Innlent

Framsóknarkonur í Reykjavík vilja flýta flokksþingi

MYND/Vilhelm

Félag Framsóknarkvenna í Reykjavík vill að landsþingi flokksins verði flýtt og að konum flokksins í ríkisstjórn verði fjölgað. Stjórn félagsins sendi frá sér ályktun í dag þar sem skorað er á alla flokksmenn að nýta tækifærið á næsta flokksþingi til að jafna hlut kvenna í forystusveit Framsóknarflokksins.

Í ályktuninni eru hvatt til þess að við uppstokkun ráðherraembætta verði hlutur kvenna hafður í heiðri. Flýta þurfi líka flokksþinginu en félagið vill að það verði haldið í lok júní til að eyða þeirri óvissu sem nú ríkir um stjórn Framsóknarflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×