Sjálfstæðismenn þrýsta á endurnýjun ríkisstjórnar 7. júní 2006 18:43 Sjálfstæðismenn leggja ofurkapp á að endurnýjuð ríkisstjórn undir forsæti Geirs Haarde taki til starfa á allra næstu dögum. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, segir að of löng óvissa geti reynst skaðleg. Það tefur hins vegar viðræður oddvita stjórnarflokkanna að þeir eru í dag og á morgun meira og minna bundnir vegna leiðtogafundar Eystrasaltsríkjanna sem fram fer hérlendis. Geir H. Haarde, verðandi forsætisráðherra, vildi ekkert tjá sig um stöðu mála þegar fréttamenn spurðu hann á Þingvöllum í dag eftir fund hans með utanríkisráðherra Þýskalands. Varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, Einar Oddur Kristjánsson, segir að brýn verkefni bíði ríkisstjórnarinnar sem þoli enga bið; að verja krónuna og kjarasamninga. Nýtt ráðuneyti Geirs H. Haarde verði að taka til starfa helst í dag og í allra síðasta lagi um helgina. Jafnvel forystumenn innan stjórnarflokkana taka sér orðið stjórnarkreppa í munn enda ríkir algjör óvissa um hvernig lykilráðherraembætti verða mönnuð, þar á meðal embætti fjármálaráðherra og utanríkisráðherra. Utanríkisráðherraefni Sjálfstæðisflokks eru talin Björn Bjarnason, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Árni M. Mathiesen, hreppi Framsóknarflokkur fjármálaráðuneytið, sem hann sækist eftir. Kjósi Björn Bjarnason að flytja sig er talið líklegast að hann verði utanríkisráðherra og að Árni M. Mathiesen myndi þá að öllum líkindum verða dóms- og kirkjumálaráðherra. Auk fjármálaráðuneytis er talið að Sjáfstæðisflokkur gæti misst annaðhvort Umhverfisráðuneyti eða Samgönguráðuneyti yfir til Framsóknarflokks og þykir mest óvissa því vera um ráðherradóm Sigríðar Önnu Þórðardóttir og Sturlu Böðvarssonar. Þrátt fyrir neitun Finns Ingólfssonar í gær um frekari stjórnmálaafskifti hafa forystumenn í dag haldi því opnu að hann verði næsti fjármálaráðherra og þá án þess að sækjast eftir flokksformennsku. Fáist Finnur ekki þykir Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar, nú líklegur fjármálaráðherra. Önnur ráðherraefni Framsóknarflokksins eru helst talin Hjálmar Árnason, og þá sem utanríkisráðherra, lendi sá stóll framsóknarmegin, sem og Jónína Bjartmarz. Enn er þó óvíst að Sjálfstæðisflokkur gefi eftir ráðuneyti til samstarfsflokksins. Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Sjálfstæðismenn leggja ofurkapp á að endurnýjuð ríkisstjórn undir forsæti Geirs Haarde taki til starfa á allra næstu dögum. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, segir að of löng óvissa geti reynst skaðleg. Það tefur hins vegar viðræður oddvita stjórnarflokkanna að þeir eru í dag og á morgun meira og minna bundnir vegna leiðtogafundar Eystrasaltsríkjanna sem fram fer hérlendis. Geir H. Haarde, verðandi forsætisráðherra, vildi ekkert tjá sig um stöðu mála þegar fréttamenn spurðu hann á Þingvöllum í dag eftir fund hans með utanríkisráðherra Þýskalands. Varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, Einar Oddur Kristjánsson, segir að brýn verkefni bíði ríkisstjórnarinnar sem þoli enga bið; að verja krónuna og kjarasamninga. Nýtt ráðuneyti Geirs H. Haarde verði að taka til starfa helst í dag og í allra síðasta lagi um helgina. Jafnvel forystumenn innan stjórnarflokkana taka sér orðið stjórnarkreppa í munn enda ríkir algjör óvissa um hvernig lykilráðherraembætti verða mönnuð, þar á meðal embætti fjármálaráðherra og utanríkisráðherra. Utanríkisráðherraefni Sjálfstæðisflokks eru talin Björn Bjarnason, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Árni M. Mathiesen, hreppi Framsóknarflokkur fjármálaráðuneytið, sem hann sækist eftir. Kjósi Björn Bjarnason að flytja sig er talið líklegast að hann verði utanríkisráðherra og að Árni M. Mathiesen myndi þá að öllum líkindum verða dóms- og kirkjumálaráðherra. Auk fjármálaráðuneytis er talið að Sjáfstæðisflokkur gæti misst annaðhvort Umhverfisráðuneyti eða Samgönguráðuneyti yfir til Framsóknarflokks og þykir mest óvissa því vera um ráðherradóm Sigríðar Önnu Þórðardóttir og Sturlu Böðvarssonar. Þrátt fyrir neitun Finns Ingólfssonar í gær um frekari stjórnmálaafskifti hafa forystumenn í dag haldi því opnu að hann verði næsti fjármálaráðherra og þá án þess að sækjast eftir flokksformennsku. Fáist Finnur ekki þykir Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar, nú líklegur fjármálaráðherra. Önnur ráðherraefni Framsóknarflokksins eru helst talin Hjálmar Árnason, og þá sem utanríkisráðherra, lendi sá stóll framsóknarmegin, sem og Jónína Bjartmarz. Enn er þó óvíst að Sjálfstæðisflokkur gefi eftir ráðuneyti til samstarfsflokksins.
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði