Mannasættir Teitur Atlason skrifar 8. janúar 2026 12:00 Það var sagt um Steingrím Hermannsson fyrrverandi forsætisráðherra að hann væri „mannasættir.“ Þetta þykir mér fallega sagt. Í rauninni má segja að betri ummæli um stjórnmálamann séu vandfundinn. Í orðinu fellst nefnilega kjarninn lýðræðisfyrirkomulaginu sem okkur öllum er svo kært. Orðið innifelur meðal annars hugtökin úrræðasemi, sáttaumleitun, samskipti, tillitssemi, úrlausn, samstarf, samráð, nærgætni, greiðvirkni, rósemi og málaleitan, svo nokkur dæmi séu tekin. Mannasættir er fyrsta orðið sem mér dettur í hug þegar borgarstjórann okkar, Heiðu Björgu Hilmisdóttur ber á góma. Ég hef þekkt hana í nokkur ár í gegnum starf innan Samfylkingarinnar og þekki af eigin raun þennan kost hennar og hversu mikilvægur þessi eiginleiki hennar er í stjórnmálastarfi. Heiða hefur verið í allskonar hlutverkum innan stjórnmálanna og fáir þekkja betur hvernig kerfið virkar heldur en hún. Þetta hól mitt um Heiðu Björgu er ekkert prívat skoðun mín. Þessi skoðun mín er frekar almenn og sérstaklega hjá þeim sem þekkja til starfa Heiðu Bjargar. Besta dæmið um þetta var þegar Heiða var kjörinn formaður Sambands Íslenskra sveitarfélaga árið 2022. Það voru ekki flokksmenn hennar úr Samfylkingunni sem kusu hana í þessa mikilvæga embætti heldur það sem kalla má pólítíska andstæðinga hennar. Heiða var fyrsta manneskja sem ekki kemur úr Sjálfstæðisflokknum til þess að gegna þessu embætti. Það var ekki vegna þess að hún var “þeirra” eða hafði beðið þolinmóð eftir þessari vegtyllu. Þetta var vegna þess að hún er mannasættir og sú sem embættismennirnir í Samtökum íslenskra sveitarfélaga, treystu best til að standa í stafni i þessum mikilvægu samtökum. Því miður (eða sem betur fer), þá stoppaði Heiða Björg stutt við í þessu embætti því eftir upphlaup Framsóknarflokksins. Þá fór í gang atburðarás sem endað með meirihluta 5 flokka undir forystu Samfylkingarinnar.Um leið og ég sá Einar Þorsteinsson titra í sjónvarpinu eftir að glappaskotið varð heyrinkunnugt, þá sagði ég við alla sem á vegi mínum urðu, að Heiða Björg yrði næsti borgarstjóri Reykjavíkur. Enda varð sú raunin. Heiða var eina manneskja sem gat sameinað nýjan meirihluta úr 5 flokkum. Þetta var enginn draumastaða, en það þurfti að greiða úr óreiðunni sem Einar Þorsteinsson skildi eftir sig og enginn gat það nema Heiða Björg Hilmisdóttir. Hérna kemur að mikilvægu máli sem aldrei er talað um þegar almenningur spáir í hin pólitísku spil sem koma upp þegar gefið er upp á nýtt. Það var ekki sturlaður metnaður til að „ná á toppinn” sem varð til þess að Heiða Björg Hilmisdóttir varð borgarstjóri (eins og alltof oft má sjá í forystuliði stjórnmálanna) heldur kostur hennar sem mannasættir. Þetta er lykilatriði og óendanlega mikilvægt þegar kemur að persónum og leikendum á hinu pólitíska sviði. Stundum er það svo að þeir einstaklingar sem mest þrá völdin, eru sennilega síðasta fólkið sem ætti að höndla þau. Ég hvet allt Samfylkingarfólk í Reykjavík til að tryggja að Heiðu óumdeilt umboð til þess að leiða lista Samfylkingarinnar í kosningum til borgarstjórnar í maí.Höfundur er jafnaðarmaður og ritari Rósarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Samfylkingin Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það var sagt um Steingrím Hermannsson fyrrverandi forsætisráðherra að hann væri „mannasættir.“ Þetta þykir mér fallega sagt. Í rauninni má segja að betri ummæli um stjórnmálamann séu vandfundinn. Í orðinu fellst nefnilega kjarninn lýðræðisfyrirkomulaginu sem okkur öllum er svo kært. Orðið innifelur meðal annars hugtökin úrræðasemi, sáttaumleitun, samskipti, tillitssemi, úrlausn, samstarf, samráð, nærgætni, greiðvirkni, rósemi og málaleitan, svo nokkur dæmi séu tekin. Mannasættir er fyrsta orðið sem mér dettur í hug þegar borgarstjórann okkar, Heiðu Björgu Hilmisdóttur ber á góma. Ég hef þekkt hana í nokkur ár í gegnum starf innan Samfylkingarinnar og þekki af eigin raun þennan kost hennar og hversu mikilvægur þessi eiginleiki hennar er í stjórnmálastarfi. Heiða hefur verið í allskonar hlutverkum innan stjórnmálanna og fáir þekkja betur hvernig kerfið virkar heldur en hún. Þetta hól mitt um Heiðu Björgu er ekkert prívat skoðun mín. Þessi skoðun mín er frekar almenn og sérstaklega hjá þeim sem þekkja til starfa Heiðu Bjargar. Besta dæmið um þetta var þegar Heiða var kjörinn formaður Sambands Íslenskra sveitarfélaga árið 2022. Það voru ekki flokksmenn hennar úr Samfylkingunni sem kusu hana í þessa mikilvæga embætti heldur það sem kalla má pólítíska andstæðinga hennar. Heiða var fyrsta manneskja sem ekki kemur úr Sjálfstæðisflokknum til þess að gegna þessu embætti. Það var ekki vegna þess að hún var “þeirra” eða hafði beðið þolinmóð eftir þessari vegtyllu. Þetta var vegna þess að hún er mannasættir og sú sem embættismennirnir í Samtökum íslenskra sveitarfélaga, treystu best til að standa í stafni i þessum mikilvægu samtökum. Því miður (eða sem betur fer), þá stoppaði Heiða Björg stutt við í þessu embætti því eftir upphlaup Framsóknarflokksins. Þá fór í gang atburðarás sem endað með meirihluta 5 flokka undir forystu Samfylkingarinnar.Um leið og ég sá Einar Þorsteinsson titra í sjónvarpinu eftir að glappaskotið varð heyrinkunnugt, þá sagði ég við alla sem á vegi mínum urðu, að Heiða Björg yrði næsti borgarstjóri Reykjavíkur. Enda varð sú raunin. Heiða var eina manneskja sem gat sameinað nýjan meirihluta úr 5 flokkum. Þetta var enginn draumastaða, en það þurfti að greiða úr óreiðunni sem Einar Þorsteinsson skildi eftir sig og enginn gat það nema Heiða Björg Hilmisdóttir. Hérna kemur að mikilvægu máli sem aldrei er talað um þegar almenningur spáir í hin pólitísku spil sem koma upp þegar gefið er upp á nýtt. Það var ekki sturlaður metnaður til að „ná á toppinn” sem varð til þess að Heiða Björg Hilmisdóttir varð borgarstjóri (eins og alltof oft má sjá í forystuliði stjórnmálanna) heldur kostur hennar sem mannasættir. Þetta er lykilatriði og óendanlega mikilvægt þegar kemur að persónum og leikendum á hinu pólitíska sviði. Stundum er það svo að þeir einstaklingar sem mest þrá völdin, eru sennilega síðasta fólkið sem ætti að höndla þau. Ég hvet allt Samfylkingarfólk í Reykjavík til að tryggja að Heiðu óumdeilt umboð til þess að leiða lista Samfylkingarinnar í kosningum til borgarstjórnar í maí.Höfundur er jafnaðarmaður og ritari Rósarinnar.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun