Fleiri fréttir

Orri verður framkvæmdastjóri Frumherja

Orri Hlöðversson, fráfarandi bæjarstjóri í Hveragerði, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Frumherja í Reykjavík frá og með 1. ágúst. Á fréttavefnum suðurland.is kemur fram að Orra hafi verið boðin staða bæjarstjóra í mörgum nýmynduðum meirihlutum á landinu, meðal annars Árborg, Mosfellsbæ og Fjarðarbyggð.

Stórtónleikar í München vegna HM

Fótboltamenn og áhugamenn fengu fullt fangið af tónlist á upphitunartónleikum fyrir HM sem haldnir voru í München í gær. Placido Domingo söng fyrir gestina og hafði heilar þrjár hljómsveitir sér til halds og trausts.

Ólína formaður Vestfjarðaakademíunnar

Ólína Þorvarðardóttir, fráfarandi skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, var kjörin formaður Vestfjarðaakademíunnar á fyrsta aðalfundi félagsins fyrir helgi. Þetta kemur fram á fréttavef Bæjarins besta í dag.

Rusl eykst um 78 kíló á ári með tilkomu fríblaða

Rusl á dönskum heimilum mun aukast um 78 kíló á ári með tilkomu tveggja fríblaða í landinu. Þetta kemur fram í Jótlandspóstinum. Þar er fjallað um boðaða útgáfu 365 Medier á fríblaði og sams konar blað í útgáfu JP og Politiken.

Ölvaður í hraðakstri í Ártúnsbrekkunni

Lögreglan í Reykjavík stöðvaði í nótt ökumann sem mælst hafði á yfir hundrað og tuttugu kílómetra hraða í Ártúnsbrekku, þar sem hámarkshraði er áttatíu. Kom þá í ljós að hann var talsvert ölvaður og var því bundinn endir á ferðarlag hans.

Sögð hafa greitt fyrir fangaflutningum

Nokkur Evrópulönd eru sökuð um að hafa aðstoðað við leynilega fangaflutninga bandarísku leyniþjónustunnar CIA í nýrri skýrslu Evrópuráðsins. Fangaflutningarnir komust í hámæli á síðasta ári þegar greint var frá því að CIA hefði flogið með grunaða hryðjuverkamenn til landa þar sem pyntingar væru leyfilegar.

Frjáls markaður að bregðast á sviði lyfjainnflutnings

Halda má því fram með fullum rétti að frjáls markaður sé að bregðast landsmönnum á sviði lyfjainnflutnings, ef innflutningur á ódýrum samheitalyfjum verður ekki stór aukinn, segir Sigurður Guðmundsson landlæknir í grein í Morgunblaðinu í morgun.

Bændur ruddust inn í brasilíska þingið

Hundruð brasilískra bænda sem ekki hafa landnæði réðust inn í brasilíska þingið í gær til að krefjast úrbóta í landbúnaðarkerfinu. Tuttugu slösuðust í klukkutíma langri baráttu bændanna við lögreglu og öryggisverði en bændurnir köstuðu steinum og öðru lauslegu og börðu mann og annan með prikum.

Féll af vélhjóli og slasaðist á Reykjavíkurvegi

Ökumaður mótorhjóls slasaðist þegar hann féll af hjólinu á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði í gærkvöldi og veltist eftir götunni en hjólið hafnaði mannlaust framan á bíl sem kom úr gagnstæðri átt.

Líkur á harðri lendingu vaxandi að mati Danske Bank

Danske Bank telur að líkur á harðri lendingu í íslensku efnahagslífi fari vaxandi og telur að mat Standard og Poors frá í fyrradag um horfur á versnandi lánshæfismati sé slæmt fyrir íslenskt efnahagslíf.

Viðskiptahalli aldrei meiri á fyrsta ársfjórðungi

Viðskiptahalli Íslands gagnvart útlöndum hefur aldrei verið meiri en á fyrsta fjórðungi þessa árs. Bæði viðskiptahalli og vöruskiptajöfnuður eru tvöfalt meiri en á sama tíma í fyrra. Viðskiptahalli við útlönd nam rúmum 66 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi en stóð 32 komma 6 milljörðum á sama tíma í fyrra.

Banaslys á Elliðavatnsvegi í gærkvöld

Maður á þrítugsaldri beið bana þegar bíll hans fór út af Elliðavatnsvegi við gatnamótin að Kaldárselsvegi og valt, á tólfta tímanum í gærkvöldi. Annar maður á svipuðum aldri, sem var farþegi í bílnum, slasaðist og var fluttur á slysadeild Landspítalans en mun ekki vera í lífshættu.

Ítalskir hermenn ekki kallaðir fyrr heim

Ítalir munu ekki kalla herlið sitt fyrr heim frá Írak en áður var áætlað. Romano Prodi, sem tók við forsætisráðherraembættinu á Ítalíu í síðasta mánuði, tilkynnti þetta á ítalska þinginu í dag.

Vilja forystursveit sem stillir til friðar innan Framsóknar

Stjórn Kjördæmissambands framsóknamanna í Reykjavíkurkjördæmi norður, stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkurkjördæmis norður og stjórn félags ungra framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi norður, harma þá ákvörðun Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra að hverfa brátt af vettvangi stjórnmálanna eftir áratuga farsælt starf.

Orri ráðinn framkvæmdastjóri Frumherja

Orri Hlöðversson, fráfarandi bæjarstjóri í Hveragerði, hefur verið ráðinn framkvæmdarstjóri Frumherja í Reykjavík frá og með 1. ágúst. Á fréttavefnum suðurland punktur is kemur fram að Orra hafi verið boðin staða bæjarstjóri í mörgum nýmynduðum meirihlutum á landinu meðal annars Árborg, Mosfellsbæ og Fjarðarbyggð.

Dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisafbrot

Tvítugur karlmaður var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa þvingað stúlku til að hafa við sig munnmök og að hafa reynt að þröngva henni til samræðis.

Leiðtogar Eystrasaltsráðsins funda á Íslandi

Leiðtogar ellefu ríkja Eystrasaltsráðsins auk Evrópusambandsins funda í Reykjavík á fimmtudag. Með því lýkur formennsku Íslands í ráðinu, sem það hefur gegnt síðan í júlí á síðasta ári. Það verður eitt af síðustu embættisverkum Halldórs Ásgrímssonar, að funda með forsætisráðherrum Rússlands og Póllands í tengslum við fundinn.

Krefjast ekki afsagnar Jónasar

Jónas Garðarsson var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Tveir létust þegar bátur hans steytti á Skarfaskeri á Viðeyjarsundi í september.

Grunuð um skipulagningu hryðjuverka í Kanada

Sautján manns voru handteknir í Ontario-héraði í Kanada um helgina vegna gruns um aðild þeirra að skipulagningu á hryðjuverkum í landinu. Tólf hinna handteknu komu fyrir dómara í dag í borginni Brampton, vestur af Toronto, þar sem ákærurnar gegn þeim voru kunngjörðar.

Tónleikaröð að Gljúfrasteini

Heimili nóbelskáldsins á að vera sjálfsagður viðkomustaður ferðamanna og heimamanna. Forsvarsmenn Gljúfrasteins kynntu í gær skýrslu um stefnumótun og framtíðarsýn safnsins.

Formennsku Íslands í Eystrasaltsráðinu lokið

Leiðtogar ellefu ríkja Eystrasaltsráðsins auk Evrópusambandsins funda í Reykjavík á fimmtudag. Með því lýkur formennsku Íslands í ráðinu, sem það hefur gegnt síðan í júlí á síðasta ári. Það verður eitt af síðustu embættisverkum Halldórs Ásgrímssonar, að funda með forsætisráðherrum Rússlands og Póllands í tengslum við fundinn. Í formennsku sinni hafa Íslendingar lagt áherslu á umhverfis- og orkumál og mun þessi mál bera hvað hæst á leiðtogafundinum. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, sem situr áfram í því embætti þar til ný stjórn hefur verið skipuð, mun leiða fundi ráðsins. Auk sameiginlegra funda mun Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, eiga tvíhliða fundi með Fradkov, forsætisráðherra Rússlands og Marcinkiewicz, nýjum forsætisráðherra Póllands, og Geir H. Haarde mun eiga fund með utanríkisráðherra Þýskalands. Eystrasaltsráðið er skipað 11 löndum, - Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Eistlandi, Lettlandi, Litháen, Rússlandi, Póllandi og Rússlandi, auk Íslands. Ráðið var stofnað árið 1992 en Ísland gekk í ráðið árið 1995.

Hamas-samtökin fá frest til fimmtudags

Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, ákvað í dag að veita Hamas-samtökunum lengri frest til að taka afstöðu til þjóðaratkvæðagreiðslu um viðurkenningu á tilvist Ísraels.

Stjórnvöld ætla að veita 20 milljónum til Rauða krossins

Stjórnvöld ætla að veita 20 milljónum króna til alnæmisverkefna Rauða krossins og Rauða hálfmánans í sunnanverðri Afríku. Framlagið nemur samtals um 320.000 bandaríkjadollurum og verða peningarnir greiddir út í fjórum jöfnum greiðslum á árunum 2006-2009.

Féll um sjö metra ofan í húsgrunn

Karlmaður féll um það bil sjö metra ofan í húsgrunn í Borgartúni í dag. Neyðarlínunni barst tilkynningin um klukkan 14:36 og voru sjúkraflutninga- og slökkviliðsmenn sendir á staðinn. Aðstæður til björgunar voru talsvert erfiðar að sögn vaktstjóra Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík er maðurinn mjög slasaður með höfuðmeiðsl, fótbrot og aðra áverka. Ekki er viðtað hvernig slysið bar að en málið er í rannsókn.

Málverkið við góðaheilsu á Norðurlöndum

Málverkið er við góða heilsu á Norðurlöndum. Það leiðir sýningin Carnegie Art Award í ljós en hún verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur á morgun Carnegie Art Award eru í senn verðlaun og sýning sem komið var á fót fyrir átta árum. Markmið verðlaunanna, sem eru ein þau stærstu í heimi á sviði lista, er að styðja við framúrskarandi listamenn á Norðurlöndum og efla norræna samtímalist. Því er farið með Carnegie Art sýninguna um öll norrænu ríkin og í ár verður einnig farið til Lundúna og Nice í Frakklandi. Verkin sem til sýnis eru í Hafnarhúsinu eru eftir 21 listamann en þeir voru valdir úr hópi 115 listamanna sem tilnefndir voru til þátttöku í sýningunni. Íslendingar eiga fjóra fulltrúa á sýningunni, þá Finnboga Pétursson, Steingrím Eyfjörð, Jón Óskar og Eggert Pétursson. Hafþór Yngvason forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur segir sýninguna sanna að málverkið hafi sterka stöðu á Norðurlöndum. Hann bendir á að í fyrsta sinn sé hljóðverk á sýningunni en það er einmitt eftir Finnboga Pétursson. Þegar fréttastofu bar að garði var einn listamannanna að leggja lokahönd á verk sitt. Það var hin 33 ára Josefine Lyche frá Noregi en hún málar nýtt verk á hverjum sýningarstað. Hún hefur stritað í tíu tíma á dag síðan á föstudag og er nokkuð ánægð með niðurstöðuna. Lyche segir að málverkið samanstandi af sparsli og blönduðum akrýllitum. "Ég málaði alls níu lög á vegginn og pússaði þau svo niður með slípara svo yfirborðið yrði alveg slétt. Ég nota mismunandi liti á hverjum stað og litirnir hér tákna græna náttúru landsins." Með verkinu segir Lyche vilja fá fólk til að velta fyrir sér málverkinu sem miðli. Það gerir hún á óvenjulegan hátt því ólíkt því sem gengur og gerist á söfnum má snerta verkið hennar "Þetta er skemmtilegt en maður má ekki snerta öll verkin, bara þetta. Þetta er tímabundið verk, það verður fjarlægt, málað yfir það, og því er gott að geta þreifað á því þann tíma sem það verður á veggnum," segir listakonan. Sem fyrr segir verður sýniningin opnuð á morgun en hún stendur til 20. ágúst.

Barist við skógarelda í Portúgal

Um tvö hundruð slökkviliðsmenn berjast nú við mikla skógarelda sem geisa í norðurhluta Portúgals. Stjórnvöld segja að eldhafið sé um þrjátíu kílómetra breitt og miklir sviptivindar og hátt hitastig geri að verkum að sífellt stærra landsvæði verði nú eldinum að bráð. Engum hefur þó orðið meint af né tjón orðið á mannvirkjum, enn sem komið er í það minnsta. Eldurinn kviknaði í Barcelos í Norður-Portúgal á sunnudaginn, rúmlega 350 kílómetra norður af höfuðborginni, Lissabon. Á síðasta ári beið tuttugu og einn bana í Portúgal af völdum skógarelda og um 800 þúsund ekrur af skóglendi eyðilögðust.

Vélarbilun varð í flugtaki

Betur fór en á horfðist þegar lítil flugvél, af gerðinni Cessna 180, missti afl mótors í flugtaki síðdegis í gær með þeim afleiðingum að vélin lenti í Fljótavatni. Einn maður var um borð í vélinni og sakaði hann ekki. Upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar Íslands segir að Rannsóknarnefnd flugslysa hafi farið af staðinn í gær og málið sé nú í rannsókn.

Jónas Garðarsson dæmdur í þriggja ára fangelsi

Jónas Garðarsson formaður Sjómannafélags Reykjavíkur var nú áðan dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi af Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir manndráp af gáleysi. Jónas var ákærður fyrir að hafa þann tíunda september síðastliðinn, stýrt skemmtibátnum Hörpu undir áhrifum áfengis, en báturinn steytti á Skarfaskeri á Viðeyjarsundi með þeim afleiðingum að tveir létust. Jónas var ekki viðstaddur uppkvaðningu dóms í Héraðsdómi Reykjavíkur en fullvíst má telja að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar.

Óvissa í efnahagsmálum gæti aukist

Óvissa í efnahagsmálum getur aukist vegna afsagnar Halldórs Ásgrímssonar og stöðunnar sem komin er upp í stjórn landsins. Úrvalsvísitalan lækkaði í morgun um 1,8 prósent og gengi bréfa í viðskiptabönkunum sömuleiðis.

Vilja að boðað verði til kosninga

Formenn allra stjórnarandstöðuflokkanna telja réttast að boðað verði til þingkosninga sem fyrst vegna þeirra hræringa sem séu í ríkisstjórninni. Þeir segja stjórnina þrotna að kröftum og ekki geta tekist á við þau stóru mál sem blasi við í samfélaginu. Eins og kunnugt er tilkynnti Halldór Ásgrímsson í gærkvöld að hann hygðist bæði segja af sér sem forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins og að Geir H. Haarde tæki við sem forsætisráðherra á næstunni eftir viðræður stjórnarflokkanna þar um. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - hreyfingarinnar græns framboðs, segir um brotthvarf Halldórs úr pólitík að það hafi líklega ekki borið að eins og forsætisráðherra vildi. Steingrímur segir tíðindin sýna að ríkisstjórnin sé laskað fley og því sé réttast að boða til þingkosninga. Steingrímur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir samtarf Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins ekki lengur snúast um málefni og stefnu heldur um að halda völdum. Hún bendir á að ákveðin upplausn sé í efnahagsmálum, kjaramálum og varnarmálu. Ingibjörg Sólrún Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir atburði síðustu daga sýna að alger upplausn sé innan Framsóknarflokksins. Halldór hafi ekki fundið sig í embætti forsætisráðherra og feli nú Geir H. Haarde að stjórna þannig að það sé forysta í ríkisstjórninni sem sé ekki alveg sundruð inn á við. En telur hann að boða beri til kosninga 1:11-1:30 Formaður Sjálfstæðisflokksins og verðandi forsætisráðherra gefur hins vegar lítið fyrir þær kröfur.

Tilboð sem á að fá Írana til að hætta auðgun úrans

Javier Solana, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, er kominn til Írans með tilboð frá vesturlöndum, sem á að fá Írana til að hætta við auðgun úrans. Tilboðið sem Solana hefur í farteskinu, hefur ekki verið gert opinbert. Frumdrög að því benda hinsvegar til þess að ef Íranar fallist á að hætta auðgun úrans muni þeir fá aðstoð við að reisa kjarnorkuver, þeim verði tryggt eldsneyti og þeir fái að kaupa evrópskar Airbus flugvélar. Bandaríkin bættu í pottinn með því að aflétta ýmsum viðskiptahömlum af Íran, meðal annars heimila þeim að kaupa Boeing farþegaþotur og varahluti í vélar af þeirri tegund, sem þeir eiga þegar. Í tilboðinu er hinsvegar einnig að finna hótun um að ef Íranar haldi áfram að auðga úran, muni öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkja refsiaðgerðir. Viðbrögð Írana hafa verið misvísandi. Æðsti leiðtogi þeirra, klerkurinn Ali Khameini hefur hótað að trufla olíuframleiðslu, ef Íran verður beitt viðskiptaþvingunum. Mahmóud Ama-dine-jad, forseti landsins hefur hinsvegar fagnað komu Solanas og lofar því að tilboð vesturlanda verði skoðað vandlega.

Bush hvetur til algers banns á hjónaböndum samkynhneigðra

Bush hvatti öldungadeildina í gær til þess að samþykkja viðauka við stjórnarskránna sem geri ráð fyrir algjöru banni við hjónaböndum samkynhneigðra. Hjónaband milli manns og konu væri grundvöllur siðmenningar og við því mætti ekki hrófla. En þó að þetta útspil forsetans gleðji harðlínumenn innan repúblikanaflokksins ósegjanlega og styrki stöðu hans í þeirra hópi, er ólíklegt að það nái fram að ganga. Til þess þyrftu tveir þriðju hlutar beggja þingdeilda að samþykkja það. Flestir flokksbræður Bush styðja þessa hugmynd, en það er bara ekki nóg, því að búist er við að allir demókratar nema einn í öldungadeildinni muni hafna tillögunni og nokkrir hófsamir Repúblikanar að auki. Nokkrir Demókratar létu rækilega í sér heyra í öldungadeildinni í gær vegna málsins og gagnrýndu að það skyldi yfir höfuð vera til umræðu á sama tíma og blóðugt stríð geysaði í Írak og landið væri skuldum vafið.

Guðni gefur lítið fyrir vantraust Valgerðar

Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, gefur ekki mikið fyrir vantraust flokkssystur hans Valgerðar Sverrisdóttur á hann í embætti formanns flokksins. Hann ætlar að kanna vilja stuðningsmanna sinna áður en hann ákveður hvort hann býður sig fram, en segist ekki muni þvælast fyrir í flokknum, ef hann njóti ekki stuðnings til formennsku. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar voru fámálir þegar þeir mættu á ríkisstjórnarfund í morgun. Stóra spurningin er auðvitað sú hver tekur við af Halldóri Ásgrímssyni þegar hann lætur af formennsku í Framsóknarflokknum á landsþingi í haust. Guðni Ágústsson er varafromaður flokksins, en ljóst er að ekki er eining innan þingflokksins um hver eigi að taka við af Halldóri. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði í Ríkisútvarpinu í morgun að hún treysti Guðna ekki til formennsku. En skoðum aðeins myndir af því þegar ráðherrar mættu á ríkisstjórnarfund í morgun. KOMMENT Halldór Ásgrímsson sagði á Þingvöllum í gær að hann og Guðni hefðu báðir sæst á að láta af embættum sínum í fælokknum. Guðni sendi hins vegar frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi, þar sem hann gefur sterkelga til kynna að hann kunni að verða í framboði til formennsku í flokknum. Ríkisstjórnarfundi lauk um klukkan hálf ellefu og gaf Guðni þá kost á stuttu viðtali.

Umferð gekk vel í gær

Umferð gekk vel á vegum landsins í gær og er ekki vitað um slys eða meiri háttar óhöpp. Umferðarþunginn fór að aukast til muna upp úr hádegi en dreifðist svo alveg fram á kvöld.

Gistinóttum fjölgar um fjögur prósent milli ára

Gistinóttum fjölgaði um fjögur prósent í apríl síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar. Gistinóttum fjölgaði hlutfallslega mest á Austurlandi, eða um fjórðung, en þeim fjölgaði í öllum landshlutum nema á Suðurlandi þar sem þeim fækkaði um 13,5 prósent.

Farið yfir feril Halldórs

Ferill Halldórs Ásgrímssonar spannar yfir þrjátíu ár í stjórnmálum. Halldór settist fyrst á þing í Austurlandskjördæmi árið 1974, en hann er fæddur á Vopnafirði. Hann hefur setið á þingi nær óslitiði síðan þá, en flutti sig um set fyrir síðustu alþingiskosningar og leiddi lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Dómur kveðinn upp í dag vegna Viðeyjarslyss

Dómur verður kveðinn upp í máli Jónasar Garðarssonar, formanns Sjómannafélags Reykjavíkur, í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan eitt í dag. Jónas er sakaður um að hafa þann tíunda september síðastliðinni stýrt skemmtibátnum Hörpu undir áhrifum áfengis, en báturinn steytti á Skarfaskeri á Viðeyjarsundi með þeim afleiðingum að tveir létust.

Sjá næstu 50 fréttir