Erlent

Ekkert vitað um Akajev

Ekki er vitað hvar Askar Akajev, forseti Kirgisistans, er niður kominn eftir að uppreisn var gerð í landinu. Stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar lögðu undir sig stjórnarráðið og forsetaskrifstofuna í höfuðborginni Bishkek fyrr í dag, en til átaka kom á milli þeirra og stjórnarsinna og þegar þúsundir andstæðinga stjórnarinnar þustu út á götur og kröfðust afsagnar Akajevs vegna ásakana um að svindlað hafi verið í þingkosningum í síðasta mánuði. Óljósar fregnir eru af því að Akajev hafi leitað skjóls í rússneskum eða bandarískum herstöðvum nærri höfuðborginni en það hefur ekki fengist staðfest og ekki heldur hvort hann hafi flúið til nágrannaríkisins Kasakstans. Þá voru fluttar fréttir af því að Akajev hefði sagt af sér fyrr í dag en einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar dró þær til baka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×