Drengurinn í Texas fær enga hjálp 13. febrúar 2005 00:01 Utanríkisráðuneytið neitaði að færa utanríkisráðherra Bandaríkjanna bréf frá fjölskyldu drengs sem er í stofufangelsi í Bandaríkjunum, á þeim forsendum að málið heyrði ekki undir ráðherrann. Sjálfur stendur drengurinn í þeirri trú að hann sé ekki nógu merkilegur til að íslensk stjórnvöld beiti sér í málinu. Þegar Aron Pálmi var 11 ára framdi hann kynferðisbrot gegn yngri dreng. Víðast í hinum vestræna heimi hefði brotið verið afgreitt sem óvitaskapur, en ekki í Texas í Bandaríkjunum. Hann afplánaði 7 ár af 10 ára dómi sem hann fékk í rammgerðu fangelsi. Fyrir tveimur árum var hann svo færður í þriggja ára stofufangelsi. Hann má ekki fara út fyrir hússins dyr nema hafa staðsetningartæki bundið um ökklann. Eftir að DV fjallaði um mál Arons fyrir ári kom það til umræðu á Alþingi. Þar sagði Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, að kannað yrði hvort Aron fengist framseldur hingað heim af mannúðarástæðum. Það var gert en bandarísk yfirvöld svöruðu því til að sambærilegar varðhaldsreglur yrðu að gilda hér og vestanhafs. Ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu sagði í samtali við fréttstofu í dag að mál Arons sé tekið upp með ákveðnu millibili og menn þar á bæ reyni hvað þeir geti. Móðursystir Arons, Valgerður Hermannsdóttir, reyndi einnig að leita liðsinnis Davíðs Oddssonar, núverandi utanríkisráðherra, þegar hann var á leiðinni út að hitta Colin Powell fyrr í vetur. Hún fékk þau svör að ekki væri viðeigandi að blanda máli Arons við fund utanríkisráðherranna. Valgerður segir að kannski hafi það verið þekkingarskortur að ætla að fara fram á slíkt en þetta hafi verið síðasta hálmstráið. Henni var sagt að hún gæti sent Powell persónulegt bréf en Valgerði fannst það heldur langsótt. Valgerður hefur engin gögn fengið hjá ráðuneytinu yfir samskipti þess við bandarísk yfirvöld. Hún segir ömurlegt að geta ekki fært Aroni fregnir af gangi mála. Þrátt fyrir ítrekaða eftirleitan fái hún engin svör um það hvar málið er statt, eða hvert framhaldið verður. Aron Pálmi býr einn en hefur félagsskap af hundinum sínum. Hann getur þó ekki farið út að viðra dýrið, enda hefur hann einungis leyfi til að fara út í búð og í þvottahúsið. Staðsetningartækið hefur hann borið í 15 mánuði. Valgerður segir engin fordæmi fyrir því að menn hafi þurft að bera slíkt tæki lengur en í hálft ár, ekki einu sinni harðsvíraðir glæpamenn í Texas. Valgerður segir ljóst að bandarísk yfirvöld brjóti á mannréttindum Arons Pálma og sjálfur stendur hann í þeirri trú að hann sé ekki nægilega merkilegur til að íslensk stjórnvöld beiti sér. Á sama tíma hafi þau fylgst með baráttu stjórnvalda fyrir því að fá Bobby Fischer til Íslands. „Það er skelfilegt að vita til þess hvernig andleg líðan Arons er smám saman að deyfast,“ segir Valgerður Hermannsdóttir, móðursystir Arons Pálma. Fréttir Innlent Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Utanríkisráðuneytið neitaði að færa utanríkisráðherra Bandaríkjanna bréf frá fjölskyldu drengs sem er í stofufangelsi í Bandaríkjunum, á þeim forsendum að málið heyrði ekki undir ráðherrann. Sjálfur stendur drengurinn í þeirri trú að hann sé ekki nógu merkilegur til að íslensk stjórnvöld beiti sér í málinu. Þegar Aron Pálmi var 11 ára framdi hann kynferðisbrot gegn yngri dreng. Víðast í hinum vestræna heimi hefði brotið verið afgreitt sem óvitaskapur, en ekki í Texas í Bandaríkjunum. Hann afplánaði 7 ár af 10 ára dómi sem hann fékk í rammgerðu fangelsi. Fyrir tveimur árum var hann svo færður í þriggja ára stofufangelsi. Hann má ekki fara út fyrir hússins dyr nema hafa staðsetningartæki bundið um ökklann. Eftir að DV fjallaði um mál Arons fyrir ári kom það til umræðu á Alþingi. Þar sagði Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, að kannað yrði hvort Aron fengist framseldur hingað heim af mannúðarástæðum. Það var gert en bandarísk yfirvöld svöruðu því til að sambærilegar varðhaldsreglur yrðu að gilda hér og vestanhafs. Ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu sagði í samtali við fréttstofu í dag að mál Arons sé tekið upp með ákveðnu millibili og menn þar á bæ reyni hvað þeir geti. Móðursystir Arons, Valgerður Hermannsdóttir, reyndi einnig að leita liðsinnis Davíðs Oddssonar, núverandi utanríkisráðherra, þegar hann var á leiðinni út að hitta Colin Powell fyrr í vetur. Hún fékk þau svör að ekki væri viðeigandi að blanda máli Arons við fund utanríkisráðherranna. Valgerður segir að kannski hafi það verið þekkingarskortur að ætla að fara fram á slíkt en þetta hafi verið síðasta hálmstráið. Henni var sagt að hún gæti sent Powell persónulegt bréf en Valgerði fannst það heldur langsótt. Valgerður hefur engin gögn fengið hjá ráðuneytinu yfir samskipti þess við bandarísk yfirvöld. Hún segir ömurlegt að geta ekki fært Aroni fregnir af gangi mála. Þrátt fyrir ítrekaða eftirleitan fái hún engin svör um það hvar málið er statt, eða hvert framhaldið verður. Aron Pálmi býr einn en hefur félagsskap af hundinum sínum. Hann getur þó ekki farið út að viðra dýrið, enda hefur hann einungis leyfi til að fara út í búð og í þvottahúsið. Staðsetningartækið hefur hann borið í 15 mánuði. Valgerður segir engin fordæmi fyrir því að menn hafi þurft að bera slíkt tæki lengur en í hálft ár, ekki einu sinni harðsvíraðir glæpamenn í Texas. Valgerður segir ljóst að bandarísk yfirvöld brjóti á mannréttindum Arons Pálma og sjálfur stendur hann í þeirri trú að hann sé ekki nægilega merkilegur til að íslensk stjórnvöld beiti sér. Á sama tíma hafi þau fylgst með baráttu stjórnvalda fyrir því að fá Bobby Fischer til Íslands. „Það er skelfilegt að vita til þess hvernig andleg líðan Arons er smám saman að deyfast,“ segir Valgerður Hermannsdóttir, móðursystir Arons Pálma.
Fréttir Innlent Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira