Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 23. nóvember 2025 21:56 Eva Wium Vísir/Paweł Íslandsmeistarar Hauka máttu þola ellefu stiga tap er liðið tók á móti Stjörnunni í Bónus-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 82-93. Leikurinn fór heldur rólega af stað og bæði lið að þreifa sig áfram. Liðin búin að vera í stuttu stoppi vegna landsleikja og það tók smá tíma að finna smá takt. Bæði lið voru svolítið að tapa boltanum klaufalega í byrjun en það lagaðist eftir því sem á leið. Það var mjög jafnt með liðunum eftir fyrsta leikhluta. Haukar leiddi leikinn eftir fyrsta leikhluta með tveim stigum 16-14. Haukar - Stjarnan Bónus deild kvennaVísir/Paweł Það voru mikil jafnræði með liðunum og þau skiptust á því að taka forystuna. Stjarnan átti í smá vandræðum með Amandine Toi og þá áttu Haukar í fullu fangi með Shaiquel McGruder undir körfunni. Haukar fengu tækifæri á að jafna fyrir lok fyrri hálfleiks en vörn Stjörnunnar stóð vaktina vel. Þess í stað fékk Stjarnan lokaskot fyrri hálfleiksins og setti Greeta Uprus þrist til að loka fyrri hálfleiknum fyrir Stjörnuna og leiddu gestirnir með fimm stigum 37-42 í hálfleik. Diljá Ögn LárusdóttirVísir/Paweł Haukar voru fljótar að jafna leikinn í upphafi þriðja leikhluta en eftir það varð þetta gríðarleg barátta og gekk endana á milli. Haukar náði góðu áhlaupi en Stjarnan svaraði því. Eftir þriðja leikhluta leiddi Haukar með minnsta mun 61-60. Þessi sama barátta og einkenndi leikinn teygðist vel inn í fjórða leikhluta. Stjarnan náði góðum kafla og stigu skrefinu framar en Haukar. Þær komu sér í bílstjórasætið og kláruðu að lokum leikinn með ellefu stiga mun 82-93. Inja ButinaVísir/Paweł Atvik leiksins Frábær kafli undir lok fjórða leikhluta þegar Stjarnan náði 10-0 áhlaupi sem sló Hauka alveg af laginu og kláraði leikinn fyrir þær. Stjörnur og skúrkar Shaiquel McGruder var öflug í liði Stjörnunnar. Haukar réðu illa við hana undir körfunni og hún setti 24 stig. Greeta Upus átti líka góðar körfur og endaði með 16 stig.Hjá Haukum var Amandine Toi mjög góð og setti 23 stig. Krystal-Jade Freeman endaði stigahæst á vellinum með 30 stig.DómararnirKristinn Óskarsson, Jóhannes Páll Friðriksson og Dominik Zielinski ráða ráðum sínum í kvöld.Kristinn Óskarsson, Jóhannes Páll Friðriksson og Dominik Zielinski voru á flautunni í kvöld.Eitt og annað sem hægt væri örugglega að setja á út á en heilt yfir fannst mér þríeykið komast vel frá sínu.Stemingin og umgjörðUmgjörð og annað var allt til fyrirmyndar hér í Ólafssal. Hefði viljað sjá fleiri andlit í stúkunni en fullt hrós á þau sem lögðu leið sína á þennan stórskemmtilega leik.ViðtölÓlafur Jónas Sigurðsson þjálfari StjörnunnarVísir/Paweł„Við viljum vera með mestu orkuna í fjórða leikhluta“„Það er miklu skemmtilegara að vinna heldur en að tapa“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson eftir sigurinn í kvöld.„Ég held að við höfum bara gert ágætlega í dag fyrir utan kannski svona nokkra hluti sem að ég er ekkert endilega sáttur með en ótrúlega ánægður með stelpurnar“„Mikið jafnvægi yfir liðinu og margar sem voru að leggja í púkkið í dag“Leikurinn var mjög jafn framan af en Stjarnan sigldi fram úr í fjórða leikhluta. „Við ætluðum að stjórna tempóinu í leiknum og mér fannst við gera það ágætlega. Við erum búnar að æfa ógeðslega vel í vetur og við erum í góðu standi. Við viljum vera með mestu orkuna í fjórða leikhluta þegar önnur lið eru þreyttari“„Mér fannst við vera með ógeðslega mikla orku ennþá í fjórða leikhluta sem að ég held að hafi gefið okkur þennan sigur í dag“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson. Bónus-deild kvenna Haukar Stjarnan
Íslandsmeistarar Hauka máttu þola ellefu stiga tap er liðið tók á móti Stjörnunni í Bónus-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 82-93. Leikurinn fór heldur rólega af stað og bæði lið að þreifa sig áfram. Liðin búin að vera í stuttu stoppi vegna landsleikja og það tók smá tíma að finna smá takt. Bæði lið voru svolítið að tapa boltanum klaufalega í byrjun en það lagaðist eftir því sem á leið. Það var mjög jafnt með liðunum eftir fyrsta leikhluta. Haukar leiddi leikinn eftir fyrsta leikhluta með tveim stigum 16-14. Haukar - Stjarnan Bónus deild kvennaVísir/Paweł Það voru mikil jafnræði með liðunum og þau skiptust á því að taka forystuna. Stjarnan átti í smá vandræðum með Amandine Toi og þá áttu Haukar í fullu fangi með Shaiquel McGruder undir körfunni. Haukar fengu tækifæri á að jafna fyrir lok fyrri hálfleiks en vörn Stjörnunnar stóð vaktina vel. Þess í stað fékk Stjarnan lokaskot fyrri hálfleiksins og setti Greeta Uprus þrist til að loka fyrri hálfleiknum fyrir Stjörnuna og leiddu gestirnir með fimm stigum 37-42 í hálfleik. Diljá Ögn LárusdóttirVísir/Paweł Haukar voru fljótar að jafna leikinn í upphafi þriðja leikhluta en eftir það varð þetta gríðarleg barátta og gekk endana á milli. Haukar náði góðu áhlaupi en Stjarnan svaraði því. Eftir þriðja leikhluta leiddi Haukar með minnsta mun 61-60. Þessi sama barátta og einkenndi leikinn teygðist vel inn í fjórða leikhluta. Stjarnan náði góðum kafla og stigu skrefinu framar en Haukar. Þær komu sér í bílstjórasætið og kláruðu að lokum leikinn með ellefu stiga mun 82-93. Inja ButinaVísir/Paweł Atvik leiksins Frábær kafli undir lok fjórða leikhluta þegar Stjarnan náði 10-0 áhlaupi sem sló Hauka alveg af laginu og kláraði leikinn fyrir þær. Stjörnur og skúrkar Shaiquel McGruder var öflug í liði Stjörnunnar. Haukar réðu illa við hana undir körfunni og hún setti 24 stig. Greeta Upus átti líka góðar körfur og endaði með 16 stig.Hjá Haukum var Amandine Toi mjög góð og setti 23 stig. Krystal-Jade Freeman endaði stigahæst á vellinum með 30 stig.DómararnirKristinn Óskarsson, Jóhannes Páll Friðriksson og Dominik Zielinski ráða ráðum sínum í kvöld.Kristinn Óskarsson, Jóhannes Páll Friðriksson og Dominik Zielinski voru á flautunni í kvöld.Eitt og annað sem hægt væri örugglega að setja á út á en heilt yfir fannst mér þríeykið komast vel frá sínu.Stemingin og umgjörðUmgjörð og annað var allt til fyrirmyndar hér í Ólafssal. Hefði viljað sjá fleiri andlit í stúkunni en fullt hrós á þau sem lögðu leið sína á þennan stórskemmtilega leik.ViðtölÓlafur Jónas Sigurðsson þjálfari StjörnunnarVísir/Paweł„Við viljum vera með mestu orkuna í fjórða leikhluta“„Það er miklu skemmtilegara að vinna heldur en að tapa“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson eftir sigurinn í kvöld.„Ég held að við höfum bara gert ágætlega í dag fyrir utan kannski svona nokkra hluti sem að ég er ekkert endilega sáttur með en ótrúlega ánægður með stelpurnar“„Mikið jafnvægi yfir liðinu og margar sem voru að leggja í púkkið í dag“Leikurinn var mjög jafn framan af en Stjarnan sigldi fram úr í fjórða leikhluta. „Við ætluðum að stjórna tempóinu í leiknum og mér fannst við gera það ágætlega. Við erum búnar að æfa ógeðslega vel í vetur og við erum í góðu standi. Við viljum vera með mestu orkuna í fjórða leikhluta þegar önnur lið eru þreyttari“„Mér fannst við vera með ógeðslega mikla orku ennþá í fjórða leikhluta sem að ég held að hafi gefið okkur þennan sigur í dag“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson.