Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 16. janúar 2026 21:30 vísir/Anton Njarðvík tók á móti ÍA í baráttuglöðum körfuboltaleik sem fram fór í IceMar höllinni í kvöld. Þessi lið eru í harðri baráttu í neðri hluta deildarinnar og var ekkert gefið eftir. Eftir fimm tapleiki í röð komst Njarðvík loksins aftur á sigurbraut með þrettán stiga sigri 84-71. Leikurinn fór heldur hægt af stað og lítið skorað fyrstu mínúturnar. Það vantaði örlítið upp á gæðin sóknarlega hjá báðum liðum en þau bættu vel upp fyrir það og rúmlega það í baráttu. Liðin skiptust á að vera með forystuna allan leikhlutann en þristur frá Luwane Pipkins, nýjum Bandaríkjamanni í liði Njarðvíkur skilaði heimamönnum í forystu eftir fyrsta leikhluta 19-17. ÍA byrjaði annan leikhlutann af krafti og setti fyrstu fimm stigin til þess að komast í forystu. Bæði lið náðu fínasta áhlaupi en undir lok leikhlutans var það Njarðvík sem náði að komast skrefinu framar og leiddi inn í hálfleik 44-36. Njarðvíkingar komust í tíu stiga mun strax í upphafi þriðja leikhluta. Heimamenn voru skrefinu á undan og í hvert sinn sem Skagamenn gerðu sig líklega til þess að komast í eitthvað áhlaup settu Njarðvíkingar stór skot. Njarðvík leiddi eftir þriðja leikhluta með sextán stiga mun 69-53. Skagamenn lentu í áfalli strax í upphafi fjórða leikhluta þegar Darryl Morsell náði í sína fimmtu villu og lauk leik eftir að hafa lent upp á kannt við Dominykas Milka. Gríðarleg blóðtaka fyrir Skagamenn en Darryl Morsell hafði átt öflugan leik fram að þessu. Brátt varð vont verra fyrir ÍA en um miðbik leikhlutans misstu þeir Josip Barnjak einnig útaf með fimm villur og brekkan því orðin ansi brött fyrir gestina. Njarðvíkingar gerðu vel að halda út þrátt fyrir flotta mótspyrnu frá vængbrotnum Skagamönnum undir lokin og höfðu á endanum góðan þrettán stiga sigur 84-71. Atvik leiksins Darryl Morsell villar sig úr leik þegar það eru enn rúmar níu mínútur eftir í fjórða leikhluta. Var búin að vera svona þeirra öflugasta sóknarvopn. Kom smá neisti í lið Skagamanna þó og þeir hótuðu endurkomu en þá villaði Josip Barnjak sig úr leik og þá fór öll trú virtist vera. Stjörnur og skúrkarDwayne Lautier-Ogunleye var öflugur í liði Njarðvíkur með 24 stig. Milka var með tvöfalda tvennu 23 stig og 15 fráköst. Sven Smajlagic setti þá einnig stór skot í leiknum og endaði með 16 stig.Hjá Skagamönnum var Darryl Morsell stigahæstur með 17 stig en hann var að einhverju leyti skúrkur líka að villa sig úr leik í upphafi fjórða en þetta voru allt full kjánalegar villur.DómararnirÞað var smá hiti í þessu í dag og alls ekki allir sáttir með teymið. Það var vissulega margt ábótavant þarna en þeir voru þó síður en svo það sem skildi á milli. Allt í lagi ekki gott væri kannski bara besta lýsingin.Stemingin og umgjörðÞað var vel mætt í IceMar höllina í kvöld og fengu bæði lið gríðarlega öflugan stuðning. Skagamenn voru með rútuferð á leikinn og bætti það stemninguna. Umgjörðin var upp á 10,5 í Njarðvík eins og ávalt!ViðtölRúnar Ingi gat fagnað í kvöld.Vísir/Anton„Ætla að henda því til hliðar og fer mjög sáttur á koddann í kvöld“„Að ná í tvö stig var það sem skipti máli og við gerðum það“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson eftir sigurinn í kvöld en Njarðvík hafði tapað síðustu fimm á undan.„Það var ákveðin gremja í þessum leik. Það voru margir kaflar þar sem að mér finnst svona takturinn í leiknum vera mjög furðulegur og sóknarlega vorum við að klikka svolítið á opnum skotum eða sniðskotum eftir að við vorum búnir að sýna góðan kafla“„Ég ætla að henda því til hliðar og fer mjög sáttur á koddann í kvöld með þessi tvö stig“Sigrar næra og þessi var gríðarlega mikilvægur fyrir Njarðvíkinga. „Þetta er bara geggjað gott fyrir sálina að ná í þennan sigur en nú er bara svaka prógram framundan og við þurfum að mæta í alla leiki bara gráðugir og berjast eins og ljón til þess að ná í tvö stig“„Við höfum sýnt, við erum að fara á Sauðárkrók og við unnum Tindastól hérna fyrr í vetur. Við getum alveg unnið þá en við þurfum að spila miklu betur en við gerðum í kvöld og við þurfum að vera agaðir í 40 mínútur“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson.Óskar Þór Þorsteinsson þjálfari ÍAJón Gautur„Vonandi lærum við bara af þessu og komum sterkari í næsta leik“„Ég er bara svekktur“ sagði Óskar Þór Þorsteinsson þjálfari ÍA eftir tapið í kvöld.„Þetta var rosalega kaflaskipt hjá okkur og svona tilfinningalegur leikur hjá okkur fannst mér. Við vorum roslaega mikið upp og fljótir að verða pirraðir. Menn misstu trú á tímabili líka en við sýndum það alveg að við getum staðið í þessum gaurum“„Við þurfum bara eitthvað aðeins að snúa við hugarfarinu sem er að gerast hérna þegar hlutirnir eru að ganga illa og við erum að fá þessar villur“„Þegar það er tíu stiga munur hérna og ein villa og við bara springum. Þetta er bæði bara einhver reynsla, ég er á fyrsta ári í þessari deild og eiginlega allir leikmennirnir mínir líka og vonandi lærum við bara af þessu og komum sterkari í næsta leik“ sagði Óskar Þór Þorsteinsson. Bónus-deild karla UMF Njarðvík ÍA
Njarðvík tók á móti ÍA í baráttuglöðum körfuboltaleik sem fram fór í IceMar höllinni í kvöld. Þessi lið eru í harðri baráttu í neðri hluta deildarinnar og var ekkert gefið eftir. Eftir fimm tapleiki í röð komst Njarðvík loksins aftur á sigurbraut með þrettán stiga sigri 84-71. Leikurinn fór heldur hægt af stað og lítið skorað fyrstu mínúturnar. Það vantaði örlítið upp á gæðin sóknarlega hjá báðum liðum en þau bættu vel upp fyrir það og rúmlega það í baráttu. Liðin skiptust á að vera með forystuna allan leikhlutann en þristur frá Luwane Pipkins, nýjum Bandaríkjamanni í liði Njarðvíkur skilaði heimamönnum í forystu eftir fyrsta leikhluta 19-17. ÍA byrjaði annan leikhlutann af krafti og setti fyrstu fimm stigin til þess að komast í forystu. Bæði lið náðu fínasta áhlaupi en undir lok leikhlutans var það Njarðvík sem náði að komast skrefinu framar og leiddi inn í hálfleik 44-36. Njarðvíkingar komust í tíu stiga mun strax í upphafi þriðja leikhluta. Heimamenn voru skrefinu á undan og í hvert sinn sem Skagamenn gerðu sig líklega til þess að komast í eitthvað áhlaup settu Njarðvíkingar stór skot. Njarðvík leiddi eftir þriðja leikhluta með sextán stiga mun 69-53. Skagamenn lentu í áfalli strax í upphafi fjórða leikhluta þegar Darryl Morsell náði í sína fimmtu villu og lauk leik eftir að hafa lent upp á kannt við Dominykas Milka. Gríðarleg blóðtaka fyrir Skagamenn en Darryl Morsell hafði átt öflugan leik fram að þessu. Brátt varð vont verra fyrir ÍA en um miðbik leikhlutans misstu þeir Josip Barnjak einnig útaf með fimm villur og brekkan því orðin ansi brött fyrir gestina. Njarðvíkingar gerðu vel að halda út þrátt fyrir flotta mótspyrnu frá vængbrotnum Skagamönnum undir lokin og höfðu á endanum góðan þrettán stiga sigur 84-71. Atvik leiksins Darryl Morsell villar sig úr leik þegar það eru enn rúmar níu mínútur eftir í fjórða leikhluta. Var búin að vera svona þeirra öflugasta sóknarvopn. Kom smá neisti í lið Skagamanna þó og þeir hótuðu endurkomu en þá villaði Josip Barnjak sig úr leik og þá fór öll trú virtist vera. Stjörnur og skúrkarDwayne Lautier-Ogunleye var öflugur í liði Njarðvíkur með 24 stig. Milka var með tvöfalda tvennu 23 stig og 15 fráköst. Sven Smajlagic setti þá einnig stór skot í leiknum og endaði með 16 stig.Hjá Skagamönnum var Darryl Morsell stigahæstur með 17 stig en hann var að einhverju leyti skúrkur líka að villa sig úr leik í upphafi fjórða en þetta voru allt full kjánalegar villur.DómararnirÞað var smá hiti í þessu í dag og alls ekki allir sáttir með teymið. Það var vissulega margt ábótavant þarna en þeir voru þó síður en svo það sem skildi á milli. Allt í lagi ekki gott væri kannski bara besta lýsingin.Stemingin og umgjörðÞað var vel mætt í IceMar höllina í kvöld og fengu bæði lið gríðarlega öflugan stuðning. Skagamenn voru með rútuferð á leikinn og bætti það stemninguna. Umgjörðin var upp á 10,5 í Njarðvík eins og ávalt!ViðtölRúnar Ingi gat fagnað í kvöld.Vísir/Anton„Ætla að henda því til hliðar og fer mjög sáttur á koddann í kvöld“„Að ná í tvö stig var það sem skipti máli og við gerðum það“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson eftir sigurinn í kvöld en Njarðvík hafði tapað síðustu fimm á undan.„Það var ákveðin gremja í þessum leik. Það voru margir kaflar þar sem að mér finnst svona takturinn í leiknum vera mjög furðulegur og sóknarlega vorum við að klikka svolítið á opnum skotum eða sniðskotum eftir að við vorum búnir að sýna góðan kafla“„Ég ætla að henda því til hliðar og fer mjög sáttur á koddann í kvöld með þessi tvö stig“Sigrar næra og þessi var gríðarlega mikilvægur fyrir Njarðvíkinga. „Þetta er bara geggjað gott fyrir sálina að ná í þennan sigur en nú er bara svaka prógram framundan og við þurfum að mæta í alla leiki bara gráðugir og berjast eins og ljón til þess að ná í tvö stig“„Við höfum sýnt, við erum að fara á Sauðárkrók og við unnum Tindastól hérna fyrr í vetur. Við getum alveg unnið þá en við þurfum að spila miklu betur en við gerðum í kvöld og við þurfum að vera agaðir í 40 mínútur“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson.Óskar Þór Þorsteinsson þjálfari ÍAJón Gautur„Vonandi lærum við bara af þessu og komum sterkari í næsta leik“„Ég er bara svekktur“ sagði Óskar Þór Þorsteinsson þjálfari ÍA eftir tapið í kvöld.„Þetta var rosalega kaflaskipt hjá okkur og svona tilfinningalegur leikur hjá okkur fannst mér. Við vorum roslaega mikið upp og fljótir að verða pirraðir. Menn misstu trú á tímabili líka en við sýndum það alveg að við getum staðið í þessum gaurum“„Við þurfum bara eitthvað aðeins að snúa við hugarfarinu sem er að gerast hérna þegar hlutirnir eru að ganga illa og við erum að fá þessar villur“„Þegar það er tíu stiga munur hérna og ein villa og við bara springum. Þetta er bæði bara einhver reynsla, ég er á fyrsta ári í þessari deild og eiginlega allir leikmennirnir mínir líka og vonandi lærum við bara af þessu og komum sterkari í næsta leik“ sagði Óskar Þór Þorsteinsson.
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti