Sjálfstæðismenn þrýsta á endurnýjun ríkisstjórnar 7. júní 2006 18:43 Sjálfstæðismenn leggja ofurkapp á að endurnýjuð ríkisstjórn undir forsæti Geirs Haarde taki til starfa á allra næstu dögum. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, segir að of löng óvissa geti reynst skaðleg. Það tefur hins vegar viðræður oddvita stjórnarflokkanna að þeir eru í dag og á morgun meira og minna bundnir vegna leiðtogafundar Eystrasaltsríkjanna sem fram fer hérlendis. Geir H. Haarde, verðandi forsætisráðherra, vildi ekkert tjá sig um stöðu mála þegar fréttamenn spurðu hann á Þingvöllum í dag eftir fund hans með utanríkisráðherra Þýskalands. Varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, Einar Oddur Kristjánsson, segir að brýn verkefni bíði ríkisstjórnarinnar sem þoli enga bið; að verja krónuna og kjarasamninga. Nýtt ráðuneyti Geirs H. Haarde verði að taka til starfa helst í dag og í allra síðasta lagi um helgina. Jafnvel forystumenn innan stjórnarflokkana taka sér orðið stjórnarkreppa í munn enda ríkir algjör óvissa um hvernig lykilráðherraembætti verða mönnuð, þar á meðal embætti fjármálaráðherra og utanríkisráðherra. Utanríkisráðherraefni Sjálfstæðisflokks eru talin Björn Bjarnason, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Árni M. Mathiesen, hreppi Framsóknarflokkur fjármálaráðuneytið, sem hann sækist eftir. Kjósi Björn Bjarnason að flytja sig er talið líklegast að hann verði utanríkisráðherra og að Árni M. Mathiesen myndi þá að öllum líkindum verða dóms- og kirkjumálaráðherra. Auk fjármálaráðuneytis er talið að Sjáfstæðisflokkur gæti misst annaðhvort Umhverfisráðuneyti eða Samgönguráðuneyti yfir til Framsóknarflokks og þykir mest óvissa því vera um ráðherradóm Sigríðar Önnu Þórðardóttir og Sturlu Böðvarssonar. Þrátt fyrir neitun Finns Ingólfssonar í gær um frekari stjórnmálaafskifti hafa forystumenn í dag haldi því opnu að hann verði næsti fjármálaráðherra og þá án þess að sækjast eftir flokksformennsku. Fáist Finnur ekki þykir Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar, nú líklegur fjármálaráðherra. Önnur ráðherraefni Framsóknarflokksins eru helst talin Hjálmar Árnason, og þá sem utanríkisráðherra, lendi sá stóll framsóknarmegin, sem og Jónína Bjartmarz. Enn er þó óvíst að Sjálfstæðisflokkur gefi eftir ráðuneyti til samstarfsflokksins. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Sjálfstæðismenn leggja ofurkapp á að endurnýjuð ríkisstjórn undir forsæti Geirs Haarde taki til starfa á allra næstu dögum. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, segir að of löng óvissa geti reynst skaðleg. Það tefur hins vegar viðræður oddvita stjórnarflokkanna að þeir eru í dag og á morgun meira og minna bundnir vegna leiðtogafundar Eystrasaltsríkjanna sem fram fer hérlendis. Geir H. Haarde, verðandi forsætisráðherra, vildi ekkert tjá sig um stöðu mála þegar fréttamenn spurðu hann á Þingvöllum í dag eftir fund hans með utanríkisráðherra Þýskalands. Varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, Einar Oddur Kristjánsson, segir að brýn verkefni bíði ríkisstjórnarinnar sem þoli enga bið; að verja krónuna og kjarasamninga. Nýtt ráðuneyti Geirs H. Haarde verði að taka til starfa helst í dag og í allra síðasta lagi um helgina. Jafnvel forystumenn innan stjórnarflokkana taka sér orðið stjórnarkreppa í munn enda ríkir algjör óvissa um hvernig lykilráðherraembætti verða mönnuð, þar á meðal embætti fjármálaráðherra og utanríkisráðherra. Utanríkisráðherraefni Sjálfstæðisflokks eru talin Björn Bjarnason, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Árni M. Mathiesen, hreppi Framsóknarflokkur fjármálaráðuneytið, sem hann sækist eftir. Kjósi Björn Bjarnason að flytja sig er talið líklegast að hann verði utanríkisráðherra og að Árni M. Mathiesen myndi þá að öllum líkindum verða dóms- og kirkjumálaráðherra. Auk fjármálaráðuneytis er talið að Sjáfstæðisflokkur gæti misst annaðhvort Umhverfisráðuneyti eða Samgönguráðuneyti yfir til Framsóknarflokks og þykir mest óvissa því vera um ráðherradóm Sigríðar Önnu Þórðardóttir og Sturlu Böðvarssonar. Þrátt fyrir neitun Finns Ingólfssonar í gær um frekari stjórnmálaafskifti hafa forystumenn í dag haldi því opnu að hann verði næsti fjármálaráðherra og þá án þess að sækjast eftir flokksformennsku. Fáist Finnur ekki þykir Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar, nú líklegur fjármálaráðherra. Önnur ráðherraefni Framsóknarflokksins eru helst talin Hjálmar Árnason, og þá sem utanríkisráðherra, lendi sá stóll framsóknarmegin, sem og Jónína Bjartmarz. Enn er þó óvíst að Sjálfstæðisflokkur gefi eftir ráðuneyti til samstarfsflokksins.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira