Stjarnan - Álfta­nes 108-104 | Unnu grannaslaginn naum­lega

Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar
Hörkuleikur í kvöld í Garðabæ.
Hörkuleikur í kvöld í Garðabæ. Hulda Margrét

Stjarnan vann 108-104 sigur á Álftanesi í grannaslag kvöldsins í Bónus-deild karla eftir stórskemmtilegan leik.

Leikurinn byrjaði af krafti og settu gestirnir frá Álftanesi  nánast allar körfur niður í fyrsta leikhluta. Álftanes leiddi með 12 stigum þegar fyrsta leikhluta lauk.

Stjörnumönnum gekk vel að brúa bilið í öðrum leikhluta á meðan Álftnesingar misstu boltann sífellt klaufalega og áttu erfitt með að koma boltanum í körfuna. Á lokasekúndum fyrri hálfleiks komust Stjörnumenn í fyrsta sinn yfir í leiknum þegar Orri Gunnarsson setti niður snyrtilega þriggja stiga körfu.

Stjarnan fór inn í hálfleikinn með þriggja stiga forskot og frábæran viðsnúning frá því í fyrsta leikhluta.

Stjörnumönnum tókst að auka forskot sitt enn frekar í þriðja leikhluta og fóru inn í þann fjórða með 9 stiga forskot.

Fjórði hluti byrjaði afskaplega vel hjá Stjörnumönnum sem komust fljótlega í 14 stiga forskot, en það virtist lítið ganga upp hjá gestunum bæði varnarlega og sóknarlega.

Það breyttist fljótlega aftur þegar Álftanes tókst að minnka muninn í fjögur stig á lokamínútu leiksins. Spennandi lokamínúta en Stjörnunni tókst að sigla sigrinum heim og lauk leiknum, 108-104.

Atvik leiksins

Lokasekúndar leiksins þegar Álftanes hafði tækifæri að landa sigrinum eða í það minnsta koma leiknum í framlenginu.

Stjörnur og skúrkar

Orri Gunnarsson var markahæstur hjá Stjörnunni með 21 stig, enda var hann öflugur í þriggja stiga körfunum í kvöld. Giannis kom næst með 18 stig og Ægir með 16.

Orri Gunnarsson frábær í sigri Stjörnunar í kvöld.Hulda Margrét

Ade var markahæstur hjá Álftnesingum með 24 stig, Rati þar næstur með 21 og David með 19.

Ade öflugur í sókninni hjá Álftnesingum.Hulda Margrét

Stemning og umgjörð

Frábær stemning í ÞG-höllinni í Garðabæ. Mikil læti og heyrðist vel í stuðningsmönnum.

Föstudagsstemmari í ÞG-höllinni.Hulda Margrét

Dómarar

Kristinn Óskarsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson og Bjarni Rúnar Lárusson stóðu vaktina á þessu fallega föstudagskvöldi í desember og stóðu sig með prýði.

Kristinn og Bjarni, báðir reynslumiklir körfuboltadómarar.Hulda Margrét

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira