Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson, Arnar Össur Harðarson og Hlín Gísladóttir skrifa 18. nóvember 2025 07:47 Undirrituð sem búum í næsta nágrenni Gufuneskirkjugarðar, krefjumst þess að deiliskipulagi fyrir Gufuneskirkjugarð verði breytt, sbr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og bálstofa sem fyrirhuguð er á Hallsholti í Gufuneskirkjugarði verði ekki á skipulagi í Grafarvogi. Sveitarstjórnir bera ábyrgð á og annast gerð deiliskipulags innan marka sveitarfélags skv. 3. mgr. 3. gr. og 1. mgr. 38. gr. skipulagslaga. Í júlí 2025 bárust fréttir af því að dómsmálaráðherra og Kirkjugarðar Reykjavíkur (KGRP) hafi undirritað viljayfirlýsingu um bálstofu í Gufuneskirkjugarði. Við höfum rökstuddar áhyggjur af því að verið sé að flytja hluta vandamálsins sem verið hefur til staðar í Fossvogi upp í Grafarvog. Áform um bálstofu á Hallsholti í Gufuneskirkjugarði byggja á deiliskipulagi frá árinu 2000. Samkvæmt nýlegum tillögum mun byggð færast nær kirkjugarðinum. Í þeim tillögum er m.a. gert ráð fyrir íbúðabyggð á milli Hallsvegar og Gagnvegar. Hús sem byggð verða á því svæði gætu orðið í um 95 metra fjarlægð frá reykháfi væntanlegrar bálstofu. Einnig er stefnt að uppbyggingu íbúðabyggðar austan Víkurvegar. Það verður því í raun sama hver vindáttin er, útblástur frá bálstofunni mun ávallt berast yfir íbúðabyggð, skóla eða leikskóla. Við vekjum sérstaka athygli á því að í um 350 m fjarlægð frá fyrirhugaðri staðsetningu, í stefnu ríkjandi vindáttar, er leikskólinn Fífuborg. Við teljum að staðsetning bálstofu í Gufuneskirkjugarði vera tímaskekkju. Það er ekkert sem krefst þess að bálstofa sé staðsett í kirkjugarði eða í eða við kirkju. Bálstofan mun þjóna öllu landinu og því má gera ráð fyrir því að stór hluti af duftkerjum verði jarðsett í öðrum kirkjugörðum. Bálstofa/líkbrennsla er atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun en líkbrennslur eru starfsleyfisskyldar hjá heilbrigðisnefnd, sbr. 64. tl. IV. viðauka laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Mengandi starfsemi, líkt og hér um ræðir, á ekki heima í nágrenni við íbúðabyggð, leikskóla, skóla, íþróttasvæði og sundlaug, eins og verður, ef bálstofan verður reist í Gufuneskirkjugarði. Mengandi starfsemi á heima á svæðum sem hafa verið sérstaklega skilgreind fyrir þannig starfsemi eins og t.d. í iðnaðarhverfunum á Esjumelum eða Hellnahverfinu í Hafnarfirði. Eins og fyrirhuguð bálstofa hefur verið kynnt af hendi KGRP mætti skilja að hún verði alveg mengunarlaus. Á bls 6 í skýrslu kirkjugarðsráðs um bálstofuna er t.d. eftirfarandi fullyrðing: “Þannig verður reykurinn orðinn að hreinni og litlausri vatnsgufu þegar hann kemur út um reykháf stofunnar” Undirrituð telja þetta vera villandi framsetningu og það er beinlínis verið að bera á borð upplýsingar sem standast ekki. Það er aldrei þannig að virkni hreinsibúnaðar sé 100%, ekki heldur þegar hann er í fullkomnu lagi, þó svo hann dragi verulega mikið mikið úr losun mengunarefna. Vissulega er gert ráð fyrir góðum hreinsibúnaði í nýju bálstofunni, en rétt er að halda því til haga að allur tækjabúnaður getur bilað. Búnaður sem er settur upp til að nota í áratugi mun þurfa töluvert viðhald í gegnum árin og mun örugglega bila öðru hvoru. Það er jafn öruggt eins bíll sem keyptur væri nýr í dag þá mun hann örugglega bila eitthvað á líftíma sínum. Í þessu samband má benda á reynsluna af rekstri bálstofunnar í Vestfold í Noregi, sem Kirkjugarðarnir hafa reyndar vitnað til sem mengnunarlausrar líkbrennslu. Búnaður fyrirhugaðrar bálstofu í Gufuneskirkjugarði verður sambærilegur við þann búnað sem notaður er í Vestfold og það var einmitt horft til þeirrar bálstofu þegar val á búnaði var ákveðið. Rekstur bálstofunnar í Vestfold hófst árið 2010. Í eftirlitsskýrslu heilbrigðiseftirlitsins í Vestfold frá því í nóvember 2022 kemur fram að kröfur í starfsleyfi um hitastig í eftirbrennsluhólfi og kröfur um bæði útblásturshraða og útblásturshitastig í reykháfi hafi ekki verið uppfylltar. Í eftirlitsskýrslunni eru einnig nefnd dæmi um atvik sem hafa komið upp þegar pokasíur og kolasíur í hreinsibúnaðinum hafi skemmst. Skemmdir á síum ásamt öðrum truflunum á rekstri ofnanna urðu til þess að á ákveðnum tímabilum varð mikil aukning á losun loftmengunarefna eins og t.d. kolmónoxíðs (CO) og kvikasilfurs (Hg). Á vefsíðunni Norske Utslip má sjá upplýsingar um losun mengandi efna frá iðnaði Noregi og þar má sjá upplýsingar um losun mengunarefna frá bálstofunni í Vestfold. Sjá fylgiskjal 1. hér neðar þar sem sjá má í upplýsingar um sveiflur milli ára í losun loftmengunarefna frá bálstofunni í Vestfold. Flest ár er lítil losun loftmengunarefna frá bálstofunni en þó koma ár þar sem hafa komið upp bilanir í hreinsibúnaði og þá eykst losun loftmengunarefna verulega. Þannig má t.d. sjá að árið 2017 losnuðu 80 tonn af kolmónóxíði (CO) og árið 2012 losnaði óvenju mikið að kvikasilfri miðað við hin rekstrarárin eða 0,6 kg. Flest ár er einhver losun á kvikasilfri frá bálstofunni. Þessar miklu sveiflur í losun loftmengunarefna skýrast af rekstrarerfiðleikum sem hafa komið upp í hreinsibúnaði bálstofunnar. Við bendum sérstaklega á sveiflur í losun kvikasilfurs en upptök kvikasilfursins má rekja til amalgan tannfyllinga í þeim líkum sem eru brennd. Í amalgan tannfyllingum í munni fólks er kvikasilfrið fastbundið við önnur efni í fyllingunum og sem slíkt talið skaðlaust. En við hitann í líkbrennsluofni sundrast þetta stöðuga efnasamband og kvikasilfrið gufar upp. Til að setja þetta magn kvikasilfurs sem losnaði frá bálstofunni í Vestfold í eitthvað samhengi, þá er þetta um 35% af því kvikasilfri sem losnaði frá bálstofunni í Fossvogi árið 2023 en þá losnuðu þaðan 1,7 kg af kvikasilfri. Engin hreinsun er á kvikasilfri í Fossvogi. Til frekari samanburðar má einnig setja þetta magn kvikasilfurs í samhengi við heildarlosun Íslands á kvikasilfri. Árið 2023 var áætlað að heildarlosun kvikasilfurs í andrúmsloft hér á landi hafi verið 9,2 kg. Stærsti hlutinn eða 4,6 kg koma frá fiskiskipaflotanum þannig að sú losun dreifist yfir mjög stór hafsvæði. Næst stærsti hlutinn, eða 2,0 kg kemur frá bílaumferð og þar dreifist losunin yfir allt vegakerfið. Bæði fiskiskip og bílaumferð eru það sem er kallað “dreifðar uppsprettur”, þ.e. losun mengunarefna fer fram á mjög stóru svæði. Þannig að það verður ekki uppsöfnun mengunarefna á litlu svæði. Líkbrennslan í Fossvogi er því stærsta einstaka punkt uppspretta kvikasilfurs á Íslandi. Gert er grein fyrir rekstrarörðugleikum sem hafa komið upp hjá bálstofunni í Vestfold hér að framan því Kirkjugarðar Reykjavíkur hafa vísað til hennar sem fyrirmyndar bálstofu með enga mengun. Við teljum því að þær forsendur sem KGRP setti fram hafi ekki verið réttar og Reykjavíkurborg hafi því samþykkt staðsetningu í Gufuneskirkjugarði á upplýsingum sem eru beinlínis rangar. Einnig er rétt að horfa til þess að bálförum fer ört fjölgandi. Samkvæmt frétt á mbl.is þann 17. september sl. kusu 50% landsmanna sér bálför á árinu 2024 og hlutfallið var 60% á höfuðborgarsvæðinu. Er því spáð að árið 2040 muni um 70% á landsvísu kjósa sér líkbrennslu. Árið 2022 voru skráð 2.670 andlát. Gert er ráð fyrir að afkastageta líkbrennslunnar verði um 2000 kistur á ári. Fyrirsjáanlegt er að það verður nóg að gera fyrir líkbrennsluna, og jafnvel meira en gert er ráð fyrir í núgildandi skipulagi. Samkvæmt mannfjöldaspá er áætlað að fjöldi látinna árið 2035 verði um 3.000. En það er ekki eingöngu loftmengun sem veldur okkur áhyggjum. Það er viðbúið að það verði jafnframt hávaðamengun frá fyrirhugaðri líkbrennslu. Til að hreinsa útblástur frá iðnaðarferlum þarf m.a. að þröngva útblæstrinum í gegnum þéttar síur. Til þess þarf öfluga blásara sem geta gefið frá sér háværan hvin. Það þarf að kynda ofnana upp í fullan vinnsluhita áður en líkbrennsla hefst og það getur tekið einhvern tíma. Þannig að til að hefja líkbrennslu kl. 7 eða 8 að morgni getur þurft að starta uppkeyrslu ofna seinnipart nætur. Hávaði frá líkbrennslum er þekkt vandamál í Noregi. Engin gögn hafa verið lögð fram af hálfu KGRP um mögulega losun loftmengunarefna frá bálstofunni. Það mun verða einhver losun, jafnvel þótt hreinsibúnaður sé til staðar. Eins hafa ekki heldur verið lögð fram nein gögn um mögulegt hljóðstig í nágrenni hennar vegna hávaða frá tækjabúnaði stöðvarinnar. Það er krafa okkar að deiliskipulagi Gufuneskirkjugarðs verði breytt og bálstofu Kirkjugarða Reykjavíkur verði fundin annar staður, t.d. á Esjumelum eða Hellnahverfinu í Hafnarfirði, innan um aðra mengandi starfsemi og í hæfilegri fjarlægði frá íbúðarhverfum, skólum og leikskólum. Ef nauðsynlegt er talið að hafa bálstofu í nánum tengslum við kirkju/kirkjugarð, leggjum við til að bálstofunni verði fundinn staður í væntanlegum kirkjugarði í hlíðum Úlfarsfells. Sú staðsetning er að öllu leyti heppilegri heldur en í Gufuneskirkjugarði. Í þessu sambandi er rétt að benda á að Gufuneskirkjugarður verður orðinn fullnýttur á næstu árum. Í mörg ár hefur verið unnið að því að móta landsvæði í hlíðum Úlfarsfells til að taka við því hlutverki að vera framtíðar kirkjugarður Reykjavíkur samkvæmt óskum KGRP og gert er ráð fyrir uppbyggingu starfsmannaðstöðu þar. Ein af rökum sem KGRP hafa sett fram fyrir staðsetningu bálstofu í Gufuneskirkjugarði snýr að mögulegum byggingarkostnaði þ.e. samnýting starfsmannaaðstöðu sem þegar er til staðar t.d. fundarherbergi, salerni og lagerrými. Ef þegar er búið að ákveða uppbyggingu starfsmannaaðstöðu í hlíðum Úlfarsfells er ekki að sjá að þau rök eigi við. Í hlíðum Úlfarsfells eru um 800 m í þau íbúðarhús sem standa næst fyrirhugðum kirkjugarði. Einnig er ríkjandi vindátt mun heppilegri varðandi afstöðu til núverandi og framtíðar íbúðarbyggðar. Í ríkjandi vindátt berst mengun til vesturs í átt að atvinnustarfsemi á Korptorgi og í þeirri vindátt eru um 2 km í næstu íbúðarhús sem eru þá í Engjahverfi. Vindátt sem gæti borið mengun í átt að núverandi eða framtíðar íbúðarbyggð sunnan kirkjugarðs í hlíðum Úlfarsfells er sjaldgæfasta vindáttin. Mengunarefni sem munu koma frá fyrirhugaðri líkbrennslu þynnast því mun betur út í hlíðum Úlfarsfells heldur en í Gufuneskirkjugarði.Það ætti því að geta orðið mun meiri sátt um staðsetningu bálstofu í hlíðum Úlfarsfells heldur en í miðri íbúðarbyggð í Grafarvogi. Virðingarfyllst Þorsteinn Jóhannsson, íbúi í Vallarhúsum 59 Arnar Össur Harðarson, íbúi í Veghúsum 17 Hlín Gísladóttir, íbúi í Fífurima 20 Viðauki 1. Upplýsingar um losun lofmengunarefna frá bálstofunni í Vestfold. Heimild: https://www.norskeutslipp.no/no/Diverse/Virksomhet/?CompanyID=22965 (Til að skoða losun fyrir þetta tímabil sem sést á skjáskotinu hér að neðan þarf að velja þarf árin 2010-2024 og hægra megin við línuritin þarf svo að velja viðeigandi mengunarefni) Mynd 1. Losun kvikasilfur (Hg) á ári frá bálstofunni í Vestfold Mynd 2. Losun kolmónoxíðs (CO) á ári frá bálstofunni í Vestfold. Greinilegt er að talsverðir erfiðleikar hafa verið með rekstur ofnanna og hreinsibúnaðar árið 2017. Það ár losnuðu um 80 tonn af kolmónoxíði út í andrúmsloftið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Kirkjugarðar Umhverfismál Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Undirrituð sem búum í næsta nágrenni Gufuneskirkjugarðar, krefjumst þess að deiliskipulagi fyrir Gufuneskirkjugarð verði breytt, sbr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og bálstofa sem fyrirhuguð er á Hallsholti í Gufuneskirkjugarði verði ekki á skipulagi í Grafarvogi. Sveitarstjórnir bera ábyrgð á og annast gerð deiliskipulags innan marka sveitarfélags skv. 3. mgr. 3. gr. og 1. mgr. 38. gr. skipulagslaga. Í júlí 2025 bárust fréttir af því að dómsmálaráðherra og Kirkjugarðar Reykjavíkur (KGRP) hafi undirritað viljayfirlýsingu um bálstofu í Gufuneskirkjugarði. Við höfum rökstuddar áhyggjur af því að verið sé að flytja hluta vandamálsins sem verið hefur til staðar í Fossvogi upp í Grafarvog. Áform um bálstofu á Hallsholti í Gufuneskirkjugarði byggja á deiliskipulagi frá árinu 2000. Samkvæmt nýlegum tillögum mun byggð færast nær kirkjugarðinum. Í þeim tillögum er m.a. gert ráð fyrir íbúðabyggð á milli Hallsvegar og Gagnvegar. Hús sem byggð verða á því svæði gætu orðið í um 95 metra fjarlægð frá reykháfi væntanlegrar bálstofu. Einnig er stefnt að uppbyggingu íbúðabyggðar austan Víkurvegar. Það verður því í raun sama hver vindáttin er, útblástur frá bálstofunni mun ávallt berast yfir íbúðabyggð, skóla eða leikskóla. Við vekjum sérstaka athygli á því að í um 350 m fjarlægð frá fyrirhugaðri staðsetningu, í stefnu ríkjandi vindáttar, er leikskólinn Fífuborg. Við teljum að staðsetning bálstofu í Gufuneskirkjugarði vera tímaskekkju. Það er ekkert sem krefst þess að bálstofa sé staðsett í kirkjugarði eða í eða við kirkju. Bálstofan mun þjóna öllu landinu og því má gera ráð fyrir því að stór hluti af duftkerjum verði jarðsett í öðrum kirkjugörðum. Bálstofa/líkbrennsla er atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun en líkbrennslur eru starfsleyfisskyldar hjá heilbrigðisnefnd, sbr. 64. tl. IV. viðauka laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Mengandi starfsemi, líkt og hér um ræðir, á ekki heima í nágrenni við íbúðabyggð, leikskóla, skóla, íþróttasvæði og sundlaug, eins og verður, ef bálstofan verður reist í Gufuneskirkjugarði. Mengandi starfsemi á heima á svæðum sem hafa verið sérstaklega skilgreind fyrir þannig starfsemi eins og t.d. í iðnaðarhverfunum á Esjumelum eða Hellnahverfinu í Hafnarfirði. Eins og fyrirhuguð bálstofa hefur verið kynnt af hendi KGRP mætti skilja að hún verði alveg mengunarlaus. Á bls 6 í skýrslu kirkjugarðsráðs um bálstofuna er t.d. eftirfarandi fullyrðing: “Þannig verður reykurinn orðinn að hreinni og litlausri vatnsgufu þegar hann kemur út um reykháf stofunnar” Undirrituð telja þetta vera villandi framsetningu og það er beinlínis verið að bera á borð upplýsingar sem standast ekki. Það er aldrei þannig að virkni hreinsibúnaðar sé 100%, ekki heldur þegar hann er í fullkomnu lagi, þó svo hann dragi verulega mikið mikið úr losun mengunarefna. Vissulega er gert ráð fyrir góðum hreinsibúnaði í nýju bálstofunni, en rétt er að halda því til haga að allur tækjabúnaður getur bilað. Búnaður sem er settur upp til að nota í áratugi mun þurfa töluvert viðhald í gegnum árin og mun örugglega bila öðru hvoru. Það er jafn öruggt eins bíll sem keyptur væri nýr í dag þá mun hann örugglega bila eitthvað á líftíma sínum. Í þessu samband má benda á reynsluna af rekstri bálstofunnar í Vestfold í Noregi, sem Kirkjugarðarnir hafa reyndar vitnað til sem mengnunarlausrar líkbrennslu. Búnaður fyrirhugaðrar bálstofu í Gufuneskirkjugarði verður sambærilegur við þann búnað sem notaður er í Vestfold og það var einmitt horft til þeirrar bálstofu þegar val á búnaði var ákveðið. Rekstur bálstofunnar í Vestfold hófst árið 2010. Í eftirlitsskýrslu heilbrigðiseftirlitsins í Vestfold frá því í nóvember 2022 kemur fram að kröfur í starfsleyfi um hitastig í eftirbrennsluhólfi og kröfur um bæði útblásturshraða og útblásturshitastig í reykháfi hafi ekki verið uppfylltar. Í eftirlitsskýrslunni eru einnig nefnd dæmi um atvik sem hafa komið upp þegar pokasíur og kolasíur í hreinsibúnaðinum hafi skemmst. Skemmdir á síum ásamt öðrum truflunum á rekstri ofnanna urðu til þess að á ákveðnum tímabilum varð mikil aukning á losun loftmengunarefna eins og t.d. kolmónoxíðs (CO) og kvikasilfurs (Hg). Á vefsíðunni Norske Utslip má sjá upplýsingar um losun mengandi efna frá iðnaði Noregi og þar má sjá upplýsingar um losun mengunarefna frá bálstofunni í Vestfold. Sjá fylgiskjal 1. hér neðar þar sem sjá má í upplýsingar um sveiflur milli ára í losun loftmengunarefna frá bálstofunni í Vestfold. Flest ár er lítil losun loftmengunarefna frá bálstofunni en þó koma ár þar sem hafa komið upp bilanir í hreinsibúnaði og þá eykst losun loftmengunarefna verulega. Þannig má t.d. sjá að árið 2017 losnuðu 80 tonn af kolmónóxíði (CO) og árið 2012 losnaði óvenju mikið að kvikasilfri miðað við hin rekstrarárin eða 0,6 kg. Flest ár er einhver losun á kvikasilfri frá bálstofunni. Þessar miklu sveiflur í losun loftmengunarefna skýrast af rekstrarerfiðleikum sem hafa komið upp í hreinsibúnaði bálstofunnar. Við bendum sérstaklega á sveiflur í losun kvikasilfurs en upptök kvikasilfursins má rekja til amalgan tannfyllinga í þeim líkum sem eru brennd. Í amalgan tannfyllingum í munni fólks er kvikasilfrið fastbundið við önnur efni í fyllingunum og sem slíkt talið skaðlaust. En við hitann í líkbrennsluofni sundrast þetta stöðuga efnasamband og kvikasilfrið gufar upp. Til að setja þetta magn kvikasilfurs sem losnaði frá bálstofunni í Vestfold í eitthvað samhengi, þá er þetta um 35% af því kvikasilfri sem losnaði frá bálstofunni í Fossvogi árið 2023 en þá losnuðu þaðan 1,7 kg af kvikasilfri. Engin hreinsun er á kvikasilfri í Fossvogi. Til frekari samanburðar má einnig setja þetta magn kvikasilfurs í samhengi við heildarlosun Íslands á kvikasilfri. Árið 2023 var áætlað að heildarlosun kvikasilfurs í andrúmsloft hér á landi hafi verið 9,2 kg. Stærsti hlutinn eða 4,6 kg koma frá fiskiskipaflotanum þannig að sú losun dreifist yfir mjög stór hafsvæði. Næst stærsti hlutinn, eða 2,0 kg kemur frá bílaumferð og þar dreifist losunin yfir allt vegakerfið. Bæði fiskiskip og bílaumferð eru það sem er kallað “dreifðar uppsprettur”, þ.e. losun mengunarefna fer fram á mjög stóru svæði. Þannig að það verður ekki uppsöfnun mengunarefna á litlu svæði. Líkbrennslan í Fossvogi er því stærsta einstaka punkt uppspretta kvikasilfurs á Íslandi. Gert er grein fyrir rekstrarörðugleikum sem hafa komið upp hjá bálstofunni í Vestfold hér að framan því Kirkjugarðar Reykjavíkur hafa vísað til hennar sem fyrirmyndar bálstofu með enga mengun. Við teljum því að þær forsendur sem KGRP setti fram hafi ekki verið réttar og Reykjavíkurborg hafi því samþykkt staðsetningu í Gufuneskirkjugarði á upplýsingum sem eru beinlínis rangar. Einnig er rétt að horfa til þess að bálförum fer ört fjölgandi. Samkvæmt frétt á mbl.is þann 17. september sl. kusu 50% landsmanna sér bálför á árinu 2024 og hlutfallið var 60% á höfuðborgarsvæðinu. Er því spáð að árið 2040 muni um 70% á landsvísu kjósa sér líkbrennslu. Árið 2022 voru skráð 2.670 andlát. Gert er ráð fyrir að afkastageta líkbrennslunnar verði um 2000 kistur á ári. Fyrirsjáanlegt er að það verður nóg að gera fyrir líkbrennsluna, og jafnvel meira en gert er ráð fyrir í núgildandi skipulagi. Samkvæmt mannfjöldaspá er áætlað að fjöldi látinna árið 2035 verði um 3.000. En það er ekki eingöngu loftmengun sem veldur okkur áhyggjum. Það er viðbúið að það verði jafnframt hávaðamengun frá fyrirhugaðri líkbrennslu. Til að hreinsa útblástur frá iðnaðarferlum þarf m.a. að þröngva útblæstrinum í gegnum þéttar síur. Til þess þarf öfluga blásara sem geta gefið frá sér háværan hvin. Það þarf að kynda ofnana upp í fullan vinnsluhita áður en líkbrennsla hefst og það getur tekið einhvern tíma. Þannig að til að hefja líkbrennslu kl. 7 eða 8 að morgni getur þurft að starta uppkeyrslu ofna seinnipart nætur. Hávaði frá líkbrennslum er þekkt vandamál í Noregi. Engin gögn hafa verið lögð fram af hálfu KGRP um mögulega losun loftmengunarefna frá bálstofunni. Það mun verða einhver losun, jafnvel þótt hreinsibúnaður sé til staðar. Eins hafa ekki heldur verið lögð fram nein gögn um mögulegt hljóðstig í nágrenni hennar vegna hávaða frá tækjabúnaði stöðvarinnar. Það er krafa okkar að deiliskipulagi Gufuneskirkjugarðs verði breytt og bálstofu Kirkjugarða Reykjavíkur verði fundin annar staður, t.d. á Esjumelum eða Hellnahverfinu í Hafnarfirði, innan um aðra mengandi starfsemi og í hæfilegri fjarlægði frá íbúðarhverfum, skólum og leikskólum. Ef nauðsynlegt er talið að hafa bálstofu í nánum tengslum við kirkju/kirkjugarð, leggjum við til að bálstofunni verði fundinn staður í væntanlegum kirkjugarði í hlíðum Úlfarsfells. Sú staðsetning er að öllu leyti heppilegri heldur en í Gufuneskirkjugarði. Í þessu sambandi er rétt að benda á að Gufuneskirkjugarður verður orðinn fullnýttur á næstu árum. Í mörg ár hefur verið unnið að því að móta landsvæði í hlíðum Úlfarsfells til að taka við því hlutverki að vera framtíðar kirkjugarður Reykjavíkur samkvæmt óskum KGRP og gert er ráð fyrir uppbyggingu starfsmannaðstöðu þar. Ein af rökum sem KGRP hafa sett fram fyrir staðsetningu bálstofu í Gufuneskirkjugarði snýr að mögulegum byggingarkostnaði þ.e. samnýting starfsmannaaðstöðu sem þegar er til staðar t.d. fundarherbergi, salerni og lagerrými. Ef þegar er búið að ákveða uppbyggingu starfsmannaaðstöðu í hlíðum Úlfarsfells er ekki að sjá að þau rök eigi við. Í hlíðum Úlfarsfells eru um 800 m í þau íbúðarhús sem standa næst fyrirhugðum kirkjugarði. Einnig er ríkjandi vindátt mun heppilegri varðandi afstöðu til núverandi og framtíðar íbúðarbyggðar. Í ríkjandi vindátt berst mengun til vesturs í átt að atvinnustarfsemi á Korptorgi og í þeirri vindátt eru um 2 km í næstu íbúðarhús sem eru þá í Engjahverfi. Vindátt sem gæti borið mengun í átt að núverandi eða framtíðar íbúðarbyggð sunnan kirkjugarðs í hlíðum Úlfarsfells er sjaldgæfasta vindáttin. Mengunarefni sem munu koma frá fyrirhugaðri líkbrennslu þynnast því mun betur út í hlíðum Úlfarsfells heldur en í Gufuneskirkjugarði.Það ætti því að geta orðið mun meiri sátt um staðsetningu bálstofu í hlíðum Úlfarsfells heldur en í miðri íbúðarbyggð í Grafarvogi. Virðingarfyllst Þorsteinn Jóhannsson, íbúi í Vallarhúsum 59 Arnar Össur Harðarson, íbúi í Veghúsum 17 Hlín Gísladóttir, íbúi í Fífurima 20 Viðauki 1. Upplýsingar um losun lofmengunarefna frá bálstofunni í Vestfold. Heimild: https://www.norskeutslipp.no/no/Diverse/Virksomhet/?CompanyID=22965 (Til að skoða losun fyrir þetta tímabil sem sést á skjáskotinu hér að neðan þarf að velja þarf árin 2010-2024 og hægra megin við línuritin þarf svo að velja viðeigandi mengunarefni) Mynd 1. Losun kvikasilfur (Hg) á ári frá bálstofunni í Vestfold Mynd 2. Losun kolmónoxíðs (CO) á ári frá bálstofunni í Vestfold. Greinilegt er að talsverðir erfiðleikar hafa verið með rekstur ofnanna og hreinsibúnaðar árið 2017. Það ár losnuðu um 80 tonn af kolmónoxíði út í andrúmsloftið.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun