Erlent

Sterkur eftirskjálfti í Kyrrahafi

Jarðskjálfti upp á sex á Richter varð nærri Tongaeyjum nú rétt fyrir stundu. Skjálftinn kemur degi eftir að jarðskjálfti reið yfir nærri eyjunni í Kyrrahafi í gær. Skjálftinn þá mældist 8,1 á Richter og var í fyrstu óttast að flóðbylgja gengi yfir nærliggjandi eyjar, Fídjí og Nýja-Sjáland. Var flóðbylgjuviðvörun þó dregin til baka og varð tjón lítið. Engar fréttir af tjóni hafa brosti vegna jarðskjálftans í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×