Fleiri fréttir

Þingfundum frestað á morgun til 30. maí

Þingfundum verður frestað á morgun en þing kemur saman aftur 30. maí og starfar þá í tvær vikur. Þetta var ákveðið í dag á fundi formanna þingflokka með forseta Alþingis.

Jarðskjálfti upp á 8,1 á Richter

Jarðskjálfti upp á 8,1 á richter varð á Tongasvæðinu austur af Ástralíu um klukkan hálf fimm. Ekki er enn ljóst hvort manntjón varð eða hverjar skemmdir vegna skjálftans séu. Gefin hefur verið út flóðbylgjuviðvörun fyrir Fijieyjar, Nýja Sjáland og Kyrrahafið.

Ríkisreknir háskólar úrelt rekstrarform

Runólfur Ágústsson, rektor á Bifröst, segir háskóla í Evrópu líða fyrir of mikil afskipti ríkis af rekstrinum. Þetta birtist í flótta vísindamanna og kennara vestur um haf til einkarekinna háskóla í Bandaríkjunum. Hann segir ríkisrekna háskóla úrelt rekstrarform sem ekki henti fyrir háskóla nútímans, sem séu fyrst og fremst alþjóðleg þekkingarfyrirtæki.

Heimildina var að finna í fjáraukalögum

Ríkisendurskoðandi segir að ekki megi draga þá ályktun að stjórnvöldum hafi verið óheimilt að ganga til samninga um byggingu og rekstur tónlistar- ráðstefnuhúss í Reykjavík. Þetta kemur fram í orðsendingu sem hann hefur sent Magnúsi Stefánssyni, formanni fjárlaganefndar um fjárheimildir og bókanir framlaga vegna byggingarinnar. Áður hafði komið fram í fréttum að ríkisendurskoðandi teldi meinbugi á því að gefa út heimild af slíkum toga án þess að samþykki Alþingis lægi fyrir. Bendir ríkisendurskoðandi á að heimild fyrir verkinu hefði legið fyrir í fjáraukalögum árið 2005 en láðst hefði að geta þess í greinargerð sem kynnt var á fundi fjárlaganefndar í morgunn.

Sala tækja frá Össuri jókst um 93%

Sala tækja frá Össuri jókst um 93% mælt í Bandaríkjadölum á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Alls nam salan 60 milljónum dala eða um 3,9 milljörðum króna. Jón Sigurðsson forstjóri fyrirtækisins segir í fréttatilkynningu sem fyrirtækið sendi nýverið frá sér að hann sé sáttur við niðurstöðurnar. Þær séu í efri mörkum þess sem stjórnendur gerðu ráð fyrir.

Stærsta ungmennamótið haldið hér

Alþjóðaleikar ungmenna verða haldnir í Reykjavík á næsta ári. Leikarnir eru fjölmennasta alþjóðlega íþróttamótið sem haldið er árlega. Ólympíuleikarnir sem við fáum að halda segir formaður undirbúningsnefndar.

Dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir að sýna stúlkum klámmynd

Karlmaður á fertugsaldri var í gær dæmdur fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í skilorðsbundið fangelsi fyrir blygðunarsemisbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa sýnt dætrum fyrrum sambýliskonu sinnar klámmynd. Maðurinn var þó sýknaður af ákærum þess efnis að hann hefði haft munnmök við stúlkunar og látið þær hafa munnmök við sig.

Bílskúrsbönd Íslands sameinist!

Þær íslensku hljómsveitir sem hafa áhuga á að spila á Icelandic Airwaves í haust geta nú farið að senda inn umsóknir til stjórnenda hátíðarinnar. Allir sem gítarnögl geta valdið eru hvattir til að láta vita af sér, bæði nýliðar sem reynslumeiri rokkarar. Umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu hátíðarinnar www.icelandairwaves.com.

Dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisafbrot

Tæplega þrítugur karlmaður var dæmdur í þriggja og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir gróf kynferðisafbrot gegn stjúpdóttur sinni og vinkonu hennar. Karlmaðurinn, sem er eþíópískur ríkisborgari, var giftur móður annarrar stúlkunnar um fjögurra ára skeið.

Skipsflak finnst á botni Arnarfjarðar

Skipsflak fannst á botni Arnarfjarðar fyrir helgina þegar verið var að mynda veiðarfæri í sjó með neðansjávarmyndavél um borð í Árna Friðrikssyni RE-200. Á Fréttavef Bæjarins besta kemur fram að talið sé að skipsflakið sé í minna lagi og hafi legið lengi á botni fjarðarins. Ekki var vitað um flak á þessum slóðum en getgátur eru um að flakið sé af seglskútunni Gyðu BA sem fórst með allri áhöfn í tíunda apríl árið 1910.

Segir Alþingi verði að samþykkja sérstakt frumvarp

Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, telur að skuldbindingar þriggja ráðherra vegna fyrirhugaðs tónlistarhúss við Reykjavíkurhöfn hafi ekkert gildi fyrr en Alþingi hefur samþykkt sérstakt frumvarp þar um.

Falsaðir peningaseðlar í umferð á Akranesi

Falsaðir fimm hundruð króna seðlar eru í umferð á Akranesi og leggur lögreglan mikla áherslu á að finna falsarann. Tveir falsaðir seðlar hafa komið fram í útibúi KB bankann og þrír fundust við uppgjör eftir dansleik. Að sögn lögreglu eru seðlarnir ekki vandaðir, þegar betur er að gáð.

Gæti kostað sex milljarða í fyrstu

Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli getur kostað hátt í sex milljarða króna fyrsta árið eftir að Íslendingar taka við rekstri þess. Rekstur flugvallarins kostar um 1.400 milljónir króna á ári og stofnkostnaður gæti hlaupið á milljörðum.

Fjölmargir fara á mis við vaxtabætur

Fjölmargar fjölskyldur, sem eiga von á umtalsverðum vaxtabótum eins og í fyrra, og miða jafnvel einhverjar greiðslur við það, fá ekki krónu þegar álagningarseðlarnir berast í sumar.

Hundaólar sem gefa rafstuð

Hægt er að gefa hundum rafstuð með þar til gerðum hálsólum sem verslun í Reykjavík hefur til sölu. Löglegt er að flytja ólarnar inn og selja, en ekki að nota þær.

Atvinna, fjölskyldu- og skipulagsmál í forgrunni

L-listinn, listi fólksins sem býður fram í 3. sinn í sveitarstjórnarkosningunum 27. maí næstkomandi kynnti stefnuskrá sína í morgun undir yfirskriftinni "Afl fyrir Akureyri til 2010". Þar er áherslan meðal annars lögð á fjölskylduvænni bæ, eflingu skóla, fría leikskóla og almenningssamgöngur og þá vill L-listinn að bæjarstjóri Akureyrar verði ráðinn á faglegum forsendum.

Þórólfur Árnason ráðinn forstjóri Skýrr hf.

Þórólfur Árnason, fyrrverandi borgarstjóri hefur verið ráðinn í starf forstjóra Skýrr hf. Þórólfur er vélaverkfræðingur frá Háskóla Íslands og lauk framhaldsnámi í iðnaðar- og rekstrarverkfræði frá Danmarks Tekniske Højskole í Kaupmannahöfn. Þórólfur hefur víðtæka reynslu af markaðsmálum og stjórnun.

Aðildarviðræðum ESB við Serbíu frestað

Evrópusambandið hefur slegið aðildarviðræðum við Serbíu á frest. Ástæðan er sú að Serbar hafa enn ekki handtekið og framselt Radko Mladic, sem er ákærður fyrir stríðsglæpi í Bosníustríðinu.

Mörg fíkniefnamál í Borgarnesi

Alls hafa sautján fíknefnamál komið upp hjá lögreglunni í Borgarnesi frá áramótum. Um nokkuð mikið magn fíkniefna er að ræða.

Einkaneysla dregst saman

Fjármálaráðuneytið gerir í nýrri spá sinni, ráð fyrir minni aukningu einkaneyslu í ár og á næsta ári, en ráðuneytið spáði í janúar. Aukningin í ár verður um það bil 3%, en var hátt í 13% í fyrra.

Skilar álitsgerð um tónlistarhúsið í dag

Ríkisendurskoðandi skilar í dag fjárlaganefnd Alþingis álitsgerð um heimild fjármálaráðherra til að greiða umsaminn hlut ríkisins í tónlistarhúsinu, sem á að rísa við Reykjavíkurhöfn, og mun þar véfengja heimild stjórnvalda til framkvæmdanna, að því er Fréttablaðið telur sig hafa heimildir fyrir.

Sjóránum fjölgar

Sjóránum fjölgaði lítillega fyrstu þrjá mánuði ársins miðað við fyrsta ársfjórðung síðasta árs. Höfin nærri Sómalíu, Nígeríu og Indónesíu eru sérstaklega viðsjárverð fyrir haffarendur. Nú ber hins vegar svo við að engin sjórán voru reynd á Malakkasundi en þar hefur löngum verið mikið um sjórán.

Talið að allir farþegar hafi farist

Björgunarmenn hafa gefið upp alla von um að finna nokkurn á lífi eftir að armensk farþegaflugvél hrapaði í Svartahafið sex sjómílur undan strönd Rússlands. 113 manns voru í borðinu og fullvíst þykir að þeir séu allir látnir. Kafarar leita nú að líkamsleifum þeirra sem voru um borð. 26 lík hafa þegar fundist.

Leita peningafalsara á Akranesi

Falsaðir fimm hundruð króna seðlar eru í umferð á Akranesi og leggur lögreglan mikla áherslu á að finna falsarann. Tveir falsaðir seðlar hafa komið fram í útibúi KB banka og þrír fundust við uppgjör eftir dansleik.

Herinn settur í viðbragðsstöðu

Lögreglumenn tóku sér stöðu við 56 gasfyrirtæki og starfsstöðvar þeirra í Bólivíu í gær, degi eftir ríkisstjórn Evos Moralesar forseta tilkynnti að gasiðnaður landsins yrði þjóðnýttur. Morales tilkynnti svo í gær að stjórnvöld myndu auka ítök sín í námurekstri, skógarhöggi og á fleiri sviðum atvinnulífsins.

Umhverfismat seinkar ekki gangagerð

Íbúasamtök Laugardalshverfa og Grafarvogs segja það misskilning að framkvæmdir á Sundabraut muni tefjast vegna umhverfismats á jarðgöngum.

Þúsundir missa allar vaxtabætur sínar

Margir eiga eftir að fá óvæntan fjárhagslegan skell þegar álagningarseðlarnir berast í sumar, því þúsundir heimila munu missa allar vaxtabætur vegna hækkunar húsnæðisverðs. Þetta kom fram í máli Atla Gíslasonar þingmanns Vinstri grænna á Alþingi í gær.

Bora göng til fastra námumanna

Björgunarmenn í Tasmaníu freista þess nú að bjarga tveimur mönnum sem hafa verið fastir niðri í gullnámu í átta daga. Stórum bor hefur verið komið fyrir ofan námunnar og er ætlunin að bora göng niður til mannanna sem eru fastir á kílómetra dýpi.

Hálfur annar milljarður í slökkviliðið

Það kostar ríkissjóð tæpan einn og hálfan milljarð króna að yfirtaka rekstur slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í umsögn fjármálaráðuneytisins um flutning slökkviliðsins undir flugvallarstjórann á Keflavíkurflugvelli.

Heimsækir keppnislöndin

Silvía Night heldur af landi brott í dag til að kynna Euro­vision-lagið sitt, Congratulations. "Þegar fólk vissi að ég ætlaði að keppa í Eurovision varð það svo yfirfullt af eftirvæntingu. Það getur ekki beðið svo ég ákvað að fara út og minnka spennuna svolítið," sagði Silvía fyrir ferðina í gær.

113 fórust í flugslysi

113 manns létust þegar armensk farþegaflugvél brotlenti í Svartahafinu í nótt. Flugvélin var frá armenska flugfélaginu Armavia Airlines og var á leið frá Yerevan til Schoci í Rússlandi.

Í-listinn fengi hreinan meirihluta

Í-listinn, sameiginlegt framboð Samfylkingarinnar, Vinstri - grænna, Frjálslyndra og óháðra á Ísafirði, næði hreinum meirihluta í bæjarstjórn ef kosið yrði nú. Þetta kemur í ljós í nýrri könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir NFS. Átta ára valdatíð sjálfstæðismanna og framsóknarmanna virðist á enda samkvæmt þessu.

Höft festu starfsmannaleigur í sessi

Takmarkanir á frjálsu flæði vinnuafls frá nýjum EES-ríkjum síðustu 2 ár hafa fest starfsmannaleigur í sessi segja Samtök atvinnulífsins.

Verðtrygging er lífeyriskerfinu nauðsyn

Lífeyriskerfið færi á haus ef verðtryggingin yrði afnumin segir Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Skiptar skoðanir eru um málið innan verkalýðshreyfingarinnar.

Íslensk stjórnvöld ættu að skammast sín

Íslensk stjórnvöld ættu að sjá sig um hönd, jafnvel skammast sín fyrir hvernig staðið hefur verið að framkvæmdum við álverið á Reyðarfirði. Þetta segir Hjörleifur Guttormsson sem gagnrýnir harðlega frummatsskýrslu Alcoa um umhverfisáhrif frá álverinu og framgang stjórnvalda í þeim efnum.

Krefjast þess að verðhækkanir verði dregnar til baka

Neytendasamtökin hafa sent stórri ferðaskrifstofu bréf þar sem þau krefjast þess að ákvörðun þeirra um verðhækkun á pakkaferðum skrifstofunnar verði dregin til baka. Á heimasíðu Neytendasamtakanna segja samtökin að ferðaskrifstofan hafi sent mörgum neytendum sem greitt hafa svonefnt staðfestingagjald bréf þar sem þeim er tilkynnt um að verð ferðanna hafi verið hækkað eða verði hækkað vegna gengisbreytinga að undanförnu.

Jarðgöng þurfa ekki í umhverfismat á ný

Íbúasamtök Laugardalshverfa og Grafarvogs segja það misskilning að framkvæmdir á Sundabraut muni tefjast vegna umhverfismats á jarðgöngum. Þeim kosti hafi þegar verið gerð skil í umhverfismati og því þyrfti einungis að endurskoða niðurstöður þess umhverfismats út frá nýjum hugmyndum en óþarfi sé að meta gangakostinn upp á nýtt.

Þingfundur stendur enn

Þingfundur stendur enn á Alþingi en hann hófst í dag laust eftir hádegi. Verið er að ræða breytingar á lögum um almannatryggingar vegna uppsagnar sjálfstætt starfandi sérfræðinga í hjartalækningum á samningi við ríkið.

Sumarbústöðum fjölgar um ríflega þriðjung á átta árum

Sumarbústöðum í landinu hefur fjölgað um rúman þriðjung í landinu frá árinu 1997. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Í tölum frá Fasteignamati ríkisins kemur í ljós að 7617 sumarbústaðir voru í landinu árið 1997.

Hungur er hlutskipti 146 milljóna barna

Heimsbyggðin hefur brugðist börnum jarðar með því að tryggja þeim ekki nægan mat, segir í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. 146 milljónir barna um víða veröld búa við sult og seyru.

Þjóðsögur og þulur hjá Nemendaleikhúsinu

Þjóðsögur og þulur eru í aðalhlutverki í sýningu Nemendaleikhúss Listaháskóla Íslands sem sett er upp á Litla sviði Þjóðleikhússins. Í sýningunni er drepið á frægum þjóðsögum eins og Nú skyldi ég hlæja ef ég væri ekki dauður, sem er einnig titill sýningarinnar. Auk þess bregður fyrir þeim Gilitrutt, Bakkabræðrum, púkanum og fjósamanninum og Búkollu, svo nokkur séu nefnd.

Stúdentar ekki sáttir við orð Runólfs á Bifröst

Stúdentaráð Háskóla Íslands og Félag Stúdenta við Háskólann á Akureyri mótmæla orðum Runólfs Ágústssonar, rektors á Bifröst og segja skólagjöld hvorki forsendu né skilyrði fyrir því að háskólar nái í fremstu röð.

Bandaríkjamenn heimta refsiaðgerðir

Bandaríkjamenn segjast fullvissir um að sátt náist í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um að beita Írana refsiaðgerðum. Fulltrúar sex af voldugustu ríkjum heims ræddu stöðuna í kjarnorkudeilunni í París í dag.

Sjá næstu 50 fréttir