Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar 4. janúar 2026 08:02 Covid-19 veirufaraldurinn, sem hófst árið 2019, hafði ýmsar breytingar í för með sér. Vissar aðgerðir íslenskra stjórnvalda voru harðlega gagnrýndar, einkum fyrir að fela pólitískar ákvarðanir á bak við ráðleggingar sérfræðinga. Mörkin milli faglegs mats og pólitískra ákvarðana urðu við það óljós. Spurningar vöknuðu því um lýðræðislega ábyrgð og valdaskiptingu á tímum neyðarástands. Samt sem áður hafa kannanir sýnt að traust landsmanna til íslenskra heilbrigðisyfirvalda hafi ekki minnkað. Sú þróun hefur þó orðið að vaxandi tortryggni hefur gert vart við sig gagnvart bólusetningum, einkum bólusetningum barna. Þetta er afar hættuleg þróun. Á Íslandi er tíðni ungbarnadauða mjög lág, eða um 1,6 dauðsföll á hverjar 1.000 lifandi fæðingar samkvæmt tölum frá árinu 2024. Þetta er bæði með því lægsta í heiminum og lægra en meðaltal margra þróaðra landa, þar á meðal Norðurlandanna. Hverju er það að þakka? Íslenska heilbrigðiskerfið Þrátt fyrir úrtölur og kvartanir er íslenska heilbrigðiskerfið meðal þess besta sem gerist í heiminum. Íslenskir heilbrigðisstarfsmenn eru almennt vel menntaðir og flestir íslenskir sérfræðilæknar og margir hjúkrunarfræðingar fá sína framhaldmenntun erlendis, jafnvel við bestu mennta- og heilbrigðisstofnanir í heimi. Hlutverk heilbrigðiskerfisins er ekki einungis að lækna, heldur einnig að líkna sjúkum og fyrirbyggja veikindi og slys. Bólusetningar gegna þar afar mikilvægu hlutverki, sérstaklega bólusetningar barna. Í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum hafa því miður heyrst raddir sem mæla gegn bólusetningum barna, jafnvel gegn hugsanlega banvænum sjúkdómum, svo sem kíghósta, barnaveiki, stífkrampa, Haemophilus influenzae af gerð b (Hib), mænusótt og pneumókokkum. RS-veirusjúkdómurinn (RSV) Á sama hátt hafa ýmsir leikmenn, og jafnvel einstaka læknar, efast um gildi forvarna gegn RSV, jafnvel á þeim forsendum að ekki sé um banvænan sjúkdóm að ræða og að mótefnagjöf gegn RSV geti haft ýmsar aukaverkanir í för með sér. Sannleikurinn er hins vegar sá að ung börn og fyrirburar, sem smitast af RSV, geta verið í bráðri lífshættu og veldur sjúkdómurinn árlega dauða hundruða þúsunda ungra barna um allan heim. RSV er ein algengasta ástæðan fyrir innlögnum á sjúkrahús víða um heim, og Ísland er þar engin undantekning og hér á landi veldur sjúkdómurinn ómældum þjáningum hjá bæði börnum og eldra fólki einkum hjá þeim sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og skert ónæmiskerfi, af hvaða orsökum sem er. Þá er ótalið það vinnutap og sá gífurlegi kostnaður sem sjúkdómnum fylgir. Lág dánartíðni barna hér á landi er fyrst og fremst að þakka góðum aðstæðum, markvissum forvarnaraðgerðum, svo sem bólusetningum og hæfu, vel menntuðu heilbrigðisstarfsfólki en ekki því að ofangreindir sjúkdómar geti ekki verið banvænir. Forvarnir gegn RS-veirusjúkdómnum Frá haustinu 2025 hefur hér á landi verið boðið upp á einstofna mótefni (monóklónal mótefni) gegn RSV sem má gefa hraustum börnum frá fæðingu og til sex mánaða aldurs sem og börnum á fyrsta og öðru æviári, ef alvarleg undirliggjandi heilsufarsvandamál auka hættu á alvarlegri RSV-sýkingu. Lyfið Beyfortus® (nirsevimab) verður notað hér á landi á RSV-tímabilunum 2025–2026 og 2026–2027 til að draga úr innlögnum, veikindum og fylgikvillum RSV-sýkinga hjá ungum börnum. Þar að auki stendur til boða bólusetning mæðra á meðgöngu með lyfinu Abrysvo®, sem leiðir til myndunar mótefna hjá móður sem berast til barnsins yfir fylgjuna. Rannsóknir hafa sýnt að tíðni aukaverkana, t.d. ofnæmisviðbragða við lyfinu, er mjög lág einkum þar sem það er yfirleitt aðeins gefið einu sinni. Algengasta aukaverkunin er væg hitahækkun, eða að lyfið hafi ekki haft tilætluð áhrif. Fullyrða má því að bólusetning gegn RSV sé örugg og geti dregið úr líkum á alvarlegum og langvinnum veikindum hjá ungum börnum. Lokaorð Allir foreldrar sem láta sig varða heilsu og velferð barna sinna eru eindregið hvattir til að fylgja ráðleggingum Landlæknis og Sóttvarnalæknis um forvarnir gegn RSV og öðrum hættulegum veirusjúkdómum, sem nefndir hafa verið hér að framan. Ráðlagðar bólusetningar barna eru lífsnauðsynlegar og geta komið í veg fyrir alvarleg og langvinn veikindi. Fátt er erfiðara fyrir foreldra og heilbrigðisstarfsfólk en að horfa upp á alvarleg veikindi barna, ekki síst veikindi sem valda öndunarerfiðleikum og sem hægt er að fyrirbyggja með einföldum forvörnum, svo sem bólusetningum. Höfundur er læknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlíus Valsson Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattlækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Covid-19 veirufaraldurinn, sem hófst árið 2019, hafði ýmsar breytingar í för með sér. Vissar aðgerðir íslenskra stjórnvalda voru harðlega gagnrýndar, einkum fyrir að fela pólitískar ákvarðanir á bak við ráðleggingar sérfræðinga. Mörkin milli faglegs mats og pólitískra ákvarðana urðu við það óljós. Spurningar vöknuðu því um lýðræðislega ábyrgð og valdaskiptingu á tímum neyðarástands. Samt sem áður hafa kannanir sýnt að traust landsmanna til íslenskra heilbrigðisyfirvalda hafi ekki minnkað. Sú þróun hefur þó orðið að vaxandi tortryggni hefur gert vart við sig gagnvart bólusetningum, einkum bólusetningum barna. Þetta er afar hættuleg þróun. Á Íslandi er tíðni ungbarnadauða mjög lág, eða um 1,6 dauðsföll á hverjar 1.000 lifandi fæðingar samkvæmt tölum frá árinu 2024. Þetta er bæði með því lægsta í heiminum og lægra en meðaltal margra þróaðra landa, þar á meðal Norðurlandanna. Hverju er það að þakka? Íslenska heilbrigðiskerfið Þrátt fyrir úrtölur og kvartanir er íslenska heilbrigðiskerfið meðal þess besta sem gerist í heiminum. Íslenskir heilbrigðisstarfsmenn eru almennt vel menntaðir og flestir íslenskir sérfræðilæknar og margir hjúkrunarfræðingar fá sína framhaldmenntun erlendis, jafnvel við bestu mennta- og heilbrigðisstofnanir í heimi. Hlutverk heilbrigðiskerfisins er ekki einungis að lækna, heldur einnig að líkna sjúkum og fyrirbyggja veikindi og slys. Bólusetningar gegna þar afar mikilvægu hlutverki, sérstaklega bólusetningar barna. Í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum hafa því miður heyrst raddir sem mæla gegn bólusetningum barna, jafnvel gegn hugsanlega banvænum sjúkdómum, svo sem kíghósta, barnaveiki, stífkrampa, Haemophilus influenzae af gerð b (Hib), mænusótt og pneumókokkum. RS-veirusjúkdómurinn (RSV) Á sama hátt hafa ýmsir leikmenn, og jafnvel einstaka læknar, efast um gildi forvarna gegn RSV, jafnvel á þeim forsendum að ekki sé um banvænan sjúkdóm að ræða og að mótefnagjöf gegn RSV geti haft ýmsar aukaverkanir í för með sér. Sannleikurinn er hins vegar sá að ung börn og fyrirburar, sem smitast af RSV, geta verið í bráðri lífshættu og veldur sjúkdómurinn árlega dauða hundruða þúsunda ungra barna um allan heim. RSV er ein algengasta ástæðan fyrir innlögnum á sjúkrahús víða um heim, og Ísland er þar engin undantekning og hér á landi veldur sjúkdómurinn ómældum þjáningum hjá bæði börnum og eldra fólki einkum hjá þeim sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og skert ónæmiskerfi, af hvaða orsökum sem er. Þá er ótalið það vinnutap og sá gífurlegi kostnaður sem sjúkdómnum fylgir. Lág dánartíðni barna hér á landi er fyrst og fremst að þakka góðum aðstæðum, markvissum forvarnaraðgerðum, svo sem bólusetningum og hæfu, vel menntuðu heilbrigðisstarfsfólki en ekki því að ofangreindir sjúkdómar geti ekki verið banvænir. Forvarnir gegn RS-veirusjúkdómnum Frá haustinu 2025 hefur hér á landi verið boðið upp á einstofna mótefni (monóklónal mótefni) gegn RSV sem má gefa hraustum börnum frá fæðingu og til sex mánaða aldurs sem og börnum á fyrsta og öðru æviári, ef alvarleg undirliggjandi heilsufarsvandamál auka hættu á alvarlegri RSV-sýkingu. Lyfið Beyfortus® (nirsevimab) verður notað hér á landi á RSV-tímabilunum 2025–2026 og 2026–2027 til að draga úr innlögnum, veikindum og fylgikvillum RSV-sýkinga hjá ungum börnum. Þar að auki stendur til boða bólusetning mæðra á meðgöngu með lyfinu Abrysvo®, sem leiðir til myndunar mótefna hjá móður sem berast til barnsins yfir fylgjuna. Rannsóknir hafa sýnt að tíðni aukaverkana, t.d. ofnæmisviðbragða við lyfinu, er mjög lág einkum þar sem það er yfirleitt aðeins gefið einu sinni. Algengasta aukaverkunin er væg hitahækkun, eða að lyfið hafi ekki haft tilætluð áhrif. Fullyrða má því að bólusetning gegn RSV sé örugg og geti dregið úr líkum á alvarlegum og langvinnum veikindum hjá ungum börnum. Lokaorð Allir foreldrar sem láta sig varða heilsu og velferð barna sinna eru eindregið hvattir til að fylgja ráðleggingum Landlæknis og Sóttvarnalæknis um forvarnir gegn RSV og öðrum hættulegum veirusjúkdómum, sem nefndir hafa verið hér að framan. Ráðlagðar bólusetningar barna eru lífsnauðsynlegar og geta komið í veg fyrir alvarleg og langvinn veikindi. Fátt er erfiðara fyrir foreldra og heilbrigðisstarfsfólk en að horfa upp á alvarleg veikindi barna, ekki síst veikindi sem valda öndunarerfiðleikum og sem hægt er að fyrirbyggja með einföldum forvörnum, svo sem bólusetningum. Höfundur er læknir
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun