Tvöfalt hærra orkuverð á Íslandi en í Brasilíu 7. júní 2006 18:59 Alcoa greiðir helmingi lægra verð fyrir raforkuna frá Kárahnjúkavirkjun en fyrir orku frá álveri í Brasilíu, samkvæmt grein sem birt var á heimasíðu Alcoa í Brasilíu. Verðið er sagt þrjátíu Bandaríkjadalir á megavattsstund í Brasilíu en helmingi lægra, eða fimmtán dollarar, á Íslandi. Greinin hvarf af neti Alcoa í dag í kjölfar fyrirspurnar um hana - og hið lága verð - til Landsvirkjunar. Samningurinn um orkuverð til Alcoa hefur verið algjört leyndarmál og því borið við viðskiptahagsmunum. Þess vegna hafa landsmenn ekki fengið að vita hver arðurinn verði af Kárahnjúkavirkjun miðað við þróun álverðs. það eitt er þó vitað að orkuverðið er tengt álverði - sem um þessar mundir er afar hátt í sögulegu samhengi. Það er því upplýsandi að lesa grein eftir brasilísku blaðakonuna Alexa Salomá sem hún ritar í blaðið EXAME í Sao Palo. Greinin er að stórum hluta byggt á einkaviðtali EXAME við Alain Belda, forstjóra ALCOA - en hann mætti einmitt hingað til lands fyrir þremur árum og skálaði í kampavíni fyrir samningum um orkusölu til nýja álversins við Reyðarfjörð. Og hann gat fagnað afar hagstæðu orkuverði miðað við fyrrnefnda blaðagrein í Brasilíu. Þar kemur fram að Alcoa hafi þurft að semja um 30 bandaríkjadali fyrir hverja megavattsstund til nýs álvers. Þetta þótti hátt. "Á Íslandi borgar fyrirtækið helmingi lægra verð" - segir í greininni. Þessi grein úr brasilíska blaðinu hefur síðan verið þýdd og birt á fréttasíðu Alcoa í Brasilíu. Samkæmt því var Alain Belda að skála fyrir því með Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðarráðherra og forkólfum Landsvirkjunar að greiða um fimmtán dollara fyirir megawattsstundina. Þó ber að hafa í huga að verðið er jú tengt álverði og er því háð sveiflum á þeim mörkuðum. Það er blaðamaðurinn Páll Ásgeir Ásgeirsson sem bendir á þessa grein á bloggsíðu sinni í dag. Lætur hann það fylgja að hann hafi hringt í Landsvirkjun og spurt utí þessar upplýsingar en fátt orðið um svör. Nú síðdegis var þessi frétt um lága verðið aftur á móti horfin af heimasíðu Alcoa. Páll Ásgeir reiknar það út að Alcoa sé að borga eina krónu fyrir hverja kílówattsstund af orku. Til samanburðar borgi reykvísk heimili átta krónur fyrir kílówattsstundina - eða áttfallt Alcoaverð. Fréttir Innlent Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Alcoa greiðir helmingi lægra verð fyrir raforkuna frá Kárahnjúkavirkjun en fyrir orku frá álveri í Brasilíu, samkvæmt grein sem birt var á heimasíðu Alcoa í Brasilíu. Verðið er sagt þrjátíu Bandaríkjadalir á megavattsstund í Brasilíu en helmingi lægra, eða fimmtán dollarar, á Íslandi. Greinin hvarf af neti Alcoa í dag í kjölfar fyrirspurnar um hana - og hið lága verð - til Landsvirkjunar. Samningurinn um orkuverð til Alcoa hefur verið algjört leyndarmál og því borið við viðskiptahagsmunum. Þess vegna hafa landsmenn ekki fengið að vita hver arðurinn verði af Kárahnjúkavirkjun miðað við þróun álverðs. það eitt er þó vitað að orkuverðið er tengt álverði - sem um þessar mundir er afar hátt í sögulegu samhengi. Það er því upplýsandi að lesa grein eftir brasilísku blaðakonuna Alexa Salomá sem hún ritar í blaðið EXAME í Sao Palo. Greinin er að stórum hluta byggt á einkaviðtali EXAME við Alain Belda, forstjóra ALCOA - en hann mætti einmitt hingað til lands fyrir þremur árum og skálaði í kampavíni fyrir samningum um orkusölu til nýja álversins við Reyðarfjörð. Og hann gat fagnað afar hagstæðu orkuverði miðað við fyrrnefnda blaðagrein í Brasilíu. Þar kemur fram að Alcoa hafi þurft að semja um 30 bandaríkjadali fyrir hverja megavattsstund til nýs álvers. Þetta þótti hátt. "Á Íslandi borgar fyrirtækið helmingi lægra verð" - segir í greininni. Þessi grein úr brasilíska blaðinu hefur síðan verið þýdd og birt á fréttasíðu Alcoa í Brasilíu. Samkæmt því var Alain Belda að skála fyrir því með Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðarráðherra og forkólfum Landsvirkjunar að greiða um fimmtán dollara fyirir megawattsstundina. Þó ber að hafa í huga að verðið er jú tengt álverði og er því háð sveiflum á þeim mörkuðum. Það er blaðamaðurinn Páll Ásgeir Ásgeirsson sem bendir á þessa grein á bloggsíðu sinni í dag. Lætur hann það fylgja að hann hafi hringt í Landsvirkjun og spurt utí þessar upplýsingar en fátt orðið um svör. Nú síðdegis var þessi frétt um lága verðið aftur á móti horfin af heimasíðu Alcoa. Páll Ásgeir reiknar það út að Alcoa sé að borga eina krónu fyrir hverja kílówattsstund af orku. Til samanburðar borgi reykvísk heimili átta krónur fyrir kílówattsstundina - eða áttfallt Alcoaverð.
Fréttir Innlent Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði