Erlent

Moussaoui í lífstíðarfangelsi

MYND/AP
Kviðdómendur í Virginíuríki í Bandaríkjunum dæmdu í kvöld Zacarias Moussaoui í lífstíðarfangelsi. Zacarias var kærður fyrir aðild að hryðjuverkaárásunum þann 11. september árið 2001. Saksóknarar höfðu krafist dauðarefsingar en fengu ekki sínu framgengt. Kvikdómendur íhuguðu málið í 40 klukkustundir áður en þeir komust að niðustöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×