Verð á notuðum bílum hríðlækkar 16. maí 2005 00:01 Verð á notuðum bílum hefur hríðlækkað í kjölfar mikils innflutnings á bílum frá Bandaríkjunum og söluaukningar á nýjum bílum. Salan er engu að síður góð og telur einn bílasali skýringuna liggja í því að fólk fjölgi einfaldlega bílum á heimilinu í góðæri eins og nú er, en fækki þegar harðnar í ári. Heilu skipsfarmarnir af nýjum og notuðum bílum frá Bandaríkjunum eru nú fluttir til landsins vegna lágs gengis dollarans. Á sama tíma hefur sala á nýjum bílum tvöfaldast hjá umboðunum og er búist við að hún verði 12-14.000 bílar í ár, miðað við um 6.000 bíla meðalsölu fyrir nokkrum árum. Og þeir sem eignast alla þessa nýju bíla hljóta að gera eitthvað við gömlu bílana sína. Á bílasölunum uppi á Höfða eru öll plön troðfull af notuðum bílum. Samt segja bílasalar að það sé rífandi sala og í sjálfu sér ekki undan neinu að kvarta fyrir þá. En ef sala á nýjum bílum hefur tvöfaldast, og ofan á bætist allur þessi innflutningur frá Bandaríkjunum, hvað verður um alla bílana sem fólk á fyrir? Óskar Guðnason, sölustjóri Aðalbílasölunnar, segir að sín skoðun sé sú að þegar það sé góðæri þá fjölgi bílum heimilisins - ekki aðeins foreldrarnir séu á bíl heldur einnig börnin. Þegar harðni í ári komi bílarnir svo aftur inn á bílasölurnar. Óskar, og reyndar allir aðrir bílasalar sem fréttastofa hafði samband við, segir þetta ár því hafa verið mjög gott, mikil sala, blómleg viðskipti. Meðalbílinn sem seldur er kostar á bilinu 800-1.200.000 krónur og Óskar segir flesta slá lán fyrir kaupverðinu. Aðspurður hvort verðið hafi lækkað af einhverju viti samfara þessu aukna framboði segir hann það svo sannarlega hafa gerst. Nú sé hægt að gera frábær kaup á notuðum bílum. Fréttir Innlent Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Verð á notuðum bílum hefur hríðlækkað í kjölfar mikils innflutnings á bílum frá Bandaríkjunum og söluaukningar á nýjum bílum. Salan er engu að síður góð og telur einn bílasali skýringuna liggja í því að fólk fjölgi einfaldlega bílum á heimilinu í góðæri eins og nú er, en fækki þegar harðnar í ári. Heilu skipsfarmarnir af nýjum og notuðum bílum frá Bandaríkjunum eru nú fluttir til landsins vegna lágs gengis dollarans. Á sama tíma hefur sala á nýjum bílum tvöfaldast hjá umboðunum og er búist við að hún verði 12-14.000 bílar í ár, miðað við um 6.000 bíla meðalsölu fyrir nokkrum árum. Og þeir sem eignast alla þessa nýju bíla hljóta að gera eitthvað við gömlu bílana sína. Á bílasölunum uppi á Höfða eru öll plön troðfull af notuðum bílum. Samt segja bílasalar að það sé rífandi sala og í sjálfu sér ekki undan neinu að kvarta fyrir þá. En ef sala á nýjum bílum hefur tvöfaldast, og ofan á bætist allur þessi innflutningur frá Bandaríkjunum, hvað verður um alla bílana sem fólk á fyrir? Óskar Guðnason, sölustjóri Aðalbílasölunnar, segir að sín skoðun sé sú að þegar það sé góðæri þá fjölgi bílum heimilisins - ekki aðeins foreldrarnir séu á bíl heldur einnig börnin. Þegar harðni í ári komi bílarnir svo aftur inn á bílasölurnar. Óskar, og reyndar allir aðrir bílasalar sem fréttastofa hafði samband við, segir þetta ár því hafa verið mjög gott, mikil sala, blómleg viðskipti. Meðalbílinn sem seldur er kostar á bilinu 800-1.200.000 krónur og Óskar segir flesta slá lán fyrir kaupverðinu. Aðspurður hvort verðið hafi lækkað af einhverju viti samfara þessu aukna framboði segir hann það svo sannarlega hafa gerst. Nú sé hægt að gera frábær kaup á notuðum bílum.
Fréttir Innlent Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira