Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson og Rósa Líf Darradóttir skrifa 1. nóvember 2024 13:17 Svín eru með greindustu dýrum og sýnt hefur verið fram á að þau hafi vitsmuni á við þriggja ára börn og eru greindari en hundar. Þau er mannelsk og leikglöð. Í vísindalegri samantekt Lori Marino og Christina Colvin “Thinking Pigs: A Comperative Review of Cognition, Emotion and Personality in Sus domesticus” kemur fram að svín búa yfir eiginleikum sem sýna fram á mikla og flókna vitsmunagreind. Svín þekkja spegilmynd sína, geta leyst þrautir og nýtt sér spegla til að finna hluti. Þau eru mjög minnug og fljót að læra. Hægt er að kenna svínum tákn og þýðingu þeirra í ákveðnu samhengi. Þau eru félagsverur með mismunandi persónuleika og viðhalda félagslegum virðingaröðum innan hópa. Svín mynda tengsl, sýna samkennd og spegla tilfinningar annarra svína í góðum eða slæmum aðstæðum. Svín eru afar hreinlát þrátt fyrir algengan misskilning um hið gagnstæða. Misskilningur þessi byggir á þeim hræðilegu aðstæðum sem svínum er boðið í matvælaiðnaði. Þeim er haldið í þröngum stíum, sumum hverjum svo þröngum að þau geta ekki snúið sér við. Svín eru látin dúsa í úrgangi sínum og fá aldrei að fara út. Þegar þau eiga þess kost þá gera þau þarfir sínar fjarri vistarverum sínum. Halar grísa eru klipptir án deyfingar í verksmiðjubúum landsins. Halaklipping er sársaukafull limlesting þar sem bein eru klippt af dýrinu. Þetta er gert þvert á reglugerð um velferð svína sem hefur verið í gildi hér á landi síðan 2015. Matvælastofnun fer með eftirlit um velferð dýra í landinu hefur því miður ekki tryggt að svínaframleiðendur fari eftir fyrrnefndri reglugerð, ár eftir ár. Tennur grísa eru líka klipptar. Þessar sársaukafullu aðgerðir eru framkvæmdar kerfisbundið í matvælaiðnaði. Svín eru síðan kæfð til meðvitundarleysis í gasklefa áður en að þeim er slátrað. Við hvetjum fólk til að huga að því hvers konar framleiðslu það styður þegar valið er ofan í matarkörfuna.Einhverjum kann að þykja þetta frekleg afskipti af jólahefðum fjölskyldunnar. Það er ekki ætlunin heldur vekja fólk til umhugsunar um meðferð dýra og benda á að kaup á hamborgarahrygg er stuðningur við hræðilega meðferð svína. Með því að hafna kjöti sem verður til við óásættanlegar aðstæður fá framleiðendur skýr skilaboð um að hverfa til búskapar þar sem betur er búið að dýrunum. Höfnum verksmiðjubúskap og sleppum hamborgarhryggnum þessi jól. Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa nú þriðja árið í röð fyrir auglýsingaherferð sem hvetur fólk til þess að kaupa ekki svínakjöt í jólamatinn. Í nóvember og desember er áætlunin að fjalla um svín, fræða fólk um þessi dásamlegu dýr og eiginleikana sem þau búa yfir. Við viljum einnig vekja athygli á slæmum aðbúnaði þeirra. Fylgist með á Instagram, Facebook og Tiktok aðgangi samtakanna á @dyravelferd. Öll dýr eiga skilið líf sem er þessi virði að lifa! Höfundar eru Darri Gunnarsson, verkfræðingur og félagi í Samtökum um dýravelferð á Íslandi, og Rósa Líf Darradóttir, læknir og formaður Samtaka um dýravelferð á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýraheilbrigði Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Svín eru með greindustu dýrum og sýnt hefur verið fram á að þau hafi vitsmuni á við þriggja ára börn og eru greindari en hundar. Þau er mannelsk og leikglöð. Í vísindalegri samantekt Lori Marino og Christina Colvin “Thinking Pigs: A Comperative Review of Cognition, Emotion and Personality in Sus domesticus” kemur fram að svín búa yfir eiginleikum sem sýna fram á mikla og flókna vitsmunagreind. Svín þekkja spegilmynd sína, geta leyst þrautir og nýtt sér spegla til að finna hluti. Þau eru mjög minnug og fljót að læra. Hægt er að kenna svínum tákn og þýðingu þeirra í ákveðnu samhengi. Þau eru félagsverur með mismunandi persónuleika og viðhalda félagslegum virðingaröðum innan hópa. Svín mynda tengsl, sýna samkennd og spegla tilfinningar annarra svína í góðum eða slæmum aðstæðum. Svín eru afar hreinlát þrátt fyrir algengan misskilning um hið gagnstæða. Misskilningur þessi byggir á þeim hræðilegu aðstæðum sem svínum er boðið í matvælaiðnaði. Þeim er haldið í þröngum stíum, sumum hverjum svo þröngum að þau geta ekki snúið sér við. Svín eru látin dúsa í úrgangi sínum og fá aldrei að fara út. Þegar þau eiga þess kost þá gera þau þarfir sínar fjarri vistarverum sínum. Halar grísa eru klipptir án deyfingar í verksmiðjubúum landsins. Halaklipping er sársaukafull limlesting þar sem bein eru klippt af dýrinu. Þetta er gert þvert á reglugerð um velferð svína sem hefur verið í gildi hér á landi síðan 2015. Matvælastofnun fer með eftirlit um velferð dýra í landinu hefur því miður ekki tryggt að svínaframleiðendur fari eftir fyrrnefndri reglugerð, ár eftir ár. Tennur grísa eru líka klipptar. Þessar sársaukafullu aðgerðir eru framkvæmdar kerfisbundið í matvælaiðnaði. Svín eru síðan kæfð til meðvitundarleysis í gasklefa áður en að þeim er slátrað. Við hvetjum fólk til að huga að því hvers konar framleiðslu það styður þegar valið er ofan í matarkörfuna.Einhverjum kann að þykja þetta frekleg afskipti af jólahefðum fjölskyldunnar. Það er ekki ætlunin heldur vekja fólk til umhugsunar um meðferð dýra og benda á að kaup á hamborgarahrygg er stuðningur við hræðilega meðferð svína. Með því að hafna kjöti sem verður til við óásættanlegar aðstæður fá framleiðendur skýr skilaboð um að hverfa til búskapar þar sem betur er búið að dýrunum. Höfnum verksmiðjubúskap og sleppum hamborgarhryggnum þessi jól. Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa nú þriðja árið í röð fyrir auglýsingaherferð sem hvetur fólk til þess að kaupa ekki svínakjöt í jólamatinn. Í nóvember og desember er áætlunin að fjalla um svín, fræða fólk um þessi dásamlegu dýr og eiginleikana sem þau búa yfir. Við viljum einnig vekja athygli á slæmum aðbúnaði þeirra. Fylgist með á Instagram, Facebook og Tiktok aðgangi samtakanna á @dyravelferd. Öll dýr eiga skilið líf sem er þessi virði að lifa! Höfundar eru Darri Gunnarsson, verkfræðingur og félagi í Samtökum um dýravelferð á Íslandi, og Rósa Líf Darradóttir, læknir og formaður Samtaka um dýravelferð á Íslandi.
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun