Þúsundir heim úr páskafríi 29. mars 2005 00:01 Gríðarlegar annir hafa verið á Keflavíkurflugvelli í dag þegar Íslendingar hafa þúsundum saman streymt heim úr páskafríi. Frá Kanaríeyjum einum komu fjórar þéttsetnar þotur með skömmu millibili í dag og aðrar þrjár þotur koma þaðan á morgun, fullhlaðnar Íslendingum, þar af ein júmbóbreiðþota. Þá dugði ekkert minna en breiðþotur til að flytja Íslendinga heim í dag frá Kúbu og Portúgal. Ef einhver efast um að góðæri ríki á Íslandi þá mátti svo sannarlega sjá einn anga þess á Keflavíkurflugvelli dag. Klukkan rétt rúmlega tólf lenti þar leiguflugvél spænska flugfélagsins Futura. Um borð voru 189 farþegar á vegum ferðaskrifstofunnar Heimsferða að koma frá Las Palmas á Kanaríeyjum. Klukkustund og þrem korterum síðar kom önnur flugvél, einnig frá Kanaríeyjum, merkt spænska flugfélaginu Spanair. Um borð voru 212 farþegar á vegum ferðaskrifstofunnar Sumarferða. Setið var í hverju einasta sæti. Ekki liðu nema sjö mínútur þar til þriðja þotan birtist, einnig merkt Spanair og einnig á vegum Sumarferða. Þotan hafði flogið sömu flugleið frá Kanarí til Íslands. Hvert einasta af 212 sætum Airbus-þotunnar var skipað. Og ekki þurfti við að bíða lengi eftir fjórðu þotunni, vél frá Futura, og um borð voru 187 farþegar á vegum Heimsferða. Og hún var líka að koma frá Kanaríeyjum. Inni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar var þröng á þingi þegar allir Kanaríeyjafararnir sóttu töskurnar sínar af færibandinu. Og það var víst ekki hægt að þverfóta fyrir Íslendingum á Kanarí um þessa páska því viðmælendur fréttastofu Stöðvar 2 sem voru að koma þaðan sögðu að alls staðar hefði verið töluð íslenska hvar sem þeir hefðu komið. Menn töluðu um að hátt í tvö þúsund Íslendingar hefðu verið á Kanaríeyjum um páskana. En það voru flugvélar að koma víðar að í dag. Farþegar komu frá Verona á Ítalíu, en flestir höfðu verið þar á skíðum. Í morgun kom breiðþota með 400 Íslendinga frá Kúbu og sama breiðþota var svo væntanleg klukkan átta í kvöld með 400 Íslendinga frá Portúgal. Höskuldur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Leifsstöðvar, segir mikið að gera í flugstöðinni enda hafi verið von á um 25 farþegavélum á sólarhringnum og 5400 farþegum. Greinilegt sé að landinn sé á ferð og flugi um þessar mundir. Höskuldur áætlar að yfir 80 prósent farþeganna sem koma til landsins í dag séu Íslendingar á leið heim úr páskafríi. Og það er ekkert lát á ferðalögum landans því eftir að vélarnar höfðu verið affermdar við Leifsstöð í dag voru þær fljótlega fylltar aftur af Íslendingum á leið út í heim að njóta lífsins í góðærinu. Frá Kanaríeyjum komu um 800 farþegar með þotunum fjórum í dag. Tvær þotur eru svo væntalegar þaðan í nótt með um 400 Íslendinga og annað kvöld er von á enn einni þotunni þaðan, breiðþotu með um 400 Kanarífara. Yfirmenn í Leifsstöð segja farþegafjöldann sem fer um flugstöðina um þessa páska um fimmtán prósentum meiri en í fyrra. Fréttir Innlent Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Gríðarlegar annir hafa verið á Keflavíkurflugvelli í dag þegar Íslendingar hafa þúsundum saman streymt heim úr páskafríi. Frá Kanaríeyjum einum komu fjórar þéttsetnar þotur með skömmu millibili í dag og aðrar þrjár þotur koma þaðan á morgun, fullhlaðnar Íslendingum, þar af ein júmbóbreiðþota. Þá dugði ekkert minna en breiðþotur til að flytja Íslendinga heim í dag frá Kúbu og Portúgal. Ef einhver efast um að góðæri ríki á Íslandi þá mátti svo sannarlega sjá einn anga þess á Keflavíkurflugvelli dag. Klukkan rétt rúmlega tólf lenti þar leiguflugvél spænska flugfélagsins Futura. Um borð voru 189 farþegar á vegum ferðaskrifstofunnar Heimsferða að koma frá Las Palmas á Kanaríeyjum. Klukkustund og þrem korterum síðar kom önnur flugvél, einnig frá Kanaríeyjum, merkt spænska flugfélaginu Spanair. Um borð voru 212 farþegar á vegum ferðaskrifstofunnar Sumarferða. Setið var í hverju einasta sæti. Ekki liðu nema sjö mínútur þar til þriðja þotan birtist, einnig merkt Spanair og einnig á vegum Sumarferða. Þotan hafði flogið sömu flugleið frá Kanarí til Íslands. Hvert einasta af 212 sætum Airbus-þotunnar var skipað. Og ekki þurfti við að bíða lengi eftir fjórðu þotunni, vél frá Futura, og um borð voru 187 farþegar á vegum Heimsferða. Og hún var líka að koma frá Kanaríeyjum. Inni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar var þröng á þingi þegar allir Kanaríeyjafararnir sóttu töskurnar sínar af færibandinu. Og það var víst ekki hægt að þverfóta fyrir Íslendingum á Kanarí um þessa páska því viðmælendur fréttastofu Stöðvar 2 sem voru að koma þaðan sögðu að alls staðar hefði verið töluð íslenska hvar sem þeir hefðu komið. Menn töluðu um að hátt í tvö þúsund Íslendingar hefðu verið á Kanaríeyjum um páskana. En það voru flugvélar að koma víðar að í dag. Farþegar komu frá Verona á Ítalíu, en flestir höfðu verið þar á skíðum. Í morgun kom breiðþota með 400 Íslendinga frá Kúbu og sama breiðþota var svo væntanleg klukkan átta í kvöld með 400 Íslendinga frá Portúgal. Höskuldur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Leifsstöðvar, segir mikið að gera í flugstöðinni enda hafi verið von á um 25 farþegavélum á sólarhringnum og 5400 farþegum. Greinilegt sé að landinn sé á ferð og flugi um þessar mundir. Höskuldur áætlar að yfir 80 prósent farþeganna sem koma til landsins í dag séu Íslendingar á leið heim úr páskafríi. Og það er ekkert lát á ferðalögum landans því eftir að vélarnar höfðu verið affermdar við Leifsstöð í dag voru þær fljótlega fylltar aftur af Íslendingum á leið út í heim að njóta lífsins í góðærinu. Frá Kanaríeyjum komu um 800 farþegar með þotunum fjórum í dag. Tvær þotur eru svo væntalegar þaðan í nótt með um 400 Íslendinga og annað kvöld er von á enn einni þotunni þaðan, breiðþotu með um 400 Kanarífara. Yfirmenn í Leifsstöð segja farþegafjöldann sem fer um flugstöðina um þessa páska um fimmtán prósentum meiri en í fyrra.
Fréttir Innlent Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent