Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir og Darri Gunnarsson skrifa 1. desember 2025 09:31 Svín eru hin merkilegustu dýr sem fæst okkar fá að kynnast enda eru þau hulin sjónum okkar, innilokuð við hræðilegar aðstæður. Þau eru með greindustu skepnum, hafa vitsmuni á við þriggja ára börn og eru greindari en hundar. Þau hafa flókna vitsmunagreind, eru félagsverur, mynda tengsl sín á milli, sýna samkennd og tilfinningar í garð annarra. Á síðasta ári skrifuðum við um grísina, bleiku hvolpana. Nú ætlum við að segja ykkur frá gyltunni. Gyltan er umhyggjusöm móðir. Hún gýtur að jafnaði 8-14 grísum í goti. Hún gefur grísum sínum hljóðmerki sem þeir þekkja frá öðrum degi og greina frá öðrum gyltum. Þær gefa frá sér hljóð sem vísindamenn líkja við söngva. Þær s.s. syngja fyrir afkvæmi sín. Gyltur í stærri svínahópum hjálpast að við að sinna grísum og má segja að þær passi hver fyrir aðra þegar þannig stendur á. Við eðlilega aðstæður útbúa gyltur flet eða hreiður þar sem þær sinna grísum sínum af mikilli natni. Hreiðurgerðin er mikilvægur hluti atferlis gyltunnar þegar hún undirbýr got. Hún safnar efni í hreiðrið af miklum ákafa og þegar það er fullbúið róast hún og kemur sér fyrir til að gjóta. Gyltur í búrum sýna tilburði til hreiðurgerðar þrátt fyrir þær ömurlegu aðstæður sem þeim eru búnar. Svín eru frjósöm og þann eiginleika nýtir maðurinn af miskunnarleysi og hörku. Gyltur í verskmiðju búum gjóta að jafnaði tvisvar til þrisvar sinnum á ári. Þær dvelja langdvölum í stíum sínum sem eru svo þröngar að þær geta ekki snúið sér við og eðlileg hreyfing þeirra er útilokuð. Þær hafa engin tök á að sinna afkvæmum sínum sem eru aðskilin frá móður sinni og sjúga spena hennar í gegnum rimla. Gylturnar fara aldrei út á þriggja til sex ára langri ævi. Gyltur lifa í um 3-6 ár við þessar aðstæður en þá gefur líkami þeirra sig undan stöðugu álagi. Fætur þeirra eru oft illa farnar eftir áralangt hreyfingarleysi. Við náttúrulegar kringumstæður lifa svín í 15 - 20 ár. Ævi gyltunnar líkur gjarnan í gasklefa þar sem hópur svína er kæfður. Fyrirtæki á borð við Marel stæra sig af hönnun slíkra klefa þar sem mannshöndin kemur ekki nærri. Matvælastofnun Evrópu vill að hætt verði að deyða svín með þessari miskunnarlausu aðferð þar sem að hún veldur ótta, sársauka og þjáningu. Enginn á að vera hryggur um jólin Kaup á svínakjöti er í flestum tilfellum stuðningur við hræðilega meðferð dýra. Höfnum verksmiðjubúskap og sleppum hamborgarhryggnum um jólin. Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa að vitundarvakningu gegn verksmiðjubúskap í svínaeldi. Með því að hafna kjöti sem verður til við óásættanlegar aðstæður fá framleiðendur skýr skilaboð um að hverfa til búskapar þar sem betur er búið að dýrunum. Öll dýr eiga skilið líf sem virði er að lifa. Fylgist með á instagram, tiktok og facebook aðgangi samtakanna á @dyravelferd Höfundar eru Rósa Líf Darradóttir læknir og formaður Samtaka um dýravelferð og Darri Gunnarsson verkfræðingur og meðlimur Samtaka um dýravelferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rósa Líf Darradóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Svín eru hin merkilegustu dýr sem fæst okkar fá að kynnast enda eru þau hulin sjónum okkar, innilokuð við hræðilegar aðstæður. Þau eru með greindustu skepnum, hafa vitsmuni á við þriggja ára börn og eru greindari en hundar. Þau hafa flókna vitsmunagreind, eru félagsverur, mynda tengsl sín á milli, sýna samkennd og tilfinningar í garð annarra. Á síðasta ári skrifuðum við um grísina, bleiku hvolpana. Nú ætlum við að segja ykkur frá gyltunni. Gyltan er umhyggjusöm móðir. Hún gýtur að jafnaði 8-14 grísum í goti. Hún gefur grísum sínum hljóðmerki sem þeir þekkja frá öðrum degi og greina frá öðrum gyltum. Þær gefa frá sér hljóð sem vísindamenn líkja við söngva. Þær s.s. syngja fyrir afkvæmi sín. Gyltur í stærri svínahópum hjálpast að við að sinna grísum og má segja að þær passi hver fyrir aðra þegar þannig stendur á. Við eðlilega aðstæður útbúa gyltur flet eða hreiður þar sem þær sinna grísum sínum af mikilli natni. Hreiðurgerðin er mikilvægur hluti atferlis gyltunnar þegar hún undirbýr got. Hún safnar efni í hreiðrið af miklum ákafa og þegar það er fullbúið róast hún og kemur sér fyrir til að gjóta. Gyltur í búrum sýna tilburði til hreiðurgerðar þrátt fyrir þær ömurlegu aðstæður sem þeim eru búnar. Svín eru frjósöm og þann eiginleika nýtir maðurinn af miskunnarleysi og hörku. Gyltur í verskmiðju búum gjóta að jafnaði tvisvar til þrisvar sinnum á ári. Þær dvelja langdvölum í stíum sínum sem eru svo þröngar að þær geta ekki snúið sér við og eðlileg hreyfing þeirra er útilokuð. Þær hafa engin tök á að sinna afkvæmum sínum sem eru aðskilin frá móður sinni og sjúga spena hennar í gegnum rimla. Gylturnar fara aldrei út á þriggja til sex ára langri ævi. Gyltur lifa í um 3-6 ár við þessar aðstæður en þá gefur líkami þeirra sig undan stöðugu álagi. Fætur þeirra eru oft illa farnar eftir áralangt hreyfingarleysi. Við náttúrulegar kringumstæður lifa svín í 15 - 20 ár. Ævi gyltunnar líkur gjarnan í gasklefa þar sem hópur svína er kæfður. Fyrirtæki á borð við Marel stæra sig af hönnun slíkra klefa þar sem mannshöndin kemur ekki nærri. Matvælastofnun Evrópu vill að hætt verði að deyða svín með þessari miskunnarlausu aðferð þar sem að hún veldur ótta, sársauka og þjáningu. Enginn á að vera hryggur um jólin Kaup á svínakjöti er í flestum tilfellum stuðningur við hræðilega meðferð dýra. Höfnum verksmiðjubúskap og sleppum hamborgarhryggnum um jólin. Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa að vitundarvakningu gegn verksmiðjubúskap í svínaeldi. Með því að hafna kjöti sem verður til við óásættanlegar aðstæður fá framleiðendur skýr skilaboð um að hverfa til búskapar þar sem betur er búið að dýrunum. Öll dýr eiga skilið líf sem virði er að lifa. Fylgist með á instagram, tiktok og facebook aðgangi samtakanna á @dyravelferd Höfundar eru Rósa Líf Darradóttir læknir og formaður Samtaka um dýravelferð og Darri Gunnarsson verkfræðingur og meðlimur Samtaka um dýravelferð.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar