Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson skrifar 5. janúar 2026 07:16 Um miðjan janúar hefst málflutningur í máli saksóknara gegn hérlendri „erlendri netsölu“ vegna ólöglegrar smásölu áfengis. Dómur ætti að liggja fyrir fljótlega og mun að öllum líkindum staðfesta það sem hefur verið vitað árum saman: að hér er um ólöglega starfsemi að ræða, sem ekki hefur verið brugðist við. Nú þegar hefur Héraðsdómur vísað frá röksemdum er varða ESS-samninginn. Kjarni málsins því íslenska áfengislöggjöfin eins og alltaf hefur legið fyrir. Þetta skýrir þann mikla óróa á opinberum vettvangi þessi dægrin, þar sem sérhagsmunaaðilar halda því fram, statt og stöðugt, gegn betri vitund, að málið sé lagalega óljóst. Sú fullyrðing stenst ekki. Íslensk áfengislöggjöf er afar skýr, einkum fimmti kaflinn, og auðskilin hverri læsri manneskju. Lögin eru afdráttarlaus en í ljósi reynslunnar (og fjármagns) munu sérhagsmunaaðilar freista þess að þvæla málinu um dómskerfið (og víðar) eins lengi þeim verður frekast unnt. Í algjörlega sambærilegu máli hefur Hæstiréttur Svíþjóðar kveðið upp skýran dóm, hinn svokallaða Winefinderdóm. Þar kemur fram að innflutningur felist í því að flytja raunverulega inn áfengi frá öðru landi í eigin nafni og til eigin nota, sem er nákvæmlega sambærilegt og leyft er hérlendis. Það er heimilt að flytja inn áfengi til eigin neyslu, í eigin nafni og gera skil á tilheyrandi sköttum og gjöldum. Um leið og sala til þriðja aðila fer fram (t.d. af lager/verslun eða hvað nafni sem söluaðilar kunna að kalla rýmið/aðstöðuna eða starfsemina) þá er um smásölu að ræða. Þetta er einfalt, engin geimvísindi og ekkert sem er óskýrt. Það sem er áhyggjuefni er hinn langi dráttur sem varð á því að yfirvöld tækju á þessari ólöglegu starfsemi. Fyrsta málinu var af Héraðsdómi vísað frá án efnislegrar niðurstöðu, þar sem ÁTVR var ekki talin aðili máls. Þegar að ÁTVR áfrýjar þeirri niðurstöðu til Landsréttar þá greip þáverandi fjármálaráðherra (sem ÁTVR fellur undir) inn í málið með yfirlýsingu um að það væri óþarfi, gerði ÁTVR þar með umboðslaust og stöðvaði það ferli, augljóslega vitandi um hver niðurstaða málsins yrði, málið féll niður. Í kjölfarið liðu rúmlega fimm ár án aðgerða, þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar frá forvarnasamtökum og þeim fjölmörgu aðilum sem vinna að vernd barna og ungmenna, lýðheilsu- og forvarnarmálum. Það var ekki fyrr en í haust, eftir rúmlega fimm ára rannsókn lögreglunnar, gaf saksóknaraembættið loksins út kæru í þessu augljósa máli. Í dag er mikill þrýstingur frá fámennum hópi sérhagsmunaaðila, „erlendra netsala“, um að afnema lýðheilsu- og forvarnarstefnu sem hefur verið við lýði hérlendis og almenn sátt hefur ríkt um árum saman. Breytingar í þágu þeirra sem hagnast verulega á þessari starfsemi leggja takmarkað af mörkum til samfélagsins og ekki í neinu samræmi við þann kostnað sem samfélagið ber af afleiðingunum. Sterk teikn eru um aukna neyslu, ekki síst meðal barna og ungmenna. Fyrir liggja bæði beinar og óbeinar sannanir fyrir því að ungmenni geta, í mörgum tilfellum, með einföldum hætti keypt áfengi í gegnum þetta kerfi, þvert á lög. Aukið framboð, gríðarlegur fjöldi sölustaða sem senda heim allan sólarhringinn, alla daga ársins, áfengisauglýsingar, verðstríð m.m. mun augljóslega hafa afleiðingar, ekki síst gagnvart okkar viðkvæmustu hópum eins og börnum og ungmennum. Áfengisiðnaðurinn er boðflenna í tilveru barna og ungmenna, sem því miður verður sífellt ágengari. Það er ekki bara gagnvart auglýsingum og sölufyrirkomulagi, ýmsar stoðir í okkar annars ágæta lýðheilsu- og forvarnarkerfi veikjast. (Sjá nánar.) Alþingi, stjórnvöld, foreldrar og við sem samfélag þurfum að standa fast gegn ítrustu sérhagsmunum áfengisiðnaðarins og standa vörð um velferð barna og ungmenna. Það er brýnt að halda áfram baráttunni, bæði á pólitíska vettvanginum sem og í öllu lýðheilsu- og forvarnarstarfi. Við getum ekki byggt samfélag á því að ítrustu sérhagsmunaaðilar fari sínu fram í krafti gríðarlegra fjármuna og af algeru virðingarleysi gagnvart almennu siðferði, lögum og reglum samfélagsins. Æskan er okkar fjársjóður. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur og formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Guðmundsson Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann skrifar Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir skrifar Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Um miðjan janúar hefst málflutningur í máli saksóknara gegn hérlendri „erlendri netsölu“ vegna ólöglegrar smásölu áfengis. Dómur ætti að liggja fyrir fljótlega og mun að öllum líkindum staðfesta það sem hefur verið vitað árum saman: að hér er um ólöglega starfsemi að ræða, sem ekki hefur verið brugðist við. Nú þegar hefur Héraðsdómur vísað frá röksemdum er varða ESS-samninginn. Kjarni málsins því íslenska áfengislöggjöfin eins og alltaf hefur legið fyrir. Þetta skýrir þann mikla óróa á opinberum vettvangi þessi dægrin, þar sem sérhagsmunaaðilar halda því fram, statt og stöðugt, gegn betri vitund, að málið sé lagalega óljóst. Sú fullyrðing stenst ekki. Íslensk áfengislöggjöf er afar skýr, einkum fimmti kaflinn, og auðskilin hverri læsri manneskju. Lögin eru afdráttarlaus en í ljósi reynslunnar (og fjármagns) munu sérhagsmunaaðilar freista þess að þvæla málinu um dómskerfið (og víðar) eins lengi þeim verður frekast unnt. Í algjörlega sambærilegu máli hefur Hæstiréttur Svíþjóðar kveðið upp skýran dóm, hinn svokallaða Winefinderdóm. Þar kemur fram að innflutningur felist í því að flytja raunverulega inn áfengi frá öðru landi í eigin nafni og til eigin nota, sem er nákvæmlega sambærilegt og leyft er hérlendis. Það er heimilt að flytja inn áfengi til eigin neyslu, í eigin nafni og gera skil á tilheyrandi sköttum og gjöldum. Um leið og sala til þriðja aðila fer fram (t.d. af lager/verslun eða hvað nafni sem söluaðilar kunna að kalla rýmið/aðstöðuna eða starfsemina) þá er um smásölu að ræða. Þetta er einfalt, engin geimvísindi og ekkert sem er óskýrt. Það sem er áhyggjuefni er hinn langi dráttur sem varð á því að yfirvöld tækju á þessari ólöglegu starfsemi. Fyrsta málinu var af Héraðsdómi vísað frá án efnislegrar niðurstöðu, þar sem ÁTVR var ekki talin aðili máls. Þegar að ÁTVR áfrýjar þeirri niðurstöðu til Landsréttar þá greip þáverandi fjármálaráðherra (sem ÁTVR fellur undir) inn í málið með yfirlýsingu um að það væri óþarfi, gerði ÁTVR þar með umboðslaust og stöðvaði það ferli, augljóslega vitandi um hver niðurstaða málsins yrði, málið féll niður. Í kjölfarið liðu rúmlega fimm ár án aðgerða, þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar frá forvarnasamtökum og þeim fjölmörgu aðilum sem vinna að vernd barna og ungmenna, lýðheilsu- og forvarnarmálum. Það var ekki fyrr en í haust, eftir rúmlega fimm ára rannsókn lögreglunnar, gaf saksóknaraembættið loksins út kæru í þessu augljósa máli. Í dag er mikill þrýstingur frá fámennum hópi sérhagsmunaaðila, „erlendra netsala“, um að afnema lýðheilsu- og forvarnarstefnu sem hefur verið við lýði hérlendis og almenn sátt hefur ríkt um árum saman. Breytingar í þágu þeirra sem hagnast verulega á þessari starfsemi leggja takmarkað af mörkum til samfélagsins og ekki í neinu samræmi við þann kostnað sem samfélagið ber af afleiðingunum. Sterk teikn eru um aukna neyslu, ekki síst meðal barna og ungmenna. Fyrir liggja bæði beinar og óbeinar sannanir fyrir því að ungmenni geta, í mörgum tilfellum, með einföldum hætti keypt áfengi í gegnum þetta kerfi, þvert á lög. Aukið framboð, gríðarlegur fjöldi sölustaða sem senda heim allan sólarhringinn, alla daga ársins, áfengisauglýsingar, verðstríð m.m. mun augljóslega hafa afleiðingar, ekki síst gagnvart okkar viðkvæmustu hópum eins og börnum og ungmennum. Áfengisiðnaðurinn er boðflenna í tilveru barna og ungmenna, sem því miður verður sífellt ágengari. Það er ekki bara gagnvart auglýsingum og sölufyrirkomulagi, ýmsar stoðir í okkar annars ágæta lýðheilsu- og forvarnarkerfi veikjast. (Sjá nánar.) Alþingi, stjórnvöld, foreldrar og við sem samfélag þurfum að standa fast gegn ítrustu sérhagsmunum áfengisiðnaðarins og standa vörð um velferð barna og ungmenna. Það er brýnt að halda áfram baráttunni, bæði á pólitíska vettvanginum sem og í öllu lýðheilsu- og forvarnarstarfi. Við getum ekki byggt samfélag á því að ítrustu sérhagsmunaaðilar fari sínu fram í krafti gríðarlegra fjármuna og af algeru virðingarleysi gagnvart almennu siðferði, lögum og reglum samfélagsins. Æskan er okkar fjársjóður. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur og formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum.
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun