Fleiri fréttir

Vitorðsmenn ekki fundnir

Ekki hefur enn tekist að finna hugsanlega vitorðsmenn bandarískrar konu á sjötugsaldri sem úrskurðuð var í gæsluvarðhald til 1. apríl eftir að tollverðir á Keflavíkurflugvelli fundu um 800 grömm af kókaíni sem falin voru í hárkollu á höfði hennar. Að sögn Ásgeirs Karlssonar hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík er málið enn í rannsókn og enginn hér á landi hefur verið handtekinn vegna þess.

Hafísinn færist fjær landi

Hafísinn, sem olli töluverðum usla út af Vestfjörðum fyrr í mánuðinum, heldur áfram að færast fjær landinu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni eru smájakar þó enn víða úti fyrir öllu Norðurlandi. Greiðfært er fyrir Horn en brýnt er fyrir sjófarendum að sýna aðgát þar sem jakar á víð og dreif gætu reynst þeim hættulegir.

Of syfjaðir til að sofa hjá

Fjölmargir Bandaríkjamenn eru alltaf svo syfjaðir að þeir eiga í hjónabandsvanda, gera mistök í vinnunni og lifa jafnvel engu kynlífi lengur. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem leiðir í ljós að 75 prósent Bandaríkjamanna þjást af svefntruflunum, sem sagðar eru rót áðurnefndra vandamála.

Hunangsflugna vart á landinu

Veðurblíðan að undanförnu hefur víða kveikt nýtt líf í náttúrunni með fyrra fallinu, miðað við undanfarin ár, og sannast það ekki hvað síst á því að hunangsfluga sást í Einarslundi við Höfn í Hornafirði í fyrradag og önnur á Húsavík í gær.

Kafnaði í kúaskít

Tékkneskur vörubílstjóri hlaut heldur ömurlegan dauðdaga um helgina þegar hann varð undir átta tonnum af kúaskít. Maðurinn, sem var 34 ára, var að sturta skítnum á hauga í vesturhluta Tékklands þegar hann af einhverjum óskiljanlegum ástæðum lenti undir skítnum með þeim afleiðingum að hann kafnaði.

Akajev ætlar ekki að segja af sér

Askar Akajev, forseti Mið-Asíuríkisins Kirgisistans, sem flýði land í kjölfar uppreisnar í síðustu viku segist ekki ætla að segja af sér. Í viðtali við rússneska útvarpstöð í dag lýsti hann því yfir að hann teldi sjálfan sig eina réttkjörna forseta landsins og því hefði hann ekki í hyggju að segja af sér.

Harður árekstur nærri lögreglustöð

Harður árekstur varð á mótum Laugavegar og Rauðarárstígs um klukkan hálftvö í dag. Þar rákust saman fólksbíll og jepplingur og skemmdust þeir það mikið að draga þurfti báða af slysstað. Annar ökumanna kenndi eymsla að sögn lögreglu og voru bráðaliðar því kallaðir á vettvang. Eins og sést á myndinni varð slysið alveg við lögreglustöðina á Hverfisgötu og því þurfti ekki að kalla lögreglu langt að.

Kippt út vegna ölvunaraksturs

Breskum gamanleikara, sem er þekktur í heimalandi sínu fyrir að leika í sjónvarpsauglýsingum fyrir bifreiðatryggingar, hefur verið kippt út úr auglýsingunum eftir að hann var handtekinn um helgina fyrir ölvunarakstur. Leikarinn Vic Reeves lenti í árekstri við bæinn Kent á Englandi og var ákærður fyrir að aka undir áhrifum og fyrir að hafa stungið af frá slysstað.

Farið fram á 10 ára dóm

Saksóknarar í Moskvu hafa farið fram á það að rússneski olíujöfurinn Míkhaíl Khodorkovskí, aðaleigandi olíurisans YUKOS, verði dæmdur í tíu ára fangelsi ýmiss konar fyrir skatt- og fjársvik. Réttarhöldum yfir Khodorkovskí fer nú að ljúka, en þau hófust í júní á síðasta ári. 

Fjallgöngugarpa leitað í Japan

Um tuttugu manns er saknað í fjöllum í norðurhluta Japans en fólkið fór í fjallgöngu snemma í morgun að japönskum tíma og hafði ekki skilað sér til byggða við dagsetur. Samkvæmt Kyodo-fréttastofunni er óttast að hópurinn hafi lent í slysi, en snjóbylur gekk yfir svæðið í dag. Héraðið er vinsælt meðal skíðafólks en þar er einnig að finna heitar uppsprettur sem ferðamenn sækja í.

Sýna myndir frá Palestínuför

Alþingismennirnir níu, sem komu til landsins í gær eftir tíu daga heimsókn til Palestínu og Ísraels, hafa boðað til blaðamannafundar í fyrramálið. Myndband og ljósmyndir úr ferðinni verða sýnd en meðal þeirra staða sem hópurinn heimsótti var borgin Ramallah á Vesturbakkanum, Betlehem og Gólanhæðir.

Eldsvoði að Smiðjuvegi

Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst tilkynning um mikinn eld í iðnaðarhúsnæði í Kópavogi í fyrrinótt. Logaði þar glatt á neðri hæð iðnaðarhúss að Smiðjuvegi 42 en þar geymdi byggingafyrirtæki vörulager sinn.

Hinn myrti var leigubílstjóri

Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur ljóstrað upp hver maðurinn er sem var drepinn á hrottalegan hátt í borginni um páskana. Maðurinn hét Torben Vagn Knudsen og var leigubílstjóri í Kaupmannahöfn, en lögregla fann leigubíl hans við Aðalgötu 6, sömu götu og fæturnir og höndin fundust í.

Enn einn Serbinn gefur sig fram

Bosníu- Serbinn Ljubomir Borovcanin, sem ákærður hefur verið fyrir aðild að þjóðarmorði, hefur ákveðið að gefa sig fram við Stríðsglæpadómstólinn í Haag. Frá þessu greindi Dragan Cavic, forseti Bosníu-Serba, í dag. Borovcanin, sem er fyrrverandi lögreglustjóri, er gefið að sök að hafa átt þátt í fjöldamorðunum í Srebrenica árið 1995, en þar voru nærri átta þúsund múslímar teknir af lífi í þjóðernishreinsunum Serba.

Nokkrar tilkynningar um innbrot

Lögreglunni í Reykjavík hefur verið tilkynnt um fjögur innbrot í dag. Hún segir að trúlega hafi innbrotin verið framin um helgina þótt tilkynningar um þau berist í dag. Að sögn lögreglunnar var brotist inn í bíla, íbúðarhús og fyrirtæki.

Kosið um hækkun giftingaraldurs

Efri deild franska þingsins greiðir atkvæði um það síðar í dag hvort hækka eigi lágmarksaldur stúlkna, sem mega giftast, úr 15 árum í 18 ár, í þeirri viðleitni að koma í veg fyrir nauðungarhjónabönd. Í meira en tvær aldir hafa gilt lög í Frakklandi sem hafa gert stúlkum kleift að gifta sig fyrr en strákar en verði lagabreytingin samþykkt mun sami lágmarksaldur gilda fyrir bæði kynin.

Kom ekki að ákvörðun um samning

Nefnd, sem rannsakað hefur hvernig staðið var að áætlun Sameinuðu þjóðanna um olíu fyrir mat, komst að þeirri niðurstöðu í dag að Kofi Annan, framkvæmdastjóri samtakanna, hefði ekki komið að þeirri ákvörðun að veita svissneska fyrirtækinu Cotecna, sem sonur hans Kojo starfaði hjá, samning í tengslum við áætlunina. Annan er hins vegar gagnrýndur fyrir það í skýrslunni að hafa ekki kannað nægilega vel tengsl sonar síns við fyrirtækið.

Mánuði fyrr á ferðinni

Skógarlingrósin er farin að taka við sér í Grasagarðinum. Þetta er óvenjulegt að sögn Evu G. Þorvaldsdóttur, forstöðumanns garðsins, þar sem áður fyrr var nánast hægt að stilla dagatalið eftir þessu blómi en það blómstraði alltaf 20. maí á hverju ári

Vorið kemur fyrr á hverju ári

"Við höfum tekið eftir því undanfarin fimm eða sex ár að vorkoman er alltaf fyrr á ferðinni," segir Aðalsteinn Sigurgeirsson, forstöðumaður Rannsóknarstöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá. Hann segir aðeins farið að örla á brumi hjá sumum trjátegundum.

Stærsta hverfið í Úlfarsárdal

Hátt í 17 þúsund íbúðir verða byggðar í Reykjavík á árunum fram til 2024. Stærstu hverfin verða í Úlfarsárdal, Gufunesi og vestan Elliðaáa.

Rukkað fyrir hagsmunagæslu

Neytendasamtökunum hafa borist fjölmargar kvartanir yfir framgangi fasteignasala við innheimtu umsýslugjalda. Hafa samtökin nú sent erindi til Samkeppnisstofnunar og óskað eftir að viðskiptahættir fasteignasala í þessu sambandi verði skoðaðir.

Heiftarlegar deilur á Íraksþingi

Upplausn er á írakska þinginu sem tekst ekki að ná samkomulagi um ríkisstjórn landsins. Deilurnar hafa leitt til þess að tafir hafa orðið á fjölmörgum verkefnum og jafnvel aukið á ringulreiðina í landinu

Veggjald um Hvalfjörð lækkað

Veggjald í Hvalfjarðargöngin verður lækkað nú um mánaðamótin. Líklegt er að lægsta afsláttargjald fari niður undir 300 krónur fyrir hverja ferð en að gjald fyrir staka ferð verði óbreytt, þúsund krónur.

Rúmenum rænt í Írak

Þremur fréttamönnum frá Rúmeníu hefur verið rænt í Írak. Þetta staðfestu rúmensk stjórnvöld í gær. Brottnám blaðamannanna gæti reynst mikil pólitísk prófraun fyrir rúmenska forsætisráðherrann Traian Basescu og ríkisstjórn hans, en hún sendi nýlega 100 manna liðsauka í raðir rúmenska herliðsins í Írak.

Betri heimtur

Um 290 milljónir voru í innheimtu lögfræðinga vegna ógreiddra afnotagjalda af Ríkisútvarpinu á áramótum. Bjarni Pétur Magnússon, deildarstjóri afnotadeildar Ríkisútvarpsins, segir verulegan árangur hafa náðst við innheimtu afnotagjaldanna, því árinu áður milljónirnar verið 316.

Annan gagnrýndur í nýrri skýrslu

Í rannsóknarskýrslu sem birt var í gær um olíusöluáætlun Sameinuðu þjóðanna í Írak segir að ekki liggi fyrir nægilegar sannanir fyrir því að Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, hafi vitað um tengsl sonar síns og svissnesks fyrirtækis sem var úthlutað verkefni í nafni áætlunarinnar. En Annan er gagnrýndur fyrir ónógt eftirlit með stjórnun hennar.

Með verkfall að vopni

Starfsgreinasambandið ætlar ekki að standa eitt að stöðugeikanum, segir Kristján Gunnarsson formaður sambandsins. Kraftaverk þurfi að gerast svo forsendur kjarasamnings félaga Starfsgreinasambandsins haldist.

Minna hafdýpi minnkaði flóðbylgju

Fyrstu fréttum svipaði mjög til þeirra sem bárust á annan í jólum, þegar flóðbylgja af völdum jarðskjálfta í Indlandshafi breiddi dauða og eyðileggingu um strandríkin í kring. Jarðskjálftinn sem varð á svipuðum slóðum á mánudag reyndist þó ekki valda neinni viðlíka flóðbylgju, þar sem hann var allnokkru veikari og á minna dýpi.

Lús sagt stríð á hendur

Foreldrar barna í Austurbæjarskóla hafa verið beðnir um að kemba börnum sínum og staðfesta í bréfi að lúsar hafi verið leitað. Bréfið á að senda með börnunum í skólann í dag og er það aðgöngumiði þeirra að skólanum.

Tjáir sig ekki um flutning fanga

Fangelsismálastofnun vill ekkert gefa upp um ástæður þess að kona á fimmtugsaldri, sem afplánar dóm fyrir manndráp, var flutt á einangrunardeild á Litla-Hrauni.

Skemmdir mestar á Nias-eyjum

Hundruð manna eru látin eftir mikinn jarðskjálfta í Indónesíu í gær og svo virðist sem tjónið hafi orðið mest á Nias-eyjaklasanum. Hins vegar myndaðist ekki flóðbylgja líkt og í skjálftanum annan dag jóla og er það að hluta til skýrt með því að skjálftinn hafi orðið á grunnsævi.

Sýslumaður krafinn skýringa

Persónuvernd krefur Sýslumanninn í Reykjavík um skýringar á því hvers vegna möppur, sem geyma nöfn hundraða einstaklinga sem meðal annars stóðu í forræðis- og skilnaðardeilum, fundust á bak við skrifstofur hans í Skógarhlíð. Sýslumaður sjálfur segist ekkert botna í þessu og þjóðþekktir menn, sem nafngreindir eru í gögnum, eru forviða á að skjölin skuli ekki vera betur geymd en raun ber vitni.

Gæti farið í fangelsi fyrir ummæli

Bobby Fischer, sem nýsloppinn er úr varðhaldsvist í Japan, gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist hér á landi, vegna andgyðinglegs áróðurs. Stjórnarformaður Mannréttindaskrifstofu Íslands telur ummæli hans í garð gyðinga brot á hegningarlögum.

Hitti banamann sinn á krá

Líkið sem fannst sundurbútað í Kaupmannahöfn um páskana, var af rúmlega fertugum dönskum leigubílstjóra. Leigubíll hans fannst yfirgefinn í dag, skammt frá þeim stað þar sem líkið fannst. Lögreglan telur hann hafa hitt banamann sinn á krá í nágrenninu.

Tvö þúsund manns týndu lífi

Þótt engin flóðbylgja hafi fylgt jarðskjálftanum í Bengaflóa á sunnudaginn er talið að allt að tvö þúsund manns hafi farist. Hjálpargögn eru farin að streyma til Nias-eyju en erfitt er þar um aðdrætti.

Sundurlyndi á íraska þinginu

Stjórnlagaþing Íraka kom saman í annað sinn í gær en bragurinn á samkomunni var annar en á fyrsta fundinum. Í stað fögnuðar og vinarþels voru komin hróp, ásakanir og rifrildi.

Schiavo verður krufin

Michael Schiavo, eiginmaður Terri Schiavo, segir að þegar kona sín andist muni hann láta kryfja lík hennar til að sýna fram á hversu sködduð á heila hún hafi verið.

Akajev íhugar afsögn

Askar Akajev, fyrrverandi forseti Kirgisistan, sagði í samtali við rússneska ríkissjónvarpið í gær að til greina kæmi að hann segði af sér embætti ef honum væri tryggð einhvers konar friðhelgi.

Boston Globe átelur Íslendinga

Enn fjölgar þeim fjölmiðlum sem átelja þá ákvörðun Íslendinga að veita Bobby Fischer ríkisborgararétt. Í gær birtist í bandaríska dagblaðinu Boston Globe pistill eftir Alex Beam, sem segir að Íslendingar hafi leikið alvarlega af sér með tiltæki sínu.

Þúsundir heim úr páskafríi

Gríðarlegar annir hafa verið á Keflavíkurflugvelli í dag þegar Íslendingar hafa þúsundum saman streymt heim úr páskafríi. Frá Kanaríeyjum einum komu fjórar þéttsetnar þotur með skömmu millibili í dag og aðrar þrjár þotur koma þaðan á morgun, fullhlaðnar Íslendingum, þar af ein júmbóbreiðþota. Þá dugði ekkert minna en breiðþotur til að flytja Íslendinga heim í dag frá Kúbu og Portúgal.

Sonur indíánahöfðingja handtekinn

Rannsókn skotárásarinnar í grunnskólanum í Red Lake í Minnesota hefur tekið nýja stefnu eftir að lögreglan handtók Louis Jourdain, son höfðingja Chippewa-ættbálksins, vegna gruns um aðild að henni.

Efnafræðitilraun úr böndunum

Leggja þurfti nítján nemendur í grunnskólanum í Brandrup á Jótlandi á sjúkrahús eftir að efnafræðitími endaði með skelfingu í gær.

Höfuðið var af leigubílsstjóra

Danska lögreglan hefur borið kennsl á líkið sem fannst hlutað í sundur í Kaupmannahöfn um helgina. Hann hét Torben Vagn Knudsen og ók leigubíl.

Fiskvinnslustöðvar í vanda

Styrk staða krónunnar kemur illa við rekstur fiskvinnslustöðva. Hraðfrystihúsið Gunnvör er stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Vestfjörðum og segir framkvæmdastjórinn að grípa þurfi til aðgerða, hækkun Seðlabankans á stýrivöxtum nægi ekki.

Frumvarpið gæti hindrað útrás

Járniðnaðarmenn telja að frumvarp sem felur meðal annars í sér að Tryggingadeild útflutnings verði lögð niður, geri samkeppnisstöðu innlendra fyrirtækja verri en erlend fyrirtæki búa almennt við og veruleg hætta sé á að útrás fyrirtækja m.a. á sviði véla og tækjabúnaðar dragist verulega saman og að verkefni fari úr landi.

Sjá næstu 50 fréttir