Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar 5. janúar 2026 11:03 Snjallsímar með háhraðaneti og samfélagsmiðlar hafa haft mun meiri skaðleg áhrif á tilfinninga- og geðheilsu barna og unglinga, sérstaklega ungra stúlkna, en við höfum gert okkur grein fyrir. Flest bendir til þess að við gerum okkur ekki enn grein fyrir því. Samfélagsmiðlafyrirtækin hanna sína miðla með það markmið að gera börn og unglinga háð þeim. Fyrirtækin nota þekkt sálfræðibrögð til að halda börnum og unglingum sem lengst með augun á skjánum. Með því að framleiða mikið magn efnis sem börn og unglingar ánetjast, með því að halda skjánum að andliti þeirra og stöðva eða draga mikið úr leik og persónulegum samskiptum augliti til auglitis þá hafa þessi fyrirtæki valdið börnum og unglingum meiri skaða en við skiljum í fljótu bragði. Geðræn veikindi, þunglyndi og kvíði jukust mikið milli áranna 2010 og 2015 hjá Z-kynslóðinni, þeirri sem kom á eftir aldamótakynslóðinni. Tíminn helst í hendur við tilkomu snjallsíma með háhraðaneti og aðgangi að samfélagsmiðlum. Framangreint kemur fram í bókinni The Anxious Generation eftir bandaríska félagssálfræðinginn Jonathan Haidt (bókin kom nýlega út hjá Sölku, Kvíðakynslóðin). Rannsóknir Heidts hafa haft mikil áhrif, m.a. á ástralska þingið sem ákvað fyrir skömmu að banna börnum 16 ára og yngri aðgang að samfélagsmiðlum (Facebook, Instagram, Tiktok o.s.frv.). Í bókinni er mikið talnaefni, gröf sem sýna niðurstöður rannsókna á geðsjúkdómum og sjálfsmorðum meðal barna og unglinga. Í einhverjum tilvikum kom skýrari mynd af þegar gerðum rannsóknum þegar tölurnar voru brotnar niður og skoðað hvernig þær kæmu út eftir aldri og kyni. Þá kom t.d. í ljós að nánast engin (8%) aukning varð á kvíða hjá þeim sem eru eldri en 50 ára, en 139% aukning meðal þeirra sem voru milli 18 og 25 ára aldurs, tölur frá 2008 til 2020. Hvers vegna þessi mikla aukning á þessu þrönga tímabili? Ástæðan er snjallsímar. Þeir breyttu lífi allra eftir að þeir komu á markað. Engin önnur kenning eða tilgáta hefur getað skýrt hvers vegna kvíði og þunglyndi meðal unglinga jókst svo mikið í svo mörgum löndum á sama tíma og á sama hátt. Unglingar eyða núna 6-8 klukkustundum í símanum daglega og vegna þessa hefur annað gefið eftir eða horfið: börn og unglingar að leika sér eða hittast heima hjá hvert öðru eða eyða tíma með fullorðnum. Samkvæmt Haidt hefur aukin síma- og samfélagsmiðlanotkun haft ferns konar skaðleg áhrif: 1. Skortur á félgslegum samskiptum Börn þurfa á raunverulegum samskiptum að halda, augliti til auglitis, í leik og hangsi. Samskipti á samfélagsmiðlum uppfylla ekki þessar þarfir. Meir að segja þegar börn og unglingar hittast, eru í sama herbergi, þá hangir hver í sínum síma og er annars hugar. Frjáls leikur er mikilvægur fyrir heilaþroska allra spendýra. 2. Minni og ónógur svefn Langur og góður svefn er mikilvægur fyrir eðlilegan heilaþroska. Stuttur og óreglulegur svefn unglinga, aðallega vegna síma og samfélagsmiðla, hefur forspárgildi fyrir geðræn vandamál síðar meir. 3. Athyglisbrestur Truflunin frá símanum er stanslaus, barn sem situr í skólastofu og er með símann í töskunni á erfitt með að taka athyglina frá símanum og að náminu. 4. Fíkn Fíknin er bæði sá þáttur sem einna erfiðast er að ráða við og sá sem samfélagsmiðlafyrirtækin nota meðvitað til að halda börnum og unglingum að skjánum í sem lengstan tíma. Þessi fyrirtæki nota þekktar sálfræðilegar aðferðir, þekkingu á hvernig dópamín virkar til að hanna miðlana eingöngu með það markmið að hagnast sem mest. Hver fullorðinn getur spurt sjálfan sig hvort stanslaus athygli á símanum, athugun á hvort hafi komið nýtt læk eða ný skilaboð séu ekki a.m.k. lík fíkn, eins og fíkn í sígarettur, maður getur ekki látið á móti sér að taka símann í hönd og gá. Aðferðafræðingar gera skýran greinarmun á fylgni milli ákveðinna þátta og ástæðu breytinga. Fylgnin milli C vítamínsskorts og skyrbjúgs er svo sterk og afgerandi að hægt er að fullyrða að C vítamínsskortur leiði mjög líklega til skyrbjúgs. Sama er með tengsl síma- og samfélagsmiðlanotkunar og geðrænna veikinda (sjá Is Social Media a Cause or Just a Correlate? Bls. 157 í bókinni). Margar rannsóknir benda sterklega til þess að hin hraða breyting á lífi og veruleika unglingsáranna yfir á samfélagsmiðlana sé ástæða, orsök aukins þunglyndis, kvíða og sjálfsmorðshugsana og annarra geðrænna áskorana sem byrjuðu að aukast hratt upp úr 2010. Hvað er til ráða? Jonathan Haidt leggur til margar leiðir og ráð út úr vandanum, hann er með ráð fyrir foreldra, skóla og yfirvöld. Hann leggur áherslu á að ná barnæskunni aftur, með samskiptum, leik og lestri, frá samfélagsmiðlafyrirtækjunum sem beinlínis sitja um sálir ungs fólks. Haidt leggur til fernt: Börn og unglingar fái ekki snjallsíma fyrir framhaldsskólaaldur Enginn aðgangur að samfélagsmiðlum fyrir 16 ára aldur Símabann í skólum Mun meira af eftirlitslausum leik og sjálfstæði barna og ungmenna Nú hefur ástralska þingið og ríkisstjórnin þar tekið af skarið og bannað börnum yngri en 16 ára aðgang að samfélagsmiðlum. Það er gert til að gefa þeim barnæskuna aftur eins og Albanese forsætisráðherra orðaði það. Áströlsku lögin leggja samfélagsmiðlafyrirtækjunum þá skyldu á herðar, að viðlagðri fjársekt, að sjá til þess að tryggja að börnin komist ekki framhjá banninu. Sagan segir að eiginkona Albenese, Jodie Haydon, hafi lokið lestri bókarinnar sem hér er fjallað um, litið yfir gleraugun á eiginmann sinn, sem sat í stól í stofunni, og sagt: „Þú verður að gera eitthva í þessu!“ Og nú er spurningin: Hvað gera íslensk yfirvöld? Höfundur er framkvæmdastjóri Geðverndarfélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Valgarðsson Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Sjá meira
Snjallsímar með háhraðaneti og samfélagsmiðlar hafa haft mun meiri skaðleg áhrif á tilfinninga- og geðheilsu barna og unglinga, sérstaklega ungra stúlkna, en við höfum gert okkur grein fyrir. Flest bendir til þess að við gerum okkur ekki enn grein fyrir því. Samfélagsmiðlafyrirtækin hanna sína miðla með það markmið að gera börn og unglinga háð þeim. Fyrirtækin nota þekkt sálfræðibrögð til að halda börnum og unglingum sem lengst með augun á skjánum. Með því að framleiða mikið magn efnis sem börn og unglingar ánetjast, með því að halda skjánum að andliti þeirra og stöðva eða draga mikið úr leik og persónulegum samskiptum augliti til auglitis þá hafa þessi fyrirtæki valdið börnum og unglingum meiri skaða en við skiljum í fljótu bragði. Geðræn veikindi, þunglyndi og kvíði jukust mikið milli áranna 2010 og 2015 hjá Z-kynslóðinni, þeirri sem kom á eftir aldamótakynslóðinni. Tíminn helst í hendur við tilkomu snjallsíma með háhraðaneti og aðgangi að samfélagsmiðlum. Framangreint kemur fram í bókinni The Anxious Generation eftir bandaríska félagssálfræðinginn Jonathan Haidt (bókin kom nýlega út hjá Sölku, Kvíðakynslóðin). Rannsóknir Heidts hafa haft mikil áhrif, m.a. á ástralska þingið sem ákvað fyrir skömmu að banna börnum 16 ára og yngri aðgang að samfélagsmiðlum (Facebook, Instagram, Tiktok o.s.frv.). Í bókinni er mikið talnaefni, gröf sem sýna niðurstöður rannsókna á geðsjúkdómum og sjálfsmorðum meðal barna og unglinga. Í einhverjum tilvikum kom skýrari mynd af þegar gerðum rannsóknum þegar tölurnar voru brotnar niður og skoðað hvernig þær kæmu út eftir aldri og kyni. Þá kom t.d. í ljós að nánast engin (8%) aukning varð á kvíða hjá þeim sem eru eldri en 50 ára, en 139% aukning meðal þeirra sem voru milli 18 og 25 ára aldurs, tölur frá 2008 til 2020. Hvers vegna þessi mikla aukning á þessu þrönga tímabili? Ástæðan er snjallsímar. Þeir breyttu lífi allra eftir að þeir komu á markað. Engin önnur kenning eða tilgáta hefur getað skýrt hvers vegna kvíði og þunglyndi meðal unglinga jókst svo mikið í svo mörgum löndum á sama tíma og á sama hátt. Unglingar eyða núna 6-8 klukkustundum í símanum daglega og vegna þessa hefur annað gefið eftir eða horfið: börn og unglingar að leika sér eða hittast heima hjá hvert öðru eða eyða tíma með fullorðnum. Samkvæmt Haidt hefur aukin síma- og samfélagsmiðlanotkun haft ferns konar skaðleg áhrif: 1. Skortur á félgslegum samskiptum Börn þurfa á raunverulegum samskiptum að halda, augliti til auglitis, í leik og hangsi. Samskipti á samfélagsmiðlum uppfylla ekki þessar þarfir. Meir að segja þegar börn og unglingar hittast, eru í sama herbergi, þá hangir hver í sínum síma og er annars hugar. Frjáls leikur er mikilvægur fyrir heilaþroska allra spendýra. 2. Minni og ónógur svefn Langur og góður svefn er mikilvægur fyrir eðlilegan heilaþroska. Stuttur og óreglulegur svefn unglinga, aðallega vegna síma og samfélagsmiðla, hefur forspárgildi fyrir geðræn vandamál síðar meir. 3. Athyglisbrestur Truflunin frá símanum er stanslaus, barn sem situr í skólastofu og er með símann í töskunni á erfitt með að taka athyglina frá símanum og að náminu. 4. Fíkn Fíknin er bæði sá þáttur sem einna erfiðast er að ráða við og sá sem samfélagsmiðlafyrirtækin nota meðvitað til að halda börnum og unglingum að skjánum í sem lengstan tíma. Þessi fyrirtæki nota þekktar sálfræðilegar aðferðir, þekkingu á hvernig dópamín virkar til að hanna miðlana eingöngu með það markmið að hagnast sem mest. Hver fullorðinn getur spurt sjálfan sig hvort stanslaus athygli á símanum, athugun á hvort hafi komið nýtt læk eða ný skilaboð séu ekki a.m.k. lík fíkn, eins og fíkn í sígarettur, maður getur ekki látið á móti sér að taka símann í hönd og gá. Aðferðafræðingar gera skýran greinarmun á fylgni milli ákveðinna þátta og ástæðu breytinga. Fylgnin milli C vítamínsskorts og skyrbjúgs er svo sterk og afgerandi að hægt er að fullyrða að C vítamínsskortur leiði mjög líklega til skyrbjúgs. Sama er með tengsl síma- og samfélagsmiðlanotkunar og geðrænna veikinda (sjá Is Social Media a Cause or Just a Correlate? Bls. 157 í bókinni). Margar rannsóknir benda sterklega til þess að hin hraða breyting á lífi og veruleika unglingsáranna yfir á samfélagsmiðlana sé ástæða, orsök aukins þunglyndis, kvíða og sjálfsmorðshugsana og annarra geðrænna áskorana sem byrjuðu að aukast hratt upp úr 2010. Hvað er til ráða? Jonathan Haidt leggur til margar leiðir og ráð út úr vandanum, hann er með ráð fyrir foreldra, skóla og yfirvöld. Hann leggur áherslu á að ná barnæskunni aftur, með samskiptum, leik og lestri, frá samfélagsmiðlafyrirtækjunum sem beinlínis sitja um sálir ungs fólks. Haidt leggur til fernt: Börn og unglingar fái ekki snjallsíma fyrir framhaldsskólaaldur Enginn aðgangur að samfélagsmiðlum fyrir 16 ára aldur Símabann í skólum Mun meira af eftirlitslausum leik og sjálfstæði barna og ungmenna Nú hefur ástralska þingið og ríkisstjórnin þar tekið af skarið og bannað börnum yngri en 16 ára aðgang að samfélagsmiðlum. Það er gert til að gefa þeim barnæskuna aftur eins og Albanese forsætisráðherra orðaði það. Áströlsku lögin leggja samfélagsmiðlafyrirtækjunum þá skyldu á herðar, að viðlagðri fjársekt, að sjá til þess að tryggja að börnin komist ekki framhjá banninu. Sagan segir að eiginkona Albenese, Jodie Haydon, hafi lokið lestri bókarinnar sem hér er fjallað um, litið yfir gleraugun á eiginmann sinn, sem sat í stól í stofunni, og sagt: „Þú verður að gera eitthva í þessu!“ Og nú er spurningin: Hvað gera íslensk yfirvöld? Höfundur er framkvæmdastjóri Geðverndarfélags Íslands.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun