Erlent

Of syfjaðir til að sofa hjá

Fjölmargir Bandaríkjamenn eru alltaf svo syfjaðir að þeir eiga í hjónabandsvanda, gera mistök í vinnunni og lifa jafnvel engu kynlífi lengur. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem leiðir í ljós að 75 prósent Bandaríkjamanna þjást af svefntruflunum, sem sagðar eru rót áðurnefndra vandamála. Nærri fjórðungur þeirra sem tóku þátt í könnuninni og áttu í samböndum sagðist stunda kynlíf sjaldan eða hafa jafnvel alveg misst áhugann á því vegna svefnleysis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×