Innlent

Lús sagt stríð á hendur

Foreldrar barna í Austurbæjarskóla hafa verið beðnir um að kemba börnum sínum og staðfesta í bréfi að lúsar hafi verið leitað. Bréfið á að senda með börnunum í skólann í dag og er það aðgöngumiði þeirra að skólanum. Héðinn Pétursson, aðstoðarskólastjóri Austurbæjarskóla, segir að hringt verði í foreldra sem bregðist og börnin send heim í lúsaleit. "Við tókum þá ákvörðun að nota páskaleyfið okkur til hagsbóta. Við þykjumst vissir um að ef lús var í skólanum myndi hún ekki lifa leyfið af án barnanna," segir Héðinn. Hann hafi unnið lengið í skólanum en aldrei séð lúsina eins þráláta og nú. Hún komi upp aftur og aftur. Þeir vonist til með aðgerðinni náist að losa skólann við lúsina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×