Veraldleg þjóð í hlekkjum þjóðkirkju Sveinn Atli Gunnarsson skrifar 22. nóvember 2020 18:00 Í könnun sem Siðmennt lét framkvæma nýlega kom fram að trúuðum á Íslandi heldur áfram að fækka og eru núna tæplega 42% af þjóðinni, á móti hefur trúlausum fjölgað og eru um 36% og bilið á milli þessara hópa heldur því áfram að minnka, en sá samanburður kemur m.a. úr sambærilegri könnun sem Siðmennt lét gera 2015. Þetta kemur í sjálfu sér ekkert á óvart enda er þetta þróun sem hefur átt sér stað í áratugi bæði hér á landi svo og annars staðar og á sama tíma hefur hægt og bítandi fækkað í Þjóðkirkjunni. Í dag telja um 25% sig eiga samleið með Þjóðkirkjunni en samt eru yfir 60% Íslendinga skráð í Þjóðkirkjuna. Hluta af þessari skekkju má sjálfsagt skrifa á hvernig skráningu í trúfélög er og hefur verið háttað í gegnum tíðina þar sem börn hafa verið skráð sjálfkrafa í trúfélag foreldra (áður sjálfkrafa í trúfélag móður) við fæðingu og fáir taka raunverulega afstöðu til þeirrar skráningar. Hefðir og venjur ráða auðvitað einhverju líka, fólk vill gjarnan tilheyra í samfélaginu og það getur því verið erfitt að slíta sig frá stærsta trúfélaginu þó að samleið við það sé lítil sem engin. Yfir helmingur þjóðarinnar er í dag hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju, en aðeins um 30% styðja núverandi fyrirkomulag, það er því ljóst að þau 60% sem eru enn skráð í Þjóðkirkjuna eiga mörg hver litla samleið með henni. En hvaða möguleika hefur fólk til að losna úr viðjum kirkjunnar og til nútímalegri valkosts. Ég tel að Siðmennt sé góður kostur fyrir okkur trúleysingjana, enda er svo margt í lífinu sem krefst þess að maður sé hluti af einhverskonar samfélagi fólks með svipuð viðhorf til lífsins. Á lífsbrautinni eru svo mörg verkefni og athafnir sem fólk þarf að fara í gegnum og hefur sögulega verið gert af prestum landsins, til að mynda nafngjafir, fermingar, giftingar og útfarir, en það er m.a. hlutverk Siðmenntar að standa fyrir þessum mikilvægu og sjálfsögðu athöfnum á veraldlegum nótum. Athafnaþjónusta Siðmenntar er nútímalegur og veraldlegur valkostur fyrir þá sem vilja fagna tímamótum í lífinu án þess að blanda trúarbrögðum í spilið. Siðmennt aðhyllist siðrænan húmanisma sem fjallar m.a. um að leitast við að tryggja réttlæti og sanngirni og um leið útrýma umburðarleysi og ofsóknum, en það þýðir einnig almennt umburðarlyndi gagnvart trúarbrögðum. Þannig að Siðmennt er góður valkostur fyrir þau okkar sem hafa veraldlega sýn á lífið og tilveruna. Til að vera viss um að skráning í trú- og lífsskoðunarfélag sé rétt hjá Þjóðskrá þá hvet ég fólk til að fara inn á www.skra.is og athuga málið, það tekur bara eitt augnablik. Það gæti komið á óvart hvernig þinni skráningu er háttað, en þú getur haft áhrif með því að ákveða hvaða hópi þú tilheyrir. Það er einfalt mál og sjálfsagt að taka þá meðvituðu ákvörðun að stjórna þinni trúfélagsskráningu og stjórna því hvernig þínum sóknargjöldum er ráðstafað - þú ræður því. Höfundur er varaformaður í stjórn Siðmenntar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Þjóðkirkjan Sveinn Atli Gunnarsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Í könnun sem Siðmennt lét framkvæma nýlega kom fram að trúuðum á Íslandi heldur áfram að fækka og eru núna tæplega 42% af þjóðinni, á móti hefur trúlausum fjölgað og eru um 36% og bilið á milli þessara hópa heldur því áfram að minnka, en sá samanburður kemur m.a. úr sambærilegri könnun sem Siðmennt lét gera 2015. Þetta kemur í sjálfu sér ekkert á óvart enda er þetta þróun sem hefur átt sér stað í áratugi bæði hér á landi svo og annars staðar og á sama tíma hefur hægt og bítandi fækkað í Þjóðkirkjunni. Í dag telja um 25% sig eiga samleið með Þjóðkirkjunni en samt eru yfir 60% Íslendinga skráð í Þjóðkirkjuna. Hluta af þessari skekkju má sjálfsagt skrifa á hvernig skráningu í trúfélög er og hefur verið háttað í gegnum tíðina þar sem börn hafa verið skráð sjálfkrafa í trúfélag foreldra (áður sjálfkrafa í trúfélag móður) við fæðingu og fáir taka raunverulega afstöðu til þeirrar skráningar. Hefðir og venjur ráða auðvitað einhverju líka, fólk vill gjarnan tilheyra í samfélaginu og það getur því verið erfitt að slíta sig frá stærsta trúfélaginu þó að samleið við það sé lítil sem engin. Yfir helmingur þjóðarinnar er í dag hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju, en aðeins um 30% styðja núverandi fyrirkomulag, það er því ljóst að þau 60% sem eru enn skráð í Þjóðkirkjuna eiga mörg hver litla samleið með henni. En hvaða möguleika hefur fólk til að losna úr viðjum kirkjunnar og til nútímalegri valkosts. Ég tel að Siðmennt sé góður kostur fyrir okkur trúleysingjana, enda er svo margt í lífinu sem krefst þess að maður sé hluti af einhverskonar samfélagi fólks með svipuð viðhorf til lífsins. Á lífsbrautinni eru svo mörg verkefni og athafnir sem fólk þarf að fara í gegnum og hefur sögulega verið gert af prestum landsins, til að mynda nafngjafir, fermingar, giftingar og útfarir, en það er m.a. hlutverk Siðmenntar að standa fyrir þessum mikilvægu og sjálfsögðu athöfnum á veraldlegum nótum. Athafnaþjónusta Siðmenntar er nútímalegur og veraldlegur valkostur fyrir þá sem vilja fagna tímamótum í lífinu án þess að blanda trúarbrögðum í spilið. Siðmennt aðhyllist siðrænan húmanisma sem fjallar m.a. um að leitast við að tryggja réttlæti og sanngirni og um leið útrýma umburðarleysi og ofsóknum, en það þýðir einnig almennt umburðarlyndi gagnvart trúarbrögðum. Þannig að Siðmennt er góður valkostur fyrir þau okkar sem hafa veraldlega sýn á lífið og tilveruna. Til að vera viss um að skráning í trú- og lífsskoðunarfélag sé rétt hjá Þjóðskrá þá hvet ég fólk til að fara inn á www.skra.is og athuga málið, það tekur bara eitt augnablik. Það gæti komið á óvart hvernig þinni skráningu er háttað, en þú getur haft áhrif með því að ákveða hvaða hópi þú tilheyrir. Það er einfalt mál og sjálfsagt að taka þá meðvituðu ákvörðun að stjórna þinni trúfélagsskráningu og stjórna því hvernig þínum sóknargjöldum er ráðstafað - þú ræður því. Höfundur er varaformaður í stjórn Siðmenntar.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun