Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 28. nóvember 2025 08:01 Um 50 dagar eru liðnir síðan 20 punkta áætlun Trumps Bandaríkjaforseta um frið á Gaza tók gildi, eftir að Ísrael og Andspyrnuhreyfingin Hamas og aðrir flokkar á Gaza höfðu veitt samþykki sitt fyrir tillögunni. Hamas samtökin hafa einsog fyrri daginn fylgt strangt eftir ákvæðum í áætlun Trumps, en Ísraelsstjórn hefur þverbrotið samkomulagið frá fyrsta degi. Ísraelsher hefur haldið áfram morðárásum á íbúa Gaza og ekki færri en 340 manns hafa farist í loftárásum á þeim mánuði sem liðinn er frá 10. október 2025, þar af nærri helmingur börn, að meðaltali tvö börn á dag. Ísraelsstjórn heldur því engu að síður fram að vopnahlé sé í gildi, en það á greinilega einungis við um palestínsku andspyrnuhreyfinguna að mati stríðsglæpaliðsins í Tel Aviv. Horft er upp á sama framferði og í Líbanon þar sem vopnahlé á að heita í gildi en Ísrael heldur stöðugt áfram árásum. Í vopnahléinu þar hefur Ísraelsher drepið yfir 300 manns. Landræningjar á Vesturbakkanum vaða uppi með stuðningi og í skjóli Ísraelshers, með sívaxandi landráni og æ grimmilegri árásum á palestínska íbúa, heimili þeirra og ólífulundi sem eru lífsgrundvöllur flestra bænda. Stefna Ísraels á Vesturbakkanum er í grunnninn sú sama og á Gaza, útrýmingarstefna með þjóðarmorði. Reka ber Ísrael úr SÞ og frá Palestínu Rétt eins og Ísraelsmenn viðurkenna ekki samþykktir Sameinuðu þjóðanna, alþjóðlög eða mannréttindasáttmála þegar þeir eiga í hlut, er löng reynsla af því að Ísrael stendur ekki við gerða samninga um vopnahlé. Það er bara hinn aðilinn sem á að fara eftir reglunum. Leiðtogar þessa landránsríkis hafa alla tíð talið sig hafna yfir lög og rétt. Það er löngu tímabært að reka Ísrael úr Sameinuðu þjóðunum. Ísrael hefur frá fyrstu tíð litið á SÞ sem óvinafögnuð og neitað að fara eftir ályktunum sem varða Ísrael og Palestínu. Það hefur ráðist grimmilega gegn stofnunum SÞ einsog UNRWA, Flóttamannahjálp SÞ fyrir Palestínu, og þar með grundvelli alls hjálparstarfs á Gaza. Byggingar hafa verið lagðar í rúst, skólar og heilsugæsla, starfsemi UNRWA bönnuð og hundruðir starfsmanna SÞ á Gaza verið drepnir af Ísraelsher. Krafan er: Ísrael burt úr SÞ! Ísrael burt úr Palestínu! Mannúðaraðstoð hindruð af Ísrael Stórt atriði í 20-punkta áætlun Trumps var að landamæri yrðu opnuð fyrir mannúðaraðstoð. Hungursneyð er til staðar og trukkar með hjálpargögn, matvæli og lyf, bíða þúsundum saman Egyptalandsmegin eftir leyfi Ísraelshers til að fara inn á svæðið. Samið var um 600 trukka á dag, en Ísraelsmenn hafa stöðugt verið að tefja flutninga og aðeins broti af lífsnauðynlegri þörf hefur verið hleypt inn. Fjöldi trukka hefur komist upp í 100 suma daga, en talið er að í raun þurfi að lágmarki 1000 trukka á dag. Dreifingin innanlands er einnig miklum erfiðleikum bundin vegna þess hvernig Ísraelsher hefur gjöreyðilagt aðstöðu UNRWA og úthlutunarstöðvar fyrir mat. Þá er vegakerfi og allir innviðir í rúst. Gervifætur til Gaza Félagið Ísland-Palestína er einn þeirra aðila sem þurfa að koma hjálpargögnum inn á Gaza sem allra fyrst. Þar er um að ræða verkefnið Gervifætur til Gaza sem stofnað var til með Össuri heitnum Kristinssyni í maí 2009. Síðan þá hefur efni í hundruð gervifóta farið frá Íslandi til Gaza með góðum árangri. Síðasta ferð var farin 2018 en ekki hefur tekist að komast inn síðan. Þrátt fyrir aðstæðurnar síðustu tvö árin hefur starfsemi haldið áfram í ALPC, gervilimastsöðinni á Gaza, sem verið hefur okkar samstarfsaðili. Fyrir um hálfu ári var gerð árás á stöðina. Þá lagðist starfsemin niður tímabundið, en er hafin að nýju. Skemmdir á byggingunni virðast ekki koma í veg fyrir að ALPC haldi hjálparstarfinu áfram, þótt í mun minna mæli sé en áður. Þörfin er hins vegar gríðarleg, talið er að um 5000 manns hafi misst útlimi vegna árása Ísraelshers. Styðjum konur og börn Félagið hefur stutt marga aðra aðila á síðasta aldarfjórðunginn. Stærsta verkefnið, auk Gervifótaverkefnisins, er stuðningur við AISHA, félag til stuðnings konum og börnum sem orðið hafa fyrir hvers kyns ofbeldi. Þetta verkefni komst á laggirnar 10. október 2010 og hefur þráðurinn ekki slitnað. Starfsfólk AISHA, þar á meðal félagsráðgjafar og lögfræðingar, urðu að yfirgefa byggingu AISHA vegna árása Ísraelshers og lentu þær á vergangi einsog aðrir íbúar. Einn lét lífið í þessari árás og fleiri særðust. Félaginu hefur þrátt fyrir þessar aðstæður tekist að veita þeim stuðning og mun gera það áfram. Alls óvíst er hvort og hvenær hernámsyfirvöldin leyfa okkur aðgang að Gaza. Áætlun Trumps segir ekki orð um afnám hernámsins né hvort og hvenær umsátri Ísraels um Gaza verði aflétt en það hefur nú verið algert í 18 ár. Öllu skiptir að baráttan haldi áfram fyrir frelsi og mannréttindum til handa palestínsku þjóðinni. Allur heimurinn hefur nú horft upp á viðbjóðslega útrýmingarherferð í meira en tvö ár, sem er framhald á Nakba, hörmungunum miklu sem hófust 1948, en þá var helmingur íbúa Palestínu hrakinn frá heimilum sínum, tugþúsundir till Gaza og annar eins fjöldi til hinna ólíku nágrannalanda, alls 750 þúsund manns. Baráttan heldur áfram Þegar litið er til Gaza í dag er augljóst að stefnt hefur verið að gereyðingu palestínskra byggða. Það eru ekki bara heimili fólks, skólar, sjúkrahús, moskur og kirkjur sem hafa verið lagðar í rúst heldur hefur nánast öllu gróðurlendi verið eytt. Gaza býr yfrir einstaklega gjöfulli jörð og þar var ein helsta útflutningsmiðstöð sítrus-ávaxta í heiminum. Þess utan eru fíkjur og döðlur hvergi betri og má þannig lengi telja. „Baráttan heldur áfram“ segja Palestínumenn sem hafa ekki gefist upp þrátt fyrir ægilegar aðstæður. Við þurfum að taka undir það. Illskan má ekki sigra og við þurfum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að sýna samstöðu. Við hljótum að krefjast þess af ríkisstjórn Íslands, að hún fari að láta verkin tala gagnvart ofbeldi Ísraelsríkis og gera allt sem hún getur til að stöðva þjóðarmorðið. Slítum stjórnmálasambandi við hryðjuverkastjórnina í Tel Aviv. Rjúfum íþrótta- og menningarsamskipti, sem annars eru notuð af Ísrael til að láta líta út sem allt sé með eðlilegum hætti, þegar veruleikinn er hernám, aðskilnaðarstefna og þjóðarmorð. Sameinuðu þjóðirnar hafa gert 29. nóvember að alþjóðlegum samstöðudegi fyrir Palestínu. Félagið Ísland-Palestína hefur löngum svarað því kalli og efnir nú til fundar á laugardaginn í Norræna húsinu kl. 15. Lifi frjáls Palestína! Höfundur er læknir og heiðursborgari í Palestínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Um 50 dagar eru liðnir síðan 20 punkta áætlun Trumps Bandaríkjaforseta um frið á Gaza tók gildi, eftir að Ísrael og Andspyrnuhreyfingin Hamas og aðrir flokkar á Gaza höfðu veitt samþykki sitt fyrir tillögunni. Hamas samtökin hafa einsog fyrri daginn fylgt strangt eftir ákvæðum í áætlun Trumps, en Ísraelsstjórn hefur þverbrotið samkomulagið frá fyrsta degi. Ísraelsher hefur haldið áfram morðárásum á íbúa Gaza og ekki færri en 340 manns hafa farist í loftárásum á þeim mánuði sem liðinn er frá 10. október 2025, þar af nærri helmingur börn, að meðaltali tvö börn á dag. Ísraelsstjórn heldur því engu að síður fram að vopnahlé sé í gildi, en það á greinilega einungis við um palestínsku andspyrnuhreyfinguna að mati stríðsglæpaliðsins í Tel Aviv. Horft er upp á sama framferði og í Líbanon þar sem vopnahlé á að heita í gildi en Ísrael heldur stöðugt áfram árásum. Í vopnahléinu þar hefur Ísraelsher drepið yfir 300 manns. Landræningjar á Vesturbakkanum vaða uppi með stuðningi og í skjóli Ísraelshers, með sívaxandi landráni og æ grimmilegri árásum á palestínska íbúa, heimili þeirra og ólífulundi sem eru lífsgrundvöllur flestra bænda. Stefna Ísraels á Vesturbakkanum er í grunnninn sú sama og á Gaza, útrýmingarstefna með þjóðarmorði. Reka ber Ísrael úr SÞ og frá Palestínu Rétt eins og Ísraelsmenn viðurkenna ekki samþykktir Sameinuðu þjóðanna, alþjóðlög eða mannréttindasáttmála þegar þeir eiga í hlut, er löng reynsla af því að Ísrael stendur ekki við gerða samninga um vopnahlé. Það er bara hinn aðilinn sem á að fara eftir reglunum. Leiðtogar þessa landránsríkis hafa alla tíð talið sig hafna yfir lög og rétt. Það er löngu tímabært að reka Ísrael úr Sameinuðu þjóðunum. Ísrael hefur frá fyrstu tíð litið á SÞ sem óvinafögnuð og neitað að fara eftir ályktunum sem varða Ísrael og Palestínu. Það hefur ráðist grimmilega gegn stofnunum SÞ einsog UNRWA, Flóttamannahjálp SÞ fyrir Palestínu, og þar með grundvelli alls hjálparstarfs á Gaza. Byggingar hafa verið lagðar í rúst, skólar og heilsugæsla, starfsemi UNRWA bönnuð og hundruðir starfsmanna SÞ á Gaza verið drepnir af Ísraelsher. Krafan er: Ísrael burt úr SÞ! Ísrael burt úr Palestínu! Mannúðaraðstoð hindruð af Ísrael Stórt atriði í 20-punkta áætlun Trumps var að landamæri yrðu opnuð fyrir mannúðaraðstoð. Hungursneyð er til staðar og trukkar með hjálpargögn, matvæli og lyf, bíða þúsundum saman Egyptalandsmegin eftir leyfi Ísraelshers til að fara inn á svæðið. Samið var um 600 trukka á dag, en Ísraelsmenn hafa stöðugt verið að tefja flutninga og aðeins broti af lífsnauðynlegri þörf hefur verið hleypt inn. Fjöldi trukka hefur komist upp í 100 suma daga, en talið er að í raun þurfi að lágmarki 1000 trukka á dag. Dreifingin innanlands er einnig miklum erfiðleikum bundin vegna þess hvernig Ísraelsher hefur gjöreyðilagt aðstöðu UNRWA og úthlutunarstöðvar fyrir mat. Þá er vegakerfi og allir innviðir í rúst. Gervifætur til Gaza Félagið Ísland-Palestína er einn þeirra aðila sem þurfa að koma hjálpargögnum inn á Gaza sem allra fyrst. Þar er um að ræða verkefnið Gervifætur til Gaza sem stofnað var til með Össuri heitnum Kristinssyni í maí 2009. Síðan þá hefur efni í hundruð gervifóta farið frá Íslandi til Gaza með góðum árangri. Síðasta ferð var farin 2018 en ekki hefur tekist að komast inn síðan. Þrátt fyrir aðstæðurnar síðustu tvö árin hefur starfsemi haldið áfram í ALPC, gervilimastsöðinni á Gaza, sem verið hefur okkar samstarfsaðili. Fyrir um hálfu ári var gerð árás á stöðina. Þá lagðist starfsemin niður tímabundið, en er hafin að nýju. Skemmdir á byggingunni virðast ekki koma í veg fyrir að ALPC haldi hjálparstarfinu áfram, þótt í mun minna mæli sé en áður. Þörfin er hins vegar gríðarleg, talið er að um 5000 manns hafi misst útlimi vegna árása Ísraelshers. Styðjum konur og börn Félagið hefur stutt marga aðra aðila á síðasta aldarfjórðunginn. Stærsta verkefnið, auk Gervifótaverkefnisins, er stuðningur við AISHA, félag til stuðnings konum og börnum sem orðið hafa fyrir hvers kyns ofbeldi. Þetta verkefni komst á laggirnar 10. október 2010 og hefur þráðurinn ekki slitnað. Starfsfólk AISHA, þar á meðal félagsráðgjafar og lögfræðingar, urðu að yfirgefa byggingu AISHA vegna árása Ísraelshers og lentu þær á vergangi einsog aðrir íbúar. Einn lét lífið í þessari árás og fleiri særðust. Félaginu hefur þrátt fyrir þessar aðstæður tekist að veita þeim stuðning og mun gera það áfram. Alls óvíst er hvort og hvenær hernámsyfirvöldin leyfa okkur aðgang að Gaza. Áætlun Trumps segir ekki orð um afnám hernámsins né hvort og hvenær umsátri Ísraels um Gaza verði aflétt en það hefur nú verið algert í 18 ár. Öllu skiptir að baráttan haldi áfram fyrir frelsi og mannréttindum til handa palestínsku þjóðinni. Allur heimurinn hefur nú horft upp á viðbjóðslega útrýmingarherferð í meira en tvö ár, sem er framhald á Nakba, hörmungunum miklu sem hófust 1948, en þá var helmingur íbúa Palestínu hrakinn frá heimilum sínum, tugþúsundir till Gaza og annar eins fjöldi til hinna ólíku nágrannalanda, alls 750 þúsund manns. Baráttan heldur áfram Þegar litið er til Gaza í dag er augljóst að stefnt hefur verið að gereyðingu palestínskra byggða. Það eru ekki bara heimili fólks, skólar, sjúkrahús, moskur og kirkjur sem hafa verið lagðar í rúst heldur hefur nánast öllu gróðurlendi verið eytt. Gaza býr yfrir einstaklega gjöfulli jörð og þar var ein helsta útflutningsmiðstöð sítrus-ávaxta í heiminum. Þess utan eru fíkjur og döðlur hvergi betri og má þannig lengi telja. „Baráttan heldur áfram“ segja Palestínumenn sem hafa ekki gefist upp þrátt fyrir ægilegar aðstæður. Við þurfum að taka undir það. Illskan má ekki sigra og við þurfum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að sýna samstöðu. Við hljótum að krefjast þess af ríkisstjórn Íslands, að hún fari að láta verkin tala gagnvart ofbeldi Ísraelsríkis og gera allt sem hún getur til að stöðva þjóðarmorðið. Slítum stjórnmálasambandi við hryðjuverkastjórnina í Tel Aviv. Rjúfum íþrótta- og menningarsamskipti, sem annars eru notuð af Ísrael til að láta líta út sem allt sé með eðlilegum hætti, þegar veruleikinn er hernám, aðskilnaðarstefna og þjóðarmorð. Sameinuðu þjóðirnar hafa gert 29. nóvember að alþjóðlegum samstöðudegi fyrir Palestínu. Félagið Ísland-Palestína hefur löngum svarað því kalli og efnir nú til fundar á laugardaginn í Norræna húsinu kl. 15. Lifi frjáls Palestína! Höfundur er læknir og heiðursborgari í Palestínu.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar