Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar 30. janúar 2026 13:30 Ríkisborgararéttur er eitt veigamesta réttarsamband sem einstaklingur getur átt við ríki. Hann markar fulla aðild að samfélagi, með réttindum og skyldum og er grundvallarþáttur í réttarríki. Af þeim sökum getur veiting ríkisborgararéttar aldrei verið formsatriði eða háð hentugleika. Í íslenskum lögum er skýrt kveðið á um skilyrði fyrir veitingu ríkisborgararéttar. Umsækjendur þurfa m.a. að hafa haft samfellda búsetu hér á landi, vera með hreint sakavottorð og sýna fram á grunnþekkingu í íslensku. Umsóknir eru metnar í stjórnsýslu samkvæmt fyrirfram skilgreindum og hlutlægum viðmiðum. Þeir sem uppfylla skilyrðin fá ríkisborgararétt. Samhliða þessu kerfi hefur þróast sú framkvæmd að Alþingi veitir ríkisborgararétt í sérstökum tilvikum, utan hins hefðbundna stjórnsýsluferlis. Þar hafa einstaklingar hlotið ríkisborgararétt þrátt fyrir að hafa fengið synjun á öllum stjórnsýslustigum. Í slíkum tilvikum gilda ekki sömu lagaskilyrði og almennt eru gerð. Þetta skapar tvöfalt kerfi; annars vegar lögbundið ferli sem flestir þurfa að fylgja, hins vegar pólitíska undantekningu fyrir útvalda. Þetta er alvarlegt jafnræðismál. Þegar ákvörðun um ríkisborgararétt færist úr höndum fagaðila í stjórnsýslu yfir til þingnefnda skapast rými fyrir huglægt mat og pólitískan þrýsting. Þar gilda ekki lengur sömu hlutlægu viðmiðin og ekki eru gerðar sömu kröfur um jafnræði umsækjenda. Í slíkum aðstæðum er raunveruleg hætta á að þeir sem hafa aðgang að fjölmiðlum, njóta stuðnings áhrifafólks eða verða að umtalsefni í opinberri umræðu fái greiðari leið að ríkisborgararétti en aðrir. Þegar mótmæli, undirskriftalistar eða fjölmiðlaumfjöllun vega þyngra en lögbundin skilyrði er jafnræði umsækjenda ekki lengur tryggt. Ríkisborgararéttur á ekki að vera neyðarútgangur úr synjunarferli né pólitískt undantekningartæki. Hann á að vera niðurstaða gegnsæs, faglegs ferlis byggt á jafnræði. Þegar Alþingi grípur fram fyrir stjórnsýsluna og veitir ríkisborgararétt á grundvelli pólitísks þrýstings grefur það undan trausti á lögum og réttarríki. Umræðan snýst ekki um að vera með eða á móti innflytjendum. Hún snýst um það hvernig ríki skilgreinir aðild að samfélagi sínu og hvort grundvallarreglur jafnræðis og réttarríkis séu virtar í reynd. Það er tímabært að Alþingi endurskoði þetta fyrirkomulag. Ef þingið ætlar áfram að veita ríkisborgararétt verður að tryggja að sömu kröfur gildi fyrir alla, án undantekninga. Annað er ósanngjarnt og samræmist hvorki jafnræðisreglu né heilbrigðu réttarríki. Höfundur er í stjórn Miðflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisborgararéttur Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattlækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Ríkisborgararéttur er eitt veigamesta réttarsamband sem einstaklingur getur átt við ríki. Hann markar fulla aðild að samfélagi, með réttindum og skyldum og er grundvallarþáttur í réttarríki. Af þeim sökum getur veiting ríkisborgararéttar aldrei verið formsatriði eða háð hentugleika. Í íslenskum lögum er skýrt kveðið á um skilyrði fyrir veitingu ríkisborgararéttar. Umsækjendur þurfa m.a. að hafa haft samfellda búsetu hér á landi, vera með hreint sakavottorð og sýna fram á grunnþekkingu í íslensku. Umsóknir eru metnar í stjórnsýslu samkvæmt fyrirfram skilgreindum og hlutlægum viðmiðum. Þeir sem uppfylla skilyrðin fá ríkisborgararétt. Samhliða þessu kerfi hefur þróast sú framkvæmd að Alþingi veitir ríkisborgararétt í sérstökum tilvikum, utan hins hefðbundna stjórnsýsluferlis. Þar hafa einstaklingar hlotið ríkisborgararétt þrátt fyrir að hafa fengið synjun á öllum stjórnsýslustigum. Í slíkum tilvikum gilda ekki sömu lagaskilyrði og almennt eru gerð. Þetta skapar tvöfalt kerfi; annars vegar lögbundið ferli sem flestir þurfa að fylgja, hins vegar pólitíska undantekningu fyrir útvalda. Þetta er alvarlegt jafnræðismál. Þegar ákvörðun um ríkisborgararétt færist úr höndum fagaðila í stjórnsýslu yfir til þingnefnda skapast rými fyrir huglægt mat og pólitískan þrýsting. Þar gilda ekki lengur sömu hlutlægu viðmiðin og ekki eru gerðar sömu kröfur um jafnræði umsækjenda. Í slíkum aðstæðum er raunveruleg hætta á að þeir sem hafa aðgang að fjölmiðlum, njóta stuðnings áhrifafólks eða verða að umtalsefni í opinberri umræðu fái greiðari leið að ríkisborgararétti en aðrir. Þegar mótmæli, undirskriftalistar eða fjölmiðlaumfjöllun vega þyngra en lögbundin skilyrði er jafnræði umsækjenda ekki lengur tryggt. Ríkisborgararéttur á ekki að vera neyðarútgangur úr synjunarferli né pólitískt undantekningartæki. Hann á að vera niðurstaða gegnsæs, faglegs ferlis byggt á jafnræði. Þegar Alþingi grípur fram fyrir stjórnsýsluna og veitir ríkisborgararétt á grundvelli pólitísks þrýstings grefur það undan trausti á lögum og réttarríki. Umræðan snýst ekki um að vera með eða á móti innflytjendum. Hún snýst um það hvernig ríki skilgreinir aðild að samfélagi sínu og hvort grundvallarreglur jafnræðis og réttarríkis séu virtar í reynd. Það er tímabært að Alþingi endurskoði þetta fyrirkomulag. Ef þingið ætlar áfram að veita ríkisborgararétt verður að tryggja að sömu kröfur gildi fyrir alla, án undantekninga. Annað er ósanngjarnt og samræmist hvorki jafnræðisreglu né heilbrigðu réttarríki. Höfundur er í stjórn Miðflokksins í Reykjavík.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun