Innlent

Skíðasvæði víða opin

Skíðasvæðið á Siglufirði er opið til klukkan fjögur í dag. Þar er ágætis veður, gott færi og nægur snjór. Skíða- og snjóbrettasvæðið í Hlíðarfjalli við Akureyri verður opið til klukkan fimm. Þar lítur vel út með veður og dagurinn ætti því að geta orðið góður til útiveru nyrðra. Skíðasvæði Ísfirðinga er opið til fimm og göngusvæðið var opnað á hádegi. Þar er að sögn gott veður og flott færi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×