Erlent

Óeirðir í höfuðborg Kirgisistans

Menn hafa barist á götum úti í höfuðborg Kirgisistans, Bishkek, í morgun og stjórnarbylting virðist í uppsiglingu. Stöðugar róstur hafa veirð frá því kosningar fóru fram í landinu í síðasta mánuði, en upp úr sauð í dag. Stjórnarsinnar og stjórnarandstæðingar börðust á götum úti í kjölfar þess að þúsundir mótmæltu stjórn landsins og kröfðust afsagnar forsetans. Herlögregla reynir nú að hemja mannfjöldan sem gerir atlögu að opinberum byggingum í borginni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×