Megn stækja í frystihólfaleigu í Reykjavík 7. júní 2006 19:49 Viðskiptavini frystihólfaleigu í Dugguvoginum brá heldur betur þegar hann kom að sækja matvæli í frystihólf sitt í dag. Frost hafði verið tekið af geymslunni og blóð úr matvælum rann eftir gólfinu. Frystihólfaleigan hefur verið starfrækt á neðstu hæð hússins í Dugguvoginum um árabil og en þar eru nokkur hundruð frystihólf sem almenningur hefur getað leigt. Um miðjan síðasta mánuð barst Heilbrigðiseftirlitinu ábending um að ýmsu væri þar ábótavant. Haft var samband við einn af forsvarsmönnum leigunnar sem gaf þau svör að starfsemin væri að hætta og viðskiptavinir yrðu látnir vita um það og geymslan tæmd. Síðan eru liðnar um þrjár vikur. Viðskiptavinur sem hefur haft frystihólf í geymslunni um árabil fór í dag að sækja matvæli í hólf sitt og sá hann þá hvernig frost hafði verið tekið af og voru öll hans matvæli ónýt. Tjónið hleypur á tugum þúsunda. Hann hafði ekki verið látinn vita af því að hætta ætti starfseminni og stóð í þeirri trú að allt væri í stakasta lagi. Þegar fréttamann NFS bar að garði í dag mætti honum megn stækja af úldnu kjötmeti og fleiri matvælum. Að minnsta kosti nokkrir dagar eru síðan frost var tekið af miðað við ástandið í geymslunni í dag. Fjöldi hólfa var enn læstur og inni í þeim mátti sjá matvæli. Ekki voru neinar merkingar um lokunina innandyra eða utan. Hjá Heilbrigðiseftirlitinu fengust þær upplýsingar að þar á bæ vissu menn ekki betur en að búið væri að loka geymslunni en að málið yrði kannað nánar. Forsvarsmenn fyrirtækisins sem reka geymsluna sögðu í samtali NFS að tæma ætti geymsluna seinna í dag og að flest allir viðskiptavinir hefðu verið látnir vita af lokuninni. Ekki fengjust þó svör við því afhverju frost var tekið af áður en geymslan var tæmd. Fréttir Innlent Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Viðskiptavini frystihólfaleigu í Dugguvoginum brá heldur betur þegar hann kom að sækja matvæli í frystihólf sitt í dag. Frost hafði verið tekið af geymslunni og blóð úr matvælum rann eftir gólfinu. Frystihólfaleigan hefur verið starfrækt á neðstu hæð hússins í Dugguvoginum um árabil og en þar eru nokkur hundruð frystihólf sem almenningur hefur getað leigt. Um miðjan síðasta mánuð barst Heilbrigðiseftirlitinu ábending um að ýmsu væri þar ábótavant. Haft var samband við einn af forsvarsmönnum leigunnar sem gaf þau svör að starfsemin væri að hætta og viðskiptavinir yrðu látnir vita um það og geymslan tæmd. Síðan eru liðnar um þrjár vikur. Viðskiptavinur sem hefur haft frystihólf í geymslunni um árabil fór í dag að sækja matvæli í hólf sitt og sá hann þá hvernig frost hafði verið tekið af og voru öll hans matvæli ónýt. Tjónið hleypur á tugum þúsunda. Hann hafði ekki verið látinn vita af því að hætta ætti starfseminni og stóð í þeirri trú að allt væri í stakasta lagi. Þegar fréttamann NFS bar að garði í dag mætti honum megn stækja af úldnu kjötmeti og fleiri matvælum. Að minnsta kosti nokkrir dagar eru síðan frost var tekið af miðað við ástandið í geymslunni í dag. Fjöldi hólfa var enn læstur og inni í þeim mátti sjá matvæli. Ekki voru neinar merkingar um lokunina innandyra eða utan. Hjá Heilbrigðiseftirlitinu fengust þær upplýsingar að þar á bæ vissu menn ekki betur en að búið væri að loka geymslunni en að málið yrði kannað nánar. Forsvarsmenn fyrirtækisins sem reka geymsluna sögðu í samtali NFS að tæma ætti geymsluna seinna í dag og að flest allir viðskiptavinir hefðu verið látnir vita af lokuninni. Ekki fengjust þó svör við því afhverju frost var tekið af áður en geymslan var tæmd.
Fréttir Innlent Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira