Erlent

Sundurlyndi á íraska þinginu

Stjórnlagaþing Íraka kom saman í annað sinn í gær en bragurinn á samkomunni var annar en á fyrsta fundinum. Í stað fögnuðar og vinarþels voru komin hróp, ásakanir og rifrildi. Margir þingmennirnir eru afar ósáttir við hversu hægt gengur að setja saman ríkisstjórn í landinu og þeir kröfðust upplýsinga um framvinduna. Styr stóð einnig um skipan þingforseta. Ghazi al-Yawer, forseti bráðabirgðastjórnarinnar, vill heldur verða varaforseti og talsmenn sjía og Kúrda ásökuðu súnnía um að geta ekki komið sér saman um hver taki við embættinu. Enn virðast því ljón á vegi Íraka til lýðræðis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×