Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 14. janúar 2026 21:30 VÍSIR/VILHELM Grindavík tók á móti Njarðvík í toppslag fjórtándu umferð Bónus deild kvenna þegar liðin mættust í HS orku höllinni í Grindavík í kvöld. Þetta var sannkallaður leikur tveggja hálfleika þegar Grindavík fór með tíu stiga sigur af hólmi 89-79. Leikurinn fór nokkuð fjörlega af stað og opnaði Njarðvík leikinn með þriggja stiga körfu frá Kristu Gló Magnúsdóttur og var það fyrirboði fyrir það sem koma skildi. Leikurinn var hraður og skemmtilegur þar sem bæði lið voru að keyra á hvert annað. Einbeiting Grindavíkur var þeim örlítið til vandræða og voru klaufalegir tæknifeilar að koma í bakið á þeim þar sem Njarðvík refsuðu grimmilega. Eftir fyrsta leikhluta leiddi Njarðvík með átta stigum 26-34. Annar leikhluti byrjaði á vítalínunni en tæknivilla var dæmd á Grindavík. Þorleifur Ólafsson var ekki sáttur með dómgæsluna í fyrsta leikhluta og átti eitthvað vantalað við dómarana sem gáfu Grindavík tæknivillu. Danielle Rodriguez setti niður vítið til að opna annan leikhluta. Það var eins og þetta mótlæti væri eitthvað að fara í hausin á Grindavík því þær voru mjög seinar í gang í leikhlutanum og Njarðvík refsaði og náði mest í fimmtán stiga forskot áður en Grindavík tók við sér seinni part leikhlutans. Grindavík náði nokkrum stoppum og voru að klára sóknir á móti en það var Njarðvík sem fór inn í hálfleik með nokkuð sannfærandi forystu 42-53. Stigin létu aðeins bíða eftir sér í upphafi seinni hálfleiks en Grindavík mætti með krafti út eftir hlé og byrjaði hægt og rólega að saxa á forskot Njarðvíkur. Grindavík hélt Njarðvík í tveim stigum fyrstu rúmlega fimm og hálfa mínútu í seinni hálfleik og náði að jafna leikinn og á endanum komast í forystu. Grindavík fór frá því að vera ellefu stigum undir í það að leiða með sex stigum í lok þriðja leikhluta 70-64. Grindvíkingar héldu áfram í fjórða leikhluta að spila virkilega vel og voru að því virtist með svör við flest öllu því sem Njarðvík reyndi að henda í þær. Það var ekki mikið sem benti til þess endilega í hálfleik að Grindavík færi með sigur af hólmi í kvöld en stórkostlegur seinni hálfleikur hjá þeim skilaði þeim tíu stiga sigri á Njarðvík 89-79. Atvik leiksins Varnarleikur Grindavíkur í upphafi þriðja leikhluta. Þær héldu Njarðvíkingum í tveim stigum fyrstu rúma fimm og hálfa mínútu í upphafi annars leikhluta og snéru leiknum sér í hag. Stjörnur og skúrkar Ellen Nyström var frábær í liði Grindavíkur og var stigahæst á vellinum með 30 stig. Abby Beeman var einnig hrikalega góð og var með þrefalda tvennu, 25 stig, 10 fráköst og 12 stoðsendingar.Hjá Njarðvík var Helena Rafnsdóttir stigahæst með 22 stig.DómararnirSkiptar skoðanir með frammistöðu dómarana í dag. Heilt yfir má sennilega segja allt í lagi ekki gott en það voru nokkrir dómar í kvöld sem maður var ekki alveg sammála.Stemingin og umgjörðÞað var vel mætt í Grindavík í kvöld. Stemningin var ótrúlega góð og bæði lið voru vel studd. Minnti að einhverju leyti á úrslitakeppni en það er kannski viðbúið þegar nágrannar mætast. Umgjörð var svo upp á 10 hér í HS orku höllinni.ViðtölÞorleifur Ólafsson stýrði liði Grindavíkur til sigurs í kvöld.„Fannst við virkilega sýna hvað við getum“„Mér fannst bara vera kraftur og vilji. Við breyttum aðeins varnarlega sem að hjálpaði okkur“ sagði Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur aðspurður um endurkomuna í seinni hálfleik.„Við vorum með upplegg sem að gekk ekki upp og við fórum í plan B sem að virkaði betur og við náðum stoppum. Ég held að það hafi verið svona það aðallega varnarlega að við stigum upp og sóknin bara kom“Grindavík fékk á sig 53 stig í fyrri hálfleik en hélt Njarðvík undir 30 stigum í seinni hálfleiknum, hvað var það sem virkaði svona vel?„Við breyttum vagg og veltu og vorum tilbúnari og aktívari bakvið og svo bara vörnin“Þrátt fyrir flottan sigur í kvöld er Þorleifur lítið að spá í toppbaráttunni eins og stendur.„Ég er ekkert rosalega mikið að pæla í þessum topp. Topp fimm er kannski það sem við erum að horfa á en gaman að vera á toppnum og flott en held að þessi leikur svona yfir höfuð gaf okkur svolítið mikið“„Við höfum verið svolítið mikið að tala um að ná þessu inn og seinni hálfleikurinn allur mjög góður. Þetta er mikilvægt fyrir okkur sem lið en ekki afþví við erum á toppnum heldur við höfum bara verið að ströggla“„Við erum með frábært lið og flotta einstaklinga. Við erum að reyna að slípa okkur saman og í seinni hálfleik núna þá fannst mér við virkilega sýna hvað við getum, þó svo það sé hægt að bæta miklu á þá er þetta eitthvað sem hægt er að byggja ofan á og við getum horft upp á við eftir þessa frammistöðu sem mér hefur fundist við kannski ekki sýna í allan vetur þó svo við höfum verið að vinna leiki“ sagði Þorleifur Ólafsson.Einar Árni Jóhannsson þjáflari NjarðvíkurAnton Brink/Vísir„Þvílíkur munur á einu liði í tveimur hálfleikum“„Það er góð spurning og ég veit ekki hvernig ég á að svara þér“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir tapið í kvöld en leikur Njarðvíkur hrundi algjörlega í seinni hálfleik.„Þvílíkur munur á einu liði í tveimur hálfleikum, það verður bara að segjast alveg eins og er. Ekkert að taka frá Grindavík en það var ekkert allt öðruvísi leikur af þeirra hálfu, þær voru kannski aðeins kraftmeiri og línan leið þar. Við sóknarlega, þetta var vægast sagt vont“Njarðvík skoraði 53 stig í fyrri hálfleik en Grindavík hélt þeim svo undir rúmlega 30 stigum í seinni.„Það er samhangandi varnarlega í þriðja leikhluta þá held ég að við höfum gefið upp einhver 25 stig sem er engan veginn nógu gott og leikurinn bara snýst þar“„Fyrst um sinn vantaði okkur kannski bara þolinmæði og að klára okkar kerfi en svo þegar að það leið inn í þriðja leikhluta þá skipti það engu máli, við vorum að fá ágætis skot en þau voru bara ekki að detta og okkur vantaði bara meira framlag frá ákveðnum lykilmönnum í dag sem að voru víðsfjarri sínu sérstaklega sóknarlega“ sagði Einar Árni Jóhannsson. Bónus-deild kvenna UMF Grindavík UMF Njarðvík
Grindavík tók á móti Njarðvík í toppslag fjórtándu umferð Bónus deild kvenna þegar liðin mættust í HS orku höllinni í Grindavík í kvöld. Þetta var sannkallaður leikur tveggja hálfleika þegar Grindavík fór með tíu stiga sigur af hólmi 89-79. Leikurinn fór nokkuð fjörlega af stað og opnaði Njarðvík leikinn með þriggja stiga körfu frá Kristu Gló Magnúsdóttur og var það fyrirboði fyrir það sem koma skildi. Leikurinn var hraður og skemmtilegur þar sem bæði lið voru að keyra á hvert annað. Einbeiting Grindavíkur var þeim örlítið til vandræða og voru klaufalegir tæknifeilar að koma í bakið á þeim þar sem Njarðvík refsuðu grimmilega. Eftir fyrsta leikhluta leiddi Njarðvík með átta stigum 26-34. Annar leikhluti byrjaði á vítalínunni en tæknivilla var dæmd á Grindavík. Þorleifur Ólafsson var ekki sáttur með dómgæsluna í fyrsta leikhluta og átti eitthvað vantalað við dómarana sem gáfu Grindavík tæknivillu. Danielle Rodriguez setti niður vítið til að opna annan leikhluta. Það var eins og þetta mótlæti væri eitthvað að fara í hausin á Grindavík því þær voru mjög seinar í gang í leikhlutanum og Njarðvík refsaði og náði mest í fimmtán stiga forskot áður en Grindavík tók við sér seinni part leikhlutans. Grindavík náði nokkrum stoppum og voru að klára sóknir á móti en það var Njarðvík sem fór inn í hálfleik með nokkuð sannfærandi forystu 42-53. Stigin létu aðeins bíða eftir sér í upphafi seinni hálfleiks en Grindavík mætti með krafti út eftir hlé og byrjaði hægt og rólega að saxa á forskot Njarðvíkur. Grindavík hélt Njarðvík í tveim stigum fyrstu rúmlega fimm og hálfa mínútu í seinni hálfleik og náði að jafna leikinn og á endanum komast í forystu. Grindavík fór frá því að vera ellefu stigum undir í það að leiða með sex stigum í lok þriðja leikhluta 70-64. Grindvíkingar héldu áfram í fjórða leikhluta að spila virkilega vel og voru að því virtist með svör við flest öllu því sem Njarðvík reyndi að henda í þær. Það var ekki mikið sem benti til þess endilega í hálfleik að Grindavík færi með sigur af hólmi í kvöld en stórkostlegur seinni hálfleikur hjá þeim skilaði þeim tíu stiga sigri á Njarðvík 89-79. Atvik leiksins Varnarleikur Grindavíkur í upphafi þriðja leikhluta. Þær héldu Njarðvíkingum í tveim stigum fyrstu rúma fimm og hálfa mínútu í upphafi annars leikhluta og snéru leiknum sér í hag. Stjörnur og skúrkar Ellen Nyström var frábær í liði Grindavíkur og var stigahæst á vellinum með 30 stig. Abby Beeman var einnig hrikalega góð og var með þrefalda tvennu, 25 stig, 10 fráköst og 12 stoðsendingar.Hjá Njarðvík var Helena Rafnsdóttir stigahæst með 22 stig.DómararnirSkiptar skoðanir með frammistöðu dómarana í dag. Heilt yfir má sennilega segja allt í lagi ekki gott en það voru nokkrir dómar í kvöld sem maður var ekki alveg sammála.Stemingin og umgjörðÞað var vel mætt í Grindavík í kvöld. Stemningin var ótrúlega góð og bæði lið voru vel studd. Minnti að einhverju leyti á úrslitakeppni en það er kannski viðbúið þegar nágrannar mætast. Umgjörð var svo upp á 10 hér í HS orku höllinni.ViðtölÞorleifur Ólafsson stýrði liði Grindavíkur til sigurs í kvöld.„Fannst við virkilega sýna hvað við getum“„Mér fannst bara vera kraftur og vilji. Við breyttum aðeins varnarlega sem að hjálpaði okkur“ sagði Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur aðspurður um endurkomuna í seinni hálfleik.„Við vorum með upplegg sem að gekk ekki upp og við fórum í plan B sem að virkaði betur og við náðum stoppum. Ég held að það hafi verið svona það aðallega varnarlega að við stigum upp og sóknin bara kom“Grindavík fékk á sig 53 stig í fyrri hálfleik en hélt Njarðvík undir 30 stigum í seinni hálfleiknum, hvað var það sem virkaði svona vel?„Við breyttum vagg og veltu og vorum tilbúnari og aktívari bakvið og svo bara vörnin“Þrátt fyrir flottan sigur í kvöld er Þorleifur lítið að spá í toppbaráttunni eins og stendur.„Ég er ekkert rosalega mikið að pæla í þessum topp. Topp fimm er kannski það sem við erum að horfa á en gaman að vera á toppnum og flott en held að þessi leikur svona yfir höfuð gaf okkur svolítið mikið“„Við höfum verið svolítið mikið að tala um að ná þessu inn og seinni hálfleikurinn allur mjög góður. Þetta er mikilvægt fyrir okkur sem lið en ekki afþví við erum á toppnum heldur við höfum bara verið að ströggla“„Við erum með frábært lið og flotta einstaklinga. Við erum að reyna að slípa okkur saman og í seinni hálfleik núna þá fannst mér við virkilega sýna hvað við getum, þó svo það sé hægt að bæta miklu á þá er þetta eitthvað sem hægt er að byggja ofan á og við getum horft upp á við eftir þessa frammistöðu sem mér hefur fundist við kannski ekki sýna í allan vetur þó svo við höfum verið að vinna leiki“ sagði Þorleifur Ólafsson.Einar Árni Jóhannsson þjáflari NjarðvíkurAnton Brink/Vísir„Þvílíkur munur á einu liði í tveimur hálfleikum“„Það er góð spurning og ég veit ekki hvernig ég á að svara þér“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir tapið í kvöld en leikur Njarðvíkur hrundi algjörlega í seinni hálfleik.„Þvílíkur munur á einu liði í tveimur hálfleikum, það verður bara að segjast alveg eins og er. Ekkert að taka frá Grindavík en það var ekkert allt öðruvísi leikur af þeirra hálfu, þær voru kannski aðeins kraftmeiri og línan leið þar. Við sóknarlega, þetta var vægast sagt vont“Njarðvík skoraði 53 stig í fyrri hálfleik en Grindavík hélt þeim svo undir rúmlega 30 stigum í seinni.„Það er samhangandi varnarlega í þriðja leikhluta þá held ég að við höfum gefið upp einhver 25 stig sem er engan veginn nógu gott og leikurinn bara snýst þar“„Fyrst um sinn vantaði okkur kannski bara þolinmæði og að klára okkar kerfi en svo þegar að það leið inn í þriðja leikhluta þá skipti það engu máli, við vorum að fá ágætis skot en þau voru bara ekki að detta og okkur vantaði bara meira framlag frá ákveðnum lykilmönnum í dag sem að voru víðsfjarri sínu sérstaklega sóknarlega“ sagði Einar Árni Jóhannsson.
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum