Fleiri fréttir Nautakjöt frá Argentínu sagt ósýkt Samtök verslunar og þjónustu hafa fengið svar við fyrirspurn sinni um heilbrigðisástand nautgripa í Argentínu. Samkvæmt Alþjóðadýraheilbrigðisstofnuninni er nautakjöt þaðan í lagi. Formaður samtakanna gagnrýnir landbúnaðarráðherra fyrir að banna innflutning. </font /></b /> 22.8.2005 00:01 Umsóknir eldra fólks streyma inn Yfir 60 atvinnuumsóknir hafa borist til Húsasmiðjunnar eftir að fyrirtækið auglýsti eftir eldra fólki með áralanga reynslu úr öllum greinum atvinnulífsins til starfa. 22.8.2005 00:01 Tungl í ljóni gefur lit Áhrifa fulls tungl á föstudag gætti enn á laugardag, segir Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur. Fólk verður oft ergilegra daginn eftir fullt tungl, þegar vaxtarkrafturinn minnkar. 22.8.2005 00:01 Hefur störf í vetur Sigrún Stefánsdóttir, sem ráðin var dagskrárstjóri Rásar 2 og forstöðumaður svæðisstöðva Ríkisútvarpsins, tekur ekki til starfa fyrr en í fyrsta lagi 1. nóvember. Hún mun þó hefja störf fyrir áramót 22.8.2005 00:01 Réttarhöldum frestað Héraðsréttur í Boksburg frestaði í gær máli yfir parinu sem grunað er um að hafa myrt Gísla Þorkelsson í Suður-Afríku. Þau Willie Theron 28 ára og Desiree Oberholzer 43 ára eiga að mæta aftur fyrir rétti 5. september. 22.8.2005 00:01 Vildu selja ungling fyrir krakk Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur komið upp um par í Ohio-ríki sem ætlaði að selja 15 ára stúlku í skiptum fyrir pakka af krakki. Nota átti stúlkuna í vændi. 22.8.2005 00:01 Hollenska hænsnfugla undir þak Yfirvöld í Hollandi ætla að leggja bann við því að bændur hafi hænsnfugla sína utandyra í því skyni að sporna gegn útbreiðslu á fuglaflensu. 22.8.2005 00:01 Millilandaflug hefst til Basra Flugvél frá útlöndum lenti í fyrsta skipti í fimmtán ár í Basra, nærststærstu borg Íraks, í gær en þá komst millilandaflug á að nýju eftir langt hlé, við mikinn fögnuð heimamanna, að því er AP-fréttastofan skýrir frá. 22.8.2005 00:01 Varafréttastjóri TV 2 segir af sér Varafréttstjóri sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 í Danmörku hefur sagt starfi sínu lausu, eftir að hún hleypti í gegn fréttapistli um innflytjendagengi, sem ekki var fótur fyrir. 22.8.2005 00:01 Saklausir fá engar bætur Fangar í Bandaríkjunum sem hafa ranglega verið dæmdir fyrir glæpi sem þeir frömdu ekki eiga í miklum erfiðleikum með að sækja bætur frá ríkinu. 22.8.2005 00:01 Fyrsti gifti prestur Spánar Kaþólski biskupinn á spænsku eyjunni Teneríf á Kanaríeyjum hefur skipað giftan, tveggja barna föður í embætti prests á eyjunni. 22.8.2005 00:01 100 þúsund manna borg í hættu Þúsundir slökkviliðsmanna og enn fleiri íbúar Portúgal unnu hörðum höndum við að ráða niðurlögum skógarelda sem geisa víða um landið. Hundrað þúsund manna borg er í hættu og ríkisstjórnin hefur beðið nágrannaþjóðir um hjálp. </font /></b /> 22.8.2005 00:01 Vélina skorti eldsneyti Fall á loftþrýstingi og eldsneytisskortur varð til þess að kýpverska flugvélin, sem hrapaði norður af Aþenu í Grikklandi fyrr í mánuðinum þegar 121 farþegar og áhöfn létust, missti afl. 22.8.2005 00:01 Brasilíumenn yfirheyra nefnd Tveir háttsettir brasilískir embættismenn komu til Lundúna í gær til að yfirheyra rannsóknarnefndina sem rannsakar drápið á Jean Charles de Menezes. 22.8.2005 00:01 Drengur tekinn með loftbyssu Lögreglan á Selfossi hafði afskipti af dreng í Þorlákshöfn sem hafði verið að skjóta úr loftbyssu á skylti og ljósastaura.<span style="mso-spacerun: yes"> </span>Ekki hafði orðið neitt tjón af.<span style="mso-spacerun: yes"> </span>Lögreglan skorar á foreldra barna að fylgjast vel með hvort börn þeirra hafi undir höndum loftbyssur og ef svo er að taka þær úr umferð og koma með því í veg fyrir slys sem annars gætu orðið ef slík leikföng eru í notkun innan um börn og unglinga. 22.8.2005 00:01 Sex hundruð börn á biðlista Sex hundruð börn eru á biðlista eftir plássi á frístundaheimilum grunnskóla Reykjavíkurborgar vegna manneklu. Um níutíu starfsmenn á frístundaheimilunum, en starfrækt eru 32 frístundaheimili við jafnmarga grunnskóla í borginni. 22.8.2005 00:01 Brasilísk stjórnvöld vilja svör Ian Blair kveðst nú ekki hafa vitað að brasilíumaðurinn Jean Charles De Menezes hefði verið blásaklaus fyrr en sólarhring eftir að hann var skotinn á neðanjarðarlestarstöð í misgripum fyrir hryðjuverkamann. 22.8.2005 00:01 Farfuglar smitleið fuglaflensu Rússneskir farfuglar frá Síberíu þar sem fuglaflensa geisar munu verða á vegi íslenskra farfugla í vetur. Allar líkur eru á að flensan berist í kjölfarið hingað til lands í vor. 22.8.2005 00:01 Tekist á um stjórnarskrá Borgarastríð blasir við þvingi Sjítar og Kúrdar sína útgáfu af írakskri stjórnarskrá í gegnum þingið, þvert á vilja Súnníta. 22.8.2005 00:01 Vill helst komast til Íslands Yfirvöld í Texas-ríki í Bandaríkjunum hafa gefið Aroni Pálma Ágústssyni, sem hefur verið í stofufangelsi síðustu ár, heimild til skólagöngu. Ríkisstjóraembættið í Texas hefur enn ekki svarað beiðnum stuðningsmannahóps Arons um heimfararleyfi til Íslands, en sex vikur eru frá því að svörum var lofað. Aron Pálmi fékk fyrir helgi margumbeðna heimild til að stunda nám við háskóla í Texas. 22.8.2005 00:01 Kjöt flutt inn frá nýsýktum svæðum Um níutíu tonn af nautakjöti hafa verið flutt til Íslands frá ársbyrjun 2004, frá sjö löndum. Stór hluti kjötsins kemur frá löndum þar sem gin- og klaufaveikifaraldur hefur komið upp á síðustu árum. 22.8.2005 00:01 Styrkir frá ESB Þrjú íslensk verkefni fá samtals um 80 milljónir í styrk frá Leonardo Da Vinci-starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins. Sjö íslenskir aðilar sóttu um. Þeir sem fá styrkina eru Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Verslunarmannafélag Reykjavíkur. 22.8.2005 00:01 Íbúðaverð hækkar enn Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkar enn þótt veltan sé minni en undanfarið. Alls hækkaði verðið um 3,4 prósent í júlí. Þetta kemur fram í morgunkornum Íslandsbanka í gær. Einbýlishús og raðhús hækkuðu mest, eða um 3,9 prósent. 22.8.2005 00:01 Ósamið við Gæslukonur Ekki hafa enn verið gerðir starfslokasamningar við gæslukonur borgarinnar. Þær hafa nú farið fram á sambærileg réttindi og þau sem starfsmönnum Vélamiðstöðvarinnar voru tryggð við sölu hennar frá borginni á dögunum, en missi þeir störf sín vegna hagræðingar eiga þeir rétt á launum í þrjá mánuði umfram það sem kjarasamningar kveða á um. 22.8.2005 00:01 Róttækar björgunaraðgerðir Árekstrar mannskepnunnar og tignarlegra kattardýra valda því að bengal-tígrisdýrin eru í útrýmingarhættu. Grípa á til róttækra aðgerða til að sporna við þessari þróun. 22.8.2005 00:01 Fjórðungur fræðimanna óvirkur Fjórðungur fræðimanna í fullu starfi við Háskóla Íslands eru nánast óvirkir í rannsóknum. Þetta kemur fram í úttekt um gæði rannsókna við skólann. Launakerfi fræðimanna er afkastahvetjandi og þeir hafa skyldu til að verja 43 prósentum af tíma sínum til rannsókna en engar lágmarkskröfur eru gerðar um árangur. 22.8.2005 00:01 Litríkt grænmeti Fjólublátt grænmeti gæti vafalaust vakið lukku yngri sem eldri neytenda en það er meðal nýjunga sem íslenskir garðyrkjubændur bjóða upp á í ár. 22.8.2005 00:01 Annarleg ástand tefur yfirheyrslu Lögreglan í Reykjavík vill ekkert segja til um hvort maðurinn sem grunaður er um morð á tvítugum manni í heimahúsi við Hverfisgötu í Reykjavík um helgina hafi játað verknaðinn. Hinn grunaði var úrskurðaður í tíu daga gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjavíkur á laugardag og ætlar ekki að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. 22.8.2005 00:01 Sáu tilræðismann á myndavél Átján ára piltur, sem stunginn var tvívegis í bakið aðfaranótt sunnudags í miðbæ Reykjavíkur, er á batavegi. Hann var fluttur af gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi á Landspítalann við Hringbraut og segir vakthafandi hjúkrunarfræðingur á hjarta- og lungnaskurðdeild að batalíkur séu góðar og allt stefni í að hann muni útskrifast eftir nokkra daga. 22.8.2005 00:01 F-listinn vill Löngusker "Við teljum að það sé hagsmunamál jafnt fyrir landsbyggðina og höfuðborgarsvæðið að það sé flugvöllur á höfuðborgarsvæðinu og við erum því alfarið á móti því að flytja hann til Keflavíkur," segir Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans um framtíð Reykjavíkurflugvallar.Honum finnst koma til greina að byggja nýjan flugvöll á landfyllingu á Lönguskerjum. 22.8.2005 00:01 Engin aðför gegn Vilhjálmi Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, fullyrðir að valdamiklir menn geri harða atlögu að Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni oddvita sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Atlögu sem beinist að því að koma ungum sjónvarpsmanni fram fyrir Vilhjálm. Sjónvarpsmaðurinn ungi, Gísli Marteinn Baldursson, segir þetta alrangt. 22.8.2005 00:01 Fullkominn staður til rannsókna Háskóli Íslands hefur um árabil, ásamt Flugmálastjórn Íslands, haft frumkvæði að rannsóknum á flugumferðarstjórnun og meðal annars þróað hugbúnað fyrir hermi, sem nýtist við ýmis konar prófanir. 22.8.2005 00:01 Vill auka samvinnu þjóðanna Vakslav Klaus, forseti Tékklands, segir Ísland og Tékkland eiga margt sameiginlegt og vonast til að efnahagsleg og pólitísk samskipti ríkjanna verði aukin í framtíðinni. Opinber heimsókn hans hingað til lands hófst í dag. 22.8.2005 00:01 Fornleifar á Hólum í Hjaltadal Gullþræðir, perlur, steinar úr plómum og hvalspæni er meðal þess sem hefur fundist í fornleifauppgreftri á Hólum í Hjaltadal. Uppgreftrinum í ár er lokið en við tekur viðamikil rannsóknarvinna. 22.8.2005 00:01 Akstursbann ekki komið í gildi Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætó bs., segir trúlega ekki enn hægt að beita ökumenn viðurlögum sem stelast til að aka eftir nýjum akreinum sérmerktum Strætó í Reykjavík. "En það gerist um leið og lögreglan er búin að auglýsa þetta," segir hann og telur þá úrvinnslu hljóta að vera á næsta leiti, enda allt annað til reiðu. 22.8.2005 00:01 Forsetinn kynnti sér orkusöguna Václav Klaus, forseti Tékklands, byrjar daginn í dag á því að funda með Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra áður en haldið verður til Nesjavallavirkjunar og Þingvalla klukkan tíu.Opinber heimsókn Klaus og eiginkonu hans, frú Liviu Klausová, hófst í gærmorgun með hátíðlegri athöfn á Bessastöðum. 22.8.2005 00:01 Óttast um framtíð líknardeildar Stjórn íbúasamtaka Vesturbæjar Kópavogs vill meiri umræður um fyrirhugaðar breytingar á skipulagi íbúabyggðar á Kársnesi og á Kópavogstúni. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út á morgun. Bærinn segir vel staðið að kynningu. 22.8.2005 00:01 Bannað að flytja inn frá Taílandi Umhverfisráðuneytið hefur tímabundið bannað innflutning á ákveðnum tegundum fersks og frosin grænmetis frá Taílandi. Um er að ræða nokkrar ferskar kryddjurtir, bananalauf, bambuslauf, rætur og aspas. Ákvörðunin kemur í kjölfar salmonellumengunar í vörunum. 22.8.2005 00:01 Missti stjórn á blautum vegi Mildi þykir að fólk slapp lítið meitt eftir harðan árekstur fólksbíls og jeppa á Reykjanesbraut nokkru fyrir klukkan þrjú í gær. Fólksbifreiðin fór nánast í tvennt við áreksturinn. Bílnum ók ung kona og í aftursæti var þriggja mánaða gamalt barn. 22.8.2005 00:01 Stjórnarskrárdrög lögð fram í Írak Drög að nýrri stjórnarskrá Íraks voru kynnt íraska þinginu í gær, þrátt fyrir mótmæli minnihluta súnnía. "Við höfnum stjórnarskrárdrögunum sem lögð voru fram því samþykki okkar vantaði," sagði Nasser al-Janabi, fulltrúi súnnía. 22.8.2005 00:01 Brottflutning lokið á Gaza Brottflutningi landnema gyðinga á Gaza lauk í gær, en Ísraelsher mætti ekki andstöðu þegar farið var inn í Netzarim, síðustu landnemabyggðina, síðdegis í gær. 22.8.2005 00:01 Fundarboð í Garðasókn Sóknarnefndar Garðasóknar hefur samþykkt einróma að boða til aðalsafnaðarfundar Garðasóknar þriðjudaginn 30. ágúst í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli. 22.8.2005 00:01 Vopnaburður hefur aukist í borginn Tvö stóralvarleg hnífstungumál komu upp um helgina. Á laugardagsmorgun var ungur maður myrtur í íbúðarhúsi við Hverfisgötu en fyrir snarræði lögreglumanna hélt maður sem stunginn var í bakið miðbænum lífi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni færist það í aukana að menn séu handteknir með eggvopn. 22.8.2005 00:01 Stunginn tvisvar í bakið í bænum Maður um tvítugt var stunginn tveimur stungum með hnífi í bakið í nótt og var hann fluttur á slysadeild þar sem hann gekkst undir aðgerð. Maðurinn er ekki talinn í lífshættu en talið er að önnur hnífsstungan hafi lent á lunganu sem féll saman. Árásarmaðurinn var handtekinn stuttu síðar og fannst hann með hjálp vitna og eftirlitsmyndavéla í miðbænum. 21.8.2005 00:01 Neitar að hafa vitað af sakleysi Ian Blair, lögreglustjóri Lundúna, neitar því að hafa vitað að Brasilíumaðurinn sem lögreglan skaut til bana á neðanjarðarlestarstöð fyrir mánuði, hafi verið saklaus, fyrr en sólarhring síðar. Fjölskylda hins látna krefst þess að lögreglustjórinn segi af sér, það geti hreinlega ekki verið að lögreglustjórinn hafi gefið opinberar yfirlýsingar um málið án þess að vera kunnugt um staðreyndir. 21.8.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Nautakjöt frá Argentínu sagt ósýkt Samtök verslunar og þjónustu hafa fengið svar við fyrirspurn sinni um heilbrigðisástand nautgripa í Argentínu. Samkvæmt Alþjóðadýraheilbrigðisstofnuninni er nautakjöt þaðan í lagi. Formaður samtakanna gagnrýnir landbúnaðarráðherra fyrir að banna innflutning. </font /></b /> 22.8.2005 00:01
Umsóknir eldra fólks streyma inn Yfir 60 atvinnuumsóknir hafa borist til Húsasmiðjunnar eftir að fyrirtækið auglýsti eftir eldra fólki með áralanga reynslu úr öllum greinum atvinnulífsins til starfa. 22.8.2005 00:01
Tungl í ljóni gefur lit Áhrifa fulls tungl á föstudag gætti enn á laugardag, segir Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur. Fólk verður oft ergilegra daginn eftir fullt tungl, þegar vaxtarkrafturinn minnkar. 22.8.2005 00:01
Hefur störf í vetur Sigrún Stefánsdóttir, sem ráðin var dagskrárstjóri Rásar 2 og forstöðumaður svæðisstöðva Ríkisútvarpsins, tekur ekki til starfa fyrr en í fyrsta lagi 1. nóvember. Hún mun þó hefja störf fyrir áramót 22.8.2005 00:01
Réttarhöldum frestað Héraðsréttur í Boksburg frestaði í gær máli yfir parinu sem grunað er um að hafa myrt Gísla Þorkelsson í Suður-Afríku. Þau Willie Theron 28 ára og Desiree Oberholzer 43 ára eiga að mæta aftur fyrir rétti 5. september. 22.8.2005 00:01
Vildu selja ungling fyrir krakk Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur komið upp um par í Ohio-ríki sem ætlaði að selja 15 ára stúlku í skiptum fyrir pakka af krakki. Nota átti stúlkuna í vændi. 22.8.2005 00:01
Hollenska hænsnfugla undir þak Yfirvöld í Hollandi ætla að leggja bann við því að bændur hafi hænsnfugla sína utandyra í því skyni að sporna gegn útbreiðslu á fuglaflensu. 22.8.2005 00:01
Millilandaflug hefst til Basra Flugvél frá útlöndum lenti í fyrsta skipti í fimmtán ár í Basra, nærststærstu borg Íraks, í gær en þá komst millilandaflug á að nýju eftir langt hlé, við mikinn fögnuð heimamanna, að því er AP-fréttastofan skýrir frá. 22.8.2005 00:01
Varafréttastjóri TV 2 segir af sér Varafréttstjóri sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 í Danmörku hefur sagt starfi sínu lausu, eftir að hún hleypti í gegn fréttapistli um innflytjendagengi, sem ekki var fótur fyrir. 22.8.2005 00:01
Saklausir fá engar bætur Fangar í Bandaríkjunum sem hafa ranglega verið dæmdir fyrir glæpi sem þeir frömdu ekki eiga í miklum erfiðleikum með að sækja bætur frá ríkinu. 22.8.2005 00:01
Fyrsti gifti prestur Spánar Kaþólski biskupinn á spænsku eyjunni Teneríf á Kanaríeyjum hefur skipað giftan, tveggja barna föður í embætti prests á eyjunni. 22.8.2005 00:01
100 þúsund manna borg í hættu Þúsundir slökkviliðsmanna og enn fleiri íbúar Portúgal unnu hörðum höndum við að ráða niðurlögum skógarelda sem geisa víða um landið. Hundrað þúsund manna borg er í hættu og ríkisstjórnin hefur beðið nágrannaþjóðir um hjálp. </font /></b /> 22.8.2005 00:01
Vélina skorti eldsneyti Fall á loftþrýstingi og eldsneytisskortur varð til þess að kýpverska flugvélin, sem hrapaði norður af Aþenu í Grikklandi fyrr í mánuðinum þegar 121 farþegar og áhöfn létust, missti afl. 22.8.2005 00:01
Brasilíumenn yfirheyra nefnd Tveir háttsettir brasilískir embættismenn komu til Lundúna í gær til að yfirheyra rannsóknarnefndina sem rannsakar drápið á Jean Charles de Menezes. 22.8.2005 00:01
Drengur tekinn með loftbyssu Lögreglan á Selfossi hafði afskipti af dreng í Þorlákshöfn sem hafði verið að skjóta úr loftbyssu á skylti og ljósastaura.<span style="mso-spacerun: yes"> </span>Ekki hafði orðið neitt tjón af.<span style="mso-spacerun: yes"> </span>Lögreglan skorar á foreldra barna að fylgjast vel með hvort börn þeirra hafi undir höndum loftbyssur og ef svo er að taka þær úr umferð og koma með því í veg fyrir slys sem annars gætu orðið ef slík leikföng eru í notkun innan um börn og unglinga. 22.8.2005 00:01
Sex hundruð börn á biðlista Sex hundruð börn eru á biðlista eftir plássi á frístundaheimilum grunnskóla Reykjavíkurborgar vegna manneklu. Um níutíu starfsmenn á frístundaheimilunum, en starfrækt eru 32 frístundaheimili við jafnmarga grunnskóla í borginni. 22.8.2005 00:01
Brasilísk stjórnvöld vilja svör Ian Blair kveðst nú ekki hafa vitað að brasilíumaðurinn Jean Charles De Menezes hefði verið blásaklaus fyrr en sólarhring eftir að hann var skotinn á neðanjarðarlestarstöð í misgripum fyrir hryðjuverkamann. 22.8.2005 00:01
Farfuglar smitleið fuglaflensu Rússneskir farfuglar frá Síberíu þar sem fuglaflensa geisar munu verða á vegi íslenskra farfugla í vetur. Allar líkur eru á að flensan berist í kjölfarið hingað til lands í vor. 22.8.2005 00:01
Tekist á um stjórnarskrá Borgarastríð blasir við þvingi Sjítar og Kúrdar sína útgáfu af írakskri stjórnarskrá í gegnum þingið, þvert á vilja Súnníta. 22.8.2005 00:01
Vill helst komast til Íslands Yfirvöld í Texas-ríki í Bandaríkjunum hafa gefið Aroni Pálma Ágústssyni, sem hefur verið í stofufangelsi síðustu ár, heimild til skólagöngu. Ríkisstjóraembættið í Texas hefur enn ekki svarað beiðnum stuðningsmannahóps Arons um heimfararleyfi til Íslands, en sex vikur eru frá því að svörum var lofað. Aron Pálmi fékk fyrir helgi margumbeðna heimild til að stunda nám við háskóla í Texas. 22.8.2005 00:01
Kjöt flutt inn frá nýsýktum svæðum Um níutíu tonn af nautakjöti hafa verið flutt til Íslands frá ársbyrjun 2004, frá sjö löndum. Stór hluti kjötsins kemur frá löndum þar sem gin- og klaufaveikifaraldur hefur komið upp á síðustu árum. 22.8.2005 00:01
Styrkir frá ESB Þrjú íslensk verkefni fá samtals um 80 milljónir í styrk frá Leonardo Da Vinci-starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins. Sjö íslenskir aðilar sóttu um. Þeir sem fá styrkina eru Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Verslunarmannafélag Reykjavíkur. 22.8.2005 00:01
Íbúðaverð hækkar enn Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkar enn þótt veltan sé minni en undanfarið. Alls hækkaði verðið um 3,4 prósent í júlí. Þetta kemur fram í morgunkornum Íslandsbanka í gær. Einbýlishús og raðhús hækkuðu mest, eða um 3,9 prósent. 22.8.2005 00:01
Ósamið við Gæslukonur Ekki hafa enn verið gerðir starfslokasamningar við gæslukonur borgarinnar. Þær hafa nú farið fram á sambærileg réttindi og þau sem starfsmönnum Vélamiðstöðvarinnar voru tryggð við sölu hennar frá borginni á dögunum, en missi þeir störf sín vegna hagræðingar eiga þeir rétt á launum í þrjá mánuði umfram það sem kjarasamningar kveða á um. 22.8.2005 00:01
Róttækar björgunaraðgerðir Árekstrar mannskepnunnar og tignarlegra kattardýra valda því að bengal-tígrisdýrin eru í útrýmingarhættu. Grípa á til róttækra aðgerða til að sporna við þessari þróun. 22.8.2005 00:01
Fjórðungur fræðimanna óvirkur Fjórðungur fræðimanna í fullu starfi við Háskóla Íslands eru nánast óvirkir í rannsóknum. Þetta kemur fram í úttekt um gæði rannsókna við skólann. Launakerfi fræðimanna er afkastahvetjandi og þeir hafa skyldu til að verja 43 prósentum af tíma sínum til rannsókna en engar lágmarkskröfur eru gerðar um árangur. 22.8.2005 00:01
Litríkt grænmeti Fjólublátt grænmeti gæti vafalaust vakið lukku yngri sem eldri neytenda en það er meðal nýjunga sem íslenskir garðyrkjubændur bjóða upp á í ár. 22.8.2005 00:01
Annarleg ástand tefur yfirheyrslu Lögreglan í Reykjavík vill ekkert segja til um hvort maðurinn sem grunaður er um morð á tvítugum manni í heimahúsi við Hverfisgötu í Reykjavík um helgina hafi játað verknaðinn. Hinn grunaði var úrskurðaður í tíu daga gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjavíkur á laugardag og ætlar ekki að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. 22.8.2005 00:01
Sáu tilræðismann á myndavél Átján ára piltur, sem stunginn var tvívegis í bakið aðfaranótt sunnudags í miðbæ Reykjavíkur, er á batavegi. Hann var fluttur af gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi á Landspítalann við Hringbraut og segir vakthafandi hjúkrunarfræðingur á hjarta- og lungnaskurðdeild að batalíkur séu góðar og allt stefni í að hann muni útskrifast eftir nokkra daga. 22.8.2005 00:01
F-listinn vill Löngusker "Við teljum að það sé hagsmunamál jafnt fyrir landsbyggðina og höfuðborgarsvæðið að það sé flugvöllur á höfuðborgarsvæðinu og við erum því alfarið á móti því að flytja hann til Keflavíkur," segir Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans um framtíð Reykjavíkurflugvallar.Honum finnst koma til greina að byggja nýjan flugvöll á landfyllingu á Lönguskerjum. 22.8.2005 00:01
Engin aðför gegn Vilhjálmi Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, fullyrðir að valdamiklir menn geri harða atlögu að Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni oddvita sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Atlögu sem beinist að því að koma ungum sjónvarpsmanni fram fyrir Vilhjálm. Sjónvarpsmaðurinn ungi, Gísli Marteinn Baldursson, segir þetta alrangt. 22.8.2005 00:01
Fullkominn staður til rannsókna Háskóli Íslands hefur um árabil, ásamt Flugmálastjórn Íslands, haft frumkvæði að rannsóknum á flugumferðarstjórnun og meðal annars þróað hugbúnað fyrir hermi, sem nýtist við ýmis konar prófanir. 22.8.2005 00:01
Vill auka samvinnu þjóðanna Vakslav Klaus, forseti Tékklands, segir Ísland og Tékkland eiga margt sameiginlegt og vonast til að efnahagsleg og pólitísk samskipti ríkjanna verði aukin í framtíðinni. Opinber heimsókn hans hingað til lands hófst í dag. 22.8.2005 00:01
Fornleifar á Hólum í Hjaltadal Gullþræðir, perlur, steinar úr plómum og hvalspæni er meðal þess sem hefur fundist í fornleifauppgreftri á Hólum í Hjaltadal. Uppgreftrinum í ár er lokið en við tekur viðamikil rannsóknarvinna. 22.8.2005 00:01
Akstursbann ekki komið í gildi Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætó bs., segir trúlega ekki enn hægt að beita ökumenn viðurlögum sem stelast til að aka eftir nýjum akreinum sérmerktum Strætó í Reykjavík. "En það gerist um leið og lögreglan er búin að auglýsa þetta," segir hann og telur þá úrvinnslu hljóta að vera á næsta leiti, enda allt annað til reiðu. 22.8.2005 00:01
Forsetinn kynnti sér orkusöguna Václav Klaus, forseti Tékklands, byrjar daginn í dag á því að funda með Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra áður en haldið verður til Nesjavallavirkjunar og Þingvalla klukkan tíu.Opinber heimsókn Klaus og eiginkonu hans, frú Liviu Klausová, hófst í gærmorgun með hátíðlegri athöfn á Bessastöðum. 22.8.2005 00:01
Óttast um framtíð líknardeildar Stjórn íbúasamtaka Vesturbæjar Kópavogs vill meiri umræður um fyrirhugaðar breytingar á skipulagi íbúabyggðar á Kársnesi og á Kópavogstúni. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út á morgun. Bærinn segir vel staðið að kynningu. 22.8.2005 00:01
Bannað að flytja inn frá Taílandi Umhverfisráðuneytið hefur tímabundið bannað innflutning á ákveðnum tegundum fersks og frosin grænmetis frá Taílandi. Um er að ræða nokkrar ferskar kryddjurtir, bananalauf, bambuslauf, rætur og aspas. Ákvörðunin kemur í kjölfar salmonellumengunar í vörunum. 22.8.2005 00:01
Missti stjórn á blautum vegi Mildi þykir að fólk slapp lítið meitt eftir harðan árekstur fólksbíls og jeppa á Reykjanesbraut nokkru fyrir klukkan þrjú í gær. Fólksbifreiðin fór nánast í tvennt við áreksturinn. Bílnum ók ung kona og í aftursæti var þriggja mánaða gamalt barn. 22.8.2005 00:01
Stjórnarskrárdrög lögð fram í Írak Drög að nýrri stjórnarskrá Íraks voru kynnt íraska þinginu í gær, þrátt fyrir mótmæli minnihluta súnnía. "Við höfnum stjórnarskrárdrögunum sem lögð voru fram því samþykki okkar vantaði," sagði Nasser al-Janabi, fulltrúi súnnía. 22.8.2005 00:01
Brottflutning lokið á Gaza Brottflutningi landnema gyðinga á Gaza lauk í gær, en Ísraelsher mætti ekki andstöðu þegar farið var inn í Netzarim, síðustu landnemabyggðina, síðdegis í gær. 22.8.2005 00:01
Fundarboð í Garðasókn Sóknarnefndar Garðasóknar hefur samþykkt einróma að boða til aðalsafnaðarfundar Garðasóknar þriðjudaginn 30. ágúst í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli. 22.8.2005 00:01
Vopnaburður hefur aukist í borginn Tvö stóralvarleg hnífstungumál komu upp um helgina. Á laugardagsmorgun var ungur maður myrtur í íbúðarhúsi við Hverfisgötu en fyrir snarræði lögreglumanna hélt maður sem stunginn var í bakið miðbænum lífi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni færist það í aukana að menn séu handteknir með eggvopn. 22.8.2005 00:01
Stunginn tvisvar í bakið í bænum Maður um tvítugt var stunginn tveimur stungum með hnífi í bakið í nótt og var hann fluttur á slysadeild þar sem hann gekkst undir aðgerð. Maðurinn er ekki talinn í lífshættu en talið er að önnur hnífsstungan hafi lent á lunganu sem féll saman. Árásarmaðurinn var handtekinn stuttu síðar og fannst hann með hjálp vitna og eftirlitsmyndavéla í miðbænum. 21.8.2005 00:01
Neitar að hafa vitað af sakleysi Ian Blair, lögreglustjóri Lundúna, neitar því að hafa vitað að Brasilíumaðurinn sem lögreglan skaut til bana á neðanjarðarlestarstöð fyrir mánuði, hafi verið saklaus, fyrr en sólarhring síðar. Fjölskylda hins látna krefst þess að lögreglustjórinn segi af sér, það geti hreinlega ekki verið að lögreglustjórinn hafi gefið opinberar yfirlýsingar um málið án þess að vera kunnugt um staðreyndir. 21.8.2005 00:01