og er talið að rekja megi óhappið til þess.

Verstu flóð í A-Kína í þrjá áratugi

Flóðin sem nú belja um austurhluta Kína eru þau verstu í þrjá áratugi, að sögn þarlendra stjórnvalda. 55 hafa látið lífið og 12 annarra er saknað og að minnsta kosti 378 þúsund hafa þurft að yfirgefa heimili sín.

Enn leitað að 24 ára karlmanni

Eftirgrennslan lögreglunnar í Reykjavík eftir Hauki Frey Ágústssyni, sem er tuttugu og fjögurra ára, þrekvaxinn og einn og áttatíu á hæð, hefur engan árangur borið.

Orkuverð sé farið að hafa áhrif á hagvöxt

Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, telur að hækkandi orkuverð í landinu sé farið að hafa áhrif á hagvöxt. Greenspan kom fyrir Bandaríkjaþing í gær þar sem hann mat stöðuna í efnahagsmálum.

Flýðu heimili sín vegna aukinnar virkni í Merapi

Yfir fimmtán þúsund íbúar í þorpum í kringum eldfjallið Merapi í Indónesíu flýðu í morgun heimili sín vegna vaxandi eldvirkni í fjallinu. Merapi hefur látið á sér kræla undanfarnar vikur en í morgun spúði fjallið kröftuglega og mátti sjá voldugt öskuský standa upp úr gígnum.

Lögreglan lýsir eftir ungum manni

Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Hauki Frey Ágústssyni sem ekkert hefur spurst til frá 1. júní. Haukur Freyr er fæddur 1982; hann er 180 sentimetrar á hæð, um 100 kíló, hokinn, ljósskolhærður með ljóst skegg umhverfis munninn.

Dæmdir í skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás

Tveir ungir menn voru í dag dæmdir í Héraðsdómi Norðurlands eystra í skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás sem framin var við skíðahótelið í Hlíðarfjalli í október í fyrra. Annar maðurinn var dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi en hinn í 30 daga.

Tugi hafa látist vegna flóða í Kína

Tugir manna hafa farist og hundruð þúsunda hafa misst heimili sín í flóðum í Kína undanfarna daga. Stormar hafa gengið yfir suðurhluta landsins síðastliðna viku með tilheyrandi flóðum og aurskriðum.

Framúrskarandi Íslendingar

Íslandsdeild JCI kynnti í dag í Norræna húsinu árlega útnefningu sína á sex framúrskarandi ungum Íslendingum. JCI er alþjóðleg hreyfing sem leitast eftir því að efla stjórnunarhæfileika og frumkvæði ungs fólks. Hreyfingin útnefnir árlega framúrskarandi þjóðfélagsþegna, ungt fólk sem þykir skara fram úr á sínu sviði.

Ártúnsskóli fær Íslensku menntaverðlaunin í ár

Ártúnsskóli fékk íslensku Menntaverðlaunin í ár sem Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti í kvöld. Alls voru veitt verðlaun í fjórum flokkur en þrír grunnskólakennarar fengu einnig viðurkenningu fyrir störf sín.

Nemendur skoða kynímyndir á MTV

Viðamikið jafnréttisverkefni félagsfræðikennara við Menntaskólann í Kópavogi tryggði skólanum jafnréttisviðurkenningu Kópavogsbæjar í dag.

Einn lést og sex særðust á Gaza í dag

Palestínumaður var skotinn til bana og sex liggja sárir eftir skotbardaga þeirra við ísraelska hermenn á landamærum á Gaza-ströndinni í dag. Að sögn sjúkraflutningamanna sem hlúðu að mönnunum var sá sem lést lögreglumaður, sem og þrír hinna særðu, en hinir þrír voru óbreyttir borgarar.

Myndband af sprengingu í Manchester gert opinbert

Lögreglan í Manchesterborg í Englandi birti í dag myndband sem sýnir þegar sendibíll, fullur af sprengiefni, var sprengdur í loft upp fyrir utan matvöruverslun í miðborg Manchester fyrir tíu árum. Enginn lést í sprengingunni en 200 manns særðust.

Framsóknarkonur í Reykjavík vilja flýta flokksþingi

Félag Framsóknarkvenna í Reykjavík vill að landsþingi flokksins verði flýtt og að konum flokksins í ríkisstjórn verði fjölgað. Stjórn félagsins sendi frá sér ályktun í dag þar sem skorað er á alla flokksmenn að nýta tækifærið á næsta flokksþingi til að jafna hlut kvenna í forystusveit Framsóknarflokksins.

Megn stækja í frystihólfaleigu í Reykjavík

Viðskiptavini frystihólfaleigu í Dugguvoginum brá heldur betur þegar hann kom að sækja matvæli í frystihólf sitt í dag. Frost hafði verið tekið af geymslunni og blóð úr matvælum rann eftir gólfinu.

Tvöfalt hærra orkuverð á Íslandi en í Brasilíu

Alcoa greiðir helmingi lægra verð fyrir raforkuna frá Kárahnjúkavirkjun en fyrir orku frá álveri í Brasilíu, samkvæmt grein sem birt var á heimasíðu Alcoa í Brasilíu. Verðið er sagt þrjátíu Bandaríkjadalir á megavattsstund í Brasilíu en helmingi lægra, eða fimmtán dollarar, á Íslandi. Greinin hvarf af neti Alcoa í dag í kjölfar fyrirspurnar um hana - og hið lága verð - til Landsvirkjunar.

Framsókn í Reykjavík klofin

Framsóknarfélög í norðurkjördæmi Reykjavíkur þakka Halldóri Ásgrímssyni fyrir að víkja til að efla frið innan flokksins og hvetja um leið Guðna Ágústsson og Siv Friðleifsdóttur til að axla ábyrgð með sama hætti og víkja. Framsóknarmenn í borginni eru klofnir í afstöðu sinni: Framsóknarfélögin í Reykjavík suður taka ekki undir þessa kröfu.

Sjálfstæðismenn þrýsta á endurnýjun ríkisstjórnar

Sjálfstæðismenn leggja ofurkapp á að endurnýjuð ríkisstjórn undir forsæti Geirs H. Haarde taki til starfa á allra næstu dögum. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, segir að of löng óvissa geti reynst skaðleg. Björn Bjarnason er nú talinn líklegastur til að verða utanríkisráðherra, fari fjármálaráðuneytið til framsóknarmanna.

Oddný Hanna er fundin

Oddný Hanna Helgadóttir, sem lögreglan í Kópavogi hefur leitað að frá því síðastliðinn sunnudag, er fundin heil á húfi. Lögreglan í Kópavogi vill þakka öllum sem komu að málinu og veittu aðstoð.

Fimm konur og ungabarn særðust í átökum

Sagan endalausa af mannfalli í Írak heldur áfram. Í dag féllu fjórtán manns, þar af faðir og sonur hans, í skotbardaga norður af borginni Bakúba. Fimm konur og ungabarn eru sögð hafa særst í átökunum.

Tilnefningar til Íslensku leiklistarverðlaunanna kynnt

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og verndari Íslensku leiklistarverðlaunanna kynnti þá sem tilnefndir eru til Grímunnar árið 2006 í Borgarleikhúsinu í dag og var leikkonan Björk Jakobsdóttir honum til halds og trausts. Þetta er í fjórða sinn sem tilnefningar til verðlaunanna fara fram en þau voru fyrst veitt sumarið 2003.

Neitar ásökunum um aðild að fangaflutningum

Forsætisráðherra Póllands neitaði í dag staðfastlega þeim ásökunum að pólsk stjórnvöld hafi komið að leynilegum fangaflutningum bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. Í nýrri skýrslu Evrópuráðsins eru fjórtán Evrópulönd, en Ísland er ekki þar á meðal, sögð tengjast flutningum á grunuðum hryðjuverkamönnum til landa þar sem pyntingar eru ekki ólöglegar.

Engin sérstök rök fyrir því að einkaaðilar leggi Sundabraut

Engin sérstök rök mæla með því að einkaaðilar leggi og reki Sundabraut fremur en ríkið þar sem lítil óvissa er um verkið og kostnað við það. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um mat á kostum og göllum einkaframkvæmdar.

Vilja að Siv og Guðni víki

Öll Framsóknarfélög í kjördæmi Halldórs Ásgrímssonar, Reykjavík norður, vilja að Guðni Ágústsson og Siv Friðleifsdóttir víki líka úr forystusveit flokksins til þess að binda enda á áralanga togstreitu í flokknum.

Aðalmeðferð í meiðyrðamáli vegna Skerjafjarðarskýrslu

Aðalmeðferð var í morgun í meiðyrðamáli Friðriks Þór Guðmundssonar á hendur Sigurði Líndal lagaprófessor vegna ummæla Sigurðar í tenglsum við rannsókn flugslyssins í Skerjafirði. Sigurður Líndal var formaður nefndar sem rannsakaði rannsóknina á flugslysinu og fleiri skýrslur því tengdu og skilaði skýrslu um málið.

Indverski herinn skýtur meinta skæruliða

Indverski herinn skaut í gær átta menn til bana sem heryfirvöld segja hafa verið íslamska hryðjuverkamenn sem hafi laumast yfir landamærin til hins umdeilda Kasmírhéraðs.

Sjúklingum mismunað eftir sjúkdómum og efnum

Formaður Læknafélags Íslands, Sigurbjörn Sveinsson, segir fólk sem þurfi að leita til hjartalækna ekki hafa sömu fjárhagslegu stöðu og aðra sem þurfi að leita sér lækninga. Það fyrirkomulag sem nú er í gildi mismuni fólki eftir sjúkdómi þeirra og efnum. Til útskýringar bendir Sigurbjörn á að erfitt geti reynst öldruðum og efnalitlu fólki að leggja út fyrir þeim rannsóknum sem það þarf að ganga í gegnum. Sigurbjörn bendir einnig á að þó sjúklingar geti fengið endurgreiðslu frá Tryggingastofnun eftir að hafa fengið greiðsluheimild frá heimilislækni geti falist í því mikil fyrirhöfn fyrir aldraða eða sjúka einstaklinga. Stjórn Læknafélags Íslands fer fram á það við stjórnvöld að hyggist þau koma á tvöföldu heilbrigðiskerfi, þá verði þær fyrirætlanir gerðar opinberar og ræddar undanbragðalaust með þátttöku þjóðarinnar. Stjórn Læknafélags Íslands lýsti í ályktun sem gerð var í gær yfir áhyggjum sínum yfir að heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra skuli ekki geta boðið landsmönnum þjónustu samningsbundinna hjartalækna. Ástæður þeirra stöðu sem hjartalæknar og sjúklingar þeirra eru nú komir í segir Sigurbjörn þá að hjartalæknar vildu ekki starfa lengur undir þeim samningum sem þeim voru gerðir. Ekki hafi verið ágreiningur um taxta heldur afsláttarákvæði sem fól í sér að læknum voru ætluð ákveðið mörg verk á ári og ef þeir fóru fram úr þeim fjölda áttu þeir að gefa ríkinu afslátt af verulegum hluta af andvirði verka þeirra. Litlar sem engar viðræður hafi verið til að rétta hlut þeirra.

Þurfa að endurskoða frístundabyggð við Úlfljótsvatn

Orkuveita Reykjavíkur og fasteignafélagið Klasi þurfa að endurskoða hugmyndir sínar um frístundabyggð við Úlfljótsvatn vegna óskar borgarstjórnar Reykjavíkur þar um. Endurskoðunin hefst þó væntanlega ekki fyrr en ný stjórn Orkuveitunnar hefur verið kosin.

Olíufélagið hækkar bensínverð

Olíufélagið, sem rekur meðal annars ESSO-stöðvarnar, hefur hækkað verð á öllu eldsneyti. Bensín hækkar um tvær og hálfa krónu á lítrann og verður algengasta verð á bensíni tæpar 127 krónur eftir hækkunina. Skýringin er hækkandi heimsmarkaðsverð á olíu og veik staða krónunnar gagnvart Bandaríkjadal.

Von á svari á tilboði Samtaka avinnulífsins um launahækkanir

Alþýðusamband Íslands mun að öllum líkindum svara tilboði Samtaka atvinnulífsins um taxta- og launahækkanir í kringum helgina. Tilboðið miðar að því að koma í veg fyrir uppsögn kjarasamninga um næstu áramót, en miðað við verðbólguhorfur í landinu eru forsendur kjarasamninga að óbreyttu brostnar. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, segir aðildarfélög sambandsins enn að skoða hugmyndir Samtaka atvinnulífsins en svör ættu að liggja fyrir í kringum helgina.

Sjá næstu 50 fréttir