Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar 25. nóvember 2025 14:00 Ég, rétt eins og aðrir bændur þessa lands, stend vaktina allan sólarhringinn, 365 daga á ári. Kýrnar mínar spá ekki í rauðum dögum á dagatalinu, hvað klukkan sé þegar kemur að burði né hvaða vikudagur er, hvað þá einhverri vinnutímastyttingu sem á sér enga stoð í raunveruleika bænda. Nær undantekningalaust er jóladagskálfurinn mættur hér á bæ aðfararnótt jóladags enda kemur hann sjaldnast í heiminn, í raun aldrei, á hefðbundnum fjósatíma. Fyrir utan það að vera til staðar öllum stundum er maður að auki stundum hálfgerður sálfræðingur fyrir kýr sem ákveða að burðardagurinn sé besti tíminn til að verða dramatískar. Maður hleypur um með kaffibolla sem að kólnar hratt í fjósinu og stundum með dýralækninn á línunni, á meðan maður reynir að sannfæra kúna um að það sé frábær hugmynd að koma kálfinum í heiminn, nú eða bara að standa upp eftir burðinn. Og ekki láta mig byrja á því að tala um mjaltaþjóninn minn. Hann gerist nú stundum svo kræfur að hringja linnulaust að nóttu til og hvað þá ef við höfum nú rétt svo ákveðið að bregða okkur af bæ. Allan maímánuð set ég síðan líf mitt og annarra fjölskyldumeðlima á bið. Ekkert annað kemst að nema sauðburður og jarðvinnsla. Kaffibollinn verður minn helsti félagi og maður lærir að hlaupa hraðar en mann nokkurn tíma óraði. Á sama tíma nær þvottakarfan sögulega nýjum hæðum og heimilisfólkið má síðan gera sér það að góðu að borða grillaðar samlokur í öll mál. Nú eða upphitaðan mat, sem var eldaður ofan í frystikistuna fyrir tilstuðlan forsjárhyggju húsfreyjunnar mánuðina á undan því annars myndi hún endanlega missa vitið, og það af samlokuáti. Nema við séum auðvitað svo heppin að góðviljaða gesti beri að garði þar sem maður misnotar velvild þeirra og færir þeim það verkefni að elda matinn, versla inn og líka væri frábært ef þeir gætu nú hent í eina vél eða svo. Afmælishöldum maíbarnsins er frestað fram yfir sauðburð enda þekkir barnið í raun ekkert annað og ekki kvartar það. Helst er það smáfólkið á heimilinu maldar örlítið í móinn þegar búið er að bjóða þeim upp á að vera í fjárhúsunum öllum stundum í rúmlega mánuð, nema kannski rétt á meðan sofið er. Síðan er sauðburði lokið, lömbin komin út en þá skellur á þetta bölvaða vorhret og það með hvelli. Þá verður maður – eðlilega - að gjöra svo vel að leggja allt annað til hliðar og koma fénu í skjól. Loksins er byrjað að hægja á þegar að slátturinn byrjar en þá byrjar þessi veðurkvíði aftur og maður liggur yfir veðurspám hvenær gluggi opnast til heyskapar. Ekkert annað kemst að nema búskapurinn. Allir taka þátt og leggjast á eitt, bæði stórir sem smáir. Búskapur er ekkert annað er matvælaframleiðsla. Hvort sem verið er að plægja og undirbúa jarðveginn fyrir sáningu, moka heyi og byggi í gripina eða elta blessuðu sauðkindina upp um fjöll og firnindi, þá leggja bændur þannig sitt af mörkum varðandi fæðuöryggi þjóðarinnar. Ég valdi það að vera bóndi og sé ekki eftir því. Nótt sem nýtan dag vinn ég að því að hámarka afurðir gripa minna, er umhugað um þá, gæti að velferð þeirra og heilbrigði. Aftur - allt er það partur af fæðuöryggi þjóðarinnar. Þegar stjórnvöld bjóða svo til samtals um fæðuöryggi með málþingi þar sem umræðuefnið er staða fæðuöryggis á Íslandi og ekki einum einasta bónda eða fulltrúa bændastéttarinnar er boðið til leiks, þá setur mig einfaldlega hljóða. Enn hljóðari verð ég þegar ég les um það að ræða eigi hvort að nauðsynleg seigla samfélagsins sé til staðar. Þegar við ræðum seiglu samfélagsins, verðum við að spyrja okkur hvað gerist ef aðfangakeðjur bresta eða alþjóðlegar kreppur lama innflutning á nauðsynlegum aðföngum? Íslenskur landbúnaður er ekki bara atvinnugrein – hann er grunnstoð fæðuöryggis og sjálfstæðis. Án sterks innlends landbúnaðar er seigla samfélagsins veik. Seigla er ekki bara hugtak – hún er spurning um hvort við getum haldið áfram að fæða okkur sjálf þegar áföll dynja yfir. Landbúnaður er lykillinn að því og þess vegna vekur það furðu að sniðganga, meðvitað eða ómeðvitað, okkur bændastéttina í þessari umræðu. Höfundur er varaformaður Nautgripabænda BÍ og stjórnarmaður BÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Ég, rétt eins og aðrir bændur þessa lands, stend vaktina allan sólarhringinn, 365 daga á ári. Kýrnar mínar spá ekki í rauðum dögum á dagatalinu, hvað klukkan sé þegar kemur að burði né hvaða vikudagur er, hvað þá einhverri vinnutímastyttingu sem á sér enga stoð í raunveruleika bænda. Nær undantekningalaust er jóladagskálfurinn mættur hér á bæ aðfararnótt jóladags enda kemur hann sjaldnast í heiminn, í raun aldrei, á hefðbundnum fjósatíma. Fyrir utan það að vera til staðar öllum stundum er maður að auki stundum hálfgerður sálfræðingur fyrir kýr sem ákveða að burðardagurinn sé besti tíminn til að verða dramatískar. Maður hleypur um með kaffibolla sem að kólnar hratt í fjósinu og stundum með dýralækninn á línunni, á meðan maður reynir að sannfæra kúna um að það sé frábær hugmynd að koma kálfinum í heiminn, nú eða bara að standa upp eftir burðinn. Og ekki láta mig byrja á því að tala um mjaltaþjóninn minn. Hann gerist nú stundum svo kræfur að hringja linnulaust að nóttu til og hvað þá ef við höfum nú rétt svo ákveðið að bregða okkur af bæ. Allan maímánuð set ég síðan líf mitt og annarra fjölskyldumeðlima á bið. Ekkert annað kemst að nema sauðburður og jarðvinnsla. Kaffibollinn verður minn helsti félagi og maður lærir að hlaupa hraðar en mann nokkurn tíma óraði. Á sama tíma nær þvottakarfan sögulega nýjum hæðum og heimilisfólkið má síðan gera sér það að góðu að borða grillaðar samlokur í öll mál. Nú eða upphitaðan mat, sem var eldaður ofan í frystikistuna fyrir tilstuðlan forsjárhyggju húsfreyjunnar mánuðina á undan því annars myndi hún endanlega missa vitið, og það af samlokuáti. Nema við séum auðvitað svo heppin að góðviljaða gesti beri að garði þar sem maður misnotar velvild þeirra og færir þeim það verkefni að elda matinn, versla inn og líka væri frábært ef þeir gætu nú hent í eina vél eða svo. Afmælishöldum maíbarnsins er frestað fram yfir sauðburð enda þekkir barnið í raun ekkert annað og ekki kvartar það. Helst er það smáfólkið á heimilinu maldar örlítið í móinn þegar búið er að bjóða þeim upp á að vera í fjárhúsunum öllum stundum í rúmlega mánuð, nema kannski rétt á meðan sofið er. Síðan er sauðburði lokið, lömbin komin út en þá skellur á þetta bölvaða vorhret og það með hvelli. Þá verður maður – eðlilega - að gjöra svo vel að leggja allt annað til hliðar og koma fénu í skjól. Loksins er byrjað að hægja á þegar að slátturinn byrjar en þá byrjar þessi veðurkvíði aftur og maður liggur yfir veðurspám hvenær gluggi opnast til heyskapar. Ekkert annað kemst að nema búskapurinn. Allir taka þátt og leggjast á eitt, bæði stórir sem smáir. Búskapur er ekkert annað er matvælaframleiðsla. Hvort sem verið er að plægja og undirbúa jarðveginn fyrir sáningu, moka heyi og byggi í gripina eða elta blessuðu sauðkindina upp um fjöll og firnindi, þá leggja bændur þannig sitt af mörkum varðandi fæðuöryggi þjóðarinnar. Ég valdi það að vera bóndi og sé ekki eftir því. Nótt sem nýtan dag vinn ég að því að hámarka afurðir gripa minna, er umhugað um þá, gæti að velferð þeirra og heilbrigði. Aftur - allt er það partur af fæðuöryggi þjóðarinnar. Þegar stjórnvöld bjóða svo til samtals um fæðuöryggi með málþingi þar sem umræðuefnið er staða fæðuöryggis á Íslandi og ekki einum einasta bónda eða fulltrúa bændastéttarinnar er boðið til leiks, þá setur mig einfaldlega hljóða. Enn hljóðari verð ég þegar ég les um það að ræða eigi hvort að nauðsynleg seigla samfélagsins sé til staðar. Þegar við ræðum seiglu samfélagsins, verðum við að spyrja okkur hvað gerist ef aðfangakeðjur bresta eða alþjóðlegar kreppur lama innflutning á nauðsynlegum aðföngum? Íslenskur landbúnaður er ekki bara atvinnugrein – hann er grunnstoð fæðuöryggis og sjálfstæðis. Án sterks innlends landbúnaðar er seigla samfélagsins veik. Seigla er ekki bara hugtak – hún er spurning um hvort við getum haldið áfram að fæða okkur sjálf þegar áföll dynja yfir. Landbúnaður er lykillinn að því og þess vegna vekur það furðu að sniðganga, meðvitað eða ómeðvitað, okkur bændastéttina í þessari umræðu. Höfundur er varaformaður Nautgripabænda BÍ og stjórnarmaður BÍ.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar