Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson og Rósa Líf Darradóttir skrifa 3. desember 2024 10:30 Svínum líður best í hópum þar sem þau mynda sterka félagsleg heild. Hóparnir samanstanda gjarnan af nokkrum gyltum og grísum þeirra. Sterk tenging myndast á milli systkina úr sama goti. Við náttúrulegar aðstæður heldur gyltan sig ásamt grísunum afsíðis í fleti sínu í um tvær vikur. Grísir eru þroskaðir við fæðingu. Þeir sjá, heyra og geta staðið upp nær strax. Leikgleði þeirra kemur strax í ljós en þeir hegða sér eins og hvolpar og dilla halanum þegar þeir eru glaðir. Vikugamlir leika þeir sér saman ærslast, þvælast og slást. Þeir leika sér einnig einir og þá helst við að kanna umhverfið og róta í jarðvegi með trýni sínu. Þegar komið er að gjöf á spena kallar móðir þeirra á þá. Grísirnir þekkja rödd hennar frá fyrsta degi. Þeir safnast til hennar með hraði, drekka nægju sína og sofna gjarnan í einni kös við hlið hennar á eftir. Alveg eins og hvolpar, bara bleikir á litinn og með klaufir í stað loppa. Svín eru afar greind og hafa meiri vitsmuni en hundar. Þau hafa mikla hæfileika til að læra og finna leiðir til að leysa þrautir og rannsóknir sýna að þau geta nýtt sér nýjar upplýsingar með því sem þau hafa áður lært. Þau kunna að meta tónlist. Dæmi er um að svín hafi unnið saman við að losna úr búrum. Við rannsókn sem gerð var í Pennsylvania State University lærðu svín að spila einfalda tölvuleiki. Í verksmiðjum þar sem svín eru þaulalin til matvælaframleiðslu nýtir maðurinn sér frjósemi svína og hraðan vöxt. Grísir búa þar á sínu stutta æviskeiði við hræðilegar aðstæður þar sem þeir hafa enga möguleika til að stunda sitt eðlilega atferli. Þeim er aldrei hleypt út, þeir sjá aldrei til sólar, geta aldrei hlaupið um í grasinu eða hnusað af jörðinni. Stuttri ævi grísanna lýkur svo á hræðilegan hátt í gasklefa. Þá er nokkrum grísum smalað inn í búr. Búrið sígur svo niður í pytt þar sem grísirnir er kæfðir við hrikalegar aðstæður, óttaslegnir og kvaldir. Fyrirtæki á borð við Marel stæra sig af hönnun drápsvéla eins og þeirri sem hér er lýst. Á vefsíðu fyrirtækisins eru kostir slíkra véla taldir upp, m.a. að ferlið getur gengið fyrir sig án þess að mannshöndin komi þar nærri og að aðferðin sé „dýravæn”. Aftenging mannsins við iðnvæðingu dýraeldis er hrópandi þegar sjálfvirkri gasklefadrápsvél er lýst með orðinu dýravæn. Orð sem getur ekki verið fjarri sannleikanum þegar ferlið er skoðað. Enginn á að vera hryggur um jólin Fæst okkar gera sér grein fyrir meðferðinni sem svín sæta. Þauleldi svína fer fram bak við luktar dyr hulið neytendum. Kaup á skinku, pulsu og hamborgarhrygg eru stuðningur við hræðilega meðferð á grísum. Förum fram á betri meðferð svína og sleppum hamborgarhryggnum um jólin.Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa að vitundarvakningu gegn verksmiðjubúskap í svínaeldi. Með því að hafna kjöti sem verður til við óásættanlegar aðstæður fá framleiðendur skýr skilaboð um að hverfa til búskapar þar sem betur er búið að dýrunum. Öll dýr eiga skilið líf sem virði er að lifa. Darri Gunnarsson, verkfræðingur og félagi í Samtökum um dýravelferð á Íslandi Rósa Líf Darradóttir, læknir og formaður Samtaka um dýravelferð á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýraheilbrigði Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Svínum líður best í hópum þar sem þau mynda sterka félagsleg heild. Hóparnir samanstanda gjarnan af nokkrum gyltum og grísum þeirra. Sterk tenging myndast á milli systkina úr sama goti. Við náttúrulegar aðstæður heldur gyltan sig ásamt grísunum afsíðis í fleti sínu í um tvær vikur. Grísir eru þroskaðir við fæðingu. Þeir sjá, heyra og geta staðið upp nær strax. Leikgleði þeirra kemur strax í ljós en þeir hegða sér eins og hvolpar og dilla halanum þegar þeir eru glaðir. Vikugamlir leika þeir sér saman ærslast, þvælast og slást. Þeir leika sér einnig einir og þá helst við að kanna umhverfið og róta í jarðvegi með trýni sínu. Þegar komið er að gjöf á spena kallar móðir þeirra á þá. Grísirnir þekkja rödd hennar frá fyrsta degi. Þeir safnast til hennar með hraði, drekka nægju sína og sofna gjarnan í einni kös við hlið hennar á eftir. Alveg eins og hvolpar, bara bleikir á litinn og með klaufir í stað loppa. Svín eru afar greind og hafa meiri vitsmuni en hundar. Þau hafa mikla hæfileika til að læra og finna leiðir til að leysa þrautir og rannsóknir sýna að þau geta nýtt sér nýjar upplýsingar með því sem þau hafa áður lært. Þau kunna að meta tónlist. Dæmi er um að svín hafi unnið saman við að losna úr búrum. Við rannsókn sem gerð var í Pennsylvania State University lærðu svín að spila einfalda tölvuleiki. Í verksmiðjum þar sem svín eru þaulalin til matvælaframleiðslu nýtir maðurinn sér frjósemi svína og hraðan vöxt. Grísir búa þar á sínu stutta æviskeiði við hræðilegar aðstæður þar sem þeir hafa enga möguleika til að stunda sitt eðlilega atferli. Þeim er aldrei hleypt út, þeir sjá aldrei til sólar, geta aldrei hlaupið um í grasinu eða hnusað af jörðinni. Stuttri ævi grísanna lýkur svo á hræðilegan hátt í gasklefa. Þá er nokkrum grísum smalað inn í búr. Búrið sígur svo niður í pytt þar sem grísirnir er kæfðir við hrikalegar aðstæður, óttaslegnir og kvaldir. Fyrirtæki á borð við Marel stæra sig af hönnun drápsvéla eins og þeirri sem hér er lýst. Á vefsíðu fyrirtækisins eru kostir slíkra véla taldir upp, m.a. að ferlið getur gengið fyrir sig án þess að mannshöndin komi þar nærri og að aðferðin sé „dýravæn”. Aftenging mannsins við iðnvæðingu dýraeldis er hrópandi þegar sjálfvirkri gasklefadrápsvél er lýst með orðinu dýravæn. Orð sem getur ekki verið fjarri sannleikanum þegar ferlið er skoðað. Enginn á að vera hryggur um jólin Fæst okkar gera sér grein fyrir meðferðinni sem svín sæta. Þauleldi svína fer fram bak við luktar dyr hulið neytendum. Kaup á skinku, pulsu og hamborgarhrygg eru stuðningur við hræðilega meðferð á grísum. Förum fram á betri meðferð svína og sleppum hamborgarhryggnum um jólin.Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa að vitundarvakningu gegn verksmiðjubúskap í svínaeldi. Með því að hafna kjöti sem verður til við óásættanlegar aðstæður fá framleiðendur skýr skilaboð um að hverfa til búskapar þar sem betur er búið að dýrunum. Öll dýr eiga skilið líf sem virði er að lifa. Darri Gunnarsson, verkfræðingur og félagi í Samtökum um dýravelferð á Íslandi Rósa Líf Darradóttir, læknir og formaður Samtaka um dýravelferð á Íslandi
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar