„Á ekki von á því að vera áfram í Njarðvík“ Atli Arason skrifar 10. maí 2021 22:25 Einar er líklega að hætta með Njarðvík. vísir/bára Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur býst ekki við því að vera áfram þjálfari Njarðvíkur á næsta tímabili. „Ég á ekki von á því. Samningur minn er búinn og ég fer bara núna á morgun að huga að því að skoða mína möguleika. Mér finnst samt það [að vera áfram þjálfari Njarðvíkur] ólíklegt miðað við stöðu mála. Ég á síður von á því,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur. Einar hefur verið þjálfari Njarðvíkur síðustu þrjú tímabil. Njarðvík var um tíma að horfa til þess að geta mögulega fallið úr efstu deild eftir 50 ára samfellda veru í deildinni. „Ég er hrikalega stoltur af þessum strákum. Það eru einhverjir tíu dagar síðan við vorum í tólfta sæti. Án þess að kasta rýrð á nokkurt annað félag þá er það erfiðara fyrir Njarðvíkinga að vera í tólfta sæti en það er fyrir all flesta aðra. Við gerum okkur alveg grein fyrir kröfunum, væntingunum, sögunni, hefðinni og öllu því. Í ljósi þeirrar stöðu, í ljósi þess að þegar það virkilega á móti blés þá var sótt fast að okkur og ég er hrikalega stoltur af þessum 17 manna teymi sem er hérna. Það er búið að standa þétt saman í gegnum mikinn brotsjó. Að standa uppi eftir þetta mót með þessa þrjá sterku sigra, vinna fjóra leiki af þessum síðustu sex. Ég ætla bara að vera stoltur af strákunum fyrir það,“ bætti Einar við. „Vonbrigðin eru gríðarleg. Auðvitað er það markmið hjá klúbbnum að fara í úrslitakeppni, enginn spurning. Við verðum eflaust fram eftir sumri að svekkja okkur á því. Það má spyrja sig af því af hverju þetta lið sem spilaði svo frábærlega í síðustu leikjum hafi ekki gert það alltaf en það er margt sem spilar þar inn í. Við vorum með lykilmenn í meiðslum sem að voru líka kannski ekki upp á sitt besta á köflum. Auðvitað finna menn líka pressuna. Ég ætla að leyfa mér að hrósa mínu uppeldisfélagi, við erum stórt vörumerki í íslenskum körfubolta ekkert ólíkt því sem Liverpool og Manchester United er í enskum fótbolta. Það er fullt af fólki sem hlakkar yfir því að okkur gengur ekki vel. Menn fundu það alveg, það voru ekki allir með okkur. Þess vegna er ég bara stoltur af strákunum, það er hægt að týna það til að einn sigur hefði dugað okkur inn í úrslitakeppnina og já við munum svekkja okkur á því. Það voru held ég átta leikir sem við töpuðum með 5 stigum eða minna í vetur. Það er svekkjandi að hugsa til þess í dag en ég ætla að leyfa mér í kvöld að vera stoltur af strákunum og gleðjast með þeim yfir því að hafa þó klárað sín þrjú verkefni og sett allavegana örlögin í okkar hendur,“ sagði hrærður Einar Árni Jóhannsson í viðtali eftir 15 stiga sigur Njarðvíkur á Þór Þorlákshöfn í lokaleik tímabilsins. UMF Njarðvík Dominos-deild karla Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Fleiri fréttir Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sjá meira
„Ég á ekki von á því. Samningur minn er búinn og ég fer bara núna á morgun að huga að því að skoða mína möguleika. Mér finnst samt það [að vera áfram þjálfari Njarðvíkur] ólíklegt miðað við stöðu mála. Ég á síður von á því,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur. Einar hefur verið þjálfari Njarðvíkur síðustu þrjú tímabil. Njarðvík var um tíma að horfa til þess að geta mögulega fallið úr efstu deild eftir 50 ára samfellda veru í deildinni. „Ég er hrikalega stoltur af þessum strákum. Það eru einhverjir tíu dagar síðan við vorum í tólfta sæti. Án þess að kasta rýrð á nokkurt annað félag þá er það erfiðara fyrir Njarðvíkinga að vera í tólfta sæti en það er fyrir all flesta aðra. Við gerum okkur alveg grein fyrir kröfunum, væntingunum, sögunni, hefðinni og öllu því. Í ljósi þeirrar stöðu, í ljósi þess að þegar það virkilega á móti blés þá var sótt fast að okkur og ég er hrikalega stoltur af þessum 17 manna teymi sem er hérna. Það er búið að standa þétt saman í gegnum mikinn brotsjó. Að standa uppi eftir þetta mót með þessa þrjá sterku sigra, vinna fjóra leiki af þessum síðustu sex. Ég ætla bara að vera stoltur af strákunum fyrir það,“ bætti Einar við. „Vonbrigðin eru gríðarleg. Auðvitað er það markmið hjá klúbbnum að fara í úrslitakeppni, enginn spurning. Við verðum eflaust fram eftir sumri að svekkja okkur á því. Það má spyrja sig af því af hverju þetta lið sem spilaði svo frábærlega í síðustu leikjum hafi ekki gert það alltaf en það er margt sem spilar þar inn í. Við vorum með lykilmenn í meiðslum sem að voru líka kannski ekki upp á sitt besta á köflum. Auðvitað finna menn líka pressuna. Ég ætla að leyfa mér að hrósa mínu uppeldisfélagi, við erum stórt vörumerki í íslenskum körfubolta ekkert ólíkt því sem Liverpool og Manchester United er í enskum fótbolta. Það er fullt af fólki sem hlakkar yfir því að okkur gengur ekki vel. Menn fundu það alveg, það voru ekki allir með okkur. Þess vegna er ég bara stoltur af strákunum, það er hægt að týna það til að einn sigur hefði dugað okkur inn í úrslitakeppnina og já við munum svekkja okkur á því. Það voru held ég átta leikir sem við töpuðum með 5 stigum eða minna í vetur. Það er svekkjandi að hugsa til þess í dag en ég ætla að leyfa mér í kvöld að vera stoltur af strákunum og gleðjast með þeim yfir því að hafa þó klárað sín þrjú verkefni og sett allavegana örlögin í okkar hendur,“ sagði hrærður Einar Árni Jóhannsson í viðtali eftir 15 stiga sigur Njarðvíkur á Þór Þorlákshöfn í lokaleik tímabilsins.
UMF Njarðvík Dominos-deild karla Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Fleiri fréttir Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sjá meira