Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar 4. desember 2025 18:00 Magnús M. Norðdahl lögfræðingur ASÍ ritaði grein sem birtist á Vísi þann 4. desember, Lögmaður á villigötum, í tilefni af grein minni um réttindi hlutastarfandi starfsmanna hjá Reykjavíkurborg sem birt var á Vísi þann 3. desember sl. Inntak greinar hans var að ég hafi fullyrt í grein minni að beiting reglna nr. 1/90 og 2/90 væri með samþykki stéttarfélaga og væri sú fullyrðing bæði röng og meiðandi. Nefndi hann að ASÍ hefði verið í samskiptum við Reykjavíkurborg og ríkið vegna þeirrar mismununar sem reglurnar fælu í sér í garð hlutastarfandi starfsmanna Reykjavíkurborgar og gert kröfu um að þeim yrði breytt en án árangurs. Því hafi samtökin í samstarfi við BSRB og BHM kært ríkið til ESA í febrúar sl. vegna á brota á tilskipun 97/81/EC um hlutastörf. Staðreyndin er sú að reglur nr. 1/90 og 2/90 voru samþykktar í borgarráði 5. júní 1990 og hafa reglurnar ekki tekið breytingum síðan. Þá tóku lög um starfsmenn í hlutastörfum nr. 10/2004 gildi 1. október 2004 og hafa því gilt í rúm 20 ár. Þó að reglurnar hafi upphaflega verið samdar einhliða af Reykjavíkurborg og þær samþykkar í borgarráði, hafa þær frá setningu verið hluti af kjarasamningum Reykjavíkurborgar og þeirra stéttarfélaga sem semja um kaup og kjör fyrir hönd félagsmanna sinna, í rúm 35 ár. Með því að samþykkja kjarasamning voru stéttarfélögin þannig að samþykkja að reglurnar giltu um slysatryggingu hlutastarfandi starfsmanna Reykjavíkurborgar. Undirritaður reiknar með að stéttarfélög og samtök þeirra þekki vel þau réttindi og skyldur sem samið er um í kjarasamningum. Nefndi Magnús einnig að samtökin hafi verið upplýst um að reglunum hafi ekki verið beitt, sem hann reyndar dró í efa án þess að hafa tiltækar sannanir fyrir því. Staðreyndin er sú að í framkvæmd hefur Reykjavíkurborg ítrekað hafnað greiðslu bóta með vísan í að tjónþoli hafi ekki slasast í aðalstarfi sínu. Hefur undirritaður þingfest stefnu á hendur Reykjavíkurborg fyrir héraðsdómi til heimtu bóta í einu af málunum, sem ætla má að verði fordæmisgefandi í öðrum sambærilegum málum. Undirritaður hefði glaður upplýst samtökin um hvernig Reykjavíkurborg framfylgdi reglunum í reynd ef eftir því hefði verið leitað í stað þess að spyrja bara Reykjavíkurborg. Því má velta fyrir sér hver er á villigötum í málinu? Höfundur er hæstaréttarlögmaður hjá Fulltingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sveitarstjórnarmál Stéttarfélög Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Magnús M. Norðdahl lögfræðingur ASÍ ritaði grein sem birtist á Vísi þann 4. desember, Lögmaður á villigötum, í tilefni af grein minni um réttindi hlutastarfandi starfsmanna hjá Reykjavíkurborg sem birt var á Vísi þann 3. desember sl. Inntak greinar hans var að ég hafi fullyrt í grein minni að beiting reglna nr. 1/90 og 2/90 væri með samþykki stéttarfélaga og væri sú fullyrðing bæði röng og meiðandi. Nefndi hann að ASÍ hefði verið í samskiptum við Reykjavíkurborg og ríkið vegna þeirrar mismununar sem reglurnar fælu í sér í garð hlutastarfandi starfsmanna Reykjavíkurborgar og gert kröfu um að þeim yrði breytt en án árangurs. Því hafi samtökin í samstarfi við BSRB og BHM kært ríkið til ESA í febrúar sl. vegna á brota á tilskipun 97/81/EC um hlutastörf. Staðreyndin er sú að reglur nr. 1/90 og 2/90 voru samþykktar í borgarráði 5. júní 1990 og hafa reglurnar ekki tekið breytingum síðan. Þá tóku lög um starfsmenn í hlutastörfum nr. 10/2004 gildi 1. október 2004 og hafa því gilt í rúm 20 ár. Þó að reglurnar hafi upphaflega verið samdar einhliða af Reykjavíkurborg og þær samþykkar í borgarráði, hafa þær frá setningu verið hluti af kjarasamningum Reykjavíkurborgar og þeirra stéttarfélaga sem semja um kaup og kjör fyrir hönd félagsmanna sinna, í rúm 35 ár. Með því að samþykkja kjarasamning voru stéttarfélögin þannig að samþykkja að reglurnar giltu um slysatryggingu hlutastarfandi starfsmanna Reykjavíkurborgar. Undirritaður reiknar með að stéttarfélög og samtök þeirra þekki vel þau réttindi og skyldur sem samið er um í kjarasamningum. Nefndi Magnús einnig að samtökin hafi verið upplýst um að reglunum hafi ekki verið beitt, sem hann reyndar dró í efa án þess að hafa tiltækar sannanir fyrir því. Staðreyndin er sú að í framkvæmd hefur Reykjavíkurborg ítrekað hafnað greiðslu bóta með vísan í að tjónþoli hafi ekki slasast í aðalstarfi sínu. Hefur undirritaður þingfest stefnu á hendur Reykjavíkurborg fyrir héraðsdómi til heimtu bóta í einu af málunum, sem ætla má að verði fordæmisgefandi í öðrum sambærilegum málum. Undirritaður hefði glaður upplýst samtökin um hvernig Reykjavíkurborg framfylgdi reglunum í reynd ef eftir því hefði verið leitað í stað þess að spyrja bara Reykjavíkurborg. Því má velta fyrir sér hver er á villigötum í málinu? Höfundur er hæstaréttarlögmaður hjá Fulltingi.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar