Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar 8. janúar 2026 07:02 Öll sem aka í Reykjavík þekkja það að sóa tíma í bílnum. Föst í umferð. Líka fólk sem notar Strætó. Ef ekkert er að gert mun þetta versna áður en það batnar. Ég er oft spurður hvort ég sé með eða móti Borgarlínu. Hvort ég sé með eða á móti einkabílnum. Svarið er einfalt. Bæði er betra. Skautun er ekki pólitík Viðreisnar. Hún leysir engan vanda. Ég stend fyrir valfrelsi í samgöngum sem þýðir að ég vil að fólk geti valið einkabíl, almenningssamgöngur, að hjóla eða að ganga. Hlutverk ríkis og borgar er að tryggja að valkostirnir virki. Betri samgöngur ohf. eru að keyra auglýsingar á samfélagsmiðlum til að skýra Borgarlínuna, og biðla til okkar að sýna þolinmæði og biðlund á framkvæmdatímanum. Sem er um 10 ár gangi áætlanir eftir. En þetta snýst ekki um þolinmæði, heldur um skert lífsgæði í heilan áratug. Við munum ekki þola óbreytt ástand svo lengi. Ef við viljum að höfuðborgarsvæðið virki eins og alvöru borgarsamfélag, þá verðum við að ráðast í aðgerðir núna. Höfuðborgarsvæðið hefur verið fjársvelt í samgönguframkvæmdum alltof lengi. Næstu tíu ár verða að vera framkvæmdaár. Það þýðir fjölbreyttir valkostir fyrir borgarbúa. Borgarlína og framkvæmdir fyrir bílaumferð, eins og Sundabraut, stokkar á Sæbraut og Miklubraut, og mislæg gatnamót við Sæbraut. Þetta er ekki annaðhvort- eða, heldur bæði- og. Það er búið að hugsa þetta, núna þarf að framkvæma. Við þurfum samhliða Borgarlínu og framkvæmdum við stokka að grípa strax til aðgerða til að greiða fyrir umferð. Svo sem að: reisa strax mislæg gatnamót Bústaðarvegar og Reykjanesbrautar, en núverandi gatnamót tefja fyrir umferð um alla austurborgina. setja snjallar ljósastýringar á stofnleiðir. Sem bætir umferðarflæði um 10-15%. auka tíðni strætó og veita forgang á gatnamótum. Sem breytir ferðavenjum og dregur úr bílaumferð. ná samkomulagi um sveigjanlegan vinnutíma í skólum og hjá stærstu vinnustöðum ríkis og borgar. Við þurfum ekki öll að mæta milli 8 og 9 á morgnana og hætta á sama tíma seinnipartinn. Þetta eru raunhæfar aðgerðir sem létta á umferð á meðan framkvæmdir standa yfir við stóru verkefnin og munu skila góðum árangri til lengri tíma. Ég sé fyrir mér borg þar sem umferð gengur greið og borgarbúar hafa val um að ganga, hjóla, taka strætó eða keyra. Ég styð Borgarlínu, af því hún er nauðsynleg fyrir vaxandi borg. Ég styð einnig Sundabraut og stokka við Sæbraut og Miklubraut því flest munu áfram keyra. Ég styð áframhaldandi uppbyggingu stígakerfisins, því fjölbreyttar samgöngur gera borgina betri. Ábyrg samgöngustefna byggir á framtíðarsýn þar sem við öll getum notið fjölbreyttra vistvænna ferðamáta, en þarf líka að virka fyrir okkur sem erum föst í umferð núna. Við skuldum borgarbúum meira en hvatningu um biðlund í 10 ár. Höfundur er frambjóðandi í 1. sæti í leiðtogavali Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Róbert Ragnarsson Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Sjá meira
Öll sem aka í Reykjavík þekkja það að sóa tíma í bílnum. Föst í umferð. Líka fólk sem notar Strætó. Ef ekkert er að gert mun þetta versna áður en það batnar. Ég er oft spurður hvort ég sé með eða móti Borgarlínu. Hvort ég sé með eða á móti einkabílnum. Svarið er einfalt. Bæði er betra. Skautun er ekki pólitík Viðreisnar. Hún leysir engan vanda. Ég stend fyrir valfrelsi í samgöngum sem þýðir að ég vil að fólk geti valið einkabíl, almenningssamgöngur, að hjóla eða að ganga. Hlutverk ríkis og borgar er að tryggja að valkostirnir virki. Betri samgöngur ohf. eru að keyra auglýsingar á samfélagsmiðlum til að skýra Borgarlínuna, og biðla til okkar að sýna þolinmæði og biðlund á framkvæmdatímanum. Sem er um 10 ár gangi áætlanir eftir. En þetta snýst ekki um þolinmæði, heldur um skert lífsgæði í heilan áratug. Við munum ekki þola óbreytt ástand svo lengi. Ef við viljum að höfuðborgarsvæðið virki eins og alvöru borgarsamfélag, þá verðum við að ráðast í aðgerðir núna. Höfuðborgarsvæðið hefur verið fjársvelt í samgönguframkvæmdum alltof lengi. Næstu tíu ár verða að vera framkvæmdaár. Það þýðir fjölbreyttir valkostir fyrir borgarbúa. Borgarlína og framkvæmdir fyrir bílaumferð, eins og Sundabraut, stokkar á Sæbraut og Miklubraut, og mislæg gatnamót við Sæbraut. Þetta er ekki annaðhvort- eða, heldur bæði- og. Það er búið að hugsa þetta, núna þarf að framkvæma. Við þurfum samhliða Borgarlínu og framkvæmdum við stokka að grípa strax til aðgerða til að greiða fyrir umferð. Svo sem að: reisa strax mislæg gatnamót Bústaðarvegar og Reykjanesbrautar, en núverandi gatnamót tefja fyrir umferð um alla austurborgina. setja snjallar ljósastýringar á stofnleiðir. Sem bætir umferðarflæði um 10-15%. auka tíðni strætó og veita forgang á gatnamótum. Sem breytir ferðavenjum og dregur úr bílaumferð. ná samkomulagi um sveigjanlegan vinnutíma í skólum og hjá stærstu vinnustöðum ríkis og borgar. Við þurfum ekki öll að mæta milli 8 og 9 á morgnana og hætta á sama tíma seinnipartinn. Þetta eru raunhæfar aðgerðir sem létta á umferð á meðan framkvæmdir standa yfir við stóru verkefnin og munu skila góðum árangri til lengri tíma. Ég sé fyrir mér borg þar sem umferð gengur greið og borgarbúar hafa val um að ganga, hjóla, taka strætó eða keyra. Ég styð Borgarlínu, af því hún er nauðsynleg fyrir vaxandi borg. Ég styð einnig Sundabraut og stokka við Sæbraut og Miklubraut því flest munu áfram keyra. Ég styð áframhaldandi uppbyggingu stígakerfisins, því fjölbreyttar samgöngur gera borgina betri. Ábyrg samgöngustefna byggir á framtíðarsýn þar sem við öll getum notið fjölbreyttra vistvænna ferðamáta, en þarf líka að virka fyrir okkur sem erum föst í umferð núna. Við skuldum borgarbúum meira en hvatningu um biðlund í 10 ár. Höfundur er frambjóðandi í 1. sæti í leiðtogavali Viðreisnar í Reykjavík.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun