Fleiri fréttir

Feðrum sagt upp vegna orlofs

Jafnrétti á vinnumarkaði virðist vera að taka á sig heldur óskemmtilega mynd. Yfir 20 mál hafa nú borist Verslunarmannafélagi Reykjavíkur vegna feðra sem sagt hefur verið upp störfum vegna fæðingarorlofs sem þeir hafa tekið sér. Hingað til hafa slík mál nær eingöngu verið vegna kvenna á vinnumarkaði. 

Nauðgað á skemmtistað

Kona á þrítugsaldri kærði í gærmorgun nauðgun sem hún sagði hafa átt sér stað inni á salerni á skemmtistað í Keflavík. Lögreglu barst kæran um klukkan hálf sex um morguninn og fór hún þegar á skemmtistaðinn þar sem maðurinn var handtekinn.

Ekið á dreng á hlaupahjóli

Um klukkan þrjú í gærdag var ekið á sex ára dreng við Greniteig í Keflavík, en þar er 30 kílómetra hámarkshraði.

Veisluhald fór úr böndum

Nokkur ólæti voru í ungu fólki í Garðabæ á föstudags- og laugardagskvöld, að sögn lögreglu í Hafnarfirði. Fjórir voru handteknir á föstudagskvöldið og á laugardagskvöldið þurfti lögregluhjálp við að fæla veisluglaða frá húsi í bænum.

Bílslys á Svínadal

Bíll fór útaf veginum á Svínadal um hálfníuleytið á föstudagskvöld. Lögreglan á Búðardal fékk tilkynningu um að í bílnum væru fjórir slasaðir og þar af eitt meðvitundarlaust barn.

Strákur lokaður í ruslatunnu

Tveir fjórtán piltar lokuðu sjö ára dreng ofan í ruslatunnu, skorðuðu undir svölum og skildu eftir á Seltjarnarnesi síðasta þriðjudagskvöld. Stúlka heyrði bank í tunnunni 30 til 40 mínútum síðar og bjargaði drengnum.

Maður barinn með kylfu

Lögreglan á Ísafirði lagði hald á hafnaboltakylfu á Flateyri á aðfaranótt mánudags, en talið er að henni hafi verið beitt í slagsmálum fyrir utan veitingastað í bænum. Þar hafði nokkur hópur tekið þátt í slagsmálum sem upp komu, en enn liggja ekki fyrir kærur vegna atburðarins.

Verð á notuðum bílum hríðlækkar

Verð á notuðum bílum hefur hríðlækkað í kjölfar mikils innflutnings á bílum frá Bandaríkjunum og söluaukningar á nýjum bílum. Salan er engu að síður góð og telur einn bílasali skýringuna liggja í því að fólk fjölgi einfaldlega bílum á heimilinu í góðæri eins og nú er, en fækki þegar harðnar í ári. 

Tvær konur létust í árekstri

Tvær konur létust í árekstri jeppa og fólksbíls í Öxnadal í Hörgárbyggð um klukkan hálf sex á föstudag. Önnur konan ók fólksbílnum og var ein í honum, en hin var farþegi í jeppanum. Þær hétu Halldóra Árnadóttir og Edda Sólrún Einarsdóttir.

Bjargað þrekuðum og sjóblautum

Skipstjóri mótorbátsins Hrundar BA-87 frá Patreksfirði mátti hafa sig allan við að koma sér frá borði eftir að eldur kom upp í bátnum. Hann komst í björgunarbát og var bjargað þaðan í annan bát, en reykurinn frá brennandi bátnum sást víða að.

Varð einum að bana og særði annan

33 ára maður kom óboðinn til veislu í Kópavogi. Hann vildi ekki fara og greip til hnífs. Stakk einn til ólífis og særði annan. Ódæðismaðurinn var handtekinn og er nú í gæsluvarðhaldi.

Horfði á föður sinn stunginn

Dóttir manns sem lést af völdum stungusára stóð blóðug og grátandi í stigaganginum og sagði pabba sinn dáinn. Til átaka kom milli veislugesta og manns sem kom óboðinn til veislunnar. Einn lést og annar særðist. Árásarmaðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Unnið er að rannsókn.

Eden í Hveragerði til sölu

Verslunar- og veitingahúsið Eden í Hveragerði er til sölu. Eden hóf starfsemi sumardaginn fyrsta árið 1957 og hefur því starfað samfellt í 48 ár.

Jarðlög rannsökuð

Íslenskar orkurannsóknir eru að hefja rannsóknir á jarðlögum milli Landeyjarsands og Vestmannaeyja. Þessar rannsóknir eru gerðar að frumkvæði Vegagerðar ríkisins í því að skyni að kanna aðstæður til jarðgangagerðar milli Vestmannaeyja og fasts lands.

Lausir við grimmd götulífsins

Stuðningsbýli Samhjálpar veitir mönnum sem hafa verið háðir fíkniefnum og með geðræna kvilla aðstoð. Forstöðumaður Samhjálpar segir árangurinn hafa farið fram úr björtustu vonum. Lögreglan og félagsmálayfirvöld eru ánægð með framtakið.

Tvær konur létust í umferðarslysi

Tvær konur létust og einn karlmaður slasaðist mikið í árekstri sem varð á þjóðveginum í Öxnadal undir kvöld í gær. Lögreglunni á Akureyri barst tilkynning um slysið rétt fyrir klukkan hálfsex. Slysið varð skammt frá bænum Syðri-Bægisá í Hörgárbyggð og með þeim hætti að jeppi á leið til Akureyrar, sem í voru eldri hjón, og fólksbíll á suðurleið, sem ein kona var í, skullu saman.

Hóta heilögu stríði

300 múslímaklkerkar í Afganistan hafa hótað heilögu stríði gegn Bandaríkjunum ef þau framselji ekki þrjá hermenn sem eru sagðir hafa vanvirt hina helgu bók þeirra Kóraninn við yfirheyrslur í Guantanamo-flóa á Kúbu. Bandaríkjamönnum er gefinn þriggja daga frestur til að verða við þessari kröfu.

Brutu rúðu til að komast í teiti

Unglingspiltar brutu rúðu í heimahúsi í Garðabæ í nótt þegar þeir reyndu að komast óboðnir inn í samkvæmi. Stúlka á sextánda ári hafði fengið leyfi til að bjóða nokkrum vinkonum sínum heim og höfðu piltarnir frétt af því. Lögreglan í Hafnarfirði var kvödd á staðinn og var fengin aðstoð lögreglunnar í Kópavogi til að skakka leikinn. Enginn var handtekinn vegna þessa.

Forsetinn tekur þátt í hringflugi

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, lagði af stað í hringflug Listahátíðar í Reykjavík og Flugfélags Íslands með fríðu föruneyti klukkan hálfníu í morgun. Um eitt hundrað manns taka þátt í hringfluginu á tveimur Fokker 50 vélum. Fyrsti áfangastaður var Ísafjörður þar sem tvær sýningar voru opnaðar á tíunda tímanum, önnur í Slunkaríki og hin í Edinborgarhúsinu.

Tvö minni umferðarslys í gær

Maður slasaðist á höfði eftir að hafa misst stjórn á bíl sínum við Laugafell á leiðinni inn að Kárahnjúkum um kvöldmatarleytið í gær. Hann var fluttur á heilsugæslustöðina að Kárahnjúkum þar sem hlúð var að honum. Bíllinn er ónýtur. Þá urðu ekki teljandi meiðsl á fólki þegar ökumaður missti stjórn á bíl sínum og velti á Snæfellsnesvegi skammt sunnan við Hítará í gærdag. Ökumanninum fataðist aksturinn í beygju.

Rice óvænt í heimsók til Íraks

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom í óvænta heimsókn til Íraks í dag. Hún mun funda með pólitískum leiðtogum þar í landi um leiðir til þess að binda enda á óöldina sem þar ríkir. Rice sagði við fréttamenn, sem fylgdu henni eftir, að uppreisnir verði ekki brotnar á bak með hervaldi heldur með því að hafa sterka pólitíska stefnu sem þjóðin sætti sig við.

Skæruliðar ræna börnum í Nepal

Skæruliðar maóista í Vestur-Nepal hafa rænt að minnsta kosti 450 skólabörnum á síðustu þremur dögum. Skæruliðarnir hafa einnig ráðist á og barið starfsmenn hjálparstofnana sem hefur leitt til þess að þeir hafa lagt niður störf. Skæruliðarnir ræna iðulega skólabörnum og halda yfir þeim áróðursfyrirlestra. Þeim er þó yfirleitt skilað ómeiddum eftir nokkra daga.

Gripinn tvisvar án ökuréttinda

Tvítugur maður var tvívegis tekinn af lögreglunni í Keflavík í gær fyrir að aka bíl sviptur ökuréttindum. Fyrst var hann tekinn rétt eftir hádegi og svo aftur seint í gærkvöld. Lögreglan segir mjög hart tekið á brotum sem þessum.

Á 185 km hraða á Miklubraut

Ökumaður var tekinn á 185 kílómetra hraða á Miklubraut neðan Ártúnsbrekku í Reykjavík í nótt. Má hann búast við því að verða sviptur ökuréttinundum og fá háa sekt. Þá voru sex teknir fyrir ölvunarasktur í Reykjavík og einn í Hafnararfirði og annar í Kópavogi.

Annir hjá lögreglunni á Blönduósi

Um fimmtíu hafa verið teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi frá því á fimmtudag. Þá voru tveir teknir fyrir ölvunarakstur í nótt. Lögreglan býst við því að enn eigi þeim eftir að fjölga sem verða tekir fyrir hraðakstur þessa hvítasunnuhelgi.

Segja uppreisn hafa breiðst út

Uppreisnin í Úsbekistan hefur nú breiðst út til fleiri borga og fólk er ofsareitt forseta landsins eftir að hundruð manna voru skotnir til bana á föstudag.

Leituðu torfærukappa á Suðurlandi

Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út á þriðja tímanum í nótt til að leita að fimm mönnum á torfærumótorhjólum. Þeir höfðu lagt af stað frá Gjábakkavegi um fjögurleytið í gær og ætluðu norður að Hlöðufelli og niður hjá Miðdal en skiluðu sér ekki á ætluðum tíma. Um 25 björgunarsveitarmenn komu að leitinni og fundu þeir mennina laust fyrir klukkan sex í morgun heila á húfi í Dalbúðarskála við Kerlingu.

Um hundrað manns í hringflugi

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri Reykjavíkur lögðu í morgun af stað í hringflug Listahátíðar í Reykjavík og Flugfélags Íslands. Um eitt hundrað manns taka þátt í fluginu á tveimur Fokker 50 vélum.

Ylströndin opnuð í morgun

Ylströndin í Nauthólsvík var opnuð í morgun. Þar býðst fólki að baða sig í ylvolgum sjó til 15. september í haust og er opnunartími frá kl. 10 á morgnana til 20 á kvöldin. Aðgangur að ströndinni, setlaugum, búningsklefum og salernum er ókeypis en greiða þarf 200 kr. fyrir að geyma föt í fatageymslu ylstrandarinnar. Hitastig sjávarlónsins er um 18-20 gráður að meðaltali þegar það er blandað með heitu vatni.

Samningur auki ekki líkur á álveri

Bæjarstjórinn á Húsavík, Reinhard Reynisson, segir að samningur Suðurnesjamanna við Norðurál um að kanna möguleika á álveri í Helguvík auki ekki líkur á því að álver rísi á Norðurlandi. Bæjarstjórinn segir að Norðurál hafi einmitt verið það fyrirtæki sem lengst hafi verið komið í að kanna möguleika á álveri norðan lands.

Alvarlegt ferjuslys í Bangladess

Óttast er að tugir hafi drukknað þegar ferja sökk á fljóti í suðurhluta Bangladess í dag. Um hundrað manns voru í ferjunni sem lenti í óveðri með þeim afleiðingum að henni hvolfdi og í kjölfarið sökk hún. Lögregla á staðnum segir að búið sé að bjarga nokkrum og þá segja vitni að um 20 manns hafi náð að synda að árbakkanum.

Franskur kokkur drepinn með sverði

Kokkur á barnaspítala í París lést í gær eftir að hann var stunginn með sverði á vinnustað sínum. Svo virðist sem hann hafi lent í deilum við kunningja sinn sem dró fram sverð og stakk kokkinn að minnsta kosti einu sinni þannig að hann hlaut bráðan bana af. Árásarmaðurinn gaf sig fram við lögreglu og segir hún að sálfræðirannsókn hafi leitt í ljós að hann sé heill á geði.

Fundu lík af 34 Írökum um helgina

Yfirvöld í Írak greindu frá því í dag að þau hefðu um helgina fundið lík af 34 Írökum sem talið er að uppreisnarmenn hafi myrt. Lögregla fann 13 lík af fólki sem skotið hafði verið í höfuðið í ruslagámi í höfuðborginni Bagdad og þá fundust 10 hermenn látnir í borginni Ramadi, vestur af Bagdad. Enn fremur fann lögregla ellefu látna Íraka í svokölluðum dauðaþríhyrningi suður af Bagdad og höfðu fjóri þeirra verið afhöfðaðir.

Sækir veikan sjómann við Hornbjarg

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF var kölluð kölluð út á hádegi til að sækja veikan sjómann um borð í bát norður af Hornbjargi. Ekki er ljóst á þessari stundu hvað nákvæmlega amar að manninum en hann var hífður um borð í þyrluna rétt fyrir klukkan hálfþrjú.

Fordæma meinta vanhelgun á Kórani

Múslímaríki og -hópar stíga nú fram hver af öðrum og fordæma meinta vanhelgun á Kóraninum sem sagt er að hafi átt sér stað í fangabúðum Bandaríkjamanna við Guantanamo-flóa á Kúbu. Yfirvöld í Bangladess sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem verknaðurinn er fordæmdur og þess krafist að hinum seku verði refsað. Æðsti klerkur súnníta í Líbanon tekur í sama streng og fer fram á alþjóðlega rannsókn á málinu.

Umbótasinnar fangelsaðir

Dómstóll í Sádi-Arabíu hefur dæmt þrjá umbótasinna í fangelsi fyrir að reyna að skapa óróa í landinu og bjóða yfirvöldum birginn. Þeir voru handteknir í mars í fyrra ásamt níu öðrum fyrir að biðla til konungsfjölskyldunnar um að koma á stjórnarskárbundnu konungsdæmi og flýta fyrir pólitískum umbótum í landinu.

Sjálfstæðisafmæli fagnað

Austurríkismenn minntust þess í dag að hálf öld er liðin frá því að landið öðlaðist aftur sjálfstæði í kjölfar þess að bandamenn úr síðari heimsstyrjöldinni yfirgáfu það. Helstu leiðtogar þjóðarinnar voru að því tilefni viðstaddir hátíðlega athöfn í Vín ásamt fulltrúum landanna fjögurra sem hernámu það í kjölfar loka síðari heimsstyrjaldarinnar.

Samar ganga til kosninga

Samar í Norður-Svíþjóð ganga til kosninga í dag en þá verður valinn 31 fulltrúi á Samaþingið. Sex flokkar berjast um sæti á þinginu sem er ráðgjafarþing og sér fyrst og fremst um að úthluta ríkisstyrkjum til samískra byggðarlaga í Svíþjóð. Meðal helstu kosningamála er hvort breyta eigi reglum sem kveða á um að atkvæðavægi samískra samfélaga sé í réttu hlutfalli við fjölda hreindýra í samfélögunum.

Selma syngur á Gay pride í Osló

Á blaðamannafundi sem haldin var í gær sagði Selma Björnsdóttir frá því að henni hefði verið boðið að syngja á Gay pride í Osló í sumar og þar myndi hún koma fam ásamt Páli Óskari Hjálmtýssyni, sem eins og Selma hefur keppt í Euróvison.

Fjórða sæti í veðbönkum

Ísland er sem stendur í fjórða sæti í enskum veðbönkum sem taka við veðmálum um sigur í Eurovision keppninni. Grikkir tróna þar á toppnum, ungverjar í öðru og Norðmenn í því þriðja á undan Íslandi.

Hvetur Úsbeka til samvinnu

Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, hvatti úsbesk stjónvöld í dag til þess að hleypa starfsmönnum Alþjóða Rauða krossins og erlendum eftirlitsmönnum inn í landið vegna frétta af því að hundruð mótmælenda hafi verið drepin í mótmælum í borginni Andijan á föstudag.

Þyrlan komin til Reykjavíkur

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF LÍF, lenti nú klukkan hálffimm á Reykjavíkurflugvelli með veikan sjómann sem hún sótti í bát norður af Hornbjargi. Þyrlan var kölluð út á hádegi í dag og var maðurinn kominn um borð í hana rétt fyrir klukkann hálfþrjú. Þyrlan hélt í kjölfarið til Ísafjarðar til að taka eldsneyti og flaug svo beint til Reykjavíkur.

Fjórar sprengingar á Spáni

Litlar sprengjur sprungu í fjórum bæjum í Baskahéruðum Spánar í dag með þeim afleiðingum að þrír meiddust. Tvær sprengnanna sprungu við efnaverksmiðjur, sú þriðja við málningarverksmiðju og sú fjórða við málmvinnslu og þurftu tveir lögreglumenn og einn öryggisvörður að leita á sjúkrahús eftir að þeir höfðu andað að sér eiturefnum við aðra efnaverksmiðjuna.

Segjast hafa rænt bílstjórum

Írakskur uppreisnarhópur greindi frá því í dag að hann hefði rænt tveimur bílstjórum og hótar að drepa þá hætti fyrirtæki þeirra ekki starfsemi í landinu innan sólarhrings. Sjónvarpsstöðin Al Arabiya sýndi í dag myndband sem stöðinni barst, en á því voru mennirnir tveir ásamt hópi hettuklæddra manna sem beindu m.a. byssu að höfði annars mannanna.

Hlutast til um mál hjúkrunarkvenna

Forseti Búlgaríu, Georgi Parvanov, greindi frá því í dag að hann hygðist fara til Líbíu á næstunni til þess að ræða við þarlend stjórnvöld um mál fimm búlgarskra hjúkrunarkvenna sem hafa ásamt palestínskum lækni verið dæmdar til dauða fyrir að hafa viljandi sýkt á fimmta hundrað börn af HIV-veirunni. Fólkið, sem starfaði á sjúkrahúsí í landinu, hefur verið í haldi frá árinu 1999 en það segist hafa verið þvigað til að játa á sig glæpinn.

Sjá næstu 50 fréttir