Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar 3. desember 2025 19:01 Fyrir skömmu skrifaði ég grein um kerfisbundið aðgerðarleysi Reykjavíkurborgar gagnvart hættulegum gatnamótum við Laugarnesskóla þar sem ekið hefur verið á fjölmörg börn á stuttum tíma. Þögn borgaryfirvalda var ærandi en svarið sem barst er verra en þögnin. Borgin hefur lýst því yfir að hún hyggst ekkert gera og felur sig á bak við hönnunarstaðla og meintan fjárskort. Á sama tíma berast fréttir af nýjum kostnaðarsömum ævintýrum. Léttir í ráðhúsinu Svörin frá borginni bera vott um alvarlegan skort á ábyrgðartilfinningu. Eftir að íbúar gengu á borgina með kröfur um úrbætur á umræddum gatnamótum fékkst þetta viðmót: „Okkur var mjög létt þegar við lásum í bæði skiptin að sem betur fer hafi þau sem urðu fyrir bíl á þessum stað, ekki orðið fyrir neinum umtalsverðum líkamlegum skaða. Vonandi ná báðir einstaklingar sér fljótt andlega af atburðunum.“ Það er erfitt að ímynda sér hvernig hægt er að upplifa létti þegar börn eru keyrð niður á gangbraut við grunnskóla. Sjúkrabíll var kallaður á vettvang. Að einblína á að börnin nái sér „andlega“ er kaldranaleg tilraun til að gera lítið úr þeirri bráðu hættu sem börnunum var stefnt í. Viðbrögðin bera vott um veruleikafirringu. Borgarstarfsmönnum er líklega fyrst og fremst létt yfir því að hafa ekki þurft að takast á við stærra vandamál. Er Reykjavík enn þorp? Borgin heldur því fram að gatnamótin standist „ítrustu hönnunarstaðla“. Jafnframt er sólinni kennt um slysin. Hún skín víst lágt og blindar ökumenn einmitt þegar börnin eru á leið heim úr skóla. Í svarinu segir að „mjög erfitt er að eiga við þessar aðstæður eftir á“. Þetta er auðvitað þvæla. Ef „ítrustu hönnunarstaðlar“ gera ráð fyrir því að börn fari yfir tvær götur án gönguljósa á stað þar sem veruleg og fyrirsjáanleg hætta er á slysum vegna sólar og annarra utanaðkomandi þátta þá hljóta þessir staðlar að vera frá því Reykjavík var þorp. Ný sundlaug fyrir lunda Ótrúlegasta afsökunin sem borgin hefur boðið upp á er fjárskortur. Það þurfi að forgangsraða og fjármagn sé af skornum skammti þegar kemur að því að setja upp lífsnauðsynleg umferðarljós. En svo les maður fréttirnar. Einar Þorsteinsson á hrós skilið fyrir að benda á í nýlegri færslu að nú er meirihlutinn að glíma við þann kostnaðarsama raunveruleika að jarðvegurinn undir nýju selalauginni í Húsdýragarðinum haldi ekki og þess vegna þurfi að færa hana og byggja nýja lundalaug! Þetta er með miklum ólíkindum. Það eru ekki til peningar til að vernda börn á leið heim úr skóla en það virðist vera til sjóður til að tryggja að selir hafi byggingarfræðilega trausta aðstöðu - og nú á að bæta við nýrri laug fyrir lunda. Þetta sýnir að málið snýst ekki um skort á fjármagni heldur sýnir þetta að þeir sem stjórna borginni eru ekki í tengslum við raunveruleikann. Hugmynd menningar- og íþróttaráðs að nýrri selalaug. Ráðið leggur til að byggja lundabyggð þar sem selalaugin stendur nú.Reykjavíkurborg Íbúar taka völdin Borgin hefur tekið afstöðu og hún ætlar ekki að bregðast við. Þess vegna verða íbúar að gera það. Foreldrafélagið hefur af miklum krafti þegar skipulagt gangbrautarvörslu en tilefni er til að ganga lengra. Nú er í vinnslu á öðrum vettvangi að panta færanleg, samstillt umferðarljós sem áætlað er að sett verði upp á gatnamótunum á næstunni. Þar sem borgin getur ekki tryggt öryggi barnanna okkar þá munu íbúarnir sjálfir gera það. Spurningin er, hvað verður borgin lengi að bregðast við þá? Munu borgarstarfsmenn virkja mannskap til að fjarlægja öryggisbúnað sem íbúar setja upp sjálfir? Það yrði viðeigandi lokahnykkur á þetta sorglega mál. Höfundur er faðir barna í Laugarnesskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skóla- og menntamál Umferðaröryggi Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu skrifaði ég grein um kerfisbundið aðgerðarleysi Reykjavíkurborgar gagnvart hættulegum gatnamótum við Laugarnesskóla þar sem ekið hefur verið á fjölmörg börn á stuttum tíma. Þögn borgaryfirvalda var ærandi en svarið sem barst er verra en þögnin. Borgin hefur lýst því yfir að hún hyggst ekkert gera og felur sig á bak við hönnunarstaðla og meintan fjárskort. Á sama tíma berast fréttir af nýjum kostnaðarsömum ævintýrum. Léttir í ráðhúsinu Svörin frá borginni bera vott um alvarlegan skort á ábyrgðartilfinningu. Eftir að íbúar gengu á borgina með kröfur um úrbætur á umræddum gatnamótum fékkst þetta viðmót: „Okkur var mjög létt þegar við lásum í bæði skiptin að sem betur fer hafi þau sem urðu fyrir bíl á þessum stað, ekki orðið fyrir neinum umtalsverðum líkamlegum skaða. Vonandi ná báðir einstaklingar sér fljótt andlega af atburðunum.“ Það er erfitt að ímynda sér hvernig hægt er að upplifa létti þegar börn eru keyrð niður á gangbraut við grunnskóla. Sjúkrabíll var kallaður á vettvang. Að einblína á að börnin nái sér „andlega“ er kaldranaleg tilraun til að gera lítið úr þeirri bráðu hættu sem börnunum var stefnt í. Viðbrögðin bera vott um veruleikafirringu. Borgarstarfsmönnum er líklega fyrst og fremst létt yfir því að hafa ekki þurft að takast á við stærra vandamál. Er Reykjavík enn þorp? Borgin heldur því fram að gatnamótin standist „ítrustu hönnunarstaðla“. Jafnframt er sólinni kennt um slysin. Hún skín víst lágt og blindar ökumenn einmitt þegar börnin eru á leið heim úr skóla. Í svarinu segir að „mjög erfitt er að eiga við þessar aðstæður eftir á“. Þetta er auðvitað þvæla. Ef „ítrustu hönnunarstaðlar“ gera ráð fyrir því að börn fari yfir tvær götur án gönguljósa á stað þar sem veruleg og fyrirsjáanleg hætta er á slysum vegna sólar og annarra utanaðkomandi þátta þá hljóta þessir staðlar að vera frá því Reykjavík var þorp. Ný sundlaug fyrir lunda Ótrúlegasta afsökunin sem borgin hefur boðið upp á er fjárskortur. Það þurfi að forgangsraða og fjármagn sé af skornum skammti þegar kemur að því að setja upp lífsnauðsynleg umferðarljós. En svo les maður fréttirnar. Einar Þorsteinsson á hrós skilið fyrir að benda á í nýlegri færslu að nú er meirihlutinn að glíma við þann kostnaðarsama raunveruleika að jarðvegurinn undir nýju selalauginni í Húsdýragarðinum haldi ekki og þess vegna þurfi að færa hana og byggja nýja lundalaug! Þetta er með miklum ólíkindum. Það eru ekki til peningar til að vernda börn á leið heim úr skóla en það virðist vera til sjóður til að tryggja að selir hafi byggingarfræðilega trausta aðstöðu - og nú á að bæta við nýrri laug fyrir lunda. Þetta sýnir að málið snýst ekki um skort á fjármagni heldur sýnir þetta að þeir sem stjórna borginni eru ekki í tengslum við raunveruleikann. Hugmynd menningar- og íþróttaráðs að nýrri selalaug. Ráðið leggur til að byggja lundabyggð þar sem selalaugin stendur nú.Reykjavíkurborg Íbúar taka völdin Borgin hefur tekið afstöðu og hún ætlar ekki að bregðast við. Þess vegna verða íbúar að gera það. Foreldrafélagið hefur af miklum krafti þegar skipulagt gangbrautarvörslu en tilefni er til að ganga lengra. Nú er í vinnslu á öðrum vettvangi að panta færanleg, samstillt umferðarljós sem áætlað er að sett verði upp á gatnamótunum á næstunni. Þar sem borgin getur ekki tryggt öryggi barnanna okkar þá munu íbúarnir sjálfir gera það. Spurningin er, hvað verður borgin lengi að bregðast við þá? Munu borgarstarfsmenn virkja mannskap til að fjarlægja öryggisbúnað sem íbúar setja upp sjálfir? Það yrði viðeigandi lokahnykkur á þetta sorglega mál. Höfundur er faðir barna í Laugarnesskóla.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun