Fleiri fréttir Krónan sterkari í dag Krónan styrktist um 2,5% í dag. Evran er því komin niður undir 90 krónurnar og dollarinn kominn nálægt 70 krónum á ný, en hann fór undir 60 krónur þegar lægst var í vetur. Svo virðist sem jákvæð skýrsla um fjármálastöðugleika sem kynnt var í gær hafi þessi áhrif á traust erlendra fjárfesta á íslenska markaðinum. Þetta kemur fram í hálffimmfréttum KBbanka. 4.5.2006 18:00 Óvissu um afdrif starfsmanna á Keflavíkurflugvelli aflétt Allir starfsmenn sem sagt hefur verið upp störfum á Keflavíkurflugvelli og heyra undir nýstofnaða Flugmálastjórn þar, geta fengið vinnu hjá hinni nýju stofnun. Geir h Haarde, utanríkisráðherra, segir stofnunina setta á laggirnar til bráðabyrgða en í framtíðinni muni starfsemin á Keflavíkurflugvelli heyra undir samgönguráðuneytið. 4.5.2006 17:47 Fasteignaskattar lækka í Árborg Bæjarstjórn Árborgar hefur ákveðið að lækka fasteignaskatta í sveitarfélaginu úr 0,37% í 0,30%. Þessi lækkun bætist ofan á lækkun sem ákveðin hafði verið í desember í fyrra. Samtals hafa fasteignaskattar því lækkað um 25% í Árborg. Fasteignaskattar hafa lækkað víða á suðvesturhorninu í kjölfar gífurlegrar hækkunar á fasteignaverði enda eru skattarnir reiknaðir út frá fasteignamati. 4.5.2006 17:35 Viðskiptabankarnir þola vel skell Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, segir að staða viðskiptabankanna sé það sterk að þeir þoli áföll. Hann segir þá hins vegar verða að hægja á vexti sínum. Seðlabankastjóri gagnrýnir bankastarfsemi ríkisins í gegnum íbúðalánasjóð og segir stöðuna á húsnæðismarkaðnum óviðunandi. 4.5.2006 17:32 Segir yfirvöld þurfa standa vörð um erlent launafólk Starfsgreinafélag Austurlands gagnrýnir yfirvöld harðlega fyrir slæleg vinnubrögð lögreglu og annarra opinberra aðila með eftirliti á kaupum og kjörum erlends launafólks. Félagið kærði fyrirtæki á Austurlandi í október fyrir að ráða erlenda verkamenn sem skráðir voru ferðamenn í landinu. 4.5.2006 17:31 Sterkur eftirskjálfti í Kyrrahafi Jarðskjálfti upp á sex á Richter varð nærri Tongaeyjum nú rétt fyrir stundu. Skjálftinn kemur degi eftir að jarðskjálfti reið yfir nærri eyjunni í Kyrrahafi í gær. Skjálftinn þá mældist 8,1 á Richter og var í fyrstu óttast að flóðbylgja gengi yfir nærliggjandi eyjar, Fídjí og Nýja-Sjáland. Var flóðbylgjuviðvörun þó dregin til baka og varð tjón lítið. Engar fréttir af tjóni hafa brosti vegna jarðskjálftans í dag. 4.5.2006 17:25 Dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir rán í apóteki Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í tólf mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa framið rán í Árbæjarapóteki vopnaður hnífi í febrúar á síðasta ári. Það kemur til þyngingar dómsins að maðurinn rauf skilorð þegar atburðurinn átti sér stað. 4.5.2006 17:13 Skoruðu á þýsk stjórnvöld og KSÍ vegna vændis tengdu HM Fulltrúar kvennahreyfingarinnar á Íslandi afhentu í dag Knattspyrnusambandi Íslands áskorun vegna þess vændis og mansals sem fylgja mun heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu í sumar. Það var formaður KSÍ sem tók við áskoruninni þar sem farið er fram á að sambandið mótmæli þeirri ofbeldisvæðingu sem felist í því að flytja tugþúsundir kvenna til Þýsklands frá Mið- og Austur-Evrópu til þess að stunda vændi á meðan HM fer fram. 4.5.2006 17:00 Vegagerð í þéttbýli hugsanlega alfarið til sveitarfélaganna Vegalög eru í endurskoðun með það fyrir augum að færa viðhald og nýbyggingu allra umferðarmannvirkja í þéttbýli alfarið yfir til sveitarfélaganna. Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, segir þetta gert í ljósi fenginnar reynslu af deilum um lagningu Sundabrautar. 4.5.2006 16:26 Samþykkt að byggja hestaaðstöðu í Almannadal Borgarráð samþykkti í dag að úthluta hesthúsalóðum í Almannadal á Hólmsheiði til Hestamannafélagsins Fáks. Á þessu nýja svæði, sem er skammt austur af Rauðavatni, er gert ráð fyrir húsnæði fyrir allt að fjórtán hundruð hross. 4.5.2006 16:22 Vilja skýrari reglur um hljóðmengun Íbúasamtök Laugardalshverfa, Grafarvogs og Þriðja hverfis hafa farið þess á leit við borgarstjórn Reykjavíkur að settar verði reglur um mat á áhrifum framkvæmda á lífsgæði íbúa. 4.5.2006 15:11 Sakar stjórnarandstöðu um verðbólguna Stjórnarandstæðingar sökuðu stjórnarliða um að flýja af hólmi fyrir sveitarstjórnarkosningar og forðast að ræða efnahagsmál. Þingmaður Framsóknarflokksins svaraði með því að segja að stjórnarandstaðan hefði talað upp verðbólguna. 4.5.2006 15:06 Tíunda hvert barn misnotað fyrir 18 ára aldur Talið er að tíunda hvert barn á Íslandi verði fyrir einhverskonar kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Yfirstígum óttann, ráðstefna á vegum samtakanna Blátt áfram, fer fram í Kennaraháskóla Íslands í dag. 4.5.2006 14:52 Borgarstjóri kannar flutning Árbæjarsafns Borgarráð fól í dag Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, borgarstjóra, að kanna kosti og galla þess að flytja stóran hluta Árbæjarsafns út í Viðey. Sérstakur starfshópur á vegum borgarstjóra gerir úttekt á flutningunum. 4.5.2006 14:43 Bauhaus fær lóð við Vesturlandsveg Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag samning við þýsku byggingavöruverslunina Bauhaus um að hún fái lóð í svokölluðum Höllum við rætur Úlfarsfells austan Vesturlandsvegar. Greiðir Bauhaus um það bil 600 milljónir króna fyrir byggingarréttinn á lóðinni. 4.5.2006 14:16 Rafmagnslaust í Hafnarfirði Í Hafnarfirði hefur verið rafmagnslaust í nokkrum götum í nágrenni sundlaugar bæjarins frá því klukkan tvö í nótt. Starfsmaður Hitaveitu Suðurnesja, sem annast rafveitu Hafnarfjarðar, sagði ástæðuna fyrir rafmagnsleysinu vera bilun í spenni. Unnið væri að viðgerðum og búist væri við að rafmagn kæmist aftur á um klukkan fjögur í dag. 4.5.2006 13:54 Síðasti þingfundadagur fyrir kosningar Aðeins tvö frumvörp, og jafnvel bara eitt, verða að lögum frá Alþingi í dag, á síðasta þingfundadegi fyrir sveitarstjórnarkosningar. Þing kemur saman klukkan hálf tvö í dag og er það í síðasta sinn fyrir sveitarstjórnarkosningar í lok mánaðarins. 4.5.2006 13:00 Óttinn yfirstiginn Yfirstígum óttann, ráðstefna á vegum samtakanna Blátt áfram, fer fram í Kennaraháskóla Íslands í dag. Markmið ráðstefnunnar er að skoða hvað samfélagið getur gert til að fyrirbyggja kynferðislegt ofbeldi á börnum. Robert E. Longo er aðal fyrirlesari á ráðstefnunni. 4.5.2006 12:10 Færist undir samgönguráðuneytið Yfirtakan á rekstri Keflavíkurflugvallar undir stjórn utanríkisráðuneytisins er aðeins biðleikur þar til völlurinn verður færður undir samgönguráðuneytið. 4.5.2006 12:06 Átak gegn mænusótt í Nígeríu Fjölmörg íslensk fyrirtæki og einstaklingar koma að alheimsátaki gegn mænusótt sem Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, kynnti í morgun. Framlag Íslendinga mun veita 300 þúsund börnum í Nígeríu, bólusetningu gegn mænusótt. 4.5.2006 12:02 "Vændi er ekki íþrótt" Fulltrúar kvennahreyfingarinnar á Íslandi ætla að afhenda þýska sendiráðinu áskorun klukkan tvö í dag. Í fréttatilkynningu hreyfingarinnar segir að tilefnið sé það vændi og mansal sem talið er að verði fylgifiskur heimsmeistarakeppninnar í fótbolta en hún fer fram í Þýskalandi í sumar. Slagorð aðgerðanna verða "vændi er ekki íþrótt." Sömu áskorun á einnig að afhenda Knattspyrnusambandi Íslands klukkan þrjú. 4.5.2006 10:35 Þrír slösuðust í árekstri Þrír slösuðust í alvarlegu umferðarslysi á Snæfellsnessvegi á móts við Fíflholt í gær, þegar jeppi og fólksbíll skullu þar saman. Báðir ökumenn og farþegi úr jeppanum voru fluttir á Slysaldeild Landsspítalans, en eru ekki í lífshættu. 4.5.2006 09:15 Ekkert gos í grunnskólum Bandaríkjanna Nokkrir af stærstu drykkjarvöruframleiðendum í Bandaríkjunum hafa skrifað undir samkomulag um að kaloríuríkir drykkir verði framvegis teknir úr sölu í grunn- og miðskólum. Framvegis geta börnin því aðeins keypt ósykraðan ávaxtasafa, mjólk eða vatn í skólunum. Hitaeiningasnauðari gosdrykkir verða hins vegar leyfðir í framhaldsskólum. 4.5.2006 09:10 Síðustu þingfundir fyrir kosningar Alþingi kemur saman til fundar í dag í síðasta skipti fyrir sveitarstjórnarkosningar sem fara fram 27. maí. Þing kemur næst saman 30. maí. Allar líkur eru á að tvö frumvörp verði að lögum í dag. 4.5.2006 09:00 Vilja flytja Árbæjarsafn í Viðey Hugmyndir eru uppi um að flytja Árbæjarsafn út í Viðey og koma því fyrir í austurenda Viðeyjar þar sem byggð var í fyrri tíð. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag og hefur eftir Degi B. Eggertssyni, formanni skipulagsnefndar að honum þyki þetta spennandi hugmynd. 4.5.2006 08:45 Ráðherrar sviptir bílahlunnindum Ráðherrar í norsku ríkisstjórninni hafa verið sviptir þeim hlunnindum að mega velja sér einkabíla til afnota, fyrir utan ráðherrabílana með bílstjórum allan sólarhringinn. 4.5.2006 08:36 Sektir fyrir að hífa upp verð Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær frumvarp sem kveður á um háar sektir olíufélaga sem reyna að halda bensínverði háu. Frumvarpið verður þó ekki að lögum nema öldungadeild þingsins samþykki það líka. 4.5.2006 08:30 Fótbrotnaði í fótboltaleik Unglingsstúlka slasaðist í knattspyrnuleik í Ólafsvík í gærkvöldi og ákvað læknir að kalla eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar til að flytja hana á slysadeild Landsspítalans í Reykjavík. 4.5.2006 08:15 Varnarkerfið virkaði ekki Varnarkerfi vegna flóðbylgja virkuðu ekki sem skildi í gær þegar jarðskjálfti upp á tæpa átta varð í sunnanverðu Kyrrahafinu í gær. Flóðbylgjuviðvörun barst ekki til Toga sem er næst upptöku skjálftans. 4.5.2006 08:01 Óvenjulegur óróleiki Óvenjulegur óróleiki var á peningamarkaðnum hér á landi í gær þegar úrvalsvísitalan lækkaði um hátt í tvö prósent en krónan styrktist um leið um hátt í tvö prósent. 4.5.2006 07:58 Níu fórust við dómshús Í það minnsta níu manns létu lífið þegar bílsprengja sprakk við dómshús í Bagdad í morgun. Að sögn lögreglu særðust í það minnsta 46 manns í árásinni. Þá fundust í morgun lík tuttugu manna nærri Tikrit. Þeir höfðu verið ráðnir af dögum. 4.5.2006 07:44 Moussaoui í lífstíðarfangelsi Kviðdómendur í Virginíuríki í Bandaríkjunum dæmdu í kvöld Zacarias Moussaoui í lífstíðarfangelsi. Zacarias var kærður fyrir aðild að hryðjuverkaárásunum þann 11. september árið 2001. Saksóknarar höfðu krafist dauðarefsingar en fengu ekki sínu framgengt. Kvikdómendur íhuguðu málið í 40 klukkustundir áður en þeir komust að niðustöðu. 3.5.2006 21:59 Lykilatriði að auka upplýsingaflæði og gegnsæi Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og annar höfunda skýrslu um efnahagsstöðugleika á Íslandi, sem kynnt var í dag, segir lykilatriði fyrir íslenskt efnahagslíf að auka upplýsingaflæði og gegnsæi til þess að koma í veg fyrir óróa og hugsanlegan flótta fjárfesta frá landinu. Hann leggur einnig til ásamt meðhöfundi sínum, hagfræðingnum Frederic Mishkin, að Fjármálaeftirlitið verði sameinað Seðlabankanum og að húsnæðisverð verði tekið út úr neysluverðsvísitölu þegar ró verði komin á markaði. 3.5.2006 22:47 Kaþólikkar í Kína hunsa tilmæli Páfa Kaþólska kirkjan í Kína setti í dag annan biskupinn á þremur dögum inn í embætti án þess að leita samþykkis yfirvalda í Vatikaninu. Það að kaþólska kirkjan í Kína skuli ekki viðurkenna vald Vatikansins til að útnefna biskupa veldur töluverðri spennu í samskiptum Vatikansins við Kínverjana. 3.5.2006 22:16 Tekjuskattur á fyrirtæki einna lægstur hér á landi Ísland er áfram í hópi þeirra ríkja þar sem tekjuskattur fyrirtækja er einna lægstur samkvæmt nýrri könnun KPMG. Tekjuskattur fyrirtækja í Evrópu heldur áfram að lækka og er nú töluvert lægri að meðaltali en í Asíu og Suður-Ameríku. 3.5.2006 22:09 Ekkert gos í skólanum Nokkrir af stærstu drykkjarvöruframleiðendum í Bandaríkjunum hafa skrifað undir samkomulag um að kaloríuríkir gosdrykkir verði framvegis teknir úr sölu í grunn- og miðskólum. Framvegis geta börnin því aðeins keypt ósykraðan ávaxtasafa, mjólk eða vatn í skólunum. Hitaeiningasnauðari gosdrykkir verða hins vegar leyfðir í framhaldsskólum. 3.5.2006 22:04 Iceland spa & fitness á Eskifjörð Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur ákveðið að ganga til samninga við einkarekin heilsuræktarfyrirtæki um rekstur líkamsræktarstöðva á Eskifirði og á Norðfirði. Iceland spa & fitness, sem rekur Baðhúsið og Sporthúsið á höfuðborgarsvæðinu, leigir rekstur líkamsræktarstöðvar á Eskifirði, en fyrir rekur fyrirtækið Aflhúsið á Reyðarfirði. Fréttavefurinn austurland.is greinir frá þessu. 3.5.2006 21:41 Hjartalyf ÍE fær markaðsskráningu í Bandaríkjunum ef lokastig prófana er jákvætt Íslensk erfðagreining hefur náð samkomulagi við lyfjaeftirlit Bandaríkjanna um prófanir á nýju hjartalyfi fyrirtækisins sem gengur enn undir heitinu DG031. Samkomulagið felur í sér viðurkenningu lyfjaeftirlitsins á því að prófunarferill lyfsins fullnægi stöðlum eftirlitsins og það fái því markaðsskráningu ytra ef niðurstöður síðustu prófana eru jákvæðar. 3.5.2006 20:41 Tökum á og tökum til í Árborg Sveitarfélagið Árborg er nú að kynna tiltektarátak í sveitarfélaginu sem ber nafnið "tökum á - tökum til". Þar eru íbúar og lóðaeigendur hvattir til að láta sitt ekki eftir liggja heldur taka til hendinni til að fegra bæina á Selfossi, Eyrarbakka og á Stokkseyri, sem og sveitirnar í kring. Þetta kemur fram á fréttavefnum sudurland.is. 3.5.2006 20:31 Megum ekki ganga á náttúruhöfuðstólinn Íslendingar verða að gæta sín að ganga ekki um of á ósnortna náttúru landsins því hún á eftir að verða þeim ríkuleg auðlind þegar fram í sækir. Þetta segir dr Patrick Eagan, prófessor í umhverfisfræðum við háskólann í Wisconsin, sem hér er staddur í boði bandaríska sendiráðsins. 3.5.2006 19:28 Engin hætta á hagkerfishruni á íslandi Einn þekktasti hagfræðingur heims, Frederic S. Mishkin telur sáralitla hættu á hruni í íslensku hagkerfi. Í skýrslu sem hann vann ásamt Tryggva Herbertssyni frá Hagfræðistofnun fyrir Viðskiptaráð er meðal annars lagt til að eftirlit með fjármálastofnunum verði allt fært undir Seðlabankann 3.5.2006 19:23 Skemmtiferðaskipið Nordic Dream stendur í ljósum logum Skemmtiferðaskipið Nordic Dream stendur í ljósum logum utan við Ísafjarðardjúp, en á skipinu eru um eitt þúsund farþegar. Ekki er hér þó um raunverulegar atburð að ræða heldur æfingu. 3.5.2006 19:23 Hjólað í vinnuna Umhverfissvið Reykjavíkurborgar tekur þátt í heilsuátakinu „Hjólað í vinnuna" og hefur að því tilefni festi kaup á fjórum hjólum og hvatt starfsfólk til þess að nota hjól í styttri vinnuferðir innanbæjar.Með þessu vill Umhverfissvið sýna gott fordæmi og vonast til að starfsmenn Umhverfissviðs noti hjólin sem vinnutæki. 3.5.2006 19:21 Velferðarkerfi á villigötum Ríkið er stærsti bótaþegi lífeyris, segir Stefán Ólafsson prófessor enda fari allt að 85% til ríkisins vegna skerðingar bóta og skattlagningar. Á ráðstefnu um brotalöm í velferðarkerfinu í dag sögðu fulltrúar aldraðra og öryrkja að það þyrfti þverpólitíska þjóðarsátt um að afnema þá þjóðarskömm sem kjör þessara hópa væru. 3.5.2006 19:14 Þrýst á de Villepin að segja af sér Þrýst er á franska forsætisráðherrann að segja af sér vegna ásakana um að hann hafi látið rannsókn á meintum mútugreiðslum beinast sérstaklega að samráðherra sínum. 3.5.2006 19:00 Sjá næstu 50 fréttir
Krónan sterkari í dag Krónan styrktist um 2,5% í dag. Evran er því komin niður undir 90 krónurnar og dollarinn kominn nálægt 70 krónum á ný, en hann fór undir 60 krónur þegar lægst var í vetur. Svo virðist sem jákvæð skýrsla um fjármálastöðugleika sem kynnt var í gær hafi þessi áhrif á traust erlendra fjárfesta á íslenska markaðinum. Þetta kemur fram í hálffimmfréttum KBbanka. 4.5.2006 18:00
Óvissu um afdrif starfsmanna á Keflavíkurflugvelli aflétt Allir starfsmenn sem sagt hefur verið upp störfum á Keflavíkurflugvelli og heyra undir nýstofnaða Flugmálastjórn þar, geta fengið vinnu hjá hinni nýju stofnun. Geir h Haarde, utanríkisráðherra, segir stofnunina setta á laggirnar til bráðabyrgða en í framtíðinni muni starfsemin á Keflavíkurflugvelli heyra undir samgönguráðuneytið. 4.5.2006 17:47
Fasteignaskattar lækka í Árborg Bæjarstjórn Árborgar hefur ákveðið að lækka fasteignaskatta í sveitarfélaginu úr 0,37% í 0,30%. Þessi lækkun bætist ofan á lækkun sem ákveðin hafði verið í desember í fyrra. Samtals hafa fasteignaskattar því lækkað um 25% í Árborg. Fasteignaskattar hafa lækkað víða á suðvesturhorninu í kjölfar gífurlegrar hækkunar á fasteignaverði enda eru skattarnir reiknaðir út frá fasteignamati. 4.5.2006 17:35
Viðskiptabankarnir þola vel skell Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, segir að staða viðskiptabankanna sé það sterk að þeir þoli áföll. Hann segir þá hins vegar verða að hægja á vexti sínum. Seðlabankastjóri gagnrýnir bankastarfsemi ríkisins í gegnum íbúðalánasjóð og segir stöðuna á húsnæðismarkaðnum óviðunandi. 4.5.2006 17:32
Segir yfirvöld þurfa standa vörð um erlent launafólk Starfsgreinafélag Austurlands gagnrýnir yfirvöld harðlega fyrir slæleg vinnubrögð lögreglu og annarra opinberra aðila með eftirliti á kaupum og kjörum erlends launafólks. Félagið kærði fyrirtæki á Austurlandi í október fyrir að ráða erlenda verkamenn sem skráðir voru ferðamenn í landinu. 4.5.2006 17:31
Sterkur eftirskjálfti í Kyrrahafi Jarðskjálfti upp á sex á Richter varð nærri Tongaeyjum nú rétt fyrir stundu. Skjálftinn kemur degi eftir að jarðskjálfti reið yfir nærri eyjunni í Kyrrahafi í gær. Skjálftinn þá mældist 8,1 á Richter og var í fyrstu óttast að flóðbylgja gengi yfir nærliggjandi eyjar, Fídjí og Nýja-Sjáland. Var flóðbylgjuviðvörun þó dregin til baka og varð tjón lítið. Engar fréttir af tjóni hafa brosti vegna jarðskjálftans í dag. 4.5.2006 17:25
Dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir rán í apóteki Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í tólf mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa framið rán í Árbæjarapóteki vopnaður hnífi í febrúar á síðasta ári. Það kemur til þyngingar dómsins að maðurinn rauf skilorð þegar atburðurinn átti sér stað. 4.5.2006 17:13
Skoruðu á þýsk stjórnvöld og KSÍ vegna vændis tengdu HM Fulltrúar kvennahreyfingarinnar á Íslandi afhentu í dag Knattspyrnusambandi Íslands áskorun vegna þess vændis og mansals sem fylgja mun heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu í sumar. Það var formaður KSÍ sem tók við áskoruninni þar sem farið er fram á að sambandið mótmæli þeirri ofbeldisvæðingu sem felist í því að flytja tugþúsundir kvenna til Þýsklands frá Mið- og Austur-Evrópu til þess að stunda vændi á meðan HM fer fram. 4.5.2006 17:00
Vegagerð í þéttbýli hugsanlega alfarið til sveitarfélaganna Vegalög eru í endurskoðun með það fyrir augum að færa viðhald og nýbyggingu allra umferðarmannvirkja í þéttbýli alfarið yfir til sveitarfélaganna. Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, segir þetta gert í ljósi fenginnar reynslu af deilum um lagningu Sundabrautar. 4.5.2006 16:26
Samþykkt að byggja hestaaðstöðu í Almannadal Borgarráð samþykkti í dag að úthluta hesthúsalóðum í Almannadal á Hólmsheiði til Hestamannafélagsins Fáks. Á þessu nýja svæði, sem er skammt austur af Rauðavatni, er gert ráð fyrir húsnæði fyrir allt að fjórtán hundruð hross. 4.5.2006 16:22
Vilja skýrari reglur um hljóðmengun Íbúasamtök Laugardalshverfa, Grafarvogs og Þriðja hverfis hafa farið þess á leit við borgarstjórn Reykjavíkur að settar verði reglur um mat á áhrifum framkvæmda á lífsgæði íbúa. 4.5.2006 15:11
Sakar stjórnarandstöðu um verðbólguna Stjórnarandstæðingar sökuðu stjórnarliða um að flýja af hólmi fyrir sveitarstjórnarkosningar og forðast að ræða efnahagsmál. Þingmaður Framsóknarflokksins svaraði með því að segja að stjórnarandstaðan hefði talað upp verðbólguna. 4.5.2006 15:06
Tíunda hvert barn misnotað fyrir 18 ára aldur Talið er að tíunda hvert barn á Íslandi verði fyrir einhverskonar kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Yfirstígum óttann, ráðstefna á vegum samtakanna Blátt áfram, fer fram í Kennaraháskóla Íslands í dag. 4.5.2006 14:52
Borgarstjóri kannar flutning Árbæjarsafns Borgarráð fól í dag Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, borgarstjóra, að kanna kosti og galla þess að flytja stóran hluta Árbæjarsafns út í Viðey. Sérstakur starfshópur á vegum borgarstjóra gerir úttekt á flutningunum. 4.5.2006 14:43
Bauhaus fær lóð við Vesturlandsveg Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag samning við þýsku byggingavöruverslunina Bauhaus um að hún fái lóð í svokölluðum Höllum við rætur Úlfarsfells austan Vesturlandsvegar. Greiðir Bauhaus um það bil 600 milljónir króna fyrir byggingarréttinn á lóðinni. 4.5.2006 14:16
Rafmagnslaust í Hafnarfirði Í Hafnarfirði hefur verið rafmagnslaust í nokkrum götum í nágrenni sundlaugar bæjarins frá því klukkan tvö í nótt. Starfsmaður Hitaveitu Suðurnesja, sem annast rafveitu Hafnarfjarðar, sagði ástæðuna fyrir rafmagnsleysinu vera bilun í spenni. Unnið væri að viðgerðum og búist væri við að rafmagn kæmist aftur á um klukkan fjögur í dag. 4.5.2006 13:54
Síðasti þingfundadagur fyrir kosningar Aðeins tvö frumvörp, og jafnvel bara eitt, verða að lögum frá Alþingi í dag, á síðasta þingfundadegi fyrir sveitarstjórnarkosningar. Þing kemur saman klukkan hálf tvö í dag og er það í síðasta sinn fyrir sveitarstjórnarkosningar í lok mánaðarins. 4.5.2006 13:00
Óttinn yfirstiginn Yfirstígum óttann, ráðstefna á vegum samtakanna Blátt áfram, fer fram í Kennaraháskóla Íslands í dag. Markmið ráðstefnunnar er að skoða hvað samfélagið getur gert til að fyrirbyggja kynferðislegt ofbeldi á börnum. Robert E. Longo er aðal fyrirlesari á ráðstefnunni. 4.5.2006 12:10
Færist undir samgönguráðuneytið Yfirtakan á rekstri Keflavíkurflugvallar undir stjórn utanríkisráðuneytisins er aðeins biðleikur þar til völlurinn verður færður undir samgönguráðuneytið. 4.5.2006 12:06
Átak gegn mænusótt í Nígeríu Fjölmörg íslensk fyrirtæki og einstaklingar koma að alheimsátaki gegn mænusótt sem Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, kynnti í morgun. Framlag Íslendinga mun veita 300 þúsund börnum í Nígeríu, bólusetningu gegn mænusótt. 4.5.2006 12:02
"Vændi er ekki íþrótt" Fulltrúar kvennahreyfingarinnar á Íslandi ætla að afhenda þýska sendiráðinu áskorun klukkan tvö í dag. Í fréttatilkynningu hreyfingarinnar segir að tilefnið sé það vændi og mansal sem talið er að verði fylgifiskur heimsmeistarakeppninnar í fótbolta en hún fer fram í Þýskalandi í sumar. Slagorð aðgerðanna verða "vændi er ekki íþrótt." Sömu áskorun á einnig að afhenda Knattspyrnusambandi Íslands klukkan þrjú. 4.5.2006 10:35
Þrír slösuðust í árekstri Þrír slösuðust í alvarlegu umferðarslysi á Snæfellsnessvegi á móts við Fíflholt í gær, þegar jeppi og fólksbíll skullu þar saman. Báðir ökumenn og farþegi úr jeppanum voru fluttir á Slysaldeild Landsspítalans, en eru ekki í lífshættu. 4.5.2006 09:15
Ekkert gos í grunnskólum Bandaríkjanna Nokkrir af stærstu drykkjarvöruframleiðendum í Bandaríkjunum hafa skrifað undir samkomulag um að kaloríuríkir drykkir verði framvegis teknir úr sölu í grunn- og miðskólum. Framvegis geta börnin því aðeins keypt ósykraðan ávaxtasafa, mjólk eða vatn í skólunum. Hitaeiningasnauðari gosdrykkir verða hins vegar leyfðir í framhaldsskólum. 4.5.2006 09:10
Síðustu þingfundir fyrir kosningar Alþingi kemur saman til fundar í dag í síðasta skipti fyrir sveitarstjórnarkosningar sem fara fram 27. maí. Þing kemur næst saman 30. maí. Allar líkur eru á að tvö frumvörp verði að lögum í dag. 4.5.2006 09:00
Vilja flytja Árbæjarsafn í Viðey Hugmyndir eru uppi um að flytja Árbæjarsafn út í Viðey og koma því fyrir í austurenda Viðeyjar þar sem byggð var í fyrri tíð. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag og hefur eftir Degi B. Eggertssyni, formanni skipulagsnefndar að honum þyki þetta spennandi hugmynd. 4.5.2006 08:45
Ráðherrar sviptir bílahlunnindum Ráðherrar í norsku ríkisstjórninni hafa verið sviptir þeim hlunnindum að mega velja sér einkabíla til afnota, fyrir utan ráðherrabílana með bílstjórum allan sólarhringinn. 4.5.2006 08:36
Sektir fyrir að hífa upp verð Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær frumvarp sem kveður á um háar sektir olíufélaga sem reyna að halda bensínverði háu. Frumvarpið verður þó ekki að lögum nema öldungadeild þingsins samþykki það líka. 4.5.2006 08:30
Fótbrotnaði í fótboltaleik Unglingsstúlka slasaðist í knattspyrnuleik í Ólafsvík í gærkvöldi og ákvað læknir að kalla eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar til að flytja hana á slysadeild Landsspítalans í Reykjavík. 4.5.2006 08:15
Varnarkerfið virkaði ekki Varnarkerfi vegna flóðbylgja virkuðu ekki sem skildi í gær þegar jarðskjálfti upp á tæpa átta varð í sunnanverðu Kyrrahafinu í gær. Flóðbylgjuviðvörun barst ekki til Toga sem er næst upptöku skjálftans. 4.5.2006 08:01
Óvenjulegur óróleiki Óvenjulegur óróleiki var á peningamarkaðnum hér á landi í gær þegar úrvalsvísitalan lækkaði um hátt í tvö prósent en krónan styrktist um leið um hátt í tvö prósent. 4.5.2006 07:58
Níu fórust við dómshús Í það minnsta níu manns létu lífið þegar bílsprengja sprakk við dómshús í Bagdad í morgun. Að sögn lögreglu særðust í það minnsta 46 manns í árásinni. Þá fundust í morgun lík tuttugu manna nærri Tikrit. Þeir höfðu verið ráðnir af dögum. 4.5.2006 07:44
Moussaoui í lífstíðarfangelsi Kviðdómendur í Virginíuríki í Bandaríkjunum dæmdu í kvöld Zacarias Moussaoui í lífstíðarfangelsi. Zacarias var kærður fyrir aðild að hryðjuverkaárásunum þann 11. september árið 2001. Saksóknarar höfðu krafist dauðarefsingar en fengu ekki sínu framgengt. Kvikdómendur íhuguðu málið í 40 klukkustundir áður en þeir komust að niðustöðu. 3.5.2006 21:59
Lykilatriði að auka upplýsingaflæði og gegnsæi Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og annar höfunda skýrslu um efnahagsstöðugleika á Íslandi, sem kynnt var í dag, segir lykilatriði fyrir íslenskt efnahagslíf að auka upplýsingaflæði og gegnsæi til þess að koma í veg fyrir óróa og hugsanlegan flótta fjárfesta frá landinu. Hann leggur einnig til ásamt meðhöfundi sínum, hagfræðingnum Frederic Mishkin, að Fjármálaeftirlitið verði sameinað Seðlabankanum og að húsnæðisverð verði tekið út úr neysluverðsvísitölu þegar ró verði komin á markaði. 3.5.2006 22:47
Kaþólikkar í Kína hunsa tilmæli Páfa Kaþólska kirkjan í Kína setti í dag annan biskupinn á þremur dögum inn í embætti án þess að leita samþykkis yfirvalda í Vatikaninu. Það að kaþólska kirkjan í Kína skuli ekki viðurkenna vald Vatikansins til að útnefna biskupa veldur töluverðri spennu í samskiptum Vatikansins við Kínverjana. 3.5.2006 22:16
Tekjuskattur á fyrirtæki einna lægstur hér á landi Ísland er áfram í hópi þeirra ríkja þar sem tekjuskattur fyrirtækja er einna lægstur samkvæmt nýrri könnun KPMG. Tekjuskattur fyrirtækja í Evrópu heldur áfram að lækka og er nú töluvert lægri að meðaltali en í Asíu og Suður-Ameríku. 3.5.2006 22:09
Ekkert gos í skólanum Nokkrir af stærstu drykkjarvöruframleiðendum í Bandaríkjunum hafa skrifað undir samkomulag um að kaloríuríkir gosdrykkir verði framvegis teknir úr sölu í grunn- og miðskólum. Framvegis geta börnin því aðeins keypt ósykraðan ávaxtasafa, mjólk eða vatn í skólunum. Hitaeiningasnauðari gosdrykkir verða hins vegar leyfðir í framhaldsskólum. 3.5.2006 22:04
Iceland spa & fitness á Eskifjörð Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur ákveðið að ganga til samninga við einkarekin heilsuræktarfyrirtæki um rekstur líkamsræktarstöðva á Eskifirði og á Norðfirði. Iceland spa & fitness, sem rekur Baðhúsið og Sporthúsið á höfuðborgarsvæðinu, leigir rekstur líkamsræktarstöðvar á Eskifirði, en fyrir rekur fyrirtækið Aflhúsið á Reyðarfirði. Fréttavefurinn austurland.is greinir frá þessu. 3.5.2006 21:41
Hjartalyf ÍE fær markaðsskráningu í Bandaríkjunum ef lokastig prófana er jákvætt Íslensk erfðagreining hefur náð samkomulagi við lyfjaeftirlit Bandaríkjanna um prófanir á nýju hjartalyfi fyrirtækisins sem gengur enn undir heitinu DG031. Samkomulagið felur í sér viðurkenningu lyfjaeftirlitsins á því að prófunarferill lyfsins fullnægi stöðlum eftirlitsins og það fái því markaðsskráningu ytra ef niðurstöður síðustu prófana eru jákvæðar. 3.5.2006 20:41
Tökum á og tökum til í Árborg Sveitarfélagið Árborg er nú að kynna tiltektarátak í sveitarfélaginu sem ber nafnið "tökum á - tökum til". Þar eru íbúar og lóðaeigendur hvattir til að láta sitt ekki eftir liggja heldur taka til hendinni til að fegra bæina á Selfossi, Eyrarbakka og á Stokkseyri, sem og sveitirnar í kring. Þetta kemur fram á fréttavefnum sudurland.is. 3.5.2006 20:31
Megum ekki ganga á náttúruhöfuðstólinn Íslendingar verða að gæta sín að ganga ekki um of á ósnortna náttúru landsins því hún á eftir að verða þeim ríkuleg auðlind þegar fram í sækir. Þetta segir dr Patrick Eagan, prófessor í umhverfisfræðum við háskólann í Wisconsin, sem hér er staddur í boði bandaríska sendiráðsins. 3.5.2006 19:28
Engin hætta á hagkerfishruni á íslandi Einn þekktasti hagfræðingur heims, Frederic S. Mishkin telur sáralitla hættu á hruni í íslensku hagkerfi. Í skýrslu sem hann vann ásamt Tryggva Herbertssyni frá Hagfræðistofnun fyrir Viðskiptaráð er meðal annars lagt til að eftirlit með fjármálastofnunum verði allt fært undir Seðlabankann 3.5.2006 19:23
Skemmtiferðaskipið Nordic Dream stendur í ljósum logum Skemmtiferðaskipið Nordic Dream stendur í ljósum logum utan við Ísafjarðardjúp, en á skipinu eru um eitt þúsund farþegar. Ekki er hér þó um raunverulegar atburð að ræða heldur æfingu. 3.5.2006 19:23
Hjólað í vinnuna Umhverfissvið Reykjavíkurborgar tekur þátt í heilsuátakinu „Hjólað í vinnuna" og hefur að því tilefni festi kaup á fjórum hjólum og hvatt starfsfólk til þess að nota hjól í styttri vinnuferðir innanbæjar.Með þessu vill Umhverfissvið sýna gott fordæmi og vonast til að starfsmenn Umhverfissviðs noti hjólin sem vinnutæki. 3.5.2006 19:21
Velferðarkerfi á villigötum Ríkið er stærsti bótaþegi lífeyris, segir Stefán Ólafsson prófessor enda fari allt að 85% til ríkisins vegna skerðingar bóta og skattlagningar. Á ráðstefnu um brotalöm í velferðarkerfinu í dag sögðu fulltrúar aldraðra og öryrkja að það þyrfti þverpólitíska þjóðarsátt um að afnema þá þjóðarskömm sem kjör þessara hópa væru. 3.5.2006 19:14
Þrýst á de Villepin að segja af sér Þrýst er á franska forsætisráðherrann að segja af sér vegna ásakana um að hann hafi látið rannsókn á meintum mútugreiðslum beinast sérstaklega að samráðherra sínum. 3.5.2006 19:00