Verð á notuðum bílum hríðlækkar 16. maí 2005 00:01 Verð á notuðum bílum hefur hríðlækkað í kjölfar mikils innflutnings á bílum frá Bandaríkjunum og söluaukningar á nýjum bílum. Salan er engu að síður góð og telur einn bílasali skýringuna liggja í því að fólk fjölgi einfaldlega bílum á heimilinu í góðæri eins og nú er, en fækki þegar harðnar í ári. Heilu skipsfarmarnir af nýjum og notuðum bílum frá Bandaríkjunum eru nú fluttir til landsins vegna lágs gengis dollarans. Á sama tíma hefur sala á nýjum bílum tvöfaldast hjá umboðunum og er búist við að hún verði 12-14.000 bílar í ár, miðað við um 6.000 bíla meðalsölu fyrir nokkrum árum. Og þeir sem eignast alla þessa nýju bíla hljóta að gera eitthvað við gömlu bílana sína. Á bílasölunum uppi á Höfða eru öll plön troðfull af notuðum bílum. Samt segja bílasalar að það sé rífandi sala og í sjálfu sér ekki undan neinu að kvarta fyrir þá. En ef sala á nýjum bílum hefur tvöfaldast, og ofan á bætist allur þessi innflutningur frá Bandaríkjunum, hvað verður um alla bílana sem fólk á fyrir? Óskar Guðnason, sölustjóri Aðalbílasölunnar, segir að sín skoðun sé sú að þegar það sé góðæri þá fjölgi bílum heimilisins - ekki aðeins foreldrarnir séu á bíl heldur einnig börnin. Þegar harðni í ári komi bílarnir svo aftur inn á bílasölurnar. Óskar, og reyndar allir aðrir bílasalar sem fréttastofa hafði samband við, segir þetta ár því hafa verið mjög gott, mikil sala, blómleg viðskipti. Meðalbílinn sem seldur er kostar á bilinu 800-1.200.000 krónur og Óskar segir flesta slá lán fyrir kaupverðinu. Aðspurður hvort verðið hafi lækkað af einhverju viti samfara þessu aukna framboði segir hann það svo sannarlega hafa gerst. Nú sé hægt að gera frábær kaup á notuðum bílum. Fréttir Innlent Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Verð á notuðum bílum hefur hríðlækkað í kjölfar mikils innflutnings á bílum frá Bandaríkjunum og söluaukningar á nýjum bílum. Salan er engu að síður góð og telur einn bílasali skýringuna liggja í því að fólk fjölgi einfaldlega bílum á heimilinu í góðæri eins og nú er, en fækki þegar harðnar í ári. Heilu skipsfarmarnir af nýjum og notuðum bílum frá Bandaríkjunum eru nú fluttir til landsins vegna lágs gengis dollarans. Á sama tíma hefur sala á nýjum bílum tvöfaldast hjá umboðunum og er búist við að hún verði 12-14.000 bílar í ár, miðað við um 6.000 bíla meðalsölu fyrir nokkrum árum. Og þeir sem eignast alla þessa nýju bíla hljóta að gera eitthvað við gömlu bílana sína. Á bílasölunum uppi á Höfða eru öll plön troðfull af notuðum bílum. Samt segja bílasalar að það sé rífandi sala og í sjálfu sér ekki undan neinu að kvarta fyrir þá. En ef sala á nýjum bílum hefur tvöfaldast, og ofan á bætist allur þessi innflutningur frá Bandaríkjunum, hvað verður um alla bílana sem fólk á fyrir? Óskar Guðnason, sölustjóri Aðalbílasölunnar, segir að sín skoðun sé sú að þegar það sé góðæri þá fjölgi bílum heimilisins - ekki aðeins foreldrarnir séu á bíl heldur einnig börnin. Þegar harðni í ári komi bílarnir svo aftur inn á bílasölurnar. Óskar, og reyndar allir aðrir bílasalar sem fréttastofa hafði samband við, segir þetta ár því hafa verið mjög gott, mikil sala, blómleg viðskipti. Meðalbílinn sem seldur er kostar á bilinu 800-1.200.000 krónur og Óskar segir flesta slá lán fyrir kaupverðinu. Aðspurður hvort verðið hafi lækkað af einhverju viti samfara þessu aukna framboði segir hann það svo sannarlega hafa gerst. Nú sé hægt að gera frábær kaup á notuðum bílum.
Fréttir Innlent Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira