Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 16. desember 2025 07:03 Það hefur verið áhugavert að hlusta á málflutning stjórnarliða sem verja nú fjárlögin og tengd mál, ekki síst fulltrúa Viðreisnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þar m.a. gagnrýnt: - 143 milljarða útgjaldaaukningu (voru um 70 milljarðar í síðustu fjárlögum og þá var kosningaár) - 30 milljarða skattahækkanir - Að ekki séu lögð til hallalaus fjárlög Sjálfstæðisflokkurinn hefur þess í stað lagt fram tillögur um hagræðingu í ríkisrekstri, sölu eigna, skattalækkanir, niðurgreiðslu ríkisskulda og hallalaus fjárlög. Þeim tillögum hefur stjórnarmeirihlutinn hafnað, öllum sem einni. Meðal tillagna má nefna: - 3,5% hagræðingarkröfu á ríkisstofnanir - 7,5% aðhald á aðalskrifstofur ráðuneyta - Skúffufé ráðherra lagt af - Lög um opinbera starfsmenn samræmd við almennan vinnumarkað Það má gjarnan rifja hér upp að þrátt fyrir gríðarleg áföll sem við höfum glímt hér við á undanförnum árum, m.a. heimsfaraldur, jarðhræringar og stríð í Evrópu, skilaði síðasta ríkisstjórn af sér ríkissjóði með litlum halla og lágmarks skuldasöfnun. Og tók þátt í að lækka skatta um yfir 300 milljarða á tíu ára tímabili. Er ekki verið að hækka skatta á almenning? Þrátt fyrir að forsvarsmenn Samfylkingar og Viðreisnar hafi lofað því í aðdraganda kosninga að hækka ekki skatta á almenning – á venjulegt fólk – þarf ekki annað en að renna yfir skattatillögurnar til að sjá að þær ná til mikils meirihluta kjósenda. Meðal annars er um að ræða stórhækkuð vörugjöld á bíla, afnám samsköttunar hjóna og sambúðarfólks, kílómetragjaldið á ökutæki, hækkun krónutölugjalda umfram verðbólgumarkmið og hækkun skatta á leigutekjur sem mun hækka leiguverð og bitna á leigjendum. Stjórnarliðar bera því við hér í þinginu að aðeins sé um að ræða aðgerðir sem bitni á „breiðu bökunum“. Að við sem mótmælum þessum skattahækkunum séum að verja þessi breiðu bök, sem geti vel borgað hærri skatta. Ef þú, kæri lesandi, sérð þarna skattahækkun sem mun bitna á þér, getur þú dregið þá ályktun að þú sért þetta breiða bak ríkisstjórnarinnar sem getir vel greitt hærri skatta. Og þau eru bara rétt að byrja. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Skattar, tollar og gjöld Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið áhugavert að hlusta á málflutning stjórnarliða sem verja nú fjárlögin og tengd mál, ekki síst fulltrúa Viðreisnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þar m.a. gagnrýnt: - 143 milljarða útgjaldaaukningu (voru um 70 milljarðar í síðustu fjárlögum og þá var kosningaár) - 30 milljarða skattahækkanir - Að ekki séu lögð til hallalaus fjárlög Sjálfstæðisflokkurinn hefur þess í stað lagt fram tillögur um hagræðingu í ríkisrekstri, sölu eigna, skattalækkanir, niðurgreiðslu ríkisskulda og hallalaus fjárlög. Þeim tillögum hefur stjórnarmeirihlutinn hafnað, öllum sem einni. Meðal tillagna má nefna: - 3,5% hagræðingarkröfu á ríkisstofnanir - 7,5% aðhald á aðalskrifstofur ráðuneyta - Skúffufé ráðherra lagt af - Lög um opinbera starfsmenn samræmd við almennan vinnumarkað Það má gjarnan rifja hér upp að þrátt fyrir gríðarleg áföll sem við höfum glímt hér við á undanförnum árum, m.a. heimsfaraldur, jarðhræringar og stríð í Evrópu, skilaði síðasta ríkisstjórn af sér ríkissjóði með litlum halla og lágmarks skuldasöfnun. Og tók þátt í að lækka skatta um yfir 300 milljarða á tíu ára tímabili. Er ekki verið að hækka skatta á almenning? Þrátt fyrir að forsvarsmenn Samfylkingar og Viðreisnar hafi lofað því í aðdraganda kosninga að hækka ekki skatta á almenning – á venjulegt fólk – þarf ekki annað en að renna yfir skattatillögurnar til að sjá að þær ná til mikils meirihluta kjósenda. Meðal annars er um að ræða stórhækkuð vörugjöld á bíla, afnám samsköttunar hjóna og sambúðarfólks, kílómetragjaldið á ökutæki, hækkun krónutölugjalda umfram verðbólgumarkmið og hækkun skatta á leigutekjur sem mun hækka leiguverð og bitna á leigjendum. Stjórnarliðar bera því við hér í þinginu að aðeins sé um að ræða aðgerðir sem bitni á „breiðu bökunum“. Að við sem mótmælum þessum skattahækkunum séum að verja þessi breiðu bök, sem geti vel borgað hærri skatta. Ef þú, kæri lesandi, sérð þarna skattahækkun sem mun bitna á þér, getur þú dregið þá ályktun að þú sért þetta breiða bak ríkisstjórnarinnar sem getir vel greitt hærri skatta. Og þau eru bara rétt að byrja. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun