Erlent

Geimstöðin fær andlitslyftingu

Í upphafi júnímánaðar huga eflaust margir að því að dytta af húsum sínum og híbýlum. Íbúar alþjóðlegu geimstöðvarinnar, sem sveimar á sporbaug um 360 kílómetra frá jörðu, gera enga undantekningu á þeim sið því í gær brugðu þeir sér í sex og hálfrar klukkustundar langa geimgöngu og löguðu eitt og annað sem þörf var á, til dæmis myndbandsupptökuvél utan á stöðinni. Verkið var flóknara en þeir töldu í upphafi og því dróst geimgangan nokkuð en allt small þó saman að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×