Innlent

Sjálfshjálp fyrir börn geðfatlaðra

Nýr sjálfshjálparhópur fyrir fullorðin börn geðfatlaðra verður formlega stofnaður nk. þriðjudag Markmiðið er að þátttakendur geti deilt reynslu sinni og sótt sér stuðning í hópinn. Hópurinn verður starfræktur í samstarfi við Rauða kross Íslands en Rauði krossinn hefur hleypt af stokkunum námskeiðum fyrir aðstandendur geðsjúkra um land allt. Reynt verður að taka fullt tillit til þarfa hvers og eins, þ.e. þátttakendur munu sjálfir koma með óskir um það hvað þeir vilji fá út úr starfinu í hópnum, að því er segir í tilkynningu frá Geðhjálp. Þeir sem vilja gerast félagar í hópnum geta mætt á stofnfundinn eða hringt í skrifstofu Geðhjálpar í síma 570-1700 til að fá frekari upplýsingar. Stofnfundurinn verður haldinn á þriðjudaginn, 29. mars,. kl. 19 í húsi Geðhjálpar að Túngötu 7 í Reykjavík.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×