Fleiri fréttir Keflavík "óhreinn" flugvöllur Evrópusambandið skilgreinir Keflavíkurflugvöll sem "óhreinan" flugvöll. Flugvélar sem fara héðan eru á tveimur evrópskum flugvöllum afgreiddar eins og þær séu að koma í fyrsta sinn inná Schengen svæðið. 4.6.2006 16:00 Skíðalandsliðið við æfingar fram í júní Skíðalandslið Íslands í alpagreinum er nú við æfingar á skíðasvæðinu í Tindastóli við fyrirtaks snjóaðstæður og blíðskaparveður. Þetta er í fyrsta skipti sem opið er í Tindastóli í maí og júní en gera má ráð fyrir að nú sé skíðatíðin nú á enda eftir langa og góða skíðavertíð en alls var opið 120 daga á skíðasvæðinu. 4.6.2006 14:45 Stakk lögguna af á sundi Lögreglumenn frá Hvolsvelli lentu í óvenjulegri eftirför þegar þeir vildu ná tali af manni sem var á ferð á dráttarvél eftir Oddavegi og virtist vera undir áhrifum áfengis. Hann tók á rás yfir mýrar og móa og löggan á eftir og þegar kom að Ytri-Rangá, til móts við bæinn Bjólu, óð maðurinn út í og synti niður eftir ánni þegar lögreglumenn óðu á eftir honum. 4.6.2006 14:30 Samskip sameinast dótturfélögum sínum Í haust verður öll flutningastarfsemi Samskipa sameinuð undir nafni Samskipa. Þetta var tilkynnt í Rotterdam þegar félagið veitti viðtöku tveimur spánýjum sérsmíðuðum flutningaskipum. 4.6.2006 14:00 Hátíðarmessa í Hallgrímskirkju Kristnir menn halda Hvítasunnuna hátíðlega í dag. Sr.Sigurður Pálsson predikaði í hátíðarmessu í Hallgrímskirkju í morgun. Sr. Sigurður mun brátt láta af störfum sem sóknarprestur og í hans stað kemur sr. Jón Dalbú. Þá söng mótettukórinn söng undir stjórn Harðar Áskelssonar organista. Hvítasunnan er þriðja stórhátíð kristninnar og með henni lýkur pástatímanum. Koma heilags anda í kirkju Krists er minnst en dagurinn er stofndagur kirkjunnar. 4.6.2006 13:30 Íranar tilbúnir til viðræðna Íranar eru tilbúnir til viðræðna um kjarnorkuáætlanir sínar en segja Bandaríkjamenn ekki setja skilyrðin. Forseti landsins segir Írana aldrei munu gefa upp rétt sinn til að auðga úran. Forsetinn sagði þó í gær að Íranar myndu athuga og íhuga vel þau tilboð sem kæmu frá fulltrúm þeirra fimm ríkja sem eiga fast sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. 4.6.2006 13:00 Brutust inn í gufuna á Laugarvatni Tveir piltar brutust inn í gufubaðið á Laugarvatni í fyrrinótt og stálu þaðan peningum og brutust síðan inn í garðverkfærageymslu Menntaskólans og höfðu á brott með sér eitthvað af verkfærum. Náðist til strákanna í gær og telst málið nú að fullu upplýst. 4.6.2006 12:45 Fjöltyngd söngkeppni í Hafnarfirði Það er ekki hver sem er sem hættir sér í að syngja á öðru tungumálinu en móðurmálinu - og ekki á ensku. Á Cantare, söngkeppni hinna mörgu tungumála, var þetta hins vegar ófrávíkjanleg regla. Söngkeppnin var haldin í Hafnarfjarðarleikhúsinu í gærkvöld. 4.6.2006 12:30 Guðni þarf að segja af sér eigi Finnur að verða formaður. Framsóknarmenn geta ekki gengið framhjá Guðna Ágússtssyni varaformanni flokksins, -og gert Finn Ingólfsson að formanni næsta föstudag, -nema Guðni segi af sér varaformennsku. Finnur útilokar ekki endurkomu í stjórnmálin, -verði til hans leitað, en Guðni segir stöðu sína hins vegar sterka. 4.6.2006 12:21 Minningarathöfn á Torgi hins himneska friðar Fjöldi lögreglumanna stóð vaktina á Torgi hins himneska friðar í Peking, höfuðborg Kína í dag. Sautján ár eru síðan herinn lét til skarar skríða gegn námsmönnum á torginu sem kröfðust lýðræðis í landinu. Hundruð, jafnvel þúsundir námsmanna féllu í slagnum. 4.6.2006 11:30 Hægrimenn sigruðu í þingkosningum í Tékklandi Hægrimenn sigruðu í þingkosningum í Tékklandi sem fram fóru í gær með rúmlega 35 prósent atkvæða. Jafnaðarmannaflokkurinn sem þótti sigurstranglegastur fyrir kosningarnar fékk rúmlega 32 prósent. Þrír aðrir flokkar fengu yfir fimm prósenta fylgi, sem var skilyrði fyrir því að flokkarnir fengju þingmenn. 4.6.2006 11:15 Svartfjallaland orðið sjálfstætt ríki Svartfellingar lýstu í gærkvöld yfir sjálfstæði landsins eftir að þingið samþykkti samhljóða tillögu þess efnis í samræmi við niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu nýlega. Ranko Krivokapic, forseti svartfellska þingsins, las upp yfirlýsinguna og sagði að með þessu væri ríkjasambandi við Serbíu formlega slitið. 4.6.2006 11:00 Utanvegaökumenn sektaðir eftir þyrlueftirlit Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í gær í eftirlitsflug yfir hálendinu til að fylgjast með hugsanlegum utanvegaakstri á Hengilssvæði, Hellisheiði og hálendinu upp af Árnessýslu. Átta ökumenn mótorkrosshjóla voru í kjölfarið sektaðir fyrir að aka utan vega á Hengilssvæðinu og tveir jeppar voru stöðvaðir utan vega við Hagavatn. 4.6.2006 10:01 Reykjavík Trópík flutt á Nasa í kvöld Dagskrá tónlistarhátíðarinnar Reykjavík Trópík í dag verður flutt á Nasa vegna þess að ekki fékkst skemmtanaleyfi fyrir Hvítasunnudaginn í risatjaldinu á háskólaplaninu. Hljómsveitin Sleater Kinney sem spila átti á Nasa hefur af þeim sökum verið innlimuð í tónleikadagskrá Trópík en miðar á þá tónleika gilda eftir sem áður. 4.6.2006 09:20 Guðni útilokar ekki afsögn Guðni Ágústsson segir það koma í ljós í næstu viku hvort hann haldi áfram sem varaformaður Framsóknarflokksins. ,,Við skulum sjá hvað gerist,'' segir hann aðspurður um hvort breytingar verði gerðar á ríkisstjórninni. 3.6.2006 20:33 Metfjöldi á Hvannadalshnjúk Metfjöldi fjallgöngumanna mun hafa náð hæsta tindi Íslands í dag. Að mati Ferðafélags Íslands hafa alls um 300 manns horft yfir Öræfasveitina og Vatnajökulinn ofan af Hvannadalshnjúknum í dag. Þar af voru 132 í för með Ferðafélaginu sem eru mun fleiri en í fyrra. 3.6.2006 20:29 Manneskjubókasafn í Hafnarfirðinum Kynlífsfíkill, ungur stjórnmálamaður, múslimi og innflytjandi voru meðal þeirra einstaklingar sem hægt var að fá lánaða í Gamla bókasafninu í Hafnarfirði í dag. Tilgangur útleigunnar er að upplýsa fólk og koma í veg fyrir fordóma. 3.6.2006 18:51 Sumarblíða í borginni Veðrið hefur leikið við borgarbúa í dag sem kunna svo sannarlega að njóta góða veðursins. Á meðan sumir dilliðu sér við ljúfan djass, fengu sér aðrir pólskar pylsur eða sýndu breikdans við mikinn fögnuð áhorfenda. 3.6.2006 18:48 Steingrímur J. Sigfússon ræðumaður Alþingis Liðsmenn samtakanna JCI, Junior Chamber International, kusu í dag Steingrím J. Sigfússon besta ræðumann eldhúsdags Alþingis. Flokksbróðir hans í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði, Ögmundur Jónasson, hafnaði í öðru sæti. Þetta er í þriðja sinn sem félagar í JCI kjósa ræðumann Alþingis, til að vekja athygli á mikilvægi þess að geta komið máli sínu vel til skila. 3.6.2006 17:20 Þurfum að draga úr þorskveiðum Hafrannsóknastofnun lagði til í dag að þorskkvóti fyrir næsta fiskveiðiár verði 11 þúsund tonnum minni en nú í ár, eða 187 þúsund tonn. Aflahlutfallið þarf að skerðast enn frekar til að byggja upp hrygningarstofninn, að mati Hafró. 3.6.2006 17:13 Maður vankaðist í fótboltaleik Maður á þrítugsaldri vankaðist í fótboltaleik á Ásvöllum í Hafnarfirði á öðrum tímanum í dag. Þar fór fram leikur í utandeild þar sem lið Kónganna og FC-Pump tókustu á. Sjúkrabíll kom á staðinn skömmu síðar en þá var maðurinn með meðvitund og því var neyðarbíll afturkallaður. Maðurinn var síðan fluttur á slysadeild Landspítalans-háskólasjúkrahúss til frekari rannsóknar. 3.6.2006 15:45 Pólskir læknar ráðnir til starfa í Danmörku Á meðan danskir hjúkrunarfræðingar eru ráðnir á Landspítala-háskólasjúkrahús, þá eru pólskir læknar ráðnir til starfa í Danmörku. Á fréttavef Jyllands Posten er greint frá að pólskir læknar hafi nú verið ráðnir á einkastofur á Norður Jótlandi en í fyrstu voru þeir einkum ráðnir á ríkisreknu sjúkrahúsin. Pólsku læknarnir eru ráðnir samkvæmt dönskum samningum en þeim er frjálst að segja upp samningum hvenær sem er. 3.6.2006 14:45 Danir vilja kalla danska hermenn heim frá Írak Um helmingur Dana vill kalla heim danskar hersveitir frá Írak samkvæmt nýlegri skoðanna könnun þar í landi. Politiken greinir frá því að stuðningur Dana við þátttöku í Íraksstríðinu sé hverfandi en árið 2004 voru um 72% Dana fylgjandi því að senda danska hermenn til Írak en einungis um 40% nú. Samkvæmt varnarmálaráðherra Danmerkur, Søren Gade, eru þó litlar líkur á að danskir hermenn verði kallaði heim í nánustu framtíð. 3.6.2006 14:16 Metfjöldi göngufólks á Hvanndalshnjúki Metfjöldi fjallgöngumanna mun hafa náð hæsta tindi Íslands í dag. Að mati Ferðafélags Íslands eru það alls um 300 manns sem horfa ofan af Hvannadalsnjúknum í dag. Þar af eru 132 í för með Ferðafélaginu sem eru mun fleiri en í fyrra. Þá eru Íslenskir fjallaleiðsögumenn og Einar í Hofsnesi með skipulagðar ferðir, auk þess sem erfitt er að slá tölu á alla þá sem leggja á Hnjúkinn á eigin vegum. 3.6.2006 13:45 Hegningarhúsið tekur lit Hegningarhúsið gamla við Skólavörðustíg er nú að varpa af sér grámanum og taka lit í sólinni, að minnsta kosti á einni hliðinni. Málaranemar við Iðnskólann í Reykjavík eru nú að leggja lokahönd á málverk sitt á austurvegg Hegningarhússins, sem snýr að Sparisjóðshúsinu við Skólavörðustíginn. 3.6.2006 13:00 Serbía lýsir brátt fyrir sjálfstæði Júgóslavía heyrir sögunni til í næstu viku þegar Serbía, síðast lýðveldanna, lýsir opinberlega yfir sjálfstæði. Aðeins Svartfjallaland og Serbía eru eftir af því lýðveldum sem Júgóslavía eitt sinn var en landið samanstóð af Slóveníu, Bosníu-Herzegovinu, Króatíu, Makedóníu, Albaníu, Svartfjallalandi og Serbíu. 3.6.2006 12:45 Tólf manns slösuðust í sprengingu í Tyrklandi Alls slösuðust tólf manns þegar sprengja sprakk við verslunarmiðstöð í borginni Mersin um 450 kílómetra suður af höfuðborginni Ankara í morgun. Enginn hefur lýst ódæðinu á hendur sér en kúrdískir hryðjuverkamenn hafa áður notað svipaðar aðferðir. Enginn þeirra slösuðu eru í lífshættu. Þá brotnuðu rúður í nokkrum verslunum í verslunarmiðstöðinni. 3.6.2006 12:30 Sjálfstæðismenn og Samherjar mynda meirihluta Sjálfstæðisflokkurinn og samherjar hafa ákveðið að halda áfram meirihlutasamstarfi um sjtórn sveitarfélagsins Rangárþings eystra kjörtímabiliið 2006 til 2010. Unnur Brá Konráðsdóttir í Sjálfstæðisflokki verður bæjarstjóri, Ólafur Eggertsson, Samherjum verður oddviti og Elvar Eyvindsson, Sjálfstæðisflokki verður formaður Byggðaráðs. Á kjörtímabilinu verður meðal annars lögð áhersla á menntamál, málefni eldri borgara og umhverfismál. 3.6.2006 12:15 Maður særðist í aðgerðum hryðjuverkalögreglu Maður særðist, þó ekki alvarlega, þegar hryðjuverkalögreglan í Bretlandi réðst inn í hús hans í Lundúnum í gær og skaut hann. Talið var að í húsinu væru búin til efnavopn. Yfir 250 lögreglumenn tóku þátt í árásinni og er aðgerð hryðjuverkalögreglunnar þar í landi ein sú umfangsmesta í langan tíma. Maðurinn sem skotinn var er 23 ára. Hann er nú á sjúkrahúsi og á batavegi. Grunsemdir lögreglunnar virtust þó ekki á rökum reistar því engin ummerki um vopnagerð, funndust í húsinu. 3.6.2006 12:15 Segja Finn ekki vera lausn fyrir Framsókn Það væri heimskulegt fyrir Framsóknarflokkinn að gera Finn Ingólfsson að formanni, segir Össur Skarphéðinsson alþingismaður og fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar. Kolbrún Halldórsdóttir þingmaður Vinstri grænna segir slíkan leik vondan fyrir Framsókn sem þegar hafi orð á sér fyrir að vera hagsmunaklíka, en ekki stjórnmálaflokkur. 3.6.2006 12:00 Dæmdur til að greiða 200.000 vegna náttúruspjalla Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í gær karlmann til að greiða 200.000 króna sekt fyrir að hafa rutt slóða í þeim tilgangi að gera reiðveg utan vega ofan Hveragerðis, alls tæpa fjóra kílómetra. Maðurinn hafði ekki aflað framkvæmdaleyfis sveitastjórnar líkt og lög kveða á um, né fengið samþykki landeiganda. 3.6.2006 11:14 Vilja endurskoða lög um vaxtabætur Stjórnarandstaðan krafðist þess á þingi fyrir stundu að lög um vaxtabætur vegna fasteignakaupa yrðu endurskoðuð strax. Þúsundir lágtekjufjölskyldna stæðu frammi fyrir mikilli skerðingu ella. 3.6.2006 10:30 Fylgdu reglum Bandaríski herinn segir að ekkert bendi til þess að bandarískir hermenn hafi drepið ellefu óbreytta borgara í húsi í bænum Ishaqi í Írak þann 15. mars síðastliðinn. 3.6.2006 10:10 Björgunarsveitarmenn mótmæla kílómetragjaldi á Alþingi Björgunarsveitarmenn safnast saman upp úr tíu í bílum sínum fyrir framan Alþingishúsið til að mótmæla frumvarpi um olíugjald, sem nú liggur fyrir þinginu til samþykktar í dag. Samkvæmt frumvarpinu þurfa björgunarsveitir að borga kílómetragjald af bílum sínum í hvert skipti sem farið er úr húsi til að bjarga nauðstöddum. 3.6.2006 10:10 Sjálfboðaliðar á Suðureyri Hópur sjálfboðaliða á vegum samtakanna Seeds Iceland hefur dvalið á Suðureyri undanfarna daga. Á fréttavefinum Bæjarins besta kemur fram að sjálfboðaliðarnir hafa unnið að almennum umhverfismálum í bænum, gróðursetningu og við að mála. Alls eru 14 einstaklingar í hópnum frá hinum ýmsu löndum, svo sem Slóvakíu, Póllandi, Tékklandi og Spáni. Sjálfboðaliðarnir bera sjálfir allan kostnað af komu sinni til Suðureyrar en fá frítt fæði og húsnæði á meðan á verkefninu stendur. 3.6.2006 10:00 Tvö minniháttar fíkniefnamál á Akureyri Tvö minniháttar fíkniefnamál komu upp á Akureyri í nótt. Lögregla fann fíkniefni í fórum tveggja einstaklinga, en þeir höfðu ætlað efnið til eigin neyslu. Málin teljast upplýst. Þá var einn ökumaður stöðvaður vegna gruns um ölvunarakstur en hann hafði keyrt á. 3.6.2006 09:28 Ólga vegna kílómetragjalds hjá björgunarsveitamönnum Ólga er meðal björgunarsveitamanna vegna laga um olíugjald og kílómetragjald sem til stendur að samþykkja frá Alþingi fyrir þinglok. Þar er lagt til að björgunarsveitum verði heimilt að nota litaða gjaldfrjálsa olíu á ökutæki sín en í staðinn greiði þær sérstakt kílómetragjald af akstri þeirra. 2.6.2006 22:25 Eins árs fangelsi fyrir tvær líkamsárásir Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í eins ár fangelsi fyrir tvær líkamsárásir í miðbæ Reykjavíkur haustið 2004. Hann var ákærður fyrir að hafa slegið mann í andlitið svo að hann féll og höfuð hans skall í gangstéttina og hann hlaut nokkur meiðsl og fyrir hafa slegið annan í andlitið með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði. 2.6.2006 22:15 Sex mánaða fangelsi fyrir að ráðast á lögregluþjón Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi, þar af þrjá skilorðsbundna, fyrir að ráðast á lögregluþjón. Lögreglan hafði komin manninum til hjálpar eftir að hann hafði ekið á skilti á umferðareyju og slasast á andliti. 2.6.2006 22:00 Sjö fræðimenn fá afnot af Jónshúsi Sjö fræðimenn fá afnot af húsi Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn. Alls bárust 16 umsóknir og því færri sem komust að en vildu. Þessir fræðimenn fengu afnot af íbúðinni: 2.6.2006 20:53 Geimstöðin fær andlitslyftingu Í upphafi júnímánaðar huga eflaust margir að því að dytta af húsum sínum og híbýlum. 2.6.2006 20:00 Ríkisstjórnin verði að koma að hugsanlegri sátt Forseti ASÍ vill að ríkisstjórnin komi að hugsanlegri sátt við Samtök atvinnulífsins sem hugsuð er til að koma í veg fyrir uppsögn kjarasamninga í haust. Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina vilja leggja sitt af mörkum til að ná böndum á verðbólgunni. 2.6.2006 19:16 Lögleyfing heróíns gefur góða raun í Sviss Nýjum sprautufíklum í Zürich hefur snarfækkað eftir að yfirvöld fóru sjálf að láta heróínneytendum efnið í té og útvega þeim aðstöðu til að sprauta sig. 2.6.2006 19:15 Ásakanir um fleiri fjöldamorð Nýjar ásakanir eru komnar fram um að bandarískir hermenn hafi myrt íraska borgara með köldu blóði, að þessu sinni í bænum Ishaqi í mars síðastliðnum, þar sem ellefu manns lágu í valnum. Fyrrverandi yfirmaður Abu Ghraib-fangelsisins dregur í efa að fjöldamorðin þar og í Haditha séu einsdæmi. 2.6.2006 18:45 Halldór hyggst segja af sér formennsku í Framsóknarflokknum Halldór Ásgrímsson hyggst segja af sér sem formaður Framsóknarflokksins. Óljóst er á þessu stigi málsins hvort eða hvaða áhrif ákvörðun hans hefur á ríkisstjórnina. 2.6.2006 18:12 Sjá næstu 50 fréttir
Keflavík "óhreinn" flugvöllur Evrópusambandið skilgreinir Keflavíkurflugvöll sem "óhreinan" flugvöll. Flugvélar sem fara héðan eru á tveimur evrópskum flugvöllum afgreiddar eins og þær séu að koma í fyrsta sinn inná Schengen svæðið. 4.6.2006 16:00
Skíðalandsliðið við æfingar fram í júní Skíðalandslið Íslands í alpagreinum er nú við æfingar á skíðasvæðinu í Tindastóli við fyrirtaks snjóaðstæður og blíðskaparveður. Þetta er í fyrsta skipti sem opið er í Tindastóli í maí og júní en gera má ráð fyrir að nú sé skíðatíðin nú á enda eftir langa og góða skíðavertíð en alls var opið 120 daga á skíðasvæðinu. 4.6.2006 14:45
Stakk lögguna af á sundi Lögreglumenn frá Hvolsvelli lentu í óvenjulegri eftirför þegar þeir vildu ná tali af manni sem var á ferð á dráttarvél eftir Oddavegi og virtist vera undir áhrifum áfengis. Hann tók á rás yfir mýrar og móa og löggan á eftir og þegar kom að Ytri-Rangá, til móts við bæinn Bjólu, óð maðurinn út í og synti niður eftir ánni þegar lögreglumenn óðu á eftir honum. 4.6.2006 14:30
Samskip sameinast dótturfélögum sínum Í haust verður öll flutningastarfsemi Samskipa sameinuð undir nafni Samskipa. Þetta var tilkynnt í Rotterdam þegar félagið veitti viðtöku tveimur spánýjum sérsmíðuðum flutningaskipum. 4.6.2006 14:00
Hátíðarmessa í Hallgrímskirkju Kristnir menn halda Hvítasunnuna hátíðlega í dag. Sr.Sigurður Pálsson predikaði í hátíðarmessu í Hallgrímskirkju í morgun. Sr. Sigurður mun brátt láta af störfum sem sóknarprestur og í hans stað kemur sr. Jón Dalbú. Þá söng mótettukórinn söng undir stjórn Harðar Áskelssonar organista. Hvítasunnan er þriðja stórhátíð kristninnar og með henni lýkur pástatímanum. Koma heilags anda í kirkju Krists er minnst en dagurinn er stofndagur kirkjunnar. 4.6.2006 13:30
Íranar tilbúnir til viðræðna Íranar eru tilbúnir til viðræðna um kjarnorkuáætlanir sínar en segja Bandaríkjamenn ekki setja skilyrðin. Forseti landsins segir Írana aldrei munu gefa upp rétt sinn til að auðga úran. Forsetinn sagði þó í gær að Íranar myndu athuga og íhuga vel þau tilboð sem kæmu frá fulltrúm þeirra fimm ríkja sem eiga fast sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. 4.6.2006 13:00
Brutust inn í gufuna á Laugarvatni Tveir piltar brutust inn í gufubaðið á Laugarvatni í fyrrinótt og stálu þaðan peningum og brutust síðan inn í garðverkfærageymslu Menntaskólans og höfðu á brott með sér eitthvað af verkfærum. Náðist til strákanna í gær og telst málið nú að fullu upplýst. 4.6.2006 12:45
Fjöltyngd söngkeppni í Hafnarfirði Það er ekki hver sem er sem hættir sér í að syngja á öðru tungumálinu en móðurmálinu - og ekki á ensku. Á Cantare, söngkeppni hinna mörgu tungumála, var þetta hins vegar ófrávíkjanleg regla. Söngkeppnin var haldin í Hafnarfjarðarleikhúsinu í gærkvöld. 4.6.2006 12:30
Guðni þarf að segja af sér eigi Finnur að verða formaður. Framsóknarmenn geta ekki gengið framhjá Guðna Ágússtssyni varaformanni flokksins, -og gert Finn Ingólfsson að formanni næsta föstudag, -nema Guðni segi af sér varaformennsku. Finnur útilokar ekki endurkomu í stjórnmálin, -verði til hans leitað, en Guðni segir stöðu sína hins vegar sterka. 4.6.2006 12:21
Minningarathöfn á Torgi hins himneska friðar Fjöldi lögreglumanna stóð vaktina á Torgi hins himneska friðar í Peking, höfuðborg Kína í dag. Sautján ár eru síðan herinn lét til skarar skríða gegn námsmönnum á torginu sem kröfðust lýðræðis í landinu. Hundruð, jafnvel þúsundir námsmanna féllu í slagnum. 4.6.2006 11:30
Hægrimenn sigruðu í þingkosningum í Tékklandi Hægrimenn sigruðu í þingkosningum í Tékklandi sem fram fóru í gær með rúmlega 35 prósent atkvæða. Jafnaðarmannaflokkurinn sem þótti sigurstranglegastur fyrir kosningarnar fékk rúmlega 32 prósent. Þrír aðrir flokkar fengu yfir fimm prósenta fylgi, sem var skilyrði fyrir því að flokkarnir fengju þingmenn. 4.6.2006 11:15
Svartfjallaland orðið sjálfstætt ríki Svartfellingar lýstu í gærkvöld yfir sjálfstæði landsins eftir að þingið samþykkti samhljóða tillögu þess efnis í samræmi við niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu nýlega. Ranko Krivokapic, forseti svartfellska þingsins, las upp yfirlýsinguna og sagði að með þessu væri ríkjasambandi við Serbíu formlega slitið. 4.6.2006 11:00
Utanvegaökumenn sektaðir eftir þyrlueftirlit Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í gær í eftirlitsflug yfir hálendinu til að fylgjast með hugsanlegum utanvegaakstri á Hengilssvæði, Hellisheiði og hálendinu upp af Árnessýslu. Átta ökumenn mótorkrosshjóla voru í kjölfarið sektaðir fyrir að aka utan vega á Hengilssvæðinu og tveir jeppar voru stöðvaðir utan vega við Hagavatn. 4.6.2006 10:01
Reykjavík Trópík flutt á Nasa í kvöld Dagskrá tónlistarhátíðarinnar Reykjavík Trópík í dag verður flutt á Nasa vegna þess að ekki fékkst skemmtanaleyfi fyrir Hvítasunnudaginn í risatjaldinu á háskólaplaninu. Hljómsveitin Sleater Kinney sem spila átti á Nasa hefur af þeim sökum verið innlimuð í tónleikadagskrá Trópík en miðar á þá tónleika gilda eftir sem áður. 4.6.2006 09:20
Guðni útilokar ekki afsögn Guðni Ágústsson segir það koma í ljós í næstu viku hvort hann haldi áfram sem varaformaður Framsóknarflokksins. ,,Við skulum sjá hvað gerist,'' segir hann aðspurður um hvort breytingar verði gerðar á ríkisstjórninni. 3.6.2006 20:33
Metfjöldi á Hvannadalshnjúk Metfjöldi fjallgöngumanna mun hafa náð hæsta tindi Íslands í dag. Að mati Ferðafélags Íslands hafa alls um 300 manns horft yfir Öræfasveitina og Vatnajökulinn ofan af Hvannadalshnjúknum í dag. Þar af voru 132 í för með Ferðafélaginu sem eru mun fleiri en í fyrra. 3.6.2006 20:29
Manneskjubókasafn í Hafnarfirðinum Kynlífsfíkill, ungur stjórnmálamaður, múslimi og innflytjandi voru meðal þeirra einstaklingar sem hægt var að fá lánaða í Gamla bókasafninu í Hafnarfirði í dag. Tilgangur útleigunnar er að upplýsa fólk og koma í veg fyrir fordóma. 3.6.2006 18:51
Sumarblíða í borginni Veðrið hefur leikið við borgarbúa í dag sem kunna svo sannarlega að njóta góða veðursins. Á meðan sumir dilliðu sér við ljúfan djass, fengu sér aðrir pólskar pylsur eða sýndu breikdans við mikinn fögnuð áhorfenda. 3.6.2006 18:48
Steingrímur J. Sigfússon ræðumaður Alþingis Liðsmenn samtakanna JCI, Junior Chamber International, kusu í dag Steingrím J. Sigfússon besta ræðumann eldhúsdags Alþingis. Flokksbróðir hans í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði, Ögmundur Jónasson, hafnaði í öðru sæti. Þetta er í þriðja sinn sem félagar í JCI kjósa ræðumann Alþingis, til að vekja athygli á mikilvægi þess að geta komið máli sínu vel til skila. 3.6.2006 17:20
Þurfum að draga úr þorskveiðum Hafrannsóknastofnun lagði til í dag að þorskkvóti fyrir næsta fiskveiðiár verði 11 þúsund tonnum minni en nú í ár, eða 187 þúsund tonn. Aflahlutfallið þarf að skerðast enn frekar til að byggja upp hrygningarstofninn, að mati Hafró. 3.6.2006 17:13
Maður vankaðist í fótboltaleik Maður á þrítugsaldri vankaðist í fótboltaleik á Ásvöllum í Hafnarfirði á öðrum tímanum í dag. Þar fór fram leikur í utandeild þar sem lið Kónganna og FC-Pump tókustu á. Sjúkrabíll kom á staðinn skömmu síðar en þá var maðurinn með meðvitund og því var neyðarbíll afturkallaður. Maðurinn var síðan fluttur á slysadeild Landspítalans-háskólasjúkrahúss til frekari rannsóknar. 3.6.2006 15:45
Pólskir læknar ráðnir til starfa í Danmörku Á meðan danskir hjúkrunarfræðingar eru ráðnir á Landspítala-háskólasjúkrahús, þá eru pólskir læknar ráðnir til starfa í Danmörku. Á fréttavef Jyllands Posten er greint frá að pólskir læknar hafi nú verið ráðnir á einkastofur á Norður Jótlandi en í fyrstu voru þeir einkum ráðnir á ríkisreknu sjúkrahúsin. Pólsku læknarnir eru ráðnir samkvæmt dönskum samningum en þeim er frjálst að segja upp samningum hvenær sem er. 3.6.2006 14:45
Danir vilja kalla danska hermenn heim frá Írak Um helmingur Dana vill kalla heim danskar hersveitir frá Írak samkvæmt nýlegri skoðanna könnun þar í landi. Politiken greinir frá því að stuðningur Dana við þátttöku í Íraksstríðinu sé hverfandi en árið 2004 voru um 72% Dana fylgjandi því að senda danska hermenn til Írak en einungis um 40% nú. Samkvæmt varnarmálaráðherra Danmerkur, Søren Gade, eru þó litlar líkur á að danskir hermenn verði kallaði heim í nánustu framtíð. 3.6.2006 14:16
Metfjöldi göngufólks á Hvanndalshnjúki Metfjöldi fjallgöngumanna mun hafa náð hæsta tindi Íslands í dag. Að mati Ferðafélags Íslands eru það alls um 300 manns sem horfa ofan af Hvannadalsnjúknum í dag. Þar af eru 132 í för með Ferðafélaginu sem eru mun fleiri en í fyrra. Þá eru Íslenskir fjallaleiðsögumenn og Einar í Hofsnesi með skipulagðar ferðir, auk þess sem erfitt er að slá tölu á alla þá sem leggja á Hnjúkinn á eigin vegum. 3.6.2006 13:45
Hegningarhúsið tekur lit Hegningarhúsið gamla við Skólavörðustíg er nú að varpa af sér grámanum og taka lit í sólinni, að minnsta kosti á einni hliðinni. Málaranemar við Iðnskólann í Reykjavík eru nú að leggja lokahönd á málverk sitt á austurvegg Hegningarhússins, sem snýr að Sparisjóðshúsinu við Skólavörðustíginn. 3.6.2006 13:00
Serbía lýsir brátt fyrir sjálfstæði Júgóslavía heyrir sögunni til í næstu viku þegar Serbía, síðast lýðveldanna, lýsir opinberlega yfir sjálfstæði. Aðeins Svartfjallaland og Serbía eru eftir af því lýðveldum sem Júgóslavía eitt sinn var en landið samanstóð af Slóveníu, Bosníu-Herzegovinu, Króatíu, Makedóníu, Albaníu, Svartfjallalandi og Serbíu. 3.6.2006 12:45
Tólf manns slösuðust í sprengingu í Tyrklandi Alls slösuðust tólf manns þegar sprengja sprakk við verslunarmiðstöð í borginni Mersin um 450 kílómetra suður af höfuðborginni Ankara í morgun. Enginn hefur lýst ódæðinu á hendur sér en kúrdískir hryðjuverkamenn hafa áður notað svipaðar aðferðir. Enginn þeirra slösuðu eru í lífshættu. Þá brotnuðu rúður í nokkrum verslunum í verslunarmiðstöðinni. 3.6.2006 12:30
Sjálfstæðismenn og Samherjar mynda meirihluta Sjálfstæðisflokkurinn og samherjar hafa ákveðið að halda áfram meirihlutasamstarfi um sjtórn sveitarfélagsins Rangárþings eystra kjörtímabiliið 2006 til 2010. Unnur Brá Konráðsdóttir í Sjálfstæðisflokki verður bæjarstjóri, Ólafur Eggertsson, Samherjum verður oddviti og Elvar Eyvindsson, Sjálfstæðisflokki verður formaður Byggðaráðs. Á kjörtímabilinu verður meðal annars lögð áhersla á menntamál, málefni eldri borgara og umhverfismál. 3.6.2006 12:15
Maður særðist í aðgerðum hryðjuverkalögreglu Maður særðist, þó ekki alvarlega, þegar hryðjuverkalögreglan í Bretlandi réðst inn í hús hans í Lundúnum í gær og skaut hann. Talið var að í húsinu væru búin til efnavopn. Yfir 250 lögreglumenn tóku þátt í árásinni og er aðgerð hryðjuverkalögreglunnar þar í landi ein sú umfangsmesta í langan tíma. Maðurinn sem skotinn var er 23 ára. Hann er nú á sjúkrahúsi og á batavegi. Grunsemdir lögreglunnar virtust þó ekki á rökum reistar því engin ummerki um vopnagerð, funndust í húsinu. 3.6.2006 12:15
Segja Finn ekki vera lausn fyrir Framsókn Það væri heimskulegt fyrir Framsóknarflokkinn að gera Finn Ingólfsson að formanni, segir Össur Skarphéðinsson alþingismaður og fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar. Kolbrún Halldórsdóttir þingmaður Vinstri grænna segir slíkan leik vondan fyrir Framsókn sem þegar hafi orð á sér fyrir að vera hagsmunaklíka, en ekki stjórnmálaflokkur. 3.6.2006 12:00
Dæmdur til að greiða 200.000 vegna náttúruspjalla Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í gær karlmann til að greiða 200.000 króna sekt fyrir að hafa rutt slóða í þeim tilgangi að gera reiðveg utan vega ofan Hveragerðis, alls tæpa fjóra kílómetra. Maðurinn hafði ekki aflað framkvæmdaleyfis sveitastjórnar líkt og lög kveða á um, né fengið samþykki landeiganda. 3.6.2006 11:14
Vilja endurskoða lög um vaxtabætur Stjórnarandstaðan krafðist þess á þingi fyrir stundu að lög um vaxtabætur vegna fasteignakaupa yrðu endurskoðuð strax. Þúsundir lágtekjufjölskyldna stæðu frammi fyrir mikilli skerðingu ella. 3.6.2006 10:30
Fylgdu reglum Bandaríski herinn segir að ekkert bendi til þess að bandarískir hermenn hafi drepið ellefu óbreytta borgara í húsi í bænum Ishaqi í Írak þann 15. mars síðastliðinn. 3.6.2006 10:10
Björgunarsveitarmenn mótmæla kílómetragjaldi á Alþingi Björgunarsveitarmenn safnast saman upp úr tíu í bílum sínum fyrir framan Alþingishúsið til að mótmæla frumvarpi um olíugjald, sem nú liggur fyrir þinginu til samþykktar í dag. Samkvæmt frumvarpinu þurfa björgunarsveitir að borga kílómetragjald af bílum sínum í hvert skipti sem farið er úr húsi til að bjarga nauðstöddum. 3.6.2006 10:10
Sjálfboðaliðar á Suðureyri Hópur sjálfboðaliða á vegum samtakanna Seeds Iceland hefur dvalið á Suðureyri undanfarna daga. Á fréttavefinum Bæjarins besta kemur fram að sjálfboðaliðarnir hafa unnið að almennum umhverfismálum í bænum, gróðursetningu og við að mála. Alls eru 14 einstaklingar í hópnum frá hinum ýmsu löndum, svo sem Slóvakíu, Póllandi, Tékklandi og Spáni. Sjálfboðaliðarnir bera sjálfir allan kostnað af komu sinni til Suðureyrar en fá frítt fæði og húsnæði á meðan á verkefninu stendur. 3.6.2006 10:00
Tvö minniháttar fíkniefnamál á Akureyri Tvö minniháttar fíkniefnamál komu upp á Akureyri í nótt. Lögregla fann fíkniefni í fórum tveggja einstaklinga, en þeir höfðu ætlað efnið til eigin neyslu. Málin teljast upplýst. Þá var einn ökumaður stöðvaður vegna gruns um ölvunarakstur en hann hafði keyrt á. 3.6.2006 09:28
Ólga vegna kílómetragjalds hjá björgunarsveitamönnum Ólga er meðal björgunarsveitamanna vegna laga um olíugjald og kílómetragjald sem til stendur að samþykkja frá Alþingi fyrir þinglok. Þar er lagt til að björgunarsveitum verði heimilt að nota litaða gjaldfrjálsa olíu á ökutæki sín en í staðinn greiði þær sérstakt kílómetragjald af akstri þeirra. 2.6.2006 22:25
Eins árs fangelsi fyrir tvær líkamsárásir Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í eins ár fangelsi fyrir tvær líkamsárásir í miðbæ Reykjavíkur haustið 2004. Hann var ákærður fyrir að hafa slegið mann í andlitið svo að hann féll og höfuð hans skall í gangstéttina og hann hlaut nokkur meiðsl og fyrir hafa slegið annan í andlitið með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði. 2.6.2006 22:15
Sex mánaða fangelsi fyrir að ráðast á lögregluþjón Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi, þar af þrjá skilorðsbundna, fyrir að ráðast á lögregluþjón. Lögreglan hafði komin manninum til hjálpar eftir að hann hafði ekið á skilti á umferðareyju og slasast á andliti. 2.6.2006 22:00
Sjö fræðimenn fá afnot af Jónshúsi Sjö fræðimenn fá afnot af húsi Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn. Alls bárust 16 umsóknir og því færri sem komust að en vildu. Þessir fræðimenn fengu afnot af íbúðinni: 2.6.2006 20:53
Geimstöðin fær andlitslyftingu Í upphafi júnímánaðar huga eflaust margir að því að dytta af húsum sínum og híbýlum. 2.6.2006 20:00
Ríkisstjórnin verði að koma að hugsanlegri sátt Forseti ASÍ vill að ríkisstjórnin komi að hugsanlegri sátt við Samtök atvinnulífsins sem hugsuð er til að koma í veg fyrir uppsögn kjarasamninga í haust. Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina vilja leggja sitt af mörkum til að ná böndum á verðbólgunni. 2.6.2006 19:16
Lögleyfing heróíns gefur góða raun í Sviss Nýjum sprautufíklum í Zürich hefur snarfækkað eftir að yfirvöld fóru sjálf að láta heróínneytendum efnið í té og útvega þeim aðstöðu til að sprauta sig. 2.6.2006 19:15
Ásakanir um fleiri fjöldamorð Nýjar ásakanir eru komnar fram um að bandarískir hermenn hafi myrt íraska borgara með köldu blóði, að þessu sinni í bænum Ishaqi í mars síðastliðnum, þar sem ellefu manns lágu í valnum. Fyrrverandi yfirmaður Abu Ghraib-fangelsisins dregur í efa að fjöldamorðin þar og í Haditha séu einsdæmi. 2.6.2006 18:45
Halldór hyggst segja af sér formennsku í Framsóknarflokknum Halldór Ásgrímsson hyggst segja af sér sem formaður Framsóknarflokksins. Óljóst er á þessu stigi málsins hvort eða hvaða áhrif ákvörðun hans hefur á ríkisstjórnina. 2.6.2006 18:12