Innlent

Feðrum sagt upp vegna orlofs

Jafnrétti á vinnumarkaði virðist vera að taka á sig heldur óskemmtilega mynd. Yfir 20 mál hafa nú borist Verslunarmannafélagi Reykjavíkur vegna feðra sem sagt hefur verið upp störfum vegna fæðingarorlofs sem þeir hafa tekið sér. Hingað til hafa slík mál nær eingöngu verið vegna kvenna á vinnumarkaði.  Elías Magnússon, forstöðumaður kjarasviðs VR, segir að feðrum sem sagt er upp störfum vegna fæðingarorlofs hafi farið fjölgandi undanfarið. Enn séu þó konur í miklum meirihluta hvað þessi mál varðar. Hann segir að frá því að ný lög voru samþykkt frá 2001 gerðu lögin ráð fyrir að karlar fengju jafnan rétt og konur og því hefðu málum hefði fjölgað. Elías segist ekki halda að fordómar séu í þjóðfélaginu gagnvart þeim feðrum sem taki sér fæðingarorlof, m.a. með hliðsjón af þeim tölum að um 80% feðra virðist nýta sér þennan rétt. Elías segir að með tímanum muni stjórnendur átta sig á að ekki sé heimilt að segja upp mæðrum eða feðrum vegna þess að þau taki sér fæðingarorlof og að nú, þegar kynin sitji við sama borð í þessum málum, muni skilningur manna aukast á því.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×