Erlent

Féllu fyrir hendi samherja

Þrír írakskir hermenn og tveir lögreglumenn létust þegar þeir skutu hvorir á aðra, en báðir aðilar héldu að þeir ættu í höggi við uppreisnarmenn. Atburðurinn átti sér stað í bænum Rabia í Írak nærri landamærum Sýrlands og segja yfirvöld að átta til viðbótar hafi særst í bardaganum. Nokkuð algengt er að her- og lögreglumenn falli fyrir hendi samherja sinna í Írak, en bæði írakski og bandaríski herinn og íröksks lögregla eru vel vopnuð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×