Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 18. nóvember 2025 13:01 Frá og með áramótum mun fjárhagslegur stuðningur hækka til þeirra leigjenda sem búa tveir eða fleiri saman og fá sérstakan húsnæðisstuðning frá Reykjavíkurborg. Greiðslurnar hækka um 10.000 krónur á mánuði fyrir þau sem eru undir tilteknum tekjumörkum. Fyrir tveggja manna heimili eru tekjumörkin um 8 milljónir króna á ári og hækka eftir því sem heimilisfólki fjölgar. Að hækka þennan stuðning er mikilvægt skref til að styðja betur við þau heimili sem bera þungan húsnæðiskostnað. Hvernig virkar húsnæðisstuðningur? Leigjendur sem búa við íþyngjandi húsnæðiskostnað geta átt rétt á tvenns konar stuðningi: húsnæðisbótum frá ríkinu og sérstökum húsnæðisstuðningi frá sveitarfélagi. Hjá Reykjavíkurborg gildir sú regla að leigjendur sem eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi fá 1.000 krónur í stuðning fyrir hverjar 1.000 krónur í húsnæðisbætur. Í sumum sveitarfélögum er stuðningurinn lægri, eða 900 krónur fyrir hverjar 1.000 krónur frá ríkinu. Stuðningurinn hefur hingað til verið háður þaki. Í mesta lagi hefur verið hægt að fá 100.000 krónur á mánuði samanlagt í húsnæðisbætur og sérstakan stuðning. Með breytingum samstarfsflokkanna í borgarstjórn hækkar þetta þak í 110.000 krónur á mánuði og skilar þannig raunverulega auknum stuðningi til þeirra sem þurfa á honum að halda. Rót vandans er hagnaðardrifinn leigumarkaður Leigjendur búa við alvarlega stöðu þar sem húsnæðiskostnaður er óbærilega hár og ógnar fjárhagslegu öryggi fjölda heimila. Úttektir sýna að leigjendur greiða jafnvel 70% eða meira af launum sínum í húsnæði. Húsnæði hefur verið fjármálavætt og litlar hömlur eru á leigusölum, sem geta dregið til sín óhóflegt fjármagn frá leigjendum. Skortur á regluverki og eftirliti hefur skapað aðstæður þar sem leigjendur eru berskjaldaðir gagnvart óhóflegum hækkunum og ótryggum leigusamningum. Afleiðingarnar eru skýrar Há húsaleiga þýðir að leigjendur þurfa að verja stærstum hluta tekna sinna í leigu. Lítið situr eftir til nauðsynja, svo sem matar, samgangna og heilbrigðisþjónustu. Þegar stærsti hluti tekna fer í leigu er augljóst að ekki er hægt að spara og leigjendur festast margir hverjir í vítahring fjárhagslegs óöryggis. Hár húsnæðiskostnaður skapar ekki eingöngu fjárhagslegt álag, heldur einnig félagsleg vandamál sem skerða lífsgæði og framtíðarmöguleika fólks. Í samanburði við húseigendur eru leigjendur verr settir. Staða leigjenda í samanburði við húseigendur er slæm á marga mælikvarða. Leigjendur búa við minna húsnæðisöryggi. · Algengara er að leigjendur búi ekki í því hverfi eða á þeim stað sem þeir myndu helst kjósa að búa á. · Algengara að þrengra sé um leigjendur samanborið við húseigendur. Hvað þarf að gera? Vandinn er hagnaðardrifinn og óregluvæddur leigumarkaður. Lausnin felst í því að breyta húsnæðisuppbyggingu þannig að hún tryggi heimili fyrir fólk, ekki fjárfestingareignir fyrir þau efnameiri. Ég tel mikilvægt að hið opinbera byggi raunverulega félagslegt leiguhúsnæði og legg áherslu á það í mínum störfum sem borgarfulltrúi. Jafnframt þurfa sveitarfélög að auka samvinnu við óhagnaðardrifna aðila líkt og verkalýðshreyfinguna, til að tryggja gott húsnæði á eðlilegu verði. Þar til slíkt raungerist þarf að mæta leigjendum þar sem þeir eru staddir. Hækkun á þaki húsnæðisstuðnings er liður í því. Samstarfsflokkarnir í borgarstjórn leggja til breytingar sem skila hærri fjárhagslegum stuðningi til leigjenda, sérstaklega til þeirra sem búa tvö eða fleiri saman, líkt og á við um barnafjölskyldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Húsnæðismál Leigumarkaður Fjármál heimilisins Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Frá og með áramótum mun fjárhagslegur stuðningur hækka til þeirra leigjenda sem búa tveir eða fleiri saman og fá sérstakan húsnæðisstuðning frá Reykjavíkurborg. Greiðslurnar hækka um 10.000 krónur á mánuði fyrir þau sem eru undir tilteknum tekjumörkum. Fyrir tveggja manna heimili eru tekjumörkin um 8 milljónir króna á ári og hækka eftir því sem heimilisfólki fjölgar. Að hækka þennan stuðning er mikilvægt skref til að styðja betur við þau heimili sem bera þungan húsnæðiskostnað. Hvernig virkar húsnæðisstuðningur? Leigjendur sem búa við íþyngjandi húsnæðiskostnað geta átt rétt á tvenns konar stuðningi: húsnæðisbótum frá ríkinu og sérstökum húsnæðisstuðningi frá sveitarfélagi. Hjá Reykjavíkurborg gildir sú regla að leigjendur sem eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi fá 1.000 krónur í stuðning fyrir hverjar 1.000 krónur í húsnæðisbætur. Í sumum sveitarfélögum er stuðningurinn lægri, eða 900 krónur fyrir hverjar 1.000 krónur frá ríkinu. Stuðningurinn hefur hingað til verið háður þaki. Í mesta lagi hefur verið hægt að fá 100.000 krónur á mánuði samanlagt í húsnæðisbætur og sérstakan stuðning. Með breytingum samstarfsflokkanna í borgarstjórn hækkar þetta þak í 110.000 krónur á mánuði og skilar þannig raunverulega auknum stuðningi til þeirra sem þurfa á honum að halda. Rót vandans er hagnaðardrifinn leigumarkaður Leigjendur búa við alvarlega stöðu þar sem húsnæðiskostnaður er óbærilega hár og ógnar fjárhagslegu öryggi fjölda heimila. Úttektir sýna að leigjendur greiða jafnvel 70% eða meira af launum sínum í húsnæði. Húsnæði hefur verið fjármálavætt og litlar hömlur eru á leigusölum, sem geta dregið til sín óhóflegt fjármagn frá leigjendum. Skortur á regluverki og eftirliti hefur skapað aðstæður þar sem leigjendur eru berskjaldaðir gagnvart óhóflegum hækkunum og ótryggum leigusamningum. Afleiðingarnar eru skýrar Há húsaleiga þýðir að leigjendur þurfa að verja stærstum hluta tekna sinna í leigu. Lítið situr eftir til nauðsynja, svo sem matar, samgangna og heilbrigðisþjónustu. Þegar stærsti hluti tekna fer í leigu er augljóst að ekki er hægt að spara og leigjendur festast margir hverjir í vítahring fjárhagslegs óöryggis. Hár húsnæðiskostnaður skapar ekki eingöngu fjárhagslegt álag, heldur einnig félagsleg vandamál sem skerða lífsgæði og framtíðarmöguleika fólks. Í samanburði við húseigendur eru leigjendur verr settir. Staða leigjenda í samanburði við húseigendur er slæm á marga mælikvarða. Leigjendur búa við minna húsnæðisöryggi. · Algengara er að leigjendur búi ekki í því hverfi eða á þeim stað sem þeir myndu helst kjósa að búa á. · Algengara að þrengra sé um leigjendur samanborið við húseigendur. Hvað þarf að gera? Vandinn er hagnaðardrifinn og óregluvæddur leigumarkaður. Lausnin felst í því að breyta húsnæðisuppbyggingu þannig að hún tryggi heimili fyrir fólk, ekki fjárfestingareignir fyrir þau efnameiri. Ég tel mikilvægt að hið opinbera byggi raunverulega félagslegt leiguhúsnæði og legg áherslu á það í mínum störfum sem borgarfulltrúi. Jafnframt þurfa sveitarfélög að auka samvinnu við óhagnaðardrifna aðila líkt og verkalýðshreyfinguna, til að tryggja gott húsnæði á eðlilegu verði. Þar til slíkt raungerist þarf að mæta leigjendum þar sem þeir eru staddir. Hækkun á þaki húsnæðisstuðnings er liður í því. Samstarfsflokkarnir í borgarstjórn leggja til breytingar sem skila hærri fjárhagslegum stuðningi til leigjenda, sérstaklega til þeirra sem búa tvö eða fleiri saman, líkt og á við um barnafjölskyldur.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun